Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.06.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 21. júní 1990 :¦':¦¦ ¦¦:;::- ¦ ' -; III „Þreytt og syfjuó h hestabit og traðk Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafírði dagana 3. til 8. júlí. Mikill fiöldi fólks mun leggja leið sína að Vindheimamelum þessa viku og áætla mótshaldarar að gestir verði á bilinu 13 til 15 þúsund. Það er Landssamband hestamanna sem heldur mótið, en 13 félög á Norðurlandi bera ábyrgð á framkvæmd þess. Þórarinn Sólmundsson, starfsmaður framkvæmdarnefndar mótsins, sagði í samtali við Tímann að tungl verði fjærst jörðu sjálfa landsmótshelgina, sem veit á gott veður í Skagafírði, sól og blíðu eins og hún gerist best. Landsmótið hefst þriðjudaginn 3. júlí og því lýkur sunnudaginn 8. júlí og er því lengra en áður hefur verið. Skipulögð dag- skrá verður alla þessa daga frá morgni til kvölds. Mótið hefst með dómum kynbóta- hrossa og afkvæmahrossa. Þeim dómum verður haldið áfram á miðvikudegi, en þá hefst einnig keppni í B-flokki gæðinga. Dómar kynbótahrossa er fyrirferðarmikið dagskráratriði og verður fímmtudagurinn einnig notaður til þess, en samhliða verður keppt í A-flokki gæðinga og eldri flokki unglinga. Mótið verður sett formlega kl. 9 á föstu- dagsmorgun. Eftir setninguna verða kyn- bótahross sýnd og kynnt. Þá hefjast undan- rásir kappreiða og um kvöldið verður al- þjóðleg keppni. Búið er að skrá þátttakend- ur frá 13 þjóðlöndum í þá keppni og fer hún þannig fram, að bestu knapar landanna draga um hesta og etja síðan kapp í nokkr- um greinum. Laugardagurinn byrjar með kynningu á keppendum í A- og B-flokki og unglinga- keppi. Þá verður dómum kynbótahrossa lýst, úrslit kappreiða fara fram og einnig úrslit í alþjóðlegri töltkeppni. Allt gerist á sunnudegi Á sunnudegi verður mikið um að vera. Dagskráin þennan lokadag hefst með hóp- reið og helgistund. Frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti verður viðstödd og tekur þátt í þessum lið dagskrárinnar. Væntanlega verður Vigdís með í hópreiðinni og eftir hana gróðursetur hún plöntur í tilefni mótsins. Eftir þessa athöfn verður sýnt úr- val kynbótahrossa og sýning ræktunarbúa í beinu framhaldi af því. Mótinu lýkur síðan með úrslitum í A- og B-flokki gæðinga og keppni unglinga í eldri og yngri flokkum. Stefnt er að mótsslitum um kvöldmatar- leytið á sunnudag. Mikið verður um skemmtanir á meðan á mótinu stendur, stiginn verður dans og sungið „meðan dagur í austrinu rís". Kvöldvaka verður á laugardagskvöldið og dansað við undirleik harmonikku bæði föstudags- og laugardagskvöld á sérstök- um danspalli sem er á mótssvæðinu. Þá verða einnig dansleikir í Miðgarði og Ár- garði þessa helgi, en þau félagsheimili eru í nágrenni við mótssvæðið. Einnig er fyrir- huguð sérstök dagskrá fyrir unglinga. Aðgangseyrir á mótið verður 4500 krónur og gildir sá miði fyrir allt það sem fram fer innan mótssvæðisins. Miðaverðið lækkar að kvöldi laugardags, um það leyti sem kvöldvaka hefst, en þá kostar miðinn 2500 krónur. Ókeypis er fyrir böm yngri en 12 ára og engin gjaldtaka er fyrir tjaldsvæði eða hjólhýsi. Mikill f jöldi hrossa Þórarinn Sólmundsson sagði að skráning á mótið væri mjög góð. „Sérstaklega er skráning í skeiðið góð, enda vegleg verð- laun í boði. Það er ljóst að þarna verða öll fljótustu hross landsins saman komin". Lágmarkstímar til skráningar hafa aldrei verið strangari og alls er keppt í 6 hlaupa- greinum. í A- og B-flokki verða samtals 182 hross og sami fjöldi er í báðum ung- lingaflokkum. Keppnishross og sýningar- hross verða um 750. Ljóst er að um 150 kynbótahross verða dæmd á landsmótinu, auk þeirra hrossa sem ræktunarbú sýna. Kristinn Hugason frá Akureyri er í dómnefndinni sem dæma á kynbótahrossin á landsmótinu. Hann hef- ur ásamt öðrum ferðast um landið og dæmt mikinn fjölda kynbótahrossa. Kristinn sagði að útkoman væri góð, bæði hvað varðar kynbótahross almennt og þau hross sem fara á landsmót. „Mér líst mjög vel á þau kynbótahross sem fara á landsmót og vænti afar mikils af þeim sýningum á landsmótinu. Það er sjáanlegur stórárangur í hrossarækt á íslandi". Kristinn sagði jafn- framt að stóðhestaframboðið yrði glæsilegt eftir landsmót. Ríðandi á landsmót Búist við miklum fjölda ríðandi manna á mótið, bæði sem koma í skipulögðum ferð- um á mótið og frá því. „Við erum búnir undir að taka á móti allt að 3000 ferða- hrossum. Til viðbótar verða keppnishross á mótinu nærri 800", sagði Þórarinn. Keppn- ishross verða í sérhólfum í landi Vind- heima, sem er næsti bær við mótssvæðið. Þórarinn sagði að sjálft mótssvæðið yrði opnað að morgni föstudagsins 29. júní þannig að keppendur og gestir geti komið hrossum sínum tímanlega fyrir. Þórarinn taldi að þeir væru ekki færri en 400 útlendingarnir sem færu í skipulögð- um hestaferðum á mótið og frá því aftur. Ljóst er að þessir helstu fjallvegir verða orðnir vel færir fyrir mótstímann, þ.e. Kaldidalur, Sprengisandsleið og Kjalveg- ur. Þegar er búið að opna leiðina yfír Kjöl og Sprengisandsleið verður opnuð um mánaðamótin. Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, hestamaður, á Gáska. Einar Bollason hjá íshestum sagði að um 250 ferðamenn færu ríðandi áleiðis á landsmót á vegum fyrirtækisins, ýmist fyr- ir eða eftir. Hann sagði að fyrstu pantanir hefðu farið að berast í þessar ferðir í mars í fyrra og fyrsta Kjalarferðin seldist upp í maí fyrir rúmu ári. Einar óttaðist ekki of mikla umferð ríð- andi manna yfir hálendið á þessum tíma. Hann greindi frá því að í vetur hafi Náttúr- verndarráð, Landgræðslan, Landssamband hestamanna og íshestar sett nefnd á lagg- irnar til þess að skipuleggja hestaferðir um hálendið og koma á fót nauðsynlegri þjón- ustu. Nú fyrir landsmótið hefur nefndjn náð samkomulagi við aðila, sem ráða mannvirkjum og löndum á þessum leiðum, um að vera með fóðursölu og leigja út að- stöðu til gistingar og vörslu hrossa. Búið er að kortleggja leiðina yfir Kjöl og Kaldadal með tilliti til þarfa hestamanna og heysala á þessum leiðum verður stóraukin. Hagagjöld fyrir ferðahross á landsmóts- svæðinu eru 100 krónur á hestinn á sólar- hring. Þórarinn Sólmundsson sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það væsi um ferða- hrossin. „Við erum búnir að taka á leigu velgróið land af Lýtingsstaðahreppi þar sem þau verða geymd yfir mótið".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.