Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 1. febrúar 1990 MOSKVA - George Bush forseti Bandaríkjanna hringdi í Mikhaíl Gorbatjsof forseta Sovétríkjanna og ræddi við hann hin ýmsu mál sem ofar- lega er á baugi í heiminum. Hins vegar mun hann ætla að bjóða Sovétleiðtoganum upp á að fækka verulega í herliðið Bandaríkjamanna í Evrópu. KABUL - Fimm manns fór- ust og rúmleqa hundrað særð- ust þegar glfurlega öflug bíla- sprengja sprakk í miðborg Kabúl í gær. Sprakk sprengjan á hádegisverðartlma þegar fjölmenni er sem mest úti á götum miðborgarinnar. Eru lík- ur taldar á að mun fleiri látist af sárum sínum þar sem fjöldi manna er I ífshættulega særðir. Stjórnarerindrekar í Kabúl bú- ast við auknum eldflaugaárás- um skæruliða á borginna næstu daga, en 15. februar er eitt ár lioið frá því sovéski herinn hvarf á brott frá Afgan- istan. KUVÆT - Emírinn í Kúvæt er nú að ræða við vísa menn um það hvernig hægt er að auka lýðræði í ríkinu. Fjöl- mennar mótmælagöngur hafa verið gengnar þar sem krafist er að þingið landsins verði kallaðsaman, en emírinn leysti það upp fyrir nokkru. Em- bættismenn segja að Sjeik Ja- ber al-Ahmed Al-Sabah hafi rætt við helstu leiðtoga borgara landsins um það hvernig al- múginn ætti að taka þátt f ríkisstjórn landsins. LONDON - Eldur kom upp f ferju á Irlandshafi og endaði för ferjunnar með strandi. Mannbjörg varð, en alls voru 285 manns um borð. JÓHANNESARBORG- Borgaryfirvöld ( Durban ákváðu að feta í fótspor helstu borga Suður-Afríku og afnema einokun hvftra manna í við- skiptalífinu. LISSABON - Herinn (Ang- óla seqist hafa brotið varnir skæruliða UNITA á bak aftur við bæinn Mavinga, sem skæruliðar hafa haft á valdi sínu. Fimmhundruð skærulið- ar féllu (mestu herför stjornar- hersins frá þv( borgarastyrjöld hófst fyrir 15 árum. AUSTUR-BERLÍN-Yfir- völd ( Austur-Þýskalandi eru reiðubúin til að loka kjarnorku- verum í landinu ef sérfræðing- ar frá hlutlausum alþjóðastofn- unum telja það nauðsynlegt. Talið er að kjarnorkuverið í Greifswald sé ekkert annað en kjarnorkutímasprengja sem getur sprungið í loft upp hve- nær sem er. ÚTLÖND Sil Innbyrðis bardagar kristinna í Beirút Vopnaðar sveitir kristinna manna börðust innbyrðis af mikilli hörku í Beirút í gær. Yörpuðu hersveitir kristinna manna einnig sprengjum á vest- urhluta Beirút þar sem múslímar ráða ríkjum og vori sýrlenskar hersveitir í viðbragðsstöðu ef einnig skyldi slá í brýnu milli kristinna manna og múslíma. Lýst var yfir vopnahléi um miðjan dag, en þrátt fyrir það héldu bardag- ar áfram. Sveitir kristinna manna börðust síðast innbyrðis í febrúar- mánuði á síðasta ári og féllu sextíu manns. Þrátt fyrir það hefur sam- heldni kristinna manna í Beirút hefur verið góð í borgarastyrjöldinni í Líbanon og mun meira borið á stríðandi fylkingum Shíta múslíma sem murkað hafa lífið úr hvor öðrum undanfarin ár. Átökin í Beirút hófust eftir að Michel Aoun hershöfðingi kristinna sveita í líbanska hernum krafðist þess að vopnaðir meðlimir Líbönsku sveitanna, sem lúta stjórn hins kristna maróníta Samir Geagea, legðu niður vopn og að sveitirnar yrðu leystar upp. Líbönsku sveitirn- ar létu skipan Aouns sem vind um eyru þjóta og tóku á móti hermönn- um Aouns af mikilli hörku þegar þeir hugðust afvopna trúbræður sínar. Barist var á ýmsum stöðum í hinuin kristna hluta Beirút og var skriðdrekum, vélbyssum og eld- flaugum beitt í átökunum. Ekki er vitað um mannfall, en óbreyttir borgara lágu í særðir á götum úti. Trúarleiðtogar kristinna manna gerðu allt til þess að binda endi á átökin og var lýst yfir vopnahléi. J?að var ekki haldið. Svo virðist sem hersveitir Aouns hafi tekið herskála Líbönsku sveit- Enn Ieggst dökkt ófriðarský yfir Beirút. Nú berjast kristnir menn innbyrðis, en hætta er á að múslímar dragist inn í hildarleikinn eftir sprengjum var varpað á hverfi þeirra. anna í Sahet al-Abed í Austur-Beir- út herskildi og að hermenn úr líb- anska hernum hafi umkringt tvennar bækistöðvar Líbönsku sveitanna norðan við borgina. Pó kristnir menn hafi verið sam- heldnir í borgarastyrjöldinni í Líb- anon þar sem þeir hafa þurft að berjast af hörku við sveitir múslíma og Sýriendinga, þá hafa þeir Aoun og Geagea keppst um hylli þeirra 500 þúsund kristinna manna sem búa í Beirút og næsta nágrenni hennar. Aoun hefur yfir 15 þúsund manna vel þjálfuðu liði að ráða, atvinnu- hermönnum úr fastaher Líbanon. Hins vegar er talið að um 10 þúsund manns séu undir vopnum í liðið Geagea. Bardagar þessir eru án efa þáttur í baráttu Aouns gegn Elíasi Hrawi, hins kristna forseta Líbanon sem nýtur stuðnings Sýrlendinga. Aoun neitar að viðurkenna Hrawi sem forseta, en Hrawi hefur vikið Aoun frá sem yfirmanni hersins. Mikhaíl Gorbatsjof vísar á bug orðrómi um að hann sé að hætta sem leiðtogi kommúnistaflokknum: Boðar breytingar á valdakerf i Sovét Mikhafl Gorbatjsof forseti Sovétrikjanna visaði í gær á bug orðrómi um að hann hygðist segja af sér sem aðalritar sovéska kommúnistaflokksins, en halda forsetaembættinu. Hins vegar hefur Gorbatsjof boðað að á döfinni væru róttæk- ar breytingar á öllu valdakerfi Sovétríkjanna. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN skýrði frá því í fyrrakvöld að Gor- batjsof hefði tekið blóðbaðið í Bakú og Azerbajdzhan mjög nærri sér og hygðist því segja af sér sem aðalritari kommúnistaflokksins. Hins vegar myndi hann halda forsetaembætt- inu. „Ég hef engar þessháttar fyrirætl- anir. Enginn hefur sagt þetta og ég hef svo sannarlega ekki gefið yfirlýs- ingar þessa efnis. Allar slíkar getgát- ur eru úr lausu lofti gripnar," svaraði Gorbatsjof blaðamönnum er inntu hann eftir því hvort hann væri að hætta sem aðalritari. Stjórnmálasérfræðingar í Moskvu telja engar líkur á að Gorbatsjof sé að hætta sem aðalritari. Þeir segja að þó harðlínumenn í kommúnista- flokknum hafi verið háværir að undanförnu væri þróunin í Sovét- ríkjunum í anda stefnu Gorbatsjofs. Benda þeir á að í ræðum sínum að undanförnu hafi Gorbatsjof hvað eftir annað sagst vilja gera róttækar breytingar á valdakerfinu í Sovét- rfkjunum og eru líkur á að fundur miðstjórnar kommúnistaflokksins muni fjalla um þær hugmyndir Gor- batsjofs á fundi sínum í næstu viku. Þá var í gær birt grein í Prövdu eftir Ivan Frolov, einn nánasta að- stoðarmann Gorbatsjofs þar sem hann segir að leiðtoginn „þurfi aukin völd til að gera honum kleift að hrinda umbótaáætlun sinni betur í framkvæmd". Skurðaðgerð í móður- kviði Breskir læknar hafa í fyrsta sinn gert velheppnaða hjartaaðgerð á barni sem enn var í móðurkviði. Læknaliðið á Guy's sjúkrahúsinu í London gerðu tvær hjartaaðgerðir á hinu ófædda barni. Fyrsta aðgerðin var gerð á 31. viku og sú síðar á 33. viku. Síðan var þriðja aðgerðin gerð strax eftir að barnið fæddist, fimm vikum fyrir tímann, 4. janúar. Barnið er nú við sæmilega heilsu, en það var með hjartagalla, sem hingað til hefur verið banvænn, en með því að gera hjartaaðgerðina áður en það fæddist var lífi þessa barns bjargað, í bili að minnsta kosti. „Ég veit ekki betur en að þetta sé fyrsta aðgerðin þessarar tegundar sem tekst. Barnið er ennþá mjög veikt, en við höfum gefið drengnum möguleika á lífi sem hann ekki hafði áður," sagði Dr. Lindsey Allan, - yfirskurðlæknir. Skurðlæknarnir beittu sérstakri slöngu sem þrædd var inn f leg móður barnsins og stungið í brjóst þess þar sem sérstakri blöðru var komið fyrir í hjarta barnsins. Var hinn örmjóu slöngu stýrt á réttan stað með hjálp hátíðnibylgja. Serbneskir stúdentar í Belgrad vilja vopn til að berja á Albönum í Kosovo: Ólga breiðist um Júgóslavíu Ólga breiðist nú út um Júgóslavíu eftir að kynþáttaátök hörnuðu í Kosovo héraði um síðustu helgi, en þar var enn einn Albaninn skotinn til bana. Serbar fjölmenntu á mót- mælafundi í Belgrad og kröfðust þess að ríkisstjórn Júgóslavíu stöðv- aði uppsteit Albana í Kosovohéraði eða segi af sér ella innan tveggja sólarhringa. Þá var mikill órói í Svartfjallalandi í fyrsta skipti frá því ólætin hófust í Kosovo fyrir níu dögum. Lögregla beitti táragasi gegn mót- mælagöngu fimmhundruð Albana í bænum Titova Mitrovica í Kosovo 180 km suður af Belgrad, en það dugði skammt. J?á söfnuðust sjöþúsund serbnesk- ir stúdentar fyrir frama þinghúsið í Belgrad og kröfðust hörku gegn Albönum í Kosovi, þar sem að minnsta kosti tuttugu mánns hafa fallið að undanförnu. Kröfðust stúd- entarnir þess að fá vopn í hendur til að leggja til atlögu við Albani í Kosovo, sungu serbneska ættjarðar- söngva og veifuðu þjóðfána Serbíu. I Ivangrad í Svartfjallalandi söfnuðust um 10 þúsund Svartfell- ingar og Serbar saman og hétu því að aðstöða hina 200 þúsund Serba og Svartfellinga í Kosovo í barátt- unni gegn Albönum sem eru um 1,7 milljón talsins í héraðinu. í Kosovo stöðvuðust tæplega fimmtíu verksmiðjur vegna mót- mælaverkfalla verkamanna af alb- önsku bergi, en þeir krefjast frjálsra kosninga, afsögn leiðtoga kommún- istaflokksins og að pólitískum föng- um verði sleppt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.