Tíminn - 01.03.1990, Síða 5

Tíminn - 01.03.1990, Síða 5
Fimmtudagur 1. mars 1990 Tíminn 5 Jón Óttar Ragnarsson fyrrver- andi sjónvarpsstjóri á Stöð tvö hefur verið dæmdur í 200.000 króna sekt fyrir að sýningar á tveimur dönskum klámmyndum sem voru á dagskrá stöðvarinnar í haust. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðn- ingu dómsins ber Jóni ðttari að sæta varðhaldi í 40 daga. Eftir því sem Tíminn kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem fjölmiðill er dæmdur fyrir klám. Dómurinn markar því viss tímamót. Myndirnar sem um er að ræða eru „f tvíburamerkinu" og „f nautsmerkinu", en þær voru sýnd- ar 24. september og 22. október síðastliðinn. Stöð tvö hafði ætlað sér að halda áfram sýningu mynda af þessari tegund og hafði m.a. sett eina þeirra á dagskrá. Hætt var við sýningu hennar á síðustu stundu. Sjónvarpsstöðin mun hins vegar hafa keypt sýningarrétt á allnokkr- um klámmyndum. Ekki náðist í Jón Óttar Ragnars- son vegna þessa máls, en hann er erlendis. Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Stöðvar tvö sagðist ekkert geta sagt um málið þar sem samtal hans við Tímann væri það fyrsta sem hann heyrði um málið. Hann sagði hins vegar ljóst að Stöð tvö myndi áfrýja dómnum til hæstaréttar. -EÓ Tímamót í íslenskri fjölmiðlun með dómi Sakadóms í gær: ■ í’íSiaHÍ”: Frá dómsuppkvaðningu í Sakadómi í gær. Þórunn Guðmundsdóttir hrl., lögmaður Jóns 1 dómari stendur en Kristín Jóhannesdóttir meðdómandi situr fyrir miðrí mynd. ttars, situr lengst til hægrí. Helgi I. Jónsson saka Tímamynd: Pjetur AGRIPSENDURRITID UR SAKADÓMIREYKJAVÍKUR Ár 1990, miðvikudaginn 28. febrúar, er á dómþingi Sakadóms Reykjavíkur, sem háð er í Borgar- túni 7 af Helga I. Jónssyni saka- dómara og meðdómendunum Eyj- ólfi Kjalar Emilssyni Ph.D. og Kristínu Jóhannesdóttur kveðinn upp dómur í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn Jóni Óttari Ragnarssyni, sem tekið var til dóms 7. þ.m. Málið er höfðað með ákæru ríkissaksóknara, dagsettri 18. des- ember sl., á hendur ákærða, „Jóni Óttari Ragnarssyni, Skaftahlíð 11, Reykjavík, kenntala 10.08.45- 2619, fyrir að hafa haustið 1989 sem útvarpsstjóri sjónvarpsstöðv- arinnar Stöð 2, Krókhálsi 4-6, Reykjavík, sýnt á Stöð 2 klámkvik- myndirnar „f tvíburamerkinu“, sem sjónvarpað var aðfaranótt sunnudagsins 24. september, og „í nautsmerkinu" sem sjónvarpað var aðfaranótt sunnudagsins 22. októ- ber, en í báðum myndunum koma fyrir mörg klámfengin atriði, þar sem lögð er áhersla á að sýna með lostafullum hætti kynfæri karla og kvenna, kynmök samkynja fólks og ósamkynja, mök fleiri en tveggja í einu og fólk við sjálfsfró- un og eru slík atriði a.m.k. 6 í fyrri myndinni og a.m.k. 10 í þeirri síðargreindu og er sýningartími atriðanna allt frá nokkrum sekúnd- um til rúmra fjögurra mínútna. Upphaf þessara atriða er að finna á fyrirliggjandi myndbands- spólum þegar teljari myndbands- tækis sýnir eftirfarandi tölur miðað við að teljari sýni 0000 í byrjun myndar: „í tvíburamerkinu“: 0356, 0448. 0278, 0792, 1146, 1914. „í nautsmerkinu": 0463, 0576, 0632, 0713,1055,1166,1343,1373, 1395, 1658. Telst þetta varða við 2. mgr. 210 gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 35 og 37 gr. útvarpslaga nr. 118, 1985.“ Niðurstöður. Samkvæmt 2. mgr. 210 gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19,1940 varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum að búa til eða flytja í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðsamlegur á sama hátt. Þegar umræddar kvikmyndir voru sýndar hafði Útvarpsréttar- nefnd veitt Stöð 2 leyfi til reksturs sjónvarpsstöðvar, sbr. 2. mgr. 2. gr. útvarpslaga nr. 68, 1985. Tók leyfið til þráðlausra útsendinga á þjónustusvæði er náði frá sunnan- verðu Snæfellsnesi um mynni Hval- fjarðar til Suðurnesja, Suðurland og Vestmannaeyjar, Stykkishólm, Grundarfjörð og innsveitir, ísa- fjarðarkaupstað, Bolungarvík, Blönduós, Sauðárkrók og Skaga- fjörð, Siglufjörð, Húsavík og Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. út- varpslaga er með útvarpi, hljóð- varpi eða sjónvarpi, átt við hvers konar dreifingu dagskrárefnis handa almenningi með rafsegul- öldum hvort heldur er í tali, tónum eða myndum, um þráð eða þráð- laust. Vitnið Goði Sveinsson, fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs Stöðv- ar 2, hefur upplýst við meðferð málsins að nærri láti að áskrifendur að Stöð 2 hafi verið um 37.000 í september og október sl. Er því eigi fráleitt að ætla að sjónvarps- stöðin hafi náð til a.m.k. helmings íslensku þjóðarinnar á þeim tíma sem myndirnar voru sýndar. Er það mat dómsins að með því að senda umræddar kvikmyndir út í dreifikerfi Stöðvar 2 hafi þær verið opinberlega til sýnis fyrir almenn- ing, sbr. 1. mgr. 1. gr. útvarpslaga, enda var aðstaða til þess hérlendis á hvaða heimili sem er, sem dreifi- kerfi Stöðvar 2 náði til samkvæmt leyfi útvarpsréttamefndar, að horfa á umræddar kvikmyndir, að því einu tilskildu að þar væri sjón- varp og keypt hefði verið áskrift að sjónvarpsstöðinni, auk svonefnds myndlykils. Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika) þannig að klám var skil- greint sem ögrandi framsetning á kynlífi, í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar en kyn- þokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. í kvikmyndum þeim, sem til umfjöllunar eru í máli þessu, er greinilega lögð áhersla á að sýna á ögrandi hátt í langflestum þeim atriðum sem ákært er út af og áður er lýst, oft í nærmynd, kynfæri karla og kvenna, kynmök fólks og fólk við sjálfsfróun, án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði öðru en að sýna kynlífs- athafnir. Listrænn, fagurfræðilegur eða leikrænn tilgangur þessara at- riða í myndunum þykir eigi vera sýnilegur. Er það álit dómsins að í öllum þeim tilvikum, sem ákært er út af, sé um að ræða klám í skilningi 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga, að undanskildum þeim atriðum í kvikmyndinni „í tvíburamerkinu" þar sem teljari sýnir tölurnar 728 og 792 við upphaf. Ber að sýkna ákærða af þeim ákæruatriðum. Ákærði bar sem útvarpsstjóri Stöðvar 2 ábyrgð á sýningu um- ræddra kvikmynda, sbr. 6. mgr. 35. gr. útvarpslaga. Refsing. Ákærði, sem samkvæmt saka- vottorði hefur ekki sætt neinum þeim refsingum sem hér geta skipt máli, hefur unnið sér til refsingar samkvæmt 2. mgr. 210. gr. al- mennra hegningarlaga, sbr. 3. mgr. 37. gr. útvarpslaga. Við ákvörðun refsingar ber annars vegar að taka mið af því að framangreindar kvik- myndir voru sýndar að nóttu til og að í dagskrárkynningu voru þær stranglega bannaðar börnum. Á hinn bóginn verður á það að líta að sjónvarp er mjög áhrifaríkur fjöl- miðill og að vernd barna gegn efni því, sem þar er á boðstólum, er á engan hátt tryggð, þar sem sjón- varpstæki eru inni á heimilum manna. Þá þykir einnig bera að horfa til þess að Stöð 2 er atvinnu- fyrirtæki, rekið af íslenska sjón- varpsfélaginu - Kapalsjónvarpi hf., Reykjavík, og að myndirnar voru sýndar þar í atvinnuskyni. Þykir refsing ákærða samkvæmt framansögðu og með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningaraga hæfilega ákveðin 200.000 króna sekt, sem gjaldist í ríkissjóð innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins, en afplánist ella með varðhaldi 40 daga. Sakarkostnaður. Dæma ber ákærða til greiðslu alls sakarkostnaðar, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Þórunnar Guðmundsdótt- ur hæstaréttarlögmanna, sem þykja hæfilega ákveðin 60.000 krónur. Dómsorð: Ákærði, Jón Óttar Ragnarsson, greiði 200.000 króna sekt til ríkis- sjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðn- ingu dóms þessa, en sæti ella varðhaldi 40 daga. Ákærði greiði allan sakarkostn- að, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Þórunnar Guðmundsdóttur hæstaréttarlög- manns, 60.000 krónur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.