Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 14
Tíminn 14 Föstudagur 27. júlí 1990 AÐ UTAN STARFSMANNASTJORI HAVELS ER PRINS Með Tékkum blundar þrá eftir löngu liðnum glæst- um tímum þegar þeir áttu fulla hlutdeild í glæsi- mennsku Evrópu. Havel hefur skipt um einkennis- búning varðanna við Hradcany kastala og eru þeir nú klæddir skærum litum þjóðfánans, bláum, hvít- um og rauðum. Og BMW- bílarnir, sem notaðir eru við opinberar athafnir, eru í sömu glaðlegu litunum. En ekki hvað síst þykir minna á liðna tíð endurkoma aðalsmanns í kastalann. Havel hefur ráðið prins af fomri aðalsætt sem starfsmannastjóra. Rauði Porsche bíllinn sem rennir hljóðlega inn á bílastæðið við Hradcany kastala, hinn glæsilega 500 merra langa kastala sem er, og hefur verið, stjórnarsetur tékk- nesku stjórnarinnar, er eins glöggt dæmi um hvað atburðirnir hafa gerst hratt í kommúnistaríkinu fyrrverandi, eins og um snöggan uppgang ekilsins, aðalsmannsins sem gegnir starfi starfsmannastjóra forsetans. Margt hefur breyst síðan Karl Jo- hannes von Schwarzenberg fluttist inn í kastalann forna, þar sem hann hefur aðsetur í húsnæði sem hann lýsir sem „þjónustuhusnæði", þar sem hann nýtur stórfenglegs útsýn- is yfir borgina. Kastalinn, sem líka var aðsetur forseta kommúnista, er einnig bustaður leikritaskáldsins Vaclavs Havels, núverandi forseta. Það er ekki bara Porsche-bíllinn sem heillar starfsfólkið í kastalan- um, það er ekki síður höfðingleg framkoma prinsins. Jafhvel yfir- varaskeggið, pípan og vönduð og glæsileg fötin eru öðruvísi en það sem verðimir og ritararnir eiga að venjast eftir að hafa starfað undir stjórn nafhlausra möppudýra í fjóra áratugi. Afturhvarf til gamla tímans Þó að ekki sé farið lengra en ár aftur í tímann hefði verið óhugs- andi að maður af ætterni Schwarzenbergs hefði fengið svo mikið sem að stíga fæti sínum inn í kastalann. En ákvörðunin um að ráða hann til starfa er Havel lík. Forsetinn hafði þegar tekið úr notkun ólífugrænu einkennisbún- inga hallarvarðanna og klætt þá í staðinn í nýhannaða búninga í lit- um þjóðfánans, rauðum, hvítum og bláum, og komið sér upp flota BMW bíla í svipuðum litum til að nota við opinber tækifæri. Samstarfsmenn Havels segja að honum líði vel í návist prinsins. Prinsinn er af tignum ættum og meðal frægra forfeðra hans má telja forsætisráðherra Franz Jós- efs keisara á blómaskeiði veldis Austurríkis og Ungverjalands. En þrátt fyrir stjórnmálaskörunga í ættinni hafa talsmenn Havels forseta lagt sig fram um að eyða ölluin hugmyndum um að þessi auðugi, 52 ára prins muni hafa nokkur áhrif á pólitíska stefnu Tékkóslóvakíu eða lýðveldis- stjórnarskrá landsins. Síðustu sex árin hefur hann verið yfirmaður alþjóðlega sambandsins um mannréttindasáttmálann í Hels- inki, sem hefur höfuðaðsetur í Vín. Hefur prinsinn áhrif á pólitíska stefnu Tékka? En sumir þykjast þegar kenna áhrif prinsins á einarða afstöðu Tékka til Kúbu. Eftir að komm- únistar urðu að láta völdin af hendi í Tékkóslóvakíu í hinni svokölluðu „flauelsbyltingu" hafa yfirvöld þar svo gott sem bundið enda á umtalsverða aðstoð Tékka við Fidel Castro. Ekki er langt síðan Havel reitti kúbanska leiðtogann til reiði með því að senda honum bréf þar sem hann ávítaði Castro fyrir hversu illa hann hefði staðið sig í mannrétt- indamálum, og enn versnaði sam- búðin þegar Kúbanir flúðu á náð- ir tékkneska sendiráðsins i Ha- vana. Einnig hefur verið álitið að merkja mætti áhrif prinsins á samþykki Havels við því að hitta Kurt Waldheim Austurríkisfor- seta, þrátt fyrir mórmæli Charter 77, mannréttindasamtakanna sem Havel starfaði mikið með. Wald- heim hefur verið sniðgenginn á alþjóðavettvangi vegna mistúlk- unar hans á því starfi sem hann gegndi í herþjónustu nasista. „Við megum ekki gleyma því að Aust- urríki er nágrannaríki okkar og þar búa fjöimargir Tékkar. Fjöldi tékkneskra flóttamanna kom þangað á síðasta ári og Austurríki tók mjög vel á móti þeim," segir prinsinn. Endurskipulagning embættisskrif- stofunnar brýn En prinsinn lítur fremur á hlut- verk sitt sem nokkurs konar skrif- stofustjóra sem þarf að skipu- leggja starfið á skrífstofu forseta- embættisins en að hann eigi að gefa sig að stefhumörkun. „Ring- ulreið er ekki rétta lýsingin," seg- ir hann varkár um ástandið á skrifstofu Havels. Hann segir að í kastalanum verði að vera venju- leg embættisskrifstofa sem skili sínu verkefhi lýtalaust og hann líti svo á að það sé verkefhi hans að sjá til að svo verði. „Ef lánið fylgir mér verður embættið hér afkastamikil skrifstofa þar sem skýrslur eru útbúnar á réttum tíma og starfið gengur lipurlega fyrir sig." Þetta kann að líta út fyrir að vera hógvært markmið. En á liðnum árum var forsetaembættið ein- ungis „skraut" kommúnista- flokksforingjans en raunveruleg- ar ákvarðanir voru teknar af mið- stjórn flokksins. „Skógarvörður og kráarhaldari" Schwarzenberg prins hlaut menntun í lögum og skógræktar- stjórn við háskólana í Vín og Graz. Hann hefur mikla reynslu í stjómsýslu. Sjálfur titlar hann sig sem „skógarvörð og kráarhald- ara". Þar er of vægt til orða tekið. Síðasta aldarfjórðunginn hefur Schwarzenberg haft yfirstjórn á víðtækum viðskiptahagsmunum sinum sem hafa eflst mjög á þeim tíma. Þar undir hefur m.a. fallið 60.000 ekra skóglendi í suður- hluta Austurrikis. Hann hefur líka breytt barokk-höll ættarinnar í Vín í 80 herbergja lúxushótel. Eignir hans erlendis eru einung- is fimmti hluti þeirra auðæfa sem fjölskylda hans glataði í Tékkó- slóvakíu eftir að kommúnistar tóku þar völdin 1948. Þá var Schwarzenberg aðeins 11 ára að aldri og varð að hrökklast til Austurríkis. Þó að eignirnar hafi verið miklar í Tékkóslóvakíu hef- ur prinsinn afsalað sér öllum kröfum til þeirra 12 halla og kast- ala sem tilheyrðu ættinni í Tékkó- slóvakíu. Eru allir ánægðir með endurkomu prinsins? Eins og er virðist hann gera sér að góðu að hafa verið leyft að koma aftur til fæðingarlands síns. Hann þakkar guði fyrir að það ástand skuli vera komið á í land- inu að engum sé hafhað af sögu- legum ástæðum. Endurkoma prinsins er merkileg og þeir sem starfa í kastalanum eru ekkert síður himinlifandi. Þeir kjósa að líta framhjá því að koma manns af Schwartzenberg-ættinni jafhgildir því að aftur verði tekið upp stéttakerfi þar sem aðals- menn ráða lögum og lofum. Það er aðeins eitt sem skyggir á hjá starfsmönnunum, prinsinn hefur ekki enn boðið þeim far í Por- sche- bílnum! Karl Johannes von Schwarzenberg varð aö yfirgefa heimalandið Tékkóslóvakíu við valdatöku kommúnista 1947. Hann hefur afsalað sér öllum krötum til eigna fjölskyldunnar f landinu. En nú er hann kominn aftur og orðinn starfsmannastjóri Havels forseta. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.