Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 27. júlí 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavík Framkvaemdasfjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Steingrtmur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prcntun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stóriðja og byggöastefna Oddur Einarsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Njarðvík og formaður starfshóps um stóriðjumál á Suðurnesjum, segir í grein í Morgunblaðinu að „Atlantal-fyrirtækin hafi valið Keilisnes fyrir iðjuverið" og bætir við að ekkert fái þá til að breyta því nema peningar sem koma úr vasa ís- lenskra skattborgara. Út af fyrir sig er ekki við öðru að búast af manni í stöðu Odds Einarssonar en að hann sæki það fast að álveri verði valinn staður á Vatnsleysu- strönd. Hann hefur öðrum fremur tekið að sér að vinna að því að Atlantalálverið rísi á Suðurnesj- um. Engin ástæða er til að bregða þessum ágæta sveitarstjórnarmanni um að viljandi ætli hann að segja meira af kostum Keilisness en aðrir eru til- búnir að samþykkja, það er ekki sú hliðin á mál- flutningi hans sem vekur mesta athygli. Fyrir mörgum er það hins vegar fréttnæm yfirlýsing frá formanni starfshóps um stóriðjumál á Suðurnesj- um að Atlantal-hópurinn hafi ákveðið að álverið skuli vera á Suðurnesjum og hvergi annars staðar. Hafi Atlantal-hópurinn þegar búið sér til ákvörð- unarástæðu um stað fyrir álverið er eins gott að ráðgjafarnefnd um stóriðju geri það öllum opin- bert. Oddur Einarsson tekur sér fyrir hendur að full- yrða án minnsta rökstuðnings að „allir vita að ís- íandi blæðir vegna rangrar byggðastefnu". Ekki eru það annað en stóryrði að „allir" séu þeirrar skoðunar að sú uppbygging sem orðið hefur á landsbyggðinni hafí orðið til þess að opna slagæð á íslenskum þjóðarlíkama. I þessum orðum sveit- arstjórnarmanns í byggðarlagi, sem hann sjálfur skilgreinir svo að sé hluti af landsbyggðinni og utan höfuðborgarsvæðisins, speglast þær öfgar í tali um byggðastefnu, sem aldrei geta leitt til ann- ars en misskilnings og fordóma hjá landsmönn- um þegar þeir ræða hvers annars hagi. Úr því að sveitarstjórnarmaðurinn grípur til lík- ingamáls um lamandi blóðmissi lifandi líkama, hefði ýmsum þótt eðlilegra að bregða slíku ljósi samlíkingar á byggðaþróunina í landinu. Þá myndi greinarhöfundur komast að því, að „Is- landi blæðir" á þann hátt, að landsbyggð í a.m.k. þremur landsfjórðungum á í mikilli vök að verj- ast. Ef einhverju á Islandi er hætt vegna blóð- missis þá er það landsbyggðin. Öll reiknilíkön, hvort heldur er til lengri eða skemmri tíma, sýna að mikil fólksfækkun verður á meginhluta lands- byggðarinnar, en höfuðborgin og höfuðborgar- umhveríið vex með miklum hraða. Sá hraði myndi magnast þeim mun frekar sem þeim ráða- mönnum fjölgaði sem líta á byggðastefnu sem gustukaverk, ef ekki lífshættulega hnífstungu í þjóðarlíkamann. GARRI Samstarf um lögreglunámskeiö Þvi hefði ekki vérið sþáð fyrir ári að austurbl&kkin eða nokkurt brot af benni vteri á lciö inn í Ati- aotsbafsbandalagið. Samt er það staðreynd aö Austur-ÞýskalaiMi, Þýska alþýðttlýðveldið, sem lengi hefur þótt blðminn f austantjalds- ríkjunum dg ómissandi hluti af Varsjárbandalagínu, er að leggjá sj álft sig niður með þvi að sa inci u- ast Vestur-&ýskalandi og hefur fengið tógftíöa uppáskrift Gor- batsjovs að mega uœ Itdö ganga í NATO. Það hefttr tí ka verið að gerast að Atlantshafsbandalagið tekur ©fau Striðshanskaiui gagnvart austr- inu og sctur upp hvita diplómata- hanska (il þessaðbjóða veikomna í scndilicrraliðið í Brussel sér- Staka seiidiíulltrúa gómlu ausftiit- tjnUlslaiidtiniia. Vantur ekki nema hersiutuuuinn að bershöfð- ingjar Va rsj a rba nd alagslns verði vlðurkenndir pakkhússtjórar í vopnageymshim NATO. l>að sem áður var jokað og læst er nú 811- um npirt. Skuggahlió bættra viðskipta Garri settar ekki að yfirganga neinn með ýkittsta éða neíos kon- ar rótarskap, þvi að uonum er að þvi sðnn gleði að járnrjöldin i álfu liiistiimar siðmenningar hrynfa bvert aföðru ásatitt berlinarinúr- uiii og gadda vírsgirtum landa- mærum sem áður lágu þvers og kruss um alla Mið- og Austur- Evrópu. Samgðngur eru að fter- ast í cðlilegt horf latidu í niilli Og viðskipti af öilu tagi að aukast og eflast. Ferðafrelsi er smám saman að verða sjálfsagður hluinr i Ittnd- um þar seitt fólk þurfti áður vega- bréf til að ferðast milli lanrishluta. En opnunarstefnan færir íólkirt ckki aðeins á vit hins heilbrigða sem fretsi fylgir og óhindraðar saingöngur verða ekki cingöngu farvegur hauðsynjavairníttgs. f ins eru fíkniefnin tekin að ftaeða yfir austantjaldslttndin, þ.á m. Sovétríkin. Fíkniefnasaiarnir hafa þcgar fa;rt sér þaö i nyt að tini Balkanríkin og Mið- ng Aust- ur- Kvrópurikin liggur greiðasta lciðin t il að smygla ftknieraum frá Asíu tíl adalfiknicfnainarkaðanna » Vestnr-EvTÓpu. Smyglvcgurimi ft-á Mið-Austurlöuduiu er í vax- andi mæli látiun liggja um Búlg- arín, Rúmeniu, Ungverjaland og Tékkósló\akiu tíi þess að létta á gttmlu sm\glleioiuni um Tyrk- land, Grikkland og Júgóslaviu, sem m.a. lá til ítaliu og þaðan í aðraráftir. 300 þús. hektarar undir kannabis Þðtt fikniefnahringarnir noii þessi Hinri fyrst og fremst sem greiðustu samgðnguieið til enda- stiiðva i Vestur-Evrópulðndum, þar sent markaðurinn er stærstur og verðið hæst, þá eru þeir að sjáifsögðu famir að þreifa fyrír sér um markað í peim tóndum sciu smyglleiðiii liggur um. Kaup- getan er að visu eno of litti tfl þess að skapa þar stóran markað, e» rigi að siður s«kir í það borf. Sovctrikin liggja utan við helstu smygllciðir citurefnanna, en fikniefnaneysla er þar vaxanrii vaudaniál, enða auövcit að ra-kttt ópitim- og kaimabisjurtir viða um Sovétrikiö. Fyrir fáum vikum var fikitiefnasali í Aserbtedsjan hand- tékinn með 100 kg af kannabis i fórum sinum. Hann reyudist vera í tengslom við fíkniefnasala í ná- grannarik|um, m.a, í Kasakstan þar sem 306 þus. hektarar lands cru lagðir tindir ræktun kanna- bisjurta. Vaxandi sala og ntysla fíknicfna iAustur-og Miö-Evrópu hafa ara landa faka oröið þatt í al- þjoðasamvinnu um baráttu gegn eiturlyfjum, fyrst og frentst innan Kvrópti, Banriarísk og sovésk liig- rcglu- og domsyfirvttld hafa tekið upp scrstakt samstarf á þessu sviði. Fiknicfnastofnun Banda- rikjanna hefur i því sambandi tekið að sér að þjálfa sovéska Bg- gæslu mcnn í aðferðum við að icif a að ffkniefnom. Þannig ieiðir hvað af iiðru i batitancli santbúð anst- urs og vesturs. Herirnir passa upp á vopnin hver hjá ttðrnm og Iðgregluoámskeið eru eðlileg satnstarfsverkefni. llver befði trúað þessu á hunriadögum í ryrra? '¦'¦:: :':Garri VITT OG BREITT I algleymi kalda stríösins í hartnær hálfa öld hefur heimurinn litið á sigurvegara síðari heimsstyrj- aldar, Sovétríkin og Bandaríkin, sem stórveldi og um skeið báru þau höfuð og herðar yfir önnur riki. Risaveldi voru þau kölluð til aðgreiningar frá öðrum stórveldum og þeirra var mátturinn og dýrðin. Risaveldin skiptu með sér þeim heimshlutum sem einhver slægur er í, hófu vígbúnaðarkapphlaup undir því yfirskini að þau þyrftu að verja hagkerfi sín, sem raunar eru hvert öðru lík og byggjast á sömu lögmál- um um trúna á endalausan hagvöxt, sem brýtur í bága við öll náttúru- og siðalögmál. I skugga ógnarjafhvægisins, sem varnaði því að ekki hallaði á völd og áhrif hugmyndafræðinnar, döfnuðu önnur veldi og nú eru þau hvað öfl- ugust sem bannað var að smiða vopn og verjur sér til vamar. I lok kalda stríðsins (ef þvi er þá lokið) standa risaveldin móð og ann- að þeirra aðframkomið og hitt sleikir sár sín og þjáist af innanmeinum, sem enn er ekki komið í ljós hve ill- kynja eru. Sigurvegararnir Þjóðviljaritstjóri birti í gasr ofurlitla samantekt um hvemig risaveldin léku hvert annað í striðinu um hug- myndafræði og hagkerfi, og byggir á lestri amerískra dagblaða. Niðurstað- an er sú, að í kalda stríðinu hafi Bandaríkin og Sovétríkin eyðilagt hvert annað sem stórveldi og þótt staðan sé þannig í dag, að Vesturlönd hafi unnið þetta fræga strið er ekki hægt að halda því fram að Bandarik- in muni njóta ávaxtanna af þeim sigri. Það er sönnu nær að iðnaðar- og fjármálaveldin Japan og Þýskaland standi með sigurpálmann í höndun- um, þótt hildarleikurinn mikli hafi verið háður til að knésetja þau ríki. Styrkur rísaveldanna felst í vopna- búrum þeirra og þau geta talað digur- barkalega á meðan þau ráða yfir ger- eyðingarvopnum sem geta sprengt jörðina í loft upp 50 sinnum eða oft- ar til varnar hagkerfi eða hugmynda- fræði. Nú, en það eru ekki aðeins stórveldi sem leggja sjálf sig i sölurnar til vamar ímynduðum styrk eða stolti, svo ekki sé nú talað um samanburð- arfræðina, en metingur um ímyndaða eða raunverulega yfirburði voru höf- uðáróðurstæki kalda stríðsins. í því kalda stríði sem launþegasam- tök heyja sín á milli hér á Islandi er það einmitt samanburðarfræðin sem dugir best til að koma öllu í bál og brand. Ef þessi stétt fær kauphækkun eiga hin samtökin að fá sömu hækkun og gott betur. Þeim ódæmum er lætt inn í samn- inga hér og hvar, að hækki þessi hækki hinn og svikamyllan fer í gang og snýst sjálfkrafa og fá þá hvorki launþegar né atvinnurekendur við neitt ráðið. En eins og í köldu stríði stórveld- anna eru það einhverjir allt aðrir en deiluaðilarnir sem hagnast á rifrild- inu um keisarans skegg eða hvort meira er minna eða minna meira, eins og samanburðarfræðingar stéttarígssamtakanna koma sér aldrei samanum. Tilbrigði viö þjóðarsátt Þau átök kalda stríðsins sem háð er á íslandi og nú eru að setja allt á ann- an endann virðast í fljótu bragði standa á milli ríkisvaldsins og hluta ríkisstarfsmanna. Sé betur að gáð stendur stríðið á milli prófgráða opinberra starfs- manna. Ennfremur milli meiraprófs embætta og aðila vinnumarkaðarins, en það em óopinberir atvinnurekend- ur og þeirra viðsemjendur, sem er launþegahreyfing einkageirans. Eftir því sem næst verður komist hafa öll þau apparöt sem hér er minnst á gert með sér þjóðarsátt um láglaunakjör nema opinberir starfs- menn með meirapróf. Samanburðarfræðin sér síðan svo um að þegar þeim síðstnefhdu eru dæmdar umsamdar launahækkanir heimta þjóðarsáttarstéttirnar þær einnig og þá er svo listilega um hnút- ana búið að meiraprófsmenn fá enn meiri hækkun og svo koll af kolli. Svona heyr þjóðin kalt stríð við sjálfa sig og hefúr gert lengi. Þeim striðsrekstri linnir ekki fyrr en hug- myndafræðingar hagvaxtar og verð- bólgu hafa riðið öllu móverkinu á slig í nafhi baráttunnar fyrir bættum kjörum. Hverjir hirða sigurlaunin verður tímirm að leiða í ljós, en það verða að minnsta kosti ekki þeir sem asnast til að eyðileggja sjálfa sig í langvarandi köldu striði og skilja ekki fyrr en um seinan að þeir hafa aldrei átt aðra óvini en sjálfa sig. OÓ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.