Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn19 Frjálsar íþróttir: EINAR SETTI METIMALMO kastaði 85,28m og s Einar Vilhjálmsson bætti eigið íslandsmet i spjótkasti á alþjóó- legu frjálsíþróttamúti í Maimö í fyrrakvöld, kastaði 85,28m og sigraði. Þessi árangur kemur nokkuð á óvart, þar scm Einar hefur átt við meiðs! að stríða og ekld náð að kasta yfir 80m. Hann er þó greinilega að ná sér á strik og er það mikió fagnaðarefni. Tveir fyrrum heimsmethaiar urðu að láta í minni pokann fyr- ir Einari i Malmö. Tékldnn Jan Zelezny varð í öðru sæti, kastaði 8230m, en heimsmet það sem hann setti fyrr í sumar var 89,66m. í þriðja sæti varð Svíinn Patrik Boden með 80,46m. Heimsmet hans fyrr í sumar var 89,10m. Núverandi heimsmet- hafi er Bretinn Steve Backley sem kastaði 90,98m fyrir skömmu. Gamla íslandsmetið, Einar Viihjálmsson setti (s- landsmet í spjótkasti í MalmÖ i fyrrakvöld. Tímamynd Pjetur. sem Einar setti fyrir tveimur ár- um, var 84,66m. BL Handknattleikur: Keppnin um lausu 1. deildarsætin hefst á morgun Tólf lið munu leika í 1. deildinni í handknattleik í vetur í stað tíu áður. Ákvörðun þar að lútandi var tekin á síðasta ársþingi HSI og jafnframt ákveðið að sérstaklega skyldi leikið um lausu sætin tvö. Það verða tvö neðstu lið 1. deildar og liðin i 3.-4. sæti 2. deildar síðasta vetur sem leika munu um sæti í 1. deild. Grótta og HK áttu að falla í 2. deild og Haukar og Þór Ak. urðu í 3.-4. sæti 2. deildar. Fram og Selfoss fóru hins vegar beint upp í 1. deild. Keppnin um sætin tvö hefst á morg- un með leik Hauka og Þórs í íþrótta- húsinu við Strandgötu i Haftiarfirði. Um helgina verður keppninni síðan haldið áfram með leikjum Gróttu og Þórs á Seltjamamesi og Hauka og HK við Strandgötu. Þessir leikir verða báðir kl. 14.00 á laugardag. Á sunnudag leika Grótta og HK á Nes- inu kl. 20.00. Keppninni verður síðan ffam haldið á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, en henni lýkur mn næstu helgi. Keppni í 1. deildhefst 15. september. BL Knattspyrna — Aganefnd: Janic Zilnic ekki meö Víkingum gegn ÍA á sunnudaginn Júgóslavinn Janic Zilnic missir af leik Víkinga gegn Skagamönnum á Akranesi á sunnudaginn, þar sem hann verður í leikbanni vegna sex gulra spjalda. Þá verða nokkrir leikmenn fjarver- andi í næstu leikjum liða sinna vegna brottvísana. Þeir em: Gunnar Þór Pétursson Fylki, Öm Torfason Leiftri, Lúðvík Bergvinsson ÍK, Helgi Kolviðsson ÍK, Kristján Björg- vinsson Gróttu, Anton Tómasson Hveragerði og Gunnar Guðjónsson Reyni Sandgerði, en hann fékk tveggja leikja bann. Nokkrir leikmenn úr 2. flokki fengu leikbann vegna brottvísana: Þorri 01- afsson Fram, Óli Már Stefánsson ÍK, Sævar Helgason Hveragerði og Sig- urður Sigurðsson Stjömunni. Þá fékk Tómas Hermannsson KA eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda og Tryggvi Bjömsson 3. fl. Hvatar eins leiks bann vegna brottvísunar. BL Frjálsar íþróttir: Góður tími hjá Burrel Leroy Burrel, sem sigraði Carl Lewis í lOOm hlaupi friðarieik- anna í sl. mánuði, jafnaði besta tíma ársins í lOOm hlaupi í Sestrí- ere á Ítaiíu í gær. Burrel hljóp á 9,96 sek. eins og hann gerði í Lille í Frakklandi í júní. Burrel heftu- létt sig um 4,5 kg úr 86 kg í 81,6 kg með þvi að éta aðeins grænmeti síðustu vikur. Eftir hlaupið sagðist hann kunna vel við sig svo léttur og fyrir hlaupið hefði hann ver- ið bjartsýnn á að slá heimsmet Carl Lewis sem er 9,92 sek. Burrel á best 9,96 sek. Almennt er talið að Burrel sé arftaki Carls Lewis á hlaupabrautinni, hann er 23 ára gamall og ekki er ólíklegt að heimsmetið falli innan tíðar. „Hvað heimsmetið varðar, þá kemur það bara ef það kemur,“ sagði Burrel i gær. BL Frjálsar íþróttir — Meistaramót unglinga um næstu helgi Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum 12-14 ára unglinga verð- ur haldið um næstu helgi, 11.-12. ágúst, á Selfossvelli og verður það í umsjá HSK. Mótið hefst kl. 11 á laugardag og kl. 10 á sunnudag. Þá verður meistaramót 15-18 ára unglinga einnig haldið um næstu helgi. Mótið verður á Valbjamarvelli í umsjá Ármanns. Mótið hefst kl. 14 á laugardag og kl. 11 á sunnudag. Keppt er samkvæmt lögum og reglu- gerðumFRÍ 1990. Búist er við mikilli þátttöku á báð- um mótunum, ef tekið er mið af fjölda keppenda siðustu árin. Mikil gróska er nú í yngri flokkunum og búast má við mikilli og spennandi keppni í mörgum greinum. Fréttatilkynning frá FRÍ Úlfar Jónsson GK og Karen Sævarsdóttir GS með verðlaun sín sem (slandsmeistarar í golfi í mfl. 1990. Myndin átti að birtast með fréttinni af landsmótinu í blaðinu á gær, en féll niður vegna mistaka. Beðist er vel- virðingar á því, en myndin birtist hér af ofan. - Michael Johnson átti góða tilraun til að bæta heimsmetið í 200m hlaupi Bandaríkjamaðurinn Mi- chael Johnson náði öðrum besta tíma ársins í 200m hlaupi á frjálsíþróttamóti í Sestriere á ftalíu í fyrrakvöld. Johnson hljóp á 19,88 sek. en hann á sjálfur besta tíma ársins, 19,85 sek., en þeim tíma náði hann í Bretlandi. Þrátt fyrir l,5m/sek meðvind og þunnt loft í Sestriere, sem er skíða- bær í 2.000m hæð yfir sjó í alpahér- uðum Italíu, tókst Johnson ekki að slá 11 ára gamalt heimsmet ítalans Pietro Menea sem er 19,72 sek. Þar hefur sjálfsagt munað mestu um að kaldir vindar léku um alpabæinn á meðan á keppninni stóð og hitastig- ið var aðeins 7 gráður. í öðru sæti varð heimsmeistarinn frá því í fyrra, Robson da Silva frá Brasilíu, á 20,23 sek. Silfurverð- launahafinn úr lOOm hlaupinu á ÓL í Seoul fyrir árum, Bretinn Linford Christie, olli vonbrigðum, kom sið- astur í mark af sjö hlaupurum. I 200m hlaupi kvenna var Merlene Ottey frá Jamaica mætt til leiks í skærum gulum búningi og til alls líkleg. Hún náði öðrum besta tíma ársins og sigraði á 20,88 sek. Hún á sjálf besta tíma ársins 20,80 sek. frá í Nice í Frakklandi í síðasta mán- uði. Önnur í hlaupi í fyrrakvöld varð Danette Young frá Bandaríkj- unum. I llOm grindahlaupi var keppnin mjög jöfn. Bretinn Colin Jackson, sem vann silfur í Seoul, og Banda- ríkjamaðurinn Tony Dees komu báðir í mark á 13,12 sek. en mynda- vélar sýndu að Jackson var örlítið á undan í mark. Þriðji varð tvöfaldi ÓL-meistarinn Roger Kingdom frá Bandaríkjunum á 13,25 sek., en hann tapaði dýrmætum tíma er hann felldi nokkrar grindur. BL Knattspyrna-Landsliðið: ANTH0NY MEÐ TVÖ -mörk í sínum fyrsta landsleik þegar íslendingar sigruðu Færeyinga 3-2 í gærkvöld Íslendingar sigruðu FæTeyinga.3-2 í fyrri hálfleikur tíðindalítill. sagði Bjami Sigurðsson markvörður knattspymulandsleík sem fram fór í Fimm mín. eftir hlé var Anthony íslenska liðsins í símtali við Timann Þórshöfn i gæikvöld. Leikurirm var Karlafturáferðinniogkomíslenska eftirleikinn. jxtkkalega leikinn og sigur okkar .liðinu 1 2-1. Færeyingar jöfhuðu úr LiðÍð:BjamiSigurðsson,EinarPáll manna var sanngjam. Möridn hefðu vitaspymu 15 mín. síðar en íslend- Tómasson, Þorgrfmur Þráinsson, hæglega getað orðið fleiri en fær- ingar áttu síðasta orðið fimm min. SteingrímurBirgisson, KristjánJóns- eyski markvörðurinn kom í veg fyrir fyrir leíkslok. Amór Guðjohnsen var son, Ormar örlygsson, Pétur það. þá felldur f vítateig Færeyinga og Ormslev, Rúnar Kristinsson, Andri Það vom Færeyingar sem vom fyrri dæmd var vítaspyma sem hann skor- Marteinsson, Amór Guðjohnsen og til að skora. Einn leikmanna þeirra aði sjálfurúr. Anthony Karl Gregoty. Aðalsteinn slapp inn fyrir vömina j>egar um 20 .Eeikurinn var nokkuð góður miðað Aðalsteinsson kom inná í leikhléi, en min. vom liðnar afleiknum og kora við aðstæður. Það tók menn tíma að þeir Bitkir Kristinsson, Þormóður heimamönnum yfir. Anthony Karl áttasigágervigrasinueneftiraðþeir Egilsson, Atli Einarsson og Tómas Gregory, sem lék shm fyrsta lands- komust yfrr áttum við miklu meira í Ingi Tómasson komu allir inná undir leik i gætkvöldi, jafnaöi metin mín- leiknum. Ég held við getum verið lok leiksins. útu fyrir leikhlé, en að öðm leyti var jxtkkalega ánægðir með þessi úrslit,“ BL Frjálsar íþróttir: w HEIMSMETIÐ STOÐ ÞRÁTT FYRIR ÞUNNT LOFT OG MEÐVIND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.