Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 20
AUOLVSINOASÍMAR: 080001 —680300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Hotnarhúsinu v/Tryggvogötu, S 28822 IJIH--f:VI IMISSANi Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 LONDON-NEWYORK-STOCKHOLM DALLAS ^—^^ TOKYO Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tímirtn, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1990 Páll Halldófsson formaóur BHMR sagði á blaðamannafúndi í gærmorg- un að honum finnist út í hött aö rítósstjómiri setji bráðabirgöalög nema þeir segi af sér um leið því með sefningu þeirra væru þeir að setja bráða- birgðalög á eigin gerðir. Þetta séu menn sem telji eigin stjómarathafnir svo alvariegar að það þurfi að grípa til slíkra aðgeröa Páll sagði að fjármálaráðherra hefði boðað hann á sinn fund fyrir ríkis- srjórnarfundinn sem haldinn var í gær og hefði ráðherra spurt hvort félagar BHMR væru rilbúnir til að fresta 4,5% hækkuninni. í öðru lagi hvort þeir væru tilbúnir að taka fimmtándu grein samningsins úr sambandi. Fimmtánda greinin kveð- ur á um að verði almennar breytingar á launakjörum annarra launþega geta aðilar krafist breytingar á launaliðn- um sem því nemur. í þriðja lagi hefði ráðherra spurt hvort þeir væru tilbúnir til að endur- skoða túlkun á 1. grein samningsins sem segir að standa skuli að launa- breytingum með þeim hætti að ekki valdi röskun á hinu almenna launa- kerfi i landinu. Páll sagði að það væri gjörsamlega út í hött að falla frá 1. greininni, þetta hafí verið erfiðasta grein samningsins og það væri nú komið í ljós með dómi Félagsdóms að þeirra skilningur á greininni héldi, en fjármálaráðherra ákvað frestun launahækkunar BHMR út frá 1. grein samningsins Birgir Björn Sigurjónsson hagfræð- ingur BHMR sagði að rfkisstarfsemin gæti auðveldlega fjármagnað þennan samning án þess að nokkur verðbólga kæmi til. Hann sagði að víxlverkun launahækkana þyrfti ekki að koma til þar sem ekkert ákvæði væri i öðrum samningum en BHMR um launa- hækkun nú. Ríkissrjórnin væri eklri bundin að borga viðbótarhækkanir á almennum markaði og því væri það ríkisstiórnin sjálf með slappri hag- stjóm sem hefði búið þetta víxlverk- unardæmi til. —só Páll Halldórsson á blaðamannafundi BHMR í gær. BHMR félagar fá nú um mánaðamótin 4,5% hækk- unina umtöluðu en starfsmenn launaskrifstofu ríkisins fengu í gær fyrírmæli um að greiða hana út •______________________________________________•________________________________________________________Tlmamynd; PJotur. i Andriessen heimsókn Frans Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópii- bandalagsins sem fer mcð utan- ríkismál þsss, og kona hans Cat- herine Ándríessen, koma hingað til lands í dág í opinbcra hcimsókn í boði Jóns Baldvins Hahnibals-\ sonar utanrfldsráðherra. Auk þess aö ræða við utanrfkis- ráðhetra muri Andriessen eiga vtðræður við þá Steíngrím Her- mannsson, Halldór Ásgrímsson og Jón Sigurðsson. Einnig verður Andriessen ræðurnáður ámorguh- verðarfundi sem Verslunarráðið hefur boðað í tUefnÍ af komu hans. Fundufutn verður haldinn i Átthagasal á rhorgun ki. 8:00, Frans Andríessen er Hollending- ur og er einn mesti áhrifamaður í Evrópu um þessar mundir. Hann er mjög efrfrsöttur fyrírlesari og ræðurriaður á fundum þar serh fjaflað er um pólitíska, viðskipta- lega eða efnahagslega framtíð Evrópu. Andriessen er 61 árs gatnall og riefur setið í fram- kvæmdastjóm EB síðan 1981 og befur boríð þar ábyrgð á ýmsum málatlokkuni. Frans og Catherine Andriessen halda aflandi brott á sunnudag. ¦•v.-;. GS.:Í Hörð samkeppni um afsláttarkýr sunnlenskra bænda. SS býður staðgreiðslu: Bardagi um beljukjötið Framboð á nautgrípakjöti á Suöurlandi er minna en eftirspum. Afleiðingar þess er stríð milli Sláturfélags Suðurlands og Hafnar hf. á Selfossi sem rekur verslun og sláturhús. Baráttan er hörð- ust um ódýrarí verðflokka sem notaðir eru í vinnslu og virðist sem SS hafi núvinninginnþvínú geta sunnlenskir bændur teymt gríðunga sína og geldneyti og allt þar á milli inn í sláturhús SS og fengið innleggið staðgreitt. Forráðamenn Hafhar hf. segja fyrir- komulagið frjálslegt og í raun hafi þeir boðið bændum staðgreiðslu án þess þó að vera að auglýsa það opinberlega. Að sögn Ólafs Sigurjónssonar stöðv- arstjóra hjá SS á Hvolsvelli er ástæða þess, að bændum er nú boðin stað- greiðsla fyrir nautgripakjöt, hvor tveggja mikil sala og vöntun á kjöti í vinnslu. Sláturfélagið framleiðir 100 tonn af pylsum á mánuði og í þær fer mikið af kýrkjöti og nautakjöti. Að auki er vaxandi framleiðsla af ung- nautahakki á Selfossi fyrir setuliðið i Keflavfk. Stjórn og framkvæmdastjóri Slátur- félags Suðurlands tók þá ákvörðun að bjóða staðgreiðslu eftir tilmæli þar um frá sláturhússtjórum SS á Suðurlandi. Venjan hefur verið sú að samkeppnis- aðilinn, Höfti hf. á Selfossi, hefur boð- ið bændum greiðslu fyrir innleggið fyrr en SS. Alla jafha hefur Sláturfé- lagið greitt bændum innlagt nautgripa- kjöt eftir tvo mánuði en það er sá greiðslufrestur sem smásalan fær hjá fyrirtækinu. Hlutafélagið Höfh á Selfossi leigir og rekur stórgripasláturhús og kjötvinnslu Þríhyrnings hf. á Hellu og rekur einnig verslun á Selfossi. Að auki keypti Höfh Sláturhús Friðriks í Þykkvabæ og er það kindasláturhús. Pétur Hjalta- son hjá Höfn hf. sagði í samtali við Tímann í gær að fyrirtækin tvö hefðu sína fóstu viðskiptamenn meðal bænda en þriðji hópurinn skiptir við þann sem betur býður í hvert skipti. - En eru fyrirtækin tvö komin í slag um nautgripakjötið á Suðurlandi? - ,Jíei alls ekki," sagði Pétur .Jvíálið er að það er búinn að vera nokkur skortur á nautgripakjöti allt þetta ár og sérstaklega vinnslukjöti, þ.e.a.s. kýr- kjöti og ódýrari tegundum ungnauta- kjöts. Það er bara ekki til á svæðinu. Við erum með ákveðinn fastan kjarna af bændum sem þjónusta okkur og Sláturfélagið er með ákveðinn.fastan kjarna og svo er svona ákveðið grátt svæði sem er verið að slást um, en ekki neitt sem orð er á gerandi." - Er það ekki staðreynd að þið hafíð boðið greiðslur fyrr heldur en Sláturfé- lagið? „Við höfum verið ákaflega frjálslegir í greiðslufyrirkomulagi og reynt að forðast að binda greiðslur við einhvern ákveðinn dag á einhverjum ákveðnum túna. Innleggið er viðskiptafært strax ef bændur vantar pening og ef við eig- um peninga þá borgum við þeim. Ef við erum blankir og þeir geta beðið þá bíða þeir þannig að þetta er mjög frjálslegt fyrirkomulag." - Fyrr á árum var það nánast trúarat- riði bænda hvar þeir lögðu inn sína framleiðslu. Samvinnumenn og kaup- félagssinnar skiptu alls ekki við einka- fyrirtækin og hinn hópurinn tók sveig fram hjá kaupfélagsfyrirtækjum. Er þessi tvískipting við lýði ennþá? ,Ég myndi ekki segja að þetta væri alveg úr sögunni, það er orðið mikið minna um þetta. Við erum með alveg stæka framsóknarmenn inn á gafli hjá okkur og þeir eru bestu vinir okkar. Svo veit ég að á hinn bóginn eru marg- ir fhaldsmenn sem hér koma ekki inn fyrir dyr." Pétur segir að staðgreiðslutilboð SS valdi forráðamönnum Hafhar hf. eng- um áhyggjum. Þeir fangi því ef bænd- ur fá innlegg sitt greitt hraðar og betur. Þeir hafi í sjálfu sér gert þetta líka án þess að hafa mjög hátt um það. Sé skortur á hráefni leitar fyrirtækið út fyrir sitt hefðbundna markaðssvæði til þess að uppfylla sínar skuldbindingar við kaupendur. Það hefur komið fyrir að Höfh hefur sótt nautgripakjöt alla leið á Snæfellsnes og svinakjöt vestur i Húnavatnssýslu. Framkvæmdasrjóri Hafhar hf, sem leigir Þrihyrning hf, er Kolbeinn I. Kristinsson en hann er jafhframt srjómarformaðurÞríhymings. Ogþrátt fýrir að Höfn hf. og Slárurfélag Suður- lands séu keppinautar tengjast þau einnig innbyrðis. Stærsti hluthafrnn í Höfh er Loðskinn hf. á Sauðárkróki en SS er einmitt hluthafi í Loðskinni. ..ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.