Tíminn - 01.03.1990, Qupperneq 7
Fimmtudagur 1. mars 1990
Tíminn 7
llllllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM ................III.............................
SOGU-ATLAS
fslenskur Sögu-Atlas I. bindi. Frá önd-
verðu til 18. aldar.
Ritstjórar: Árni Daníel Júlíusson, Jón
Ólafur fsberg, Helgi Skúli Kjartansson.
Almenna bókafélagið - Reykjavík
1989.
Um tveir tugir höfunda standa að
þessu riti. Höfundar texta, korta-
gerðar, höfundar mynda og mynd-
rita. Verkstjórn hefur Hörður Sig-
urðarson annast.
í inngangi segir að „hver opna er.
kafli út af fyrir sig“ og er á þann hátt
leitast við að „miðla miklum upplýs-
ingum á aðgengilegan hátt“ í texta,
kortum, uppdráttum og myndum.
Höfundar fjalla um myndun
landsins, jarðfræði, loftslag og haf-
strauma og í upphafi bókar er yfir-
litskafli um „Aldir bændasamfélags-
ins“ og þar næst „Tímatafla" frá 9.
og til loka 18. aldar, þar sem lykil-
þættir innlendrar sögu og erlendrar
eru settir upp.
ísland er numið þegar hinum eig-
inlegu þjóðflutningum er lokið í
Evrópu og múslímar hafa lagt undir
sig hin fornu skattlönd Rómverja í
Norður-Afríku og Spán að auki. í
Evrópu var Býsansríkið arftaki
Rómar ásamt páfaveldinu og ríki
Franka. Svo gerist það á 8. öld að ný
skipasmíðatækni ryður sér til rúms á
Norðurlöndum. Hver ástæðan var
er ekki vitað, þótt tilgátur hafi
komið fram um orsakir þeirra breyt-
inga. Á þær tilgátur er ekki minnst
sem ætti þó að vera nærtækt þar sem
eru kenningar Barða Guðmundsson-
ar. Þær eru að minnsta kosti tilraun
til skýringa og eru auk þess mjög
athyglisverðar. Ef kenningar Barða
um Herúla og valdatöku þeirra í
Danmörku og Noregi eiga eftir að
sannast þá má skýra margt sem telst
frábrugðið um siði og trúarbrögð
ætlaðra afkomenda þeirra hér á
landi og Austmanna á sama tíma-
skeiði. Orð, sem snerta stjómun og
hemað, em oft skýrð frá heitinu
Herúli eða Emli. En eins og kunnugt
er voru Herúlar málaliðar á 5. og 6.
öld, komnir frá Svartahafi, þar sem
þeir stunduðu sjórán. Kenningar
Barða skýra ástæðurnar fyrir vík-
inga-fyrirbærinu. En hvað um það,
þá leitast höfundar við að finna
ástæðurnar í opnukaflanum „Upp-
haf víkingaaldar" - 6.-9. öld. Þar er
birtur víkingaannáll og kort um
strandhögg og verslunarleiðir. Á
næstu opnu er fjallað um víkingaöld-
ina og þau ríki sem víkingar áttu hlut
að að stofna og stofnuðu. Einnig
fylgja kort yfir verslunarleiðir þar
sem víkingar koma við sögu sem
málaliðar, þ.e. Væringjar. Á það
kort vantar ferðir Haraldar harðráða
Sigurðarsonar sem samtíma býs-
anskar heimildir rekja, auk þeirra
heimilda sem finna má í Heims-
kringlu og Halldórs þætti Snorrason-
ar. Haraldur fór með liði sínu til
Sikileyjar og Jerúsalem og jafnvel
austur að Efrat.
Á kortinu yfir verslunarleiðir þar
sem merkt eru inn með litum þau
lönd sem víkingar námu eða afkom-
endur víkinga, er ísland meðal
annars. Höfundar kalla að hér á
landi hafi verið um „bændaland-
nám“ að ræða. Ekki veit ég hvað
Snorri hefði sagt um þá nafngift. Á
þessu korti er sýnt Normandí og
talið að víkingar hafi þar verið
yfirstétt. Afkomendur víkinga og
víkingar sem námu hér land urðu
hér yfirstétt, þótt ekki væri um neina
frumbyggja að ræða. Höfundar gera
hlut fyrirbrigðisins „frjálsir bændur"
mikinn hér á landi og segja að
samfélagsskipunin hafi „verið í meg-
inatriðum þannig að fjölmenn stétt
frjálsra bænda var ráðandi" (Opnan:
Goðar og samfélag.) Þessar staðhæf-
ingar stangast heldur en ekki á við
þær heimildir sem til eru um stofnun
Alþingis 930. Um goða og goðorð
eru uppi margvíslegar skoðanir. Á
þessari opnu segir: „Goðar voru
forstöðumenn blóta, heiðnir prestar
Að vera „forstöðumenn blóta"
var meira á borði en í orði. Sam-
kvæmt þeim kristnu heimildum, sem
skráðar voru 200-300 árum eftir
landnámið, má marka hina stórkost-
legu þýðingu sem fylgdi stöðu
goðans. Hann var nánastur guðun-
um og goðaættum fylgdi heill og
gæfa. Blótin voru hvorki meira né
minna en framkvæmd sáttmála goða
og manna, „blóta til árs og friðar".
Það er mikið gert af því að sleppa úr
þýðingu hinna fornu trúarbragða og
þótt þau stæðu reyndar hallt fyrir
kristninni, jafnvel úti hér, þá mótað-
ist meðvitund goðanna og „hinna
frjálsu bænda“ mjög af þeim. (Má
skírskota hér til Dumezil, hins
kunna höfundar um trúarbrögð og
meðvitund indóevrópa.)
Á þessari opnu er sú staðhæfing
sett fram að „tekjuvon goða var
framan af helst sú að standa í
málaferlum fyrir skjólstæðinga
sína“. Tekjur goðanna voru af jarð-
eignum og búskap sem rekinn var
með þrælahaldi. I sambandi við þá
staðhæfingu má minna á hin stór-
kostlegu mannvirki sums staðar á
landinu, garðana, sem mikinn fjölda
verkamanna hefur þurft til að hlaða.
„Garðurinn", garðahleðslur í hlíð-
um dala á Norðurlandi, garðurinn í
Hrísey og garðhleðslur í Dölum. Á
opnunni „Stjórnkerfið" glittir í þá
hugmynd að Alþingi hafi verið stofn-
að „eignarréttinum til verndar". Hin
fornu þing fyrir stofnun allsherjar-
þings dugðu ekki til þess að halda
uppi lögum og reglu innanlands. Það
var því tilraun til samhæfðrar lög-
gjafar- og dómssamkomu sem gafst
vel. Opnurnar um Kristnitökuna,
Kirkjuna, Erlend menningaráhrif og
Kirkjugoðaveldi, Þorlák helga og
Guðmund góða eru skrifaðar af
skynsamlegu viti. Eitt er þó athuga-
vert, sem er að aðdáun almúga á
Guðmundi góða hafi verið af ein-
hvers konar stéttrænum toga, andúð
á auknu valdi og auðsöfnun höfð-
ingja. Það var fyrst og fremst trú á
kraftaverk og ölmusugæði hans sem
dró almúgann að honum og auk þess
átti Guðmundur fjölda aðdáenda
meðal höfðingja.
Talsvert eftir kristnitöku tekur
valdajafnvægið að raskast í íslensku
samfélagi og komu þar til tíundar-
lögin, eins og höfundar sýna fram á.
Löggjafarvaldið, þ.e. goðar og þing-
fararkaupsbændur, tryggðu ekki
þetta valdajafnvægi með lögum.
Á opnunni „Farvegir bókmennt-
anna“ er yfirlit um íslenskar mið-
aldabókmenntir og þar er birt mynd
af þróun og uppruna íslenskra bók-
mennta sem höfundar vilja rekja
stéttlægt. Samkvæmt þessari saman-
tekt eru vissar greinar bókmennta
runnar frá klerkum, aðrar frá höfð-
ingjum og þriðju frá því fyrirbrigði
sem höfundar nefna „alþýðu". Þarna
glittir í þann mikla misskilning að
ströng stéttaskipting hafi einkennt
ísienskt samfélag á þessum tímum
og lykillinn að öllum sögulegum
skilningi sé stéttabaráttan. Slíkar
hugmyndir eru ákaflega vafasamar í
samfélagi sem taldi e.t.v. 80.000
íbúa. Auk þess sem menningarleg
stéttaskipting viðgekkst ekki hér á
landi. Því er þessi myndsamantekt
rugl að mestu leyti, nema hvað
klerkar hafa skrifað um kirkju og
trúarleg efni, en einnig um veraldleg
efni.
Næstu aldirnar - opnurnar - eru
nokkurn veginn hin hefðbundna
frásögn sem er lífguð myndum og
uppdráttum og einnig hagfræðileg-
um upplýsingum í myndum. Á opn-
unni „Gósseignir á 14.-15. öld“ er
fjallað lítillega um kúgildaeigur eftir
svartadauða og þar er þessi klausa:
„Upp úr 1400 færðist í vöxt að
kirkjustofnanir eða eignamenn
leigðu landsetum sínum kvikfé.
Þetta stafaði af því að landeigendur
urðu æ ríkari að fé og þurftu að finna
nýjar leiðir til að nýta það.“ Eftir
svartadauða fór fjöldi jarða í eyði
vegna mannfallsins og því fór fjarri
að landeigendur yrðu ríkari að fé við
slíkar aðstæður þegar margar jarða
þeirra fóru í eyði.
Vegna þessa var reynt að fá fólk
til að byggja eyðijarðir með því að
láta kúgildi fylgja. Það varð leigulið-
um akkur og hagur landeigenda að
byggja eyðijarðir. Þótt ýmsir ein-
staklingar eignuðust fjölda jarða við
arf eftir pláguna, þá gaf eyðijörð
engar tekjur, svo að þeir urðu lítt
ríkari að fé. Aftur á móti jókst
fjárvon þeirra með auknum útvegi
þegar langt var liðið á 15. öld.
Opnan „lslensk myndlist 10.-16.
öld“ er góður kafli og þar er komið
til skila efni sem ekki hefur verið
sinnt í yfirlitsritum í íslenskri sögu.
Höfundar fjalla um Evrópu- og Dan-
merkursögu þar sem hún snertir
atburðarásina hér á landi og þeim er
greinilega ljóst að Danmörk var
höfuðborg íslands og einnig að þar
voru höfuðstöðvar íslenskrar
menningar þegar líður á aldir. Kafl-
arnir um jarðabókina og manntalið
1703 eru sjálfsagðir en það er ekki
eins sjálfsagt að tyggja upp undan-
tekningar á leigumáta, svo sem hjá
frúnni í Bæ á Rauðasandi sem notaði
aðferðir sem stungu algerlega í stúf
við eðlilegan leigumáta íslenskra
landeigenda. Á þessari undantekn-
ingu er einnig hamrað sem venjuleg-
um leigumáta í einhverri verstu
íslandssögu sem út hefur komið,
sem er „Kjör fólks á fyrri öldum“,
og er auðvitað notuð sem kennslu-
bók í grunnskólum. Umfjöllun höf-
unda um einokunarverslunina orkar
tvímælis, einkum varðandi verðlagn-
ingu á fiski. Hvað hefði gerst ef
fiskur hefði hækkað mjög í verði?
Menn skyldu athuga að fiskur var
höfuðfæða íslendinga á þeim öldum.
Höfundar gera Innréttingunum og
jarðræktartilraunum ekki nægileg
skil, en það eru merkustu tilraunir
sem gerðar voru landinu til viðrétt-
ingar.
Fjöldi kafla um menningu, hag
landsmanna, atburði og kirkju er að
finna á þessum fróðlegu opnum,
ásamt myndefni. Þetta er glæsileg
bók, þótt textinn virðist stundum
markaður söguskoðun sem hefur
leitt margan mann til fáránlegra
staðhæfinga og að því er virðist
lokað fyrir öll skilningarvit varðandi
liðna tíð.
Almenna bókafélagið gefur þetta
rit út. Það bókmenntafélag var upp-
haflega stofnað sem andsvar við
þeim áhrifum sem virðast því miður
vera forteikn vissra kafla þessarar
bókar, marxískrar söguskoðunar.
Og bókin kemur út þegar þjóðir sem
búið hafa við uppfræðslu af þessu
tagi í 40 ár eru að banna frekari
útlistanir þessarar stefnu, bæði í
söguritun og samfélagi.
Siglaugur Brynleifsson
llllllllllillllllllllllllll VIDSKIPTALIFID lllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
FJÁRHYGGJAN
„Það sem að vanda hefur verið
nefnt kenningin um verðáhrif pen-
inga ... er nú nefnt fjárhyggja (mon-
etarism),“ ritaði Milton Friedman
1971. Þannig kveður Friedman fjár-
hyggjuna ekki vera viðbrögð við
verðbólgu sjötta og sjöunda ára-
tugarins né kenningum J.M.
Keynes, eins og oft er gefið í skyn.
Samkvæmt fjárhyggjunni varða tök
seðlabanka á magni peninga höfuð-
máli við mótun og framfylgd stefnu
í efnahagsmálum.
Kenningin um verðáhrif peninga-
magns verður rakin aftur til 16.
aldar, ýmist alla leið til Salamanca-
skólans eða til franska lögfræðings-
ins Jean Bodin. Ricardo tók hana
upp, en Adam Smith hafði sett
henni fyrirvara. í klassískri hagfræði
var vænst fullrar nýtingar vinnuafls
og framleiðslutækja og verðlags í
hlutfalli við peningamagn að öðru
óbreyttu.
í heimskreppunni, sem hófst 1929,
virtist gangur mála ekki verða sam-
ræmdur kenningunni um verðáhrif
peninga, því að lítt sagði til aukning-
ar peningamagns í Bandaríkjunum
og í öðrum löndum. Dró J.M.
Keynes af því lærdóma í Alhlítu
kenningunni um atvinnu, vexti og
peninga 1936.
Nýju lífi var blásið í kenninguna
um verðáhrif peninga eftir útkomu
Studies in the Quantity Theory of
Money, safni ritgerða eftir Milton
Friedman og fjóra aðra hagfræðinga,
útgefnu af forlagi háskólans í Chic-
ago. Fjölluðu þeir m.a. um veikasta
hlekk kenningarinnar, veltuhraða
peninga, en Milton Friedman kvað
hana eiginlega vera kenningu um
eftirspurn eftir peningum. Annan
veikan hlekk í kenningunni ræddu
höfundar líka: Hve fljótt eða seint
segir til breytinga á peningamagni?
í hinni miklu bandarísku peninga-
sögu, A Monetary History of the
United States, sem Milton Friedman
samdi ásamt Anna J. Schwartz og út
kom 1963, töldu þau sig sýna fram á
að tilsvarandi breytingar á peninga-
magni hafi jafnan farið á undan
vendipunktum útþenslu og sam-
dráttar í hagsveiflum, en mislangt
þó, að jafnaði 16 mánuðum í upp-
sveiflu og 12 mánuðum í samdrætti.
Af eigin athugun og annarra dró
Milton Friedman þessar ályktanir:
Hagfræðingum gengur illa að sjá 1
ár eða lengra fram í tímann; sveigj-
anleg stefna í peningamálum er þess
vegna líkleg til að valda efnahags-
legri röskun (öðru fremur); viðhafa
þarf þannig hægan, viðvarandi vöxt
peningamagns.
Seðlabanki Bandaríkjanna setti
aukningu peningamagns fyrsta sinni
mark 1970, skömmu eftir að Arthur
Burns varð aðalbankastjóri hans.
Þótti það sýna vaxandi áhrif fjár-
hyggju í Bandaríkjunum. Sfðustu
tvo áratugi hafa fjárhyggjumenn haf-
ist til áhrifa í bandarískum háskól-
um, í stórfyrirtækjum og í seðla-
bankanum, þótt síðustu fimm ár hafi
áhrif þeirra verið dvínandi.
Fáfnir