Tíminn - 01.03.1990, Síða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 1. mars 1990
DAGBÓK
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllli
tvarlukonnn Meínir
SÖNGMÓT KÓTLU
Katla, samband sunnlenskra karla-
kóra, heldur upp á 15 ára afmæli sitt með
söngmóti laugardaginn 3. mars í íþrótta-
húsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Þar
syngja eftirtaldir 8 karlakórar:
Karlakórinn Jökull frá Höfn í Horna-
firði (stofnaður 1973), söngstjóri Sigjón
Bjarnason.
Karlakór Selfuss (1965), söngstjóri
Jóhann Stefánsson.
Karlakór Keflavíkur (1953) söngstjóri
Sigvaldi Snær Kaldalóns, einsöngvari
María Guðmundsdóttir.
Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði
(1912), söngstjóri Kjartan Sigurjónsson,
einsöngvari Sigurður Björnsson.
Karlakórinn Fóstbræður í Reykjavík
(1916), söngstjóri Ragnar Björnsson, ein-
MINNING
söngvari Eiríkur Tryggvason.
Karlakór Reykjavíkur (1926), söng-
stjóri Páll P. Pálsson, einsöngvari Friðrik
A. Kristinsson.
Karlakórinn Söngbræður í Borgarfirði
(1978), söngstjóri Sigurður Guðmunds-
son.
Karlakórinn Stefnir í Kjósarsýslu
(1940), söngstjóri Lárus Sveinsson, ein-
söngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir
iviunu neisi ki.
iu.uu ug lyisi syngja
kórarnir átta 1 - 2 lög hver. Eftir hlé
syngur sameinaður hátíðakór Kötlu (um
320 karlar) 4-5 lög við undirleik
Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn
Ragnars Björnssonar og Páls P. Pálsson-
ar. Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn.
Frá Félagi eldri borgara
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni hefur opið hús í dag, fimmtud.
1. mars í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl.
14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19:30
félagsvist og kl. 21:00 dansað.
Danskennslan fellur niður
Danskennsla fyrir eldri borgara í Nýja
dansskólanum fellur niður laugard. 3.
mars.
Árshátíð
Átthagasamtaka Héraðsmanna
Árshátíð Átthagasamtaka Héraðs-
manna verður í Borgartúni 6 laugardag-
inn 3. mars. Húsið er opnað kl. 19:00 en
hátíðin sett kl. 20:00.
Miðasala verður í Domus Medica þann
1. og 2. mars kl. 17:00-19:00.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund nk. þriðjudag, 6. mars kl.
20.30 í Sjómannaskólanum. Spiluð verð-
ur félagsvist og kaffi drukkið.
Húnvetningafélagið
Félagsvist nk. laugardag, 3. mars kl. 14
í Húnabúð, Skeifunni 17. Verðlaun og
veitingar. Allir velkomnir.
Pennavinur í Englandi
21 árs Englendingur, sem hefur komið
langar til að skrifast á við Islending, - fyrst
á ensku, en síðan eitthvað á íslensku.
Utanáskrift til hans er:
DARRENFROST
BOX72
FAIRFIELD AVENUE,
STAINGS,
MIDDX.
TWI8 IGE
ENGLAND
Franskur stúdent óskar
eftir íslenskum pennavini
Tuttugu og eins árs franskur námsmað-
ur óskar eftir að eignast pennavin á
íslandi. Utanáskrift til hans er:
RICHARD OLIVIER,
8 RUE DES LUTINS
17300 ROCHEFORT
FRANCE
Frá sýningu á lcikverkinu VAGNA-
DANSI
Leikfélagið FANTASÍA:
Sýning á VAGNADANSI
Sýning verður á sjónleiknum VAGNA-
DANS föstudaginn 2. mars kl. 21:00 og
sunnudaginn 4. mars kl. 21:00 í Skeifunni
3C - húsnæði „Frú Emelíu“. Undirtitill
verksins er: I leit að hjómi.
Þetta er leikur án orða. Leikstjóri er
Kári Halldór, en átta leikarar taka þátt í
sýningunni, fjórir karlar og fjórar konur.
Föstudagssýningin er 3. sýning á verk-
inu. Mikil tónlist er í viðhöfð með
sýningunni, sem er létt ogskemmtileg, þó
hún sé án orða.
VAGNADANS lýsir vegferð nútíma-
mannsins og um leið vexti og þroska
einstaklingsins í samfélaginu.
Fantasía er leikhópur áhugamanna sem
stofnsettur var 1989. Sama ár sýndi hann
ieikverkið: Ég býð þér von sem lifir.
Síminn er 697172 ef fólk vill panta
miða.
Grétar Olafsson yflrlæknir tckur við gjafabréfl úr hendi Ingólfs Viktorssonar,
form. Landssamtaka hjartasjúklinga
Landspítali fær stórgjóf frá
Landssamtðkum
hjartasjúklinga
Nýlega afhenti stjórn Landssamtaka
hjartasjúklinga Landspftalanum stórgjöf,
en það er ný ósæðardæla, sem er til
notkunar eftir aðgerðir í hjarta- og
lungnavél, í þeim tilvikum þegar styrkur
hjartans er það skertur að hætta er
yfirvofandi. Reynsla erlendis hefur sýnt,
að í 5% hjartaaðgerða þarf að nota slíkt
tæki.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Grét-
ari Ólafssyni, yfirlækni við Brjóstholsað-
gerðadeild Landspítalans segir, að þar
hafi sl. 10 ár verið notuð ósæðardæla, sem
Lionsklúbburinn Freyr gaf og hefur
reynst mjög vel, en hún verði nú notuð
sem varavél.
Landssamtök hjartasjúklinga hafa áður
stutt hjartaskurðlækningar á Landspítala
af mikilii rausn, segir enn í fréttatilkynn-
ingunni.
Aldarafmæli
Ejnars Munksgaards:
1890-28. fsbrúar-1990
Landsbókasafn fslands minnist þessa
dagana með sýningu í anddyri Safnahúss-
ins aldarafmælis hins merka útgefanda og
íslandsvinar Ejnars Munksgaards. Kunn-
astur er hann af útgáfum Ijósprentana
fomra íslenskra handrita, er hann hóf
með útgáfu Flateyjarbókar 1930, en sá
flokkur varð alls 20 bindi.
Sýningin mun standa nokkrar vikur.
Tónleikar
í Vinaminni á Akranesi
Kolbeinn Bjamason flautuleikari og
Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari
munu halda tónleika í safnaðarheimilinu
Vinaminni á Akranesi mánudagskvöldið
5. mars kl. 20:30. Á efnisskránni eru
sónötur eftir Carl Philip Emanuel Bah og
Sergej Prokofjev og verk eftir Árna
Björnsson, Atla Ingólfsson og Béla
Bartok.
Illlllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli
Kristín Guðmundsdóttir
Fædd 27. ágúst 1900
Dáin 20. febrúar 1990
Ég vil minnast með nokkrum
fátæklegum orðum Kristínar Guð-
mundsdóttur. Hún var aldrei kölluð
annað en Frænka af þeim sem
þekktu hana.
Frænka var ömmusystir mín og
var hún eiginlega hálfgerð amma
mín því hún gekk móður minn i í
móðurstað strax á unga aldri.
Frænka bjó mestan hluta ævi sinn-
ar að Ásbrandsstöðum í Vopnafirði
og var ég þar hjá henni nokkur
sumur. Lærði ég margt af henni sem
ég mun seint gleyma. Til að mynda
hafði hún þolinmæði til að kenna
mér að hekla sex ára gamalli.
Frænka var nýtin eins og húsmóð-
ur sæmdi og hélt hún öllum bókum
mömmu vel til haga svo ég hef notið
þeirra líka.
Frænka var lífsglöð kona og mun
ég seint gleyma brosinu hennar.
Hún hafði gaman af öllu ungviði og
var stutt í brosið þegar lömbin léku
sér á vorin.
Blessuð sé minning nöfnu minnar.
Kristín Hermannsdóttir
Ása Theódórs
Fædd 13. janúar 1890
Dáin 13. febrúar 1990
Rökkrið færist yfir. Allt er hljótt
á sjúkrastofunni á ísafirði. Faðir
heldur um hönd fárveikrar dóttur
sem loks er sofnuð. Hann spyr konu
í næsta rúmi hvort hún vilji halda í
hönd litlu stúlkunnar í sinn stað ef
hún skyldirumska. Þvíervel tekið.
Þetta var fyrsta en ekki síðasta
aðstoð þessarar hjartagóðu konu við
litlu stúlkuna.
Konan var Ása Theódórs en stúlk-
an var undirrituð.
Nafngiftin „Ása mamma“ varð til
vegna náinnar samveru næstu mán-
uði. Hún gefur greinilega til kynna
hvers virði umhyggjan og ástúðin
var þriggja ára barni, fjarri foreldr-
um. í þá daga var foreldrum ekki
gert kleift að vera samvistum við
börn sín á sjúkrahúsum.
Manni Ásu, Hinriki Theódórs,
kynntist ég líka og var hann ekki
eftirbátur konu sinnar í ástúð og
hlýju. Manngæskan geislaði frá
honum. Því miður urðu kynni okkar
allt of stutt því að vorið 1939 flutti
ég á annað landshorn, en hann lést
17. ágúst sama ár.
Árin líða.
Leið mín liggur til Reykjavíkur.
Nú skyldi dvalið í höfuðborginni
heilan vetur við nám. Þá var tækifær-
ið notað að leita „Ásu mömmu“
uppi.
Þar kom símaskráin í góðar þarfir.
Eiginlega hefði nafn Ásu Theódórs
átt að vera þar skrautritað. Svo vel
og dyggilega þjónaði hún Landsíma
fslands áratugum saman. Þar var
ekki slegið slöku við fremur en
annars staðar. Samviskusemi og ár-
vekni Ásu var einstök. Hún mátti
ekki vamm sitt vita í neinu. Ná-
kvæmnin og heiðarleikinn voru í
öndvegi. Það var svo sem ekki verið
að kveina og kvarta undan annríki
eða of löngum vinnudegi. Skyldu-
ræknin var henni í blóð borin. Að
gera sitt besta var jafnsjálfsagt og að
draga andann.
En allt tekur enda, einnig starfs-
ferill manna. Þar um gilda fastar
reglur hjá „því opinbera".
Nú skyldi maður halda að Ása
hefði fallið saman og koðnað niður
þegar hún, einbúinn, gekk ekki
lengur til starfa utan heimilis. Ó
ekkí! Slík var ekki skaphöfn þessar-
ar mætu konu. Þó að sjón tæki óðum
að daprast tók hún samt til við
hannyrðir og lét sig ekki muna um
að læra nýtt hekl sem henni leist vel
á.
Ég vildi að ég væri málari. Þá
skyldi ég mála mynd af henni þar
sem hún kemur galvösk til dyra,
hnarreist og hressileg í fasi, og býður
til stofu. Reyndar fékk maður að
drekka í eldhúsinu á Hringbrautinni
undir það síðasta þegar sjónin var
orðin harla léleg.
Og svo kom að þessu erfiða augna-
bliki þegar öldungurinn verður að
horfast í augu við þá sorglegu stað-
reynd að ekki verður lengur dvalist
á eigin heimili. Elli kerling er búin
að ná undirtökunum.
Nú hlaut að koma að uppgjöf og
armæðu hjá „Ásu mömmu“. Nei,
ekki aldeilis. Enn var það hreykin og
hnarreist kona sem kom til dyra á
Droplaugarstöðum. Með bros á vör
i sýndi hún íbúðina sem sonur hennar
hafði útvegað henni. Alltaf ánægja,
sannkallaður Pollýönnu-stíll. Öllu
snúið á besta veg.
Ása eignaðist einn son, Richard,
og missti hún hann fyrir tveimur
árum, þann 19. janúar 1988. Eftirlif-
andi kona hans, Dóra Sigurjónsdótt-
ir, breiddi sig þá af enn meiri
nærgætni og alúð yfir tengdamóður
sína og hafði hún þó alla tíð sýnt
henni ærna umhyggju.
Nú hnignaði heilsu „Ásu
mömmu" óðum og skyldi engan
undra. Þá tók sjúkradeild Droplaug-
arstaða við og voru þar margar
hlýjar hendur sem hjúkruðu þreyttu
gamalmenni.
Þann 13. janúar síðastliðinn varð
Ása Theódórs 100 ára.
Hún hafði þá lítið talað um tíma,
aðeins tjáð sig með svipbrigðum.
Dóra sá um að allt yrði sem ánægju-
legast en þó ekki ofviða afmæli-
sbarninu. Ekki vissu menn gjörla að
hve miklu leyti Ása naut návistar
ættmenna sem heimsóttu hana.
Þegar flestir voru farnir og komið
að kveðjustund, heyrðist afmælis-
barnið segja: „Ja, þetta var nú
gaman.“ ,
Ég á enga ósk heitari til ísiensku
þjóðarinnar en hún eignist sem flesta
þegna með lyndiseinkunn og gáfur
Ásu Theódórs. Þá verður auðvelt að
sigrast á erfiðleikunum. Ekkert vol
og víl, hálfvelgja eða hik, heldur
eljusemi, óeigingirni, ástúð og heið-
arleiki.
Dóra mín.
Megi ailar hlýju, björtu minning-
amar fylla það tómarúm sem þú
finnur óhjákvæmilega til um þessar
mundir.
Guð veri með „ykkur öllum"
þessa heims og annars.
Þómý Þórarinsdóttir