Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.07.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 26. júlí 1990 Ovenjuleg staða komin upp í s Óhætt er að segja að söluaðilar Sprengi- miða Lukkutríós séu í dálítið sérkennilegri aðstöðu þessa dagana. Verðmæti þeirra vinninga, sem ekki eru gengnir út, er meira en heildarsöluverð þeirra miða sem eftir eru. Því geta þeir, sem eiga úr nægum peningum að spila, keypt sér einbýlishús, tvo jeppa, fólksbíl, tölvur, vélsleða og fjölda utanlands- ferða á vægast sagt vildarkjörum. Sala hófst á Sprengimiðum Lukkutríós í október í fyrra. Ein milljón miða voru prent- aðir og heildarverðmæti vinninga á miðan- um er 60 milljónir króna. Að sögn Birgis Ómarssonar, starfsmanns Lukkutríós, eru nú liðlega 200 þúsund miðar óseldir. Hins veg- ar eru stærstu vinningarnir enn ekki gengnir út. Óútgengnir vinningar upp á 25 milljónir Einbýlishúsið að Fannafold 209 í Reykja- vík, sem metið er á um 15 milljónir, er stærsti vinningur á Sprengimiðanum og sá stærsti sem hægt hefur verið að fá á skaf- miða hér á landi hingað til. Þetta glæsilega einbýlishús stendur enn óhreyft og bíður eft- ir eiganda sínum. Af fleiri vinningum sem ekki eru gengnir út má nefna tvo Daihatsu Feroza jeppa, samtals á rúmlega tvær milljónir, einn Daihatsu Charade á 639 þúsund, Yamaha vélsleða á 402.300, tvær fjölskylduferðir til Florida samtals að andvirði 500 þúsund, fimmtán helgarferðir til London á um 80 þúsund hver, auk mikils fjölda af smærri vinningum. Lauslega má áætla að heildarverðmæti þeirra vinninga, sem eftir eru, sé í kringum 25 milljónir. Þar er einbýlishúsið að sjálf- sögðu langstærsti hlutinn en verðmætin liggja þó einnig í smærri vinningunum. Ef t.d. er gert ráð fyrir að um 30 þúsund 100 krónu vinningar séu enn óútgengnir, gerir það 3 milljónir króna. Það gæti hins vegar reynst þeim, sem keypti alla miðana, erfitt að koma þessum mörgu 100 krónu vinning- um í verð, þar sem um er að ræða 30 þúsund eintök af Dagblaðinu-Vísi. Kaupverö miðanna allt niðurí 15 milljónir Eins og áður sagði eru um 200 þúsund mið- ar eftir. Hver miði kostar 100 krónur og því er heildarsöluverð þeirra 20 milljónir. Hins vegar er sérstakt tilboð nú í gangi hjá söluað- ilum Lukkutríós, þannig að boðinn er fimmti hver miði endurgjaldslaust. Ekki er hægt að Einbýlishúsið að Fannafold 209 er dýrasti vinningur sem hægt hefur verið að fá á skafmiða H gera ráð fyrir öðru en þetta tilboð myndi gilda í kaupunum og þá minnkar heildar- söluverð miðanna í 15 milljónir. Því er það nokkuð öruggt, að sá sem keypti alla miðana kæmi út í umtalsverðum gróða. Að sögn Birgis hefur verið rædd sú hug- mynd að bjóða upp þá miða sem eftir eru. Þá yrðu allir miðar kallaðir inn og þeir taldir. Síðan yrði mönnum boðið að bjóða i þá alla í heild sinni. Birgir segir þó að formlegt upp- boð sé varla á döfinni. „En mönnum er fijálst að mæta hér og bjóða í það sem eftir er." Myndi bankinn veita lán? En er málið svo einfalt að Jón Jónsson geti tekið bankalán, keypt alla miðana, flutt inn í nýtt einbýlishús og lifað i vellystingum það sem eftir er ævi sinnar? Tíminn hafði sam- band við Val Amþórsson, bankastjóra Landsbankans, og spurði hann hvernig bankinn myndi bregðast við ef einstaklingur bæði um lán til að kaupa 200 þúsund skaf- miða. „Eg myndi þurfa að leggja það fyrir fund hér, þetta er mjög stór upphæð. Það yrði strax spurt hyer væri tryggingin og til hvers þetta væri. Ég býst við því að þetta myndi ekki hljóta góðar undirtektir. Þó að staðan sé að ýmsu leyti betri en áður, þá erum við þó að neita ýmsum lánum sem verið er að biðja um til atvinnuvega og annað slikt. Ég held að menn yrðu afskaplega viðkvæmir fyrir því að fjármagna svona hlut," segir Valur. Hann bendir á að besta leiðin fyrir þann, sem ihugaði þessi kaup, væri að fá í lið með sér fjársterkan aðila, sem væri reiðubúinn að taka þessa áhættu. Að sögn Vals myndi þetta mál horfa öðru- vísi við ef t.d. virðingarverð og sterk félaga- samtök myndu biðja um lán til þessara kaupa. En þá yrði það vandlega kannað hvort kaupin væru örugglega hagstæð. Það þarf ennþá sneffil af heppni Það gæti farið svo að sá aðili, sem keypti alla miðana, fengi ekki miðann með einbýl- ishúsinu og kæmi því út úr kaupunum í um- talsverðu tapi. En til þess þyrfti sá hinn sami að vera yfir meðallagi óheppinn. Að sögn Birgis hefur það gerst að stórir vinningar hafi ekki komið fram. Þá er um það að ræða að einhver hendi miðanum, gleymi að skafa af honum eða bíði með að sækja hann. Birgir nefnir sem dæmi um að þetta geti gerst, að eitt sinn gekk fólksbíll af Daihatsu gerð ekki út. Og sem dæmi um það að menn eru oft ekkert að flýta sér að sækja vinning- inn, nefhir Birgir eitt dæmi þar sem Merce- des Benz bifreið var ekki sótt fyrr en fjórum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.