Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 2
2 Títninn FimrTTtudagiip21'.-júm 1990 Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjómar Hafnarfjarðar. Kosið í nefndir og ráð: w Guðmundur Arni áfram við stjórn Guðmundur Ámi Stcfánsson var endurráðinn bæjarstjóri Hafnarfjarð- ar á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjar- stjómar þann 19. júní sl. Hann var kosinn með sex samhljóða atkvæð- um. Jóna Osk Guðjónsdóttir.A-lista var kosin formaður bæjarstjómar, íyrsti varaforseti var kosin Valgerður Guð- mundsdóttir A-lista og annar vara- forseti Hjördís Guðbjömsdóttir D- lista. Aðalmenn í bæjarráð vom kosnir Ingvar Viktorsson A-lista, Valgerður Guðmundsdóttir A-lista, Tryggvi Harðarson A-lista, Jóhann G. Berg- þórsson D-lista og Ellcrt Borgar Þor- valdsson D-lista. Guðmundur Ámi Stefánsson lagði á fundinum fram stefnuyfirlýsingu A- meirihlutans í bæjarstjóminni. Þar segir að meginatriði þeirrar stefnu sem Alþýðuflokkurinn muni fylgja á kjörtímabilinu sé að gera góðan bæ betri. Það verði m.a. gert með traustri fjármálastjóm, hóflegum álögum og kostnaðargát. Haldið verði áfram kraftmikilli uppbyggingu á kjörtíma- bilinu og byggt í þeim efnum á ár- angri undanfarinna ára. —sá Afmæli íslenskra Þjóðarbókhlaöan er nú umlukin vatni. Framkvæmdum er þar meö nær lokið utandyra, en innandyra er mikið ógeri Tímamynd Pjetur sjúkraþjálfara Félag íslenskra sjúkraþjálfara átti 50 ára afmæli þann 26. apríl sl. Félagið var stofnað af konum 1940 og hét þá Félag íslenskra nuddkvenna. Nafninu var síðan breytt árið 1962 í Félag íslenskra sjúkraþjálfara. Það hefur orðið mikil breyting á verk- og vinnu- háttum sjúkraþjálfara í gegnum tíðina. Sjúkraþjálfarar fást mikið við vandamál í stoðkerfi líkam- ans. Á síðustu áram hefur þessi stétt ver- ið að færast út í atvinnulífið og gef- ið leiðbeiningar uin hvemig sé hægt að koma í veg fyrir ýmis álagsein- kenni. Þá era fólki kenndar æfingar sem það getur unnið með sjálft. I tilcfni af þessum tímamótum sjúkraþjálfara er starfsemi félagsins Prestar vígðir til þjónustu Næstkomandi sunnudag, 24. júní, vígir biskup Islands, herra Olafur Skúlason, fjóra guðfræðikandídata til prestþjónustu í kirkjunni. Þau era: Guðný Hallgrímsdóttir sem vígist til þjónustu við fjölfatlaða, og er það nýr þjónustuþáttur í kirkjunni. Hjört- ur Hjartarson vígist til Ásaprestakalls I Skaftafellsprófastsdæmi. Sigríður Guðmarsdóttir vigist til Staðarpresta- kalls í Súgandafirði. Sigurður Krist- inn Sigurðsson vígist til Setbergs- prestakalls í Snæfellsnes- og Dala- prófastsdæmi. I vígslumessunni predikar biskup- inn. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari. Dómkórinn og kór Víðistaðakirkju syngja undir stjóm Marteins Hunger organista. Vígsluvottar verða séra Ingiberg J. Hannesson, prófastur á Hvoli, séra Karl Matthíasson á ísafirði, séra Sig- hvatur Emilsson, fyrram prestur í Ásum, og séra Sigurður H. Guð- mundsson í Hafnarfirði. Eimskip kaupir 7700 tonna skip Eimskip hefur fest kaup á nýju 7.700 tonna gámaskipi, en frétt þessa efnis er í nýjasta fréttabréfi Eimskips. Skipið, sem er systurskip Bakkafoss, ertæplega 107 metra langt. Það getur fiutt um 460 gáma. Verð skipsins er tæpar 700 milljónir. Kaupin era liður í endumýjun á fiota Eimskips, en fyr- ir einu og hálfu ári keypti félagið Brú- arfoss og Laxfoss. Nýja skipið er bundið í leiguverkefnum fyrir fyrri eigendur erlendis og verður afhent Eimskip í bytjun árs 1991. -EÓ óvenju fjölþætt á þessu ári. „Heil- brigði frá getnaði til grafar," var yf- irskrift ráðstefnu sem félagið efndi til þann 20.-21. apríl sl. Ráðstefnan var öllum opin og sóttu hana u.þ.b 230 manns. Sjúkraþjálfarar leggja mikla áheyrslu á gildi hreyfingar og létu gera nokkur veggspjöld þess efnis. Einnig var gerður bæklingur um sjúkraþjálfun, sem gefur innsýn í starf sjúkraþjálfara. Félagið hcfur loks eignast nýtt merki en ekkert merki hefur verið gert síðan félagið skipti um nafn 1962. Norrænt sam- vinnuþing sjúkraþjálfara stendur nú yfir hér á landi og stendur til 16. júní. I tengslum við norrænt sam- vinnuþing sjúkraþjálfara efndi fé- lagið til ráðstefnu um sjúkraþjálfun þann 13. júní á Holiday Inn. Opnuð var sýning þann 9. júní þar sem sýndur cr ýmis tækjabúnaður, sem notaður er í sjúkraþjálfun í dag og sýnishorn frá eldri tímum. Þá er einnig umfangsmikil kynning á fag- inu í máli, myndum og gjörðum. Sýningin verður opin í einn mánuð. - KMH Ekki meira gert í Þjóðarbókhlöðu á þessu ári? Síki Þjóðarbók- hlöðunnar fyllt Þjóðarbókhlaðan er nú umflotin vatni en í gær var byrjað að fylla síkið sem er umhverfis bygginguna. Framkvæmdir við Þjóðar- bókhlöðuna hafa gengið hægt síðustu mánuði og er ekki búist við frekari framkvæmdum á þessu ári. Stafar þetta af því að ekki hefur fengist það fjárframlag sem búist var við. Eignarskattsaukinn, sem lagður var á skattgreiðendur árið 1987 og átti að renna til Þjóöarbókhlöðunnar, hefur ekki skilað sér í bygginguna nema að hálfu leyti. Era nú komnar í bókhlöð- una, sé frantreiknað til verðlags í dag, rúmar átta hundrað milljónir króna. Til að Ijúka verkinu þarf ann- að eins og vel það. Það era ýmsir dýrir þættir eftir, s.s. allar innrétting- ar og verk sem tengjast lýsingu, hita og loftræstikerfi að ógleymdri tölvu- væðingu. Búist er við að endanlegur kostnaður muni nema á annan millj- arð króna. Það er nokkuð hærri upp- hæð en reiknað hafði verið með í byrjun. Tíminn hafði samband við Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð og formann bygginganefndar Þjóðar- bókhlöðunnar, og sagði hann að bið- staða væri nú í þessum málum. Finn- bogi sagði að lokið væri þeim áfóng- um sem verið höfðu í gangi en hvað yrði gert til að tryggja fé til fram- haldsins vissi hann ekki. Hann sagði að það fé sem væri nú til staðar væri mjög takmarkað. „I fyrra fór af stað áfangi sem lokið var við á þessu ári, en það er frágangur í vélarsal bygg- ingarinnar, en við bíðum aðeins eftir meira fé,“ sagði Finnbogi. Menntamálaráðherra hefúr lýst því yfir að stefnt sé að því að Ijúka við bygginguna á 50 ára afmæli lýðveld- is Islands árið 1994. En ekki er víst að sú áætlun gangi eftir með þessu áframhaldi. Háskólabókasafnið og Landsbóka- safnið verða sameinuð í eitt safn í Þjóðarbókhlöðunni. Á þessu ári lagði Háskólinn fram 53 milljónir til Þjóð- arbókhlöðunnar sem var varið til tölvuvæðingar. -KMH Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur um „fréttafIutning“ DV af nýjum búvörusamningi: „Rugl frá upphafi til enda“ Nú hafa birst í DV tvær „fréttir" á forsíðu þar sem tíundaður er kostnað- ur íslensku þjóðarinnar af landbúnað- inum. I fyrri greininni segir að kostn- aður af landbúnaðinum frá 1990 til 1998 stefni í að verða rúmir 53 millj- arðar. I þeirri seinni gerðu landbún- aðarsérfræðingar blaðsins enn betur og náðu að reikna kostnaðinn upp í 155 milljarða. Blaðið telur sig hafa sýnt fram á að meiri kostnaður sé af landbúnaðinum en heilbrigðisþjón- ustunni. Tíminn spurði Gunnlaug Júlíusson, hagfræðing í landbúnaðarráðuneyt- inu, út í útreikninga DV. Gunnlaugur sagði að útreikningamir væra ragl frá upphafi til enda. Forsendumar væra kolrangar og niðurstöðumar einnig. DV vitnar í hagfræðinga í Háskóla íslands máli sínu til stuðnings, Gunn- laugur hefur skrifað margar greinar í blöð þar sem útreikningar hagfræð- inganna era hraktar lið fyrir lið. Gunnlaugur sagði að í útreikningum DV væra gerð þau mistök að aðeins væri horft á gjaldahliðina en öllum tekjum sem landbúnaðurinn afiar til þjóðarbúsins væri sleppt. Gengið væri út frá þeirri forsendu að ekkert fengist til baka af þeim fjármunum sem ríkisvaldið og almenningur legg- ur til landbúnaðarins. Með sömu reikningsaðferð mætti rcikna út hversu mikill kostnaður sé af iðnaði, sjávarútvegi og fieiri atvinnugreinum og segja að best sé að hætta að stunda þær. Stærsti liðurinn í því sem blaðið kallar „kostnaður" af landbúnaðinum era niðurgreiðslur. Niðurgreiðslur og virðisaukaskattur á landbúnaðarvör- um era nokkum veginn jafnhá upp- hæð þannig að segja má að ríkið leggi skatt á landbúnaðinn sem það síðan greiðir til baka í formi niður- greiðslna. Gunnlaugur sagði það verð á erlend- um búvöram sem DV byggði út- reikninga sína á væri ekki raunvera- legt verð varanna, því að þær væra mikið niðurgreiddar. Með GATT-við- ræðunum, sem nú standa yfir, er stefnt að því að fella niður allar nið- urgreiðslur á búvöram en það þýðir að verð á landbúnaðarvöram mun hækka. í DV er gengið út frá því sem gefnu að nýr búvörasamningur verði í aðal- atriðum eins og sá sem rennur út árið 1992. Gunnlaugur sagði þessa for- sendu byggða á álíka veikurn granni og aðrar í áðumefndum útreikning- um. Gunnlaugur sagði ekki vera til umræðu að framlengja gildandi samninginn óbreyttan, þvert á móti, rætt væri um að gera á honum vera- legar breytingar. Landbúnaðarráð- herra hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að semja um að ríkisvaldið ábyrgist verð á föstu magni af kinda- kjöti. Framleiðsla verði að vera í takt við neyslu. Gunnlaugur sagði að almenningur ætti erfitt með að skilja þær tölur sem DV bæri á borð fyrir lesendur sína. Aðferð blaðsins væri að búa til ein- hverja tölu, byggða á röngum for- sendum, og margfalda hana þangað til viðunandi niðurstaða er fengin. Með óábyrgum og röngum frétta- fiutningi reyndi blaðið að koma því inn hjá þjóðinni að hún yrði að hætta að stunda landbúnað. -EÓ SEX MILLJÓNIR TIL KVIKMYNDA Ríkisstjórn íslands samþykkti nú í vor að veita aukalega 6 tnilljónir króna til kvikmynda- mála. Að ósk menntamálaráðu- neytisins auglýsti Kvikmvnda- sjóður síðan eftir umsóknum um undirbúnings- og tapstyrki að upphæð 5 milljónir kr. Kvik- myndasjóður gerir síðan ráð fyrir því að fá þá einu milljón sem á vantar tU úthlutunar i haust. Úthlutunarnefnd hefur lokið störfum og fengu eftirtaid- ir styrki: Undirbúningsstyrkir: Kristín Jóhannesdóttir fyrir Svo á jörðu, 1 miiljón og Óskar Jón- asson fyrir Vont efni, 400 þús- und. Tapstyrkir: Hrif fyrir Ævintýri Pappírs-Pésa, 1 milljón, Umbi, 1 miiijón, Leikfjallið fyrir Tind- áta 100 þúsund, Jón Ragnars- son, Þorsteinn Jónsson, Þórhall- ur Sigurðsson og Örnólfur Árnason, 375 þúsund hver fyrir Atómstöðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.