Tíminn - 19.05.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 19.05.1990, Qupperneq 7
Laugardagur 19. maí 1990 Tíminn 7 vatnsöflunar hve dýr hún er og að þar, sem þörfin er mest, er greiðslu- geta fólksins hvað minnst. Þetta birtist m.a. í því að um 2/3 af öllum þeim hreinsistöðvum sem komið hefur verið upp til að skilja salt úr sjó cr nú að finna í Arabíuskaga þar sem fjármagn hefur verið fyrir hendi. Eftir því sem bændur heimsins neyðast til að ganga nær landinu og plægja upp viðkvæmari svæði, samfara því sem horfið er ffá eldra búskaparlagi, sem tryggði stöðug- leika jarðvegsins og yfir til einhliða komræktar á samfelldum svæðum eykst jarðvegseyðingin stöðugt. Jarðvegseyðingar gætir nú þegar á um það bil 1/3 af öllu ræktuðu landi jarðarinnar. Þessa hlýtur að gæta í auknum mæli og hefur vaxandi áhrif á ffamleiðslugetu jarðarinnar. Áætlað var árið 1983 að stórfljótið Gulá í Kína bæri á ári hveiju 1,2 milljarða lesta af gróðurmold til hafs. I Eþíópíu er áætlað að 1 milljarður lesta afjarðvegi tapist á hverju ári. Indland tapar um 5 milljörðum lesta af jarðvegi á ári, en samsvar- andi tala fyrir Bandaríkin er talin vera um 3 milljarðar lesta á ári. Ef á heildina er litið tapast um 24 milljarðar lesta af jarðvegi, sem skolast burt eða fjúka af ræktunar- löndumjarðarinnar. Þetta svararum það bil til alls jarðvegs sem er að finna á hveitiökrum í Ástralíu. I hinum s.n. þróunarlöndum er beint og órjúfandi samband á milli jarðvegseyðingarinnar og rýmunar og eyðingar skóganna. Eftir því sem sneyðist um með eldivið neyð- ist fólkið í stórum stíl til þess að brenna búfjáráburðinum og öðrum lífrænum leifum. Þetta eru þau líf- rænu efni, sem hvað nauðsynlegust eru til þess að halda við fijósemi jarðvegsins. Eftir því sem líffænu efnin í jarðveginum ganga til þurrð- ar við þessa búskaparhætti á jarð- vegurinn sí erfiðara með að halda sér rökum. Hættan á skaðlegum þurrkum og jarðvegsfoki eykst svo stöðugt í þessum válega vítahring. Matvælaframleiðsla og loftslagsbreytingar Landbúnaður á jörðinni á að baki um 10.000 ára þróun við hlutfalls- lega stöðugt loftslag. Breytist það verulega vegna hinna svo nefndu gróðurhúsaáhrifa, við aukningu á koltvisýringi í andrúms- loftinu, kann stöðugleiki búvöru- ffamleiðslunnar að veikjast veru- lega. I júní 1988 lýsti einn fremsti sér- ffæðingur Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA), dr. Junes Hansen yfir því við bandaríska þingnefnd að hann væri þess nær fullviss (99% öruggt) að gróður- húsaáhrifanna væri þegar farið að gæta. Hann benti á m.a. að fjögur hlýj- ustu ár sem komið hafa síðan 1890 hafi verið eftir 1980. (Síðan hefur komið í ljós að 6 af 10 hlýjustu ár- unum síðustu 100 árin komu eftir 1980). Þó að enn ríki um þetta nokkur óvissa benda allar nýjar fag- legar upplýsingar í sömu átt. Nýjustu loftslagslíkön, sem gerð hafa verið benda til þess að C02 í andrúmsloftinu muni tvöfaldast frá því sem það var fyrir hina miklu iðnaðartíma sem við lifum á. Þessi aukning á koltvísýringi og öðrum lofttegundum með sömu áhrif er talin muni hækka meðalhita á jörð- inni fyrir árið 2030 um l,5-4,5oC. Þó að enn sé þetta háð verulegri óvissu benda veðurfarslíkön til þess að tvö mikilvægustu matvælafram- leiðslusvæði jarðar, Norður-Amer- íka og komræktarsvæði Sovétríkj- anna, séu í verulegri hættu gagnvart því að þar herji þurrkar á vaxtar- skeiðum bæði vegna minnkandi úr- kbmu og hærri sumarhita. Á móti kemur að hlýnun leiðir til lengri sprettutíma í Kanada og öðr- um norðlægum landbúnaðarlönd- um. Slíkri breytingu á búskaparmögu- leikum fylgja ýmis vandkvæði. Breytingar verða á notkun landsins og á búskaparlagi og þörf verður fýrir önnur afbrigði af komi. Þetta mun valda ýmsum erfiðleikum. Áætlað hefur verið að það muni kosta 200 milljarða bandaríkjadala aðeins að breyta og aðlaga vökvun- arkerfi jarðar til að þau þjóni nýjum aðstæðum. Hættan, sem talið er að vofi yfir, af því að ósonhjúpur jarðar veikist, ógnar einnig matvælaframleiðsl- unni. Ef útfjólublá geislun eykst hefur það áhrif á ljóstillifun grænna plantna og getur dregið úr henni. Nýjar rannsóknir í Bandaríkjunum benda til að 1% minnkun á ósoni í andrúmslofti auki útfjólubláa geisl- un um 2%. Rannsóknir sýna að 1 % aukning á útfjólkublárri geislun dragi að sama skapi úr uppskeru af sojabaunum. Nú hafa útreikningar bent til að ósonlag háloftanna hafi þynnst um 3% á síðustu áratugum. Sé það rétt, má vænta að þegar sé farið að draga úr uppskeru soja- bauna en þær em mikilvægasti pró- teingjafi mannkynsins. Horfiir á næsta áratug Við upphaf síðasta tugar aldarinn- ar stendur mannkynið uppi með lít- inn varasjóð í formi kombirgða og litla möguleika til að auka hann á næstunni. í fyrsta sinn í sögu sinni fram- leiddu Bandaríkin árið 1988 minna kom en notað var innanlands það ár. í september 1988, vom það meira en 100 þjóðlönd, sem yfirleitt hafa keypt kom sitt frá Bandaríkjunum, sem kepptu um að fá keypt það tak- markaða magn af komi, sem var til sölu í Argentínu, Ástralíu og Frakk- landi. Þessi þróun leiddi til þess að mark- aðsverð á hveiti í heiminum hækk- aði um 48% árið 1989 borið saman við verðið árin áður en uppskem- bresturinn varð. Verð á hrísgrjón- um, sem verið hafði mjög lágt hækkaði á sama tíma um 38%. Álitið var að vegna þessara verð- hækkana og yrði veðurfar hagstætt árið 1989 mundi komframleiðslan ná fyrra magni það ár. Það gerðist þó ekki. Árið 1989 varð ffamleiðsl- an 18 milljónum lesta minni en notkunin sem áætluð var 1685 milljónir lesta. Þetta leiddi til þess að hinar hlutfallslega Iitlu birgðir drógust enn saman. Við okkur veit sú óþægilega og erfiða spuming: Ef ekki tekst að ná upp kombirgð- um heims á þessu ári, verði veður- far hagstætt, hvenær tekst það þá? Birgðir skapast ekki nema fram- leiðsla verði meiri en neysla og því marki verður stöðugt erfiðara að ná. Varðstöð veraldar metur það svo að erfitt reynist að auka komfram- leiðsluna meira en sem svarar 1 % á ári á meðan fólkinu fjölgar á jörð- inni um nær 2% á ári. Aukinn komskortur næsta áratug mun hafa alvarlegar afleiðingar. Þegar er talin hætta á að komvcrð tvöfaldist á næstu ámm. Þetta mun þó ekki hafa ýkja alvar- leg áhrif í iðnaðarlöndunum. En í hinum vanþróuðu löndum þar sem fólk notar nú þegar um 70% tekna sinna til að kaupa mat getur þetta haft hinar alvarlegustu aflciðingar. Slík hækkun á matvömm getur leitt beina hungursneyð yfir milljónir fátæks fólks í þessum löndum. I Bandaríkjunum kostar hveitið í eitt brauð um 5 sent, en brauðið kostar 1 dal. Þó að hveitiverð tvö- faldaðist mundi brauð Bandaríkja- mannsins aðeins hækka um 5 sent eða um 5%. En í fátæku löndunum þar sem fólkið kaupir hveitikomið ómalað á markaði, malar það og bakar heima mundi tvöföldun hveitiverðs leiða til tvöföldunar á brauðverði. Þessi þróun gæti einnig leitt til þess að hin skuldsettu þróunarlönd neyðist til að kaupa komið dým verði á heimsmarkaði svo að enn hallaðist á ógæfuhlið í skuldamál- um þeirra á alþjóðlegum markaði. Þetta gæti hafl alvarlegar afleiðing- ar fýrir hið alþjóðlega bankakerfi og setja það í aukna hættu. Fari svo fram sem horfir næstu tíu árin gætu iðnaðarlöndin neyðst til að ganga á eina raunvemlega kom- varasjóðinn, sem er fyrir hendi, en það em þær um það bil 450 milljón- ir lesta af komi sem nú em notaðar í skepnufóður. Allt útlit er fýrir að næsta áratug reynist það ekki mögulegt að koma í veg fyrir vemlega aukna hungurs- neyð, jafnvel þó að öllu verði tjald- að til með því að stunda alhliða jarðvegsvemd, bæta vatnsbúskap- inn svo sem kostur er og endurbæta þau stóm landsvæði sem þegar em útþvegin og pínd. Allt þetta verður að gera, en samtímis er ekkert um annað að ræða en að beita öllum mögulegum ráðum til að draga úr fjólksfjölguninni. Ef við eigum að vinna bug á þess- um tröllauknu vandamálum verður að gjörbreyta gildismati fólks og setja sér allt önnur framtíðarmark- mið en þau sem við höfum haft á undanfömum áratugum. -Markviss og árangursrík jarðvegs- vemdun er eitt af gmndvallaratrið- um. Með þvi sem nú er að gerast hefur mannkynið alls engin efni á að missa meira af ræktunarlandi frá framleiðslu. -Stórauka verður almannaviðbún- að á jörðinni allri, til þess að mæta erfiðu árferði og svæðisbundnum uppskerubresti, með því að sem flest lönd eigi einhverjar matvöm- birgðir. -í þróunarhjálp þarf að breyta um áherslur í grandvallaratriðum, ein- faldlega vegna þess að sú jarðvegs- eyðing, útskolun næringarefna úr jarðvegi og þrautpíning jarðvegs, sem þar á sér víða stað kippir stoð- um undan möguleikum þeirra til ræktunar og matvælaframleiðslu og þar með möguleikum til félagslegra og efnahagslegra framfara. -Síðast en ekki síst verður að viður- kenna, að það, sem gert verður næsta áratuginn til að hafa áhrif á fólksfjölgunina með skipulags- bundnum hætti getur haft meiri áhrif á fæðuvandamál mannkynsins heldur en það, sem hægt er að gera ráð fyrir að bændur viðkomandi landa geti lagt til í aukinni fram- leiðslu. Möguleikamir á því að takast megi að draga úr fólksfjölguninni em háðir því að hægt verði að draga úr hinum miklu skuldum vanþróuðu landanna. Hvað bíður mannkynsins? Þetta em nokkur af hinum brýn- ustu viðfangsefnum sem mannkyn- ið stendur frammi fyrir nú við upp- haf síðasta áratugar þessarar aldar. 1 fjarlægari framtíð má búast við að mannkyninu mæti ný og óþekkt viðfangsefni þar sem loflslags- breytingar geta leitt til þess að for- sendur fyrir matvömframleiðslu verði allt aðrar. Framtíð mannkynsins mun nú fremur en nokkm sinni fýrr verða háð því að mönnum takist að sjá fram í tímann, tileinka sér nýjan hugsunarhátt og hafi vilja til að breyta forgangsröð viðfangsefha. Teiknin um það hvað er að gerast em nokkuð ljós. Varðstöð veraldar lýsir því þannig í síðustu útgáfu af „State of the World“ („Ástand heimsins") (1990). „Haldi mannkyniö áffarn á sömu braut um stjóm landbúnaðar- og fólksfjölgunarmála verður ekki sneitt hjá alvarlegri matvælakreppu að fáum ámm liðnum. Hún mun bitna á langt um fleimm en lág- tekjufólki í þriðja heiminum og hafa áhrif á allan heiminn. Himin- hátt komvömverð, hungur og upp- reisnir, sem þvi fýlgja, munu ógna bæði ríkisstjómum í fjölda þjóð- landa og öllu hinu alþjóðlega efna- hagskerfi." Við verðum svo að sjá hvort menn kjósa að standa aðgerðarlausir álengdar, eða vilja taka á málunum. Þannig lauk Magnar Norderhaug ræðu sinni á Oslóarráðstefnu nor- rænu bændasamtakanna í endur- sögn Jónasar búnaðarmálastjóra. — Tíminn hefur oft áður beint athygli lesenda sinna að þeirri vá sem að mannheimi steðjar vegna offjölg- unar og yfirvofandi matarskorts. Spumingin er enn hin sama: Veit mannkynið hvar það er á vegi statt?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.