Tíminn - 01.03.1990, Page 10
Iðgjöld af tryggingum undanþegin virðisau
Þrátt fyrir 18
prósent hækkun
lækka iðgjöld
Gjalddagi bifreiðaiðgjalda hjá um
70% bifreiðaeigenda er í dag, 1. mars.
Þau þrjú tryggingafélög sem Tíminn
hafði samband við sögðu að hækkun
skyldutryggingar milli áranna væri
18,3%. Meðaliðgjald fyrir bifreið í milli-
flokki er rétt um 30 þúsund krónur.
Talsmenn félaganna vildu meina að
raungildi iðgjaldanna hafi lækkað ef
tekið væri mið af hækkun framfærsluvísi-
tölu á sama tíma.
1. mars í fyrra voru teknar upp
svokallaðar heilsárstryggingar, þannig
að bifreiðaeigendur tryggja eftirleiðis
alltaf eitt ár fram í tímann. Sá er keypti
bifreið 1. ágúst sl. greiðir tryggingar af
bílnum til 31. júlí nk. Enn sem komið er
greiða hins vegar um 70% bifreiðaeig-
enda iðgjöld sín frá 1. mars ár hvert til
loka febrúar og 30% á öðrum tíma
ársins. Þá var á sama tíma tekin upp
svokölluð tjónavísitala í bifreiðatrygg-
ingum. Vísitalan á að mæla hversu
dýrari eða ódýrari, ef svo ber undir,
tjónin eru milli mánaða og sem dæmi þá
hefur tjónavísitalan hækkað um 1,5%
frá 1. febrúar sl. til loka mánaðar.
Hvemig er iðgjaldið fundið út
Ragnar Ragnarsson hjá Tryggingaeft-
irlitinu sagði í samtali við Tímann að til
að finna út vísitöluna eru áhrif ýmissa
þátta í tjónunum metin, s.s. viðgerðar-
kostnaður, vinnutími á verkstæðum,
varahlutaverð, verð á nýjum bílum þegar
þarf að endurbæta, verð á bílaleigubílum
þegar láta þarf slíka bíla í staðinn til
skamms tíma. Hagstofan hefur upplýs-
ingar um það hve þetta hækkar á milli
mánaða og er liður í framfærsluvísitöl-
unni.
Þetta er tjónaþátturinn í iðgjaldinu
sem vátryggingafélögin hafa lítið að
segja til um. Hinn þátturinn í iðgjaldinu
er kostnaðarþáttur vátryggingafélagsins,
þ.e. hvað tryggingafélagið þarf mikið til
að reka greinina, s.s. umboðslaun úti á
Iandi og kostnaður við skrifstofurekstur.
Ragnar sagði að tryggingafélögin gætu
sjálf ákveðið hvað það kosti fyrir þau að
reka bifreiðagreinina, en áætlað er að 20
til 25% iðgjaldsins fari í kostnaðarþátt
tryggingafélaganna og þá 75 til 80% í
tjónaþáttinn, þ.e. það sem reikna má
með að greitt sé vegna tjóna.
Það sem kallað er skyldutrygging er
ábyrgðatrygging ökutækis og slysatrygg-
ing ökumanns og eiganda. Að sögn
Ragnars hækkar ábyrgðatryggingin fyrir
nær alla bíla um 18,33% á milli ára hjá
flestum tryggingafélögunum, en slysa-
tryggingin um rúm 27%, þar af er
hækkun launavísitölu um 11% og hækk-
un iðgjalds um 15%. Hvað skyldutrygg-
ingin hækkar þá í raun á milli ára fer eftir
í hvaða áhættuflokki bifreiðin lendir. En
þar sem ábyrgðatryggingin er mun stærri
liður skyldutryggingar þá fer nærri að
meðaltalshækkun skyldutryggingar sé
ekki ýkja langt frá 18,33%. Ragnar sagði
að í fljótheitum mætti segja að hækkunin
lægi á bilinu 19 til 20% hjá flestum
bifreiðaeigendum, en ef menn vildu fá
þetta nákvæmara þá þyrfti að athuga
tryggingariðgjald hjá tryggingafélagi á
ákveðnum bíl. Þess má geta að iðgjald
mótorhjóla hefur hækkað um nær helm-
ing á milli ára, vegna slæmrar tjóna-
reynslu.
Idgjöldin lækka að raungildi
Tíminn hafði samband við þrjú trygg-
ingafélög til að afla upplýsinga um
hækkun iðgjalda á skyldutryggingum
ökutækja. Þetta eru Vátryggingafélag
íslands, Sjóvá-Almennar og Ábyrgð. I
fáum orðum sagt var meðaltalshækkun
iðgjalda á skyldutryggingu í öllum tilfell-
unum þrem um 18,3%, enda þar stuðst
við tjónavísitöluna.
Sigurjón Pétursson aðstoðarfram-
kvæmdastjóri hjá Sjóvá-Almennum
sagði í samtali við Tímann meðaltals-
hækkun ábyrgðartryggingar væri 15,7%
fyrir allan bílaflotann sem tryggður er
Eftir
Agnar
Óskarsson
hjá félaginu, en meðaliðgjaldið samtals,
þ.e. ábyrgða-, slysa- og framrúðutrygg-
ing væri 18,3%. Meðaliðgjald fyrir allan
bílaflotann sem er í tryggingu hjá fyrir-
tækinu er 29.249 krónur, en var í fyrra
25.564 fyrir utan söluskatt. „Það er 5,4%
lægri greiðsluupphæð en kúnninn greiddi
í fyrra, en þá var hann að greiða með
söluskatti,“ sagði Sigurjón. Hann sagði
að hækkun lánskjaravísitölu frá febrúar
í fyrra til febrúar í ár var 21,1% og
hækkun framfærsluvísitölu frá janúar til
janúar er 23,7%, „þannig að hækkun
iðgjaldsins er vel fyrir innan vísitölu-
hækkanir,“ sagði Sigurjón. Hann sagði
að þarna væri um 5% í raunlækkun
iðgjaldsins að ræða, miðað við að fram-
færsluvísitalan hækkaði um 23,7% en
meðaltalsiðgjaldið um 18,3%.
Hækkunin ætti að vera meiri
Aðspurður sagði Sigurjón að forsend-
ur hækkunarinnar miðað við heildarút-
reikningá segði til að hækkunin ætti að
vera meiri. „Útreikningar okkar sýndu
að iðgjaldið fyrir slysatryggingu öku-
manns og eiganda ætti að vera rúmar
6200 krónur, en er 5484 krónur, en það
er fastagjald," sagði Sigurjón. Aðspurð-
ur hvers vegna iðgjaldið var þá ekki
hækkað meira, sagði Sigurjón að það
væri gert til að halda heildargreiðslu-
skyldu manna innan markanna. „Þetta
er þá sem framlag okkar til þessarar
þjóðarsáttar. Svo vonast menn auðvitað
líka að hagræðing skili sér,“ sagði Sigur-
jón.
Hann sagði að meginástæða hækkun-
arinnar væri sú að kostnaður vegna tjóna
hefði hækkað, „það eru kúnnarnir sem
hafa hækkað sinn eigin kostnað," sagði
Sigurjón. Hann sagði slysin væru alltaf
að verða dýrari og dýrari og hækkuðu
meir en verðlagsbreytingar á milli ára.
Hefur bati í rekstri fylgt sameiningu
tryggingafélaganna á síðasta ári? „í
rekstrarkostnaði sjáum við breytingu.
Við erum að klára uppgjörið núna og
maður sér ekki svo glöggt fyrir fyrsta
árið. Það er nokkur kostnaður sem fylgir
sameiningunni, flutningur og annað
slíkt. Breytingin fer ekki að sjást veru-
lega fyrr en á þessu ári,“ sagði Sigurjón.
Hjá Sjóvá-Almennum er hæsti bónus
100%, þ.e. ellefta árið frítt. Næsti bón-
usflokkur er 65%. Meðalbónus er
52,45%, og eru 83% tryggingataka í
50% bónus og meira. Meðalbónusinn í
fyrra var 51,15% í fyrra.
Hilmar Pálsson framkvæmdastjóri hjá
Vátryggingafélagi íslands sagði að með-
altalshækkunin á ábyrgðatryggingu væri
18,3. Hann tók dæmi af meðalbíl, eins
og Opel, Lancer og Volvo 340 og er
iðgjaldið af skyldutryggingunni á þessum
bifreiðum 32.715 krónur, fyrir utan
framrúðutryggingu, sem ekki er skylda
en velflestir eru með. Hilmar sagði að
ástæða hækkunarinnar fælist í tjónavísi-
tölunni sem hækkar frá mánuði til mán-
aðar. í maí í fyrra hafi hún verið komin
3,3% á árinu, í september í 10% sl.
Hann sagði að þeir væru farnir að sjá að
sameining Brunabótafélagsins og Sam-
vinnutrygginga væri farin að skila sér.
Hann benti einnig á eins og Sigurjón hér
að ofan, að raunvirði iðgjaldsins í ár er
lægra en almennt verðlag í þjóðfélaginu.
„Við erum að vona að við séum að hefja
það að skila einhverjum árangri," sagði
Hilmar. Hæsti bónusflokkur hjá Vátr-
yggingafélagi íslands er 70%. Meðalbón-
us er 54,58%.
Jóhann E. Björnsson framkvæmda-
stjóri Ábyrgðar sagði að ef tekið væri
mið bílum í miðflokki eins og Lancer
t.d. þá væri meðaliðgjaldið í ár 29.211.
Þetta er ábyrgða-slysa og framrúðutrygg-
ing. Hann benti á að þar sem hækkun
hefði verið á meðalbónus tryggingataka
þá mætti í raun segja að sú bónushækkun
dragi úr hækkun iðgjaldsins og væri í
raun 14,2% meðalhækkun á bílnum sem
tekinn var sem dæmi hér að ofan.
„Vísitöluhækkunin á milli ára er
18,33%, en vegna þess að meðalbónus-
inn á milli ára hefur hækkað þá dregur
það úr hækkuninni,“ sagði Jóhann. Að-
spurður um skýringu á því hvers vegna
þeir gætu boðið sömu hækkun og stærri
félögin, en eins og menn rekur minni til
þá var sameining félaganna m.a. gerð til
að ná niður reksturskostnaði. „Þetta
hefur ekki komið fram strax. Það varð í
raun engin hækkun á iðgjöldum núna,
önnur en vísitöluhækkun, þannig að
segja má að iðgjöldin eru þau sömu,“
sagði Jóhann.
Átta tjónlaus ár hjá Ábyrgð færa
ökumanninn í heiðursbónusflokk sem er
70%. Meðalbónus ökumanna nú er
57,3%, en var í fyrra 54%.
10 Tíminn
Fimmtudagur 1. mars 1990
Fimmtudagur 1. mars 1990
Tíminn 11
i. '
>> .0