Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn 9 ' V FÓLK ; . ð I i St. Tropez: NÝR BÆJARSTJÓRI TEKUR TIL HENDINNI — við misjafnan fögnuð í nautnahöfuðborg heimsins hefur ekki alltaf verið fjallað um nekt af sama ástríðuhita og að undanfömu. Fyrir tuttugu árum hafði eigandi frægasta hótelsins í St Tropez, Byblos, alltaf tvær volgar skeiðar við höndina ef brjóst viðskiptavinar bryti óvart regluna gegn því að konur væru að þvælast um brjósta- berar. Nú eru slíkar reglur aftur komnartil umræðu. Bæjarstjórinn í þessum vinsæla baðstrandabæ í suðurhluta Frakk- lands hefur komið af stað ofsareiði með því að gefa út opinbera yfirlýs- ingu um að sóldýrkendur verði sektaðir um 75 franka (um 800 ísl. kr.) ef lögreglumenn koma að þeim klæðalausum. Þessi skyndilega til- skipun hefur hrint af stað æstum umræðum og reitt bæði íbúa staðar- ins og ferðamenn til reiði. Lög- reglustjórinn hefur neitað að taka til greina þessa nýju reglugerð og starfslið borgarstjórans hefur sakað hann um að vera kominn með „Na- póleons meinloku". Lögreglan vill ekki framfylgja reglu- gerðinni Allt frá því Alain Spada bæjar- stjóri tilkynnti ákvörðun sína um miðjan júlí „til að tryggja öryggi, hreinlæti og virðingu fyrir siðsemi og frelsi annarra,“ hefur allt málið litið út fyrir að vera endurspeglun sígildu ffönsku gamanmyndarinn- ar; Lögreglumennimir í Saint- Tropez, sem lýsir hetjulegri kross- ferð lögreglumanns gegn stripa- lingum í besta „Carry On“ stil. En lögreglan sjálf hefur enga löngun til að stökkva út úr tijárunn- um til að taka brotlega fasta. „Og við ætlum ekki heldur að njósna um strípalinga með sjónauka. Við höf- um margt nauðsynlegra við tímann að gera,“ segir lögreglustjórinn. Sá hefúr yfirumsjón með þeim 90 lög- reglumönnum sem bætt er við lög- reglulið St. Tropez yfir sumarið. Hann segist ætla að leiða reglu- gerðina hjá sér og halda sig við hin skelfilegu frönsku hegningarlög, sem tiltaka 27.000 ísl. kr. hámarks- refsingu eða mánaðar fangelsisvist fyrir „að hneyksla almenna vel- sæmiskennd". Og ekki voru lögregluþjónamir 18, sem heyra beint undir bæjar- stjórann, samvinnuþýðari. Þegar reglugerðin hafði staðið í viku höfðu þeir ekki sektað einn einasta strípaling. Reglugeröinni beint gegn athyglissjúkum strípalingum Andstaða lögreglunnar nýtur stuðnings margra borgarráðsmanna sem höfðu ekkert um þessa nýju til- skipun heyrt fýrr en hún var gerð opinber. „Við vissum ekkert um hana fyrr en við lásum hana í blað- inu,“ segir einn þeirra og bætir við að borgarstjórinn hafi svo sannar- lega borið eld að púðrinu. Spada hefur vísað á bug þeim full- yrðingum að hann sé einum um of siðprúður. „Þetta er ekki spumingin um að lýsa yfir stríði á hendur stripalingum," segir hann. Hann segir reglugerðina eingöngu bein- ast að „fólki sem okkur hefur verið tjáð að sé sjúkt í að halda sýningu á sér“. Hann kvartaði í fyrrasumar um að útlendingar væm á stjái um bæinn allsnaktir og beindi þeirri beiðni til ferðamanna að hylja a.m.k. nekt sína á götum úti. Og Spada sá enga ástæðu til að svara varabæjarstjóranum þegar hann sagði Spada að hans aðalvandamál væri að hann vildi að athygli allra beindist að sér. Er bara verið að auglýsa upp feróa- mannastaöinn St. Tropez? En kannski er aðal ástæða þessar- ar nýju reglu borgarstjórans skortur á útlendum ferðamönnum hvort heldur þeir em klæddir eða óklædd- ir. Þras og deilur er það sem blæs aðeins lífsanda í ferðamennsku í St. Tropez þar sem hefur orðið gífur- legur samdráttur í hótelpöntunum á þessu ári þrátt fyrir ýmis uppátæki bæjarbúa sem tengjast skemmtana- Alain Spada, nýkjörinn bæjar- stjóri í SL Tropez, hefur gefið út umdeilda tilskipun þar sem hann hótar strípuðum sóldýrkendum sektum ef lögreglan stendur þá að verki. iðnaðinum, en aldurinn er farinn að færast yfir þá. Oft hafa auglýsingar fyrir St. Tropez komið beina boðleið frá frægasta íbúa staðarins; dýraffiðun- arsinnanum Brigitte Bardot. Það var í fyrra sem nýkosni bæjar- stjórinn Spada komst fyrst í ffétt- imar þegar hann vakti reiði primad- onnunar með því að banna að hundaþvagan hennar gerði þarfir sínar á ströndinni. Riffildið færðist í aukana og varð heiftúðugt þegar Bardot sakaði bæjarstjórann um að leyfa „blygðunarleysi, stripl, ólifh- að og kynvillu". Spada svaraði fullum hálsi með spumingunni um hver það hefði verið sem í upphafi hefði laðað að ólifnaðinn og blygðunarleysið. Þetta snaggaralega svar fékk víða góðar undirtektir og sumir segja að þessi reynsla hafi verið honum lær- dómsrík i hvemig snjallast væri að umgangast fjölmiðla. Athygli Bardots hef- ur beinst aö suöur- afrískum selkópum en ekki St. Tropez I ár hefur Bardot ekki staðið sig í stykkinu við að auglýsa bæinn sinn heldur hefur hún beint eldglæring- unum að því að vemda suður-aff- íska selkópa og nágrannasveitarfé- lagi sem er orðið illa haldið af tóm- stundameinlokum. Hún hefur ekki nefnt St. Tropez á nafn. Margir standa í þeirri meiningu að Spada kimni að hafa ákveðið að taka við þar sem Brigitte Bardot brást og vekja athygli á St. Tropez í þeirri von að ferðamenn tækju að flykkjast á ný til bæjarins. En hafi það verið tilgangur hans kann að vera að hann hafi tekið Undanfarin ár hefur þessi sjón ekki þótt tiltökumál í St. Tropez sólbaðstaðnum í Frakklandi sem Brígitte Bardot gerði frægan. En nú hótar nýr bæjarstjóri að gera þar breytingu á. skakkan pól í hæðina. Bæjarráðs- maður einn segir að ekki hafi linnt símhringingum frá áhyggjufullu fólki í Bandaríkjunum og Kanada sem hafi heyrt af afspum að nú sé bannað að fara berbijósta í sól- og sjóbað í St. Tropez. Reglugerð borgarstjórans hefur líka valdið annarri tegund misskiln- ings. Nú standa margir í þeirri meiningu að stripalingar hafi gert innrás í St. Tropez. En það em að- eins sex litlar baðstrendur á staðn- um og þekkist varla að allir séu allsberir. Hins vegar geta þeir sem ekki vilja klæðast nokkurri spjör fundið nektamýlendu í nokkurra mílna fjarlægð. Bæjarstjórinn hefur fundið fleiri aðferðir til að laöa að ferða- menn Reglugerð bæjarstjórans hefur ekki enn sem komið er haldið affur af alteknum sóldýrkendum í St. Tropez. Fólk hefur lagt sig í líma við að afklæðast hverri tusku á ströndinni til að mótmæla klæða- fyrirskipuninni. Lengra frá meðfram ströndinni hafa konur og karlar á Adams-og Evuklæðum komið sér fyrir á klett- um því sem næst alveg í hvarfi. Þau lýsa þvi yfir að þau hræðist ekki sektir. En inni í bænum er aðalumræðu- efnið þessa dagana síðasta uppá- tæki bæjarstjórans. Hann hefur orð- ið sér úti um vökvastýrðan krana til að fjarlægja mótorhjól sem lagt hefur verið ólöglega. Og nú stynja verslunareigendur. „Starfið hefúr augljóslega stigið bæjarstjóranum til höfuðs," segir einn. „Kannski hann ætli í eigin persónu að góma stripalingana með þessu andstyggð- ar apparati!"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.