Tíminn - 01.03.1990, Qupperneq 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 1. mars 1990
Álagning sveitarfélaga minnkuð í kjölfar kjarasamninga:
Fasteignaskattar
og -gjöld lækka
Félagsmálaráðherra hefur í samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga ákveðið að fasteignagjöld lækki um 7%,
varðandi nýtingu aðstöðugjaldsstofns. Jafnframt hefur verið
ákveðin 10% lækkun varðandi nýtingu fasteignaskatts.
í sambandi við nýgerða kjara-
samninga aðila vinnumarkaðarins
átti ríkisstjórnin viðræður við full-
trúa samtaka launafólks, vinnuveit-
enda og bænda, um kjarasamninga
og efnahagsráðstafanir í tengslum
við þá. í því skyni að greiða fyrir
kjarasamningum samþykkti ríkis-
stjórnin m.a. aðbeitasérfyrirendur-
skoðun á hundraðshluta meðalnýt-
ingar tekjustofna sveitarfélaga, sem
skilyrði fyrir framlögum úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga, enda er Ijóst
að kjarasamningarnir fela í sér veru-
legan fjárhagslegan ávinning fyrir
sveitarfélögin.
Að fenginni umsögn stjórnarSam-
bands íslenskra sveitarfélaga var
þess vegna ákveðið að breyta
ákvörðun frá 30. nóvember s.l. um
nýtingu tekjustofna sveitarfélaga.
Utsvarsálagning verður eftir breyt-
inguna 7,5%, aðstöðugjald 65% af
meðalnýtingu aðstöðugjaldastofns,
fasteignaskattur samkvæmt a lið 3.
greinar laga um tekjustofna sveitar-
félaga 0,36% og samkvæmt b Iið
0,9%. - ÁG
Róbert Arnfinnsson í leikþættinum „Þrír leikarar - eitt drama“.
Ungir leikstjórar þreyta frumraun sína með reyndustu leikurum Þjóðleikhússins:
Stefnumót í leikhúsinu
Síðasta frumsýningin á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir lokun
verður dagskráin Stefnumót með smáverkum erlendra afbragðs-
höfunda. Fyrstu sýningar verða á stóra sviðinu 2. og 4. mars.
Sýningum verður síðan haldið áfram í Iðnó eftir miðjan mars.
Stefnumót er byggt upp á örstutt-
um leikritum eftir nokkra merkis-
höfunda, sem sumir hafa aldrei verið
kynntir fyrir íslenskum leikhúsgest-
um. Höfundarnir eru Peter Bames,
Michel de Ghelderode, Eugene Ion-
esco, David Mamet og Harold
Pinter. Höfundur tónlistar er Jó-
hann G. Jóhannsson og þýðendur
eru Árni Ibsen, Ingunn Asdísardótt-
ir, Karl Guðmundsson, Sigríður M.
Guðmundsdóttir og Sigurður
Pálsson. Gunnar Bjarnason, yfir-
leikmyndateiknari Þjóðleikhússins
hannar leikmynd og búninga og
Ásmundur Karlsson lýsingu.
Tveir leikendanna hættu í vetur
sem fastráðnir leikarar við húsið og
fóru á eftirlaun, þeir Bessi Bjarna-
son og Rúrik Haraldsson.Fjórir
þeirra voru með í opnunarsýningum
hússins og eiga því 40 ára starfsaf-
mæli, þau Baldvin Halldórsson,
Bryndís Pétursdóttir, Herdís Þor-
valdsdóttir og Róbert Amfinnsson.
Auk þeirra leika Anna Kristín Am-
grímsdóttir, Amar Jónsson, Bríet
Héðinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og
Tinna Gunnlaugsdóttir.
Leikstjórar em fjórir talsins, allt
ungt fólk sem nýlega hefur lokið
sérnámi í leikstjóm og þreytir þama
fmmraun sína í Þjóðleikhúsinu. Þar
með er stefnt saman þeint leikumm
sem verið hafa burðarásar Þjóðleik-
hússins í 40 ár og yngstu kynslóð
leikstjóra sem vænta má að láti til sín
taka í framtíðinni. Leikstjórarnir
eru Hlín Agnarsdóttir, sem hefur
yfimmsjón með dagskránni, Ásgeir
Sigurvaldason, Ingunn Ásdísardótt-
ir og Sigríður M. Guðmundsdóttir.
Leikþættirnir eru:
Þrír leikarar - eitt drama eftir
Ghelderode. Þýðandi: Sigurður
Pálsson. Leikstjóri: Hlín Agnars-
dóttir. Leikarar: Róbert Arnfinns-
son, Arnar Jónsson, Tinna Gunn-
laugsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og
Rúrik Haraldsson.
Biðstöðin eftir Pinter. Þýðandi og
leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir.
Aðalleikari: Herdís Þorvaldsdóttir.
(Nánast einleikur Herdísar, en í
þöglum aukahlutverkum eru Bessi,
Anna Kristín og Bríet og Bryndís.)
Tilbrigði við önd eftir Mamet.
Þýðandi: Árni Ibsen. Leikstjóri: Ás-
geir Sigurvaldason. Leikarar: Bald-
vin Halldórsson og Gunnar Eyjólfs-
son.
Staður og stund eftir Barnes. Þýð-
andi og leikstjóri: Ingunn Ásdísar-
dóttir. Leikarar: Bríet Héðinsdóttir
og Anna Kristín Arngrímsdóttir.
Leikæfing eftir Barnes. Þýðandi
og leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir.
Leikarar: Bessi Bjarnason og Arnar
Jónsson.
Góð til að giftast eftir Ionesco.
Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leik-
stjóri: Sigríður Margrét Guðmunds-
dóttir. Leikarar: Herdts Þorvalds-
dóttir og Rúrik Haraldsson.
Það er nú það eftir Pinter. Þýð-
andi og leikstjóri: Sigríður Margrét
Guðmundsdóttir. Leikarar: Bríet
Héðinsdóttir og Bryndís Pétursdótt-
Gröfuskipið Reynir að störfum á Siglufirði fyrir skömmu.
Mynd Ö. Þ.
Endurbótum lokið
á Sigluf jardarhöf n
Fyrir skömmu lauk vinnu við
dýpkun hafnarinnar á Siglufirði.
Tekið var upp úr höfninni á tveimur
stöðum, við hafnarbryggju en þar
var skipt um verulegt magn af jarð-
vegi og gerð fyrirstaða fyrir væntan-
legt stálþil. Þetta var framhald á
verki sem ekki tókst að ljúka fyrir
einu og hálfu ári þegar veruleg
dýpkun á höfninni fór fram. Þá var
einnig tekið verulegt magn upp úr
svokallaðri bátadokk, en við það
batnar verulega athafnasvæði fyrir
trillur og smærri báta inn í dokkinni.
Að sögn Þráins Sigurðssonar bæjar-
tæknifræðings á Siglufirði gekk verk-
ið vel. Það var Dýpkunarfélagið hf.
sem sá um framkvæmd verksins, og
notaði við það gröfuskipið Reyni.
Dýpkunarfélagið hefur nú flutt
tækjabúnað sinn frá Siglufirði til
Neskaupstaðar þar sem næsta verk-
efni bíður fyrirtækisins. Ö.Þ.
Búnaðarbankinn:
Nýr aðstoðar-
bankastjóri
Á fundi bankaráðs Búnaðarbanka íslands 27. febrúar var samþykkt
einróma að ráða Guðmund Gíslason aðstoðarbankastjóra erlendra
viðskipta við Búnaðarbankann.
Guðmundur hefur 30 ára
reynslu við störf á sviði erlendra
viðskipta. Hann hóf störf í gjald-
eyrisdeild Útvegsbanka fslands
1960 og varð deildarstjóri er-
lendra viðskipta þar 1967. Tíu
árum síðar var hann skipaður
forstöðumaður erlendra við-
skipta Útvegsbankans.
Við stofnun íslandsbanka hf.
varð hann forstöðumaður er-
lendra samskipta og tók við þeirri
stöðu 1. janúar sl.
Guðmundur lauk námi frá
Verzlunarskóla íslands árið 1960.
Hann hefur síðan sótt fjölmörg
námskeið á sviði erlendra við-
skipta, m.a. hjá City University í
London, Bank of America, Roy-
al Bank of Canada og mörgum
öðrum bönkum í London, New
York, Frankfurt, Luxembourg,
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Guðmundur Gíslason er fædd-
ur 19. janúar 1941.
Hann er kvæntur Erlu Sigur-
jónsdóttur og eiga þau tvær
dætur.
Guðmundur mun taka við
stöðu aðstoðarbankastjóra 1.
mars nk.
Meleyri á Hvammstanga:
Mikil vinna í rækjuvinnslu
Við höfum verið að vinna hér
10-12 tonn af rækju og 10 tonn af
skel á dag alveg síðan um áramót,“
sagði Konráð Einarsson verkstjóri á
Hvammstanga þegar tíðindamaður
blaðsins leit inn hjá Meleyri hf. á
dögunum. Mikil vinna hefur verið
við þessa úrvinnslu, en við hana
starfa 60-70 manns að jafnaði og
vinna 10 stundir á dag, auk þess sem
unnið hefur verið flesta laugardaga.
Meleyri hefur undanfarið tekið við
afla af 5 rækjubátum og hluta af afla
eins til viðbótar. Þrátt fyrir rysjótt
tíðarfar undanfarið hafa bátarnir
aflað þokkalega. Þá leggja tveir
bátar upp skel hjá Meleyri. Þessar
veiðar byrjuðu í desember sl. en þá
hafði ekki verið veidd skel í Hrúta-
firðinum í ein þrjú ár. Skelfiskbát-
arnir hafa fengið að jafnaði 5-7 tonn
í róðri, búist er við að þessum
veiðum ljúki nú í mars. Skelfisk-
Starfsmenn Meleyrar önnum kafnir við rækjuvinnsluna.
Mynd ö Þ.
vinnslan hefur orðið atvinnulífinu á
Hvammstanga talsverð lyftistöng því
við hana fjölgaði starfsfólki Meleyr-
ar um 17 manns. - ÖÞ