Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. júlí 1990 Tíminn 5 Ríklð segir upp kjarasamningi BHMR. Bráðabirgöalög á næstunni. Ríkisstjórn eínhuga um aðgerðir: Komið í veg fyrir víxigang hækkana Steingrímur Hermannson forsætisráóherra sagði að loknum ríkisstjómarfundi í gær að alger samstaða væri innan ríkis- stjórnarinnar um að tryggja yrði að þau markmið sem sett hafa verið í efnahagsmálum náist Ríkfsstjórnín hefur lýst því yfir að samningum við BHMR verði sagt upp 30. september og að samstarf verði haft við samtök launafólks, atvinnurekenda og bænda um leiðir til að tryggja að efnahagsmarkmið náist og launa-og kaupmáttarþróun verði í samræmi vfð það. Leyst meö bráóabirgóalögum eöa ekki? Steingrímur sagði að rætt heföi verið um fjölmargar leiðir uni hvernig megi ná þcssum mark- miðum. „Ég vU bara segja það á þessari stundu að það verður varla nema með löguni. Hins végar viljuni við ckki ákveða hvers konar lög það verða nema að hiifðu samráði að- Qa vinnumarkaðarins," sagði bann. Birgir Bjðrn Sigurjðnsson hag- fræðingur BHMR sagði að þcir hefðu krafiö ríkisstjórnina svara uin hvort hún inyndi leggja fram krðfugerð uni breytingu sainn- ings þeirra eða efni nýs samnings á fundi þeirra i gær en ríkis- stjórnin virtíst ckki hafa undirbú- ið það neift sérstaklega. Hann sagði að ekkf hefði verið minnst á setningu bráðabirgðalaga á fund- inum. „Ef þeir heiðu verið með það i burðarliðnum hlytu þeir að hafa minnst á það. Þetta var nú fundur um þennan samning og afleiðing- ar hans," sagði Birgir. Hann sagði að það væri alveg einsdæmi ef ráðherra sem gerir samning við einhvern aðiia bcitti bráðabirgðalogum til að forða sér frá efni samningsins og bann hefði enga t r ú á því að það mundi gcrast. Svona affurvirkiir breyt- ingar virkuðu ekki. Forsætisráðherra sagðist gera ráð fyrir að hitta forsvarsmenn ASf og VSÍ i dag. ÍÍJt af fyrir sig hlypi tíminn ckkcrt frá þcini að þessu leyti en hann gerði sér von- ir um að þeir geti þá mjög fljót- lega komist að sameíginlegri nið- urstöðu um það hvers konar lðg þuríl að setja. Ráðherrar ríkis- stjórnarinnar áttti fundi í gær með forsvarsmönnum BHMR og BSRB nuk þess sem fbrsættsráð- hcrra hcfur rætt við Ásmutid Stefánsson forseta ASÍ, Einar Odd Krístjánsson formann VSf, Þórarinn V. Þórarínsson; fram- kvæmdastjóra VSf og Árna Bene- diktsson hjá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Þá var fund- ur i miðsljórn Alþýðusambands- ins igær. Launaviómiðuninni troðið upp á BHMR? „Það liggur ljóst fyrir að ef samningurinn við BHMR verður framkvæmdur á grundvelli fé- lagsdóms þá mun það Iciöa til mjðg mlkillar vcrðbðlgu hér £ skðmmum tíma. Það var því full samstaða um það að segja þeim samningi upp," sagði Steingrím- hr. Forsætisráðherra sagði að því miður virtist BHMR ekki vera til viðtals um neinar breytingar á sínum samningi scin gætu full- nægt mnrkmtðum þjóðarsáttar- innar þrátt fyrir þær niðurstöður scm Iscgju fyrir um verðbólgu. „Þeir halda injög stíft vift sinn samning, bæði þetta ákvæði uhi þessa 4,5% hækkun og söm uleiðis 15. greinina um að þeir fái hverja þá bækkun sem hinn almenni markaður fær. Það er alveg Ijóst að ef það á að veröa þá mun ASÍ fá sömu hækkun og að ðllum lík- induni BSRB og þá erum við koinin út i víxlgang sem enginn endir er á,u sagði Steingrimur. Birgir sagði að það hefði ekki verið fcrafa BHMR að fá inn í samuingana viömiðun við samn- inga annarra. > „Okkar krafa var sú að við fengjum verðtryggðan kjara- santning. Fjármátaráðherra tróð upp á okkur þessu samnings- ákvæði um viðmiðun við kjör annarra samtaka. Við vissum all- an tímann að þeim væri illa treystandi fyrir að halda kaup- mættí launa. l.ins og staðan er núna kynngimögnuð viröist það Iiafa komið þeim í koll að fá þetta inn í santninginn," sagði Birgir. Aöalatriðí aö menn standi jafnir að lokn- um samningstíma Forsætísráðherra sagði að kom- Ið hefði fram í viðræðum þeirra við forsvarsnicnn BSUB að þeir teldu sig hafa siðferðistegan rétt til sömu hækkunar og BHMR, jafnvel þó að þáð sé ekki i þeirra samningum. „Aöalatriðió er það að menn standi jafnír að samningstíman- um loknum. l>o að BHMR hafi fengið þetta fyrr þá fáí þeir ekki meira en svo að þeirra cndanlegi punktur verði sá sami í launum og kaupmatti," sagði Steingrim- úr. Hann sagðist hafa lagt fram sex Iciðir tíl að ná þessu raarkmiði á ríkisstjórnarfuudi í gær og þær ýrði að skoða mjðg vandlega. Ef BHMR verður alls ekki til viðtals um breytingar á sínu samninguin hijótí Iðg að verða nauðsynleg. Slík liig myndu taka til allra þeirra þátta sem eru nauðsynlegir til þess að ná þessum endamark- miðum í verðbolguþróun og til þess þyrfti launa- og kaupmáttar- þróun að vérá eins og samið hefur vcrio uni. Samningurinn ekki mistök af hálfu ríkis- stjórnar Aöspurður sagði Steingrímur að þetta mál ógnaöi ekki ríkisstjórn- i u ui eins og stendu r þ vi allir hefðu verið mjög sammála um það sem samþykkt var í gœr. Hann taldi alveg út í hött að það kæmi til af- sagnar ráðherra vegna þessa. Aðspurður sagði Steingrímur að ekki vicri um mistök að ræða af hálfu rikissljðrnarinnar í samn- ingsgerð; aðstæður hefðu gjiír- breyst frá þ ví BHMR sam tiingur- inn var gerðnr. „Það er eftir að BHMR sam tiing- urinn er gerður að VSÍ, ASÍ og VMS gera samning og setja þetta skily rði þar inn í að aðrir fái ékki hækkuu umfram þá þannig að það lá alls ckki fyrir þegar þessi samningur var gcrður," sagði hann. Steingrímur taldi að þaö hefði litlu breytt hvort viðræður við BHMR hefðu verið teknar upp fyrr á árinu. Hamt hefði átt vin- samlegar og gagnlegar viðræður við þá í seinni hluta júttí og Iiann væri sannfærður um að það hetði ekldþýtt. „Það þýddi ekki þá jafnvel þótt alvaran blasti við, og ég held að þaö hafi því síður þýtt áður en sást hvað alvaran var mikil," sagði Steiiigríinut. BSRB og bændur vilja halda í þjóðar- sáti Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagöi að þeir gerðu þá kröfu að í einu og öllu verði staðið við þá samninga sem þeir gerðu við rikisstjórnina. „Sókrafacruppihjáokkarfólki að ckki verði aukinn launamunur hjs'i ríkiuu," sagði Ögmundur. Hanti sagði að það vseri ljóst að það yrði mikill þungi í þeirri kröfu félagsmauna, þegar til end- urskoðuuar samninga keinur i huust, um að kauphækkanirnar vcrði látnar ná aftur f tímabilið. Þeir vildu halda í þá samninga scm þeir gerðu og ætluðu að reyna að sjá til þess að þeir stæð- ust. Ekki inætti gleyma þvi að haki þeim sainningum stæði þorri ísleusku þjóðarinnar, nærri allt launarólk á íslandi, og stæði enn, og allir hefðu notið goðs af þess- um saitiningum hvort sem þeir stæðu utan þeirra eða ekkt „En viö eruin síó ur eh svo að hvetja til bráðabirgðalaga gegn ððru lauuafólki. Reyudar tel ég að það hefði átt aö ganga miklu lengra í því að ná samkomulagt og leita sátta í þessu mali," sagði Ög- mundur. Haukur Halldórsson formaður Stcttarsambands bænda sagði að þeir hörmuðu það ef þessi þjóóar- sált sein veriö hefði að stefna að væri nú aö renna út í sandinii fy r- ir mistök og skUningsleysL „Við sömdum umþað að ef yrðu ððrar lauiiabreytingarlillögur á þessu tímabili lieldur cn samið var um og éf verðlagsþróun færi fram úr ákveðnum rauðum strik- um sent viö settum 1. septentber þá kæmi tíl hækknnar á búverði. Við munum að sjálfsögðu halda okkur við þaö þahnig að það skil- aði sér tO framleiðenda," sagði Haukur. Hann sagðl að citt af því sem samið hefði verið við ríkisvaldió var að búvcrð yrði óbreytt tii neytenda og þá yrði að auka niö- urgreiðslur sem næiuu þessum hækkunum. Haukur bjóst við að eiga fund með forsætisráðherra um þessi mál í gær. —só Bretar styrkja íslenska náms- menn Bresk stjórnvöld hafa veitt 14 ís- lenskum námsmönnum í Bretlandi styrki fyrir skólaárið 1990-91. Styrk- ir þessir koma úr sjóði sem er í vörslu breska utanríkisráðuneytisins og er heildarupphæð þeirra um sjö milljón- ir íslenskra króna. Styrkirnir eru til greiðslu á skólagjöldum nemend- anna. Að auki fá sumir þeirra sem eru í framhaldsnámi svonefhdan ORS- rannsóknarstyrk frá Ráði breskra há- skólarektora. Styrkirnir eru veittir námsmönnum í margvíslegum námsgreinum; má þar t.d. nefha umhverfisvernd, sjúk- dómafræði sjávardýra, framleiðsla sjónvarpsefnis, læknisfræðirann- sóknir og ftiglafræðí. Hugsanlegt er að fleiri styrkir verði veittir í ár. GS. Tímamótasýning opnuð í Eden í Hveragerði í dag. Steingrímur St. Th. Sigurðsson: „Sjórinn færir mér hamingju" Listmálarinn Steingrimur St. Th. Sigurðsson opnar i dag einkasýningu i Eden í Hveragerði. Þetta er tíma- mótasýning að hans eigin sögn. Til- efhi þessarar sýningar er að lítið afa- barn er rétt ókomið í heiminn, einka- systir hans hún Tóta er væntanleg frá Englandi þar sem hún hefur búið í tæp 50 ár, og eitt lítið afrnæli 29. apr- íl s.l. er ri§að upp með þessari sýn- ingu. Steingrimur hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og erlendis og er þetta 70. sýning hans og jafh- framt sú 14. siðan 1974 sem haldin er í Eden í Hveragerði. Sýningunni lýk- ur mánudaginn 6. ágúst n.k. kl. 23:30. Roð-í-gúl nefhist listgalleri Stein- grims sem er við Hallveigarstig. Nafhið er sérkennilegt en það merkir aflasamur maður. Það er margt merkilegt að sjá í þessu galleríi og eru þar margir persónulegir munir sem hafa allir, hver og einn, sina sögu. Steingrímur er sjálfur mjög hrifinn af húsinu og segir það búa yf- ir mikilli sál. Á sýningunni í Eden eru 47 verk og eru þau flestöll unnin á þessu ári. Þetta eru einkum og sér i lagi sjávar- myndir og svo fantasiur. „Ég elska ljörnr og sjó og fæ mikla hamingju af sjónum," segir Steingrimur. Suður- nes, skammt frá Gróttu, er notað sem fyrirmynd nokkurra verka hans en þar hleypur hann fimm sinnum i viku og gerir æfingar til að halda sér í formi. Hann hefúr sagt skilið við allt vín og reykingar og segir að ef til vill hafi myndir hans breyst við það. Steingrimur segist vera svo hjátrúar- fullur að hann verði ávallt að hafa mynd sem hann gerði af móður sinni með á sýningum sínum. „Annars gæti farið svo að sýningarnar gengju verf'. Ekkert systkina hans er fermt en sjálfur tók hann kaþólska trú norður á Akureyri árið 1959, á Mariumessu hinni fyrri, eftir að hafa verið í læri í fjögur ár. Hann segir það nauðsyn- legt hverjum manni að eiga sér and- legan griðastað þar sem hægt er að gera upp sakir sínar.,,Það getur eng- inn lifað án trúar og að minni hyggju er samviskan sama og trúin". Eins og áður sagði er þessi sýning Steingríms rímamótasýning og að hans sögn lagði hann alla sína líl's- Steingrímur St Th. Sigurðsson viö eitt olíuverka sinna sem hann kall- ar Seltjöm. orku i þessi verk. „Mer fannst eins og ég vseri að lesa undir þungt próf við gerð þessara verka. Ég er enn ungur Timamynd: PJetur. og leitandi og því held ég áfiam," sagði listamaðurinn að lokum. —KMH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.