Tíminn - 23.08.1990, Page 18

Tíminn - 23.08.1990, Page 18
v,, Finrinitudagur 23r ágúst 1990 18 Timinn Margrét Bjargstei nsdótti r frá Geitavík Fædd 29. september 1926 Dáin 5. júlí 1990- Þegar kallið kom og sól gekk til viðar kvaddir þú ogýttir úr vör frá jarðneskri grund kölluð til starfa i landi Ijóss ogfriðar þín þjónustulund er trú þeim sem ræður jor. Þú fórst okkar sorg var sár en sú heita minning sem þú eftirlést syrgjandi hjörtum þerrar hvert okkar tregatár. H.S. Kallið er komið, komin er nú stund- in, segir í sálminum. En þó kallið sé komið og það hafi verið undirbúið og við því búist, kemur það manni alltaf jaíhmikið í opna skjöldu. Hún Margrét, eða Agga eins og við krakkamir kölluðum hana í gamla daga, er dáin og horfm okkur. Hún Margrét sem var alltaf eins og klett- urinn í hafinu, sterk, dugleg og traust, er burtu kölluð allt of snemma. Það er erfitt að hugsa til þess að hitt hana ekki þegar við heimsækjum Borgarfjörð. Við minn- umst heimsókna okkar til hennar, hlýjunnar sem stafaði ffá henni, rembingskossanna sem við fengum og gestrisninnar sem alltaf var i há- vegum höfð, því aldrei fómm við svo heim aftur að ekki væri búið að gæða okkur á öllu því besta sem til var í búrinu. Margrét var fædd þann 29. septem- ber 1926 á Hvoli í Borgarfírði. For- eldrar hennar voru þau Bjargsteinn Þórðarson og Jóhanna Ásgrímsdóttir og átti hún tvo eldri bræður sem báð- ir em enn á lífi, þá Bjöm og Ásgrím. Hún giftist Daníel Pálssyni, föður- bróður okkar, og bjuggu þau allan sinn búskap i Borgarfirði, lengst af í Geitavík, eða þar til þau bmgðu búi og fluttu inn í Bakkagerði, þar sem þau keyptu sér litla og notalega íbúð. í æsku var Frambærinn i Geitavík okkur systkinunum sem annað heim- ili. Foreldrar okkar hófú þar sinn bú- skap og á loftinu í Geitavík fæddust þijú okkar. Við fengum að vera með Margréti og Frænda, eins og við köllum Daníel, við þeirra búskapar- störf. Eigum við þaðan margar ljúfar minningar. Hvort sem var á sauð- burði, við fjárrekstra, heyskap eða veiðiskap, að hveiju sem þau gengu var þolinmæði þeirra óþrjótandi að hafa okkur með sér og búum við öll að því. Margrét var ákveðin kona og sagði sína meiningu og sýndi okkur krökkunum oft ffam á hvað var rétt og hvað rangt. Við eigum henni margt að þakka. Bömin okkar fengu einnig að njóta góðvildar hennar. Hún var þeim sannur vinur og félagi og hændust þau mjög að henni. Hún hafði líka einstaklega gott lag á krökkum og mestu æringjar, sem aldrei gátu verið kyrrir, urðu settlegir eins og full- orðnir menn þegar hún tók þá á hné sér. Þó Margréti og Frænda yrði ekki bama auðið var margt bama í kring- um þau. T.d. dvöldust ófá böm hjá þeim sumarlangt í gegnum árin og komu mörg þeirra sumar eftir sumar. Það var líka oft margt um manninn í litlu stofúnni og á ganginum í Geita- vík, fyrst þegar sjónvarpsútsending- ar náðust á Borgarfirði. Þar söfnuð- ust saman krakkar af bæjunum i kring til að fá að horfa, en Margrét og Frændi vom með þeim fyrstu sem fengu sér sjónvarpstæki í sveitinni. En þótt þröngt væri á þingi var ekki amast við þeim krakkaskara, þvert á móti fúndum við öll að við vomm þama velkomin. Við systkinin ffá Skriðuhóli áttum mörg sporin niður með læknum og niður í Bæ til Frænda og Margrétar og þó við flytt- um frá Borgarfirði slitnuðu aldrei tengslin og alltaf var jafnnotalegt að koma í heimsókn og oft var þá glatt á hjalla í eldhúsinu hjá Margréti. Margrét var ákaflega dugleg mann- eskja, röggsöm og gekk að hveiju verki af atorku og vílaði hvergi fyrir sér að ganga í þau verk sem þurfti að vinna og fyrir lágu, hvort sem það var i búskapnum eða í fiskvinnunni sem hún stundaði í fjöldamörg ár. Hún var alltaf mjög hraust og kom því þessi sjúkdómur, sem lagði hana svona fljótt að velli, eins og reiðars- lag. Hún hafði mikla orku, var alltaf, þrátt fýrir að við vissum að henni liði illa, hress í tali og vildi sem minnst um sjúkdóm sinn tala og sagði alltaf að sér liði vel. Hún barðist á meðan hún mögulega gat og var heima meira og minna þau misseri sem hún tókst á við sjúkdóm sinn. Hennar þjáningum er lokið. Allir þeir sem gerðu henni kleift að vera heima eins lengi og raun bar vitni eiga miklar þakkir skilið, henni var það svo mikils virði. Margrét lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þann 5. júlí sl. og var útför hennar gerð ffá Bakkagerðiskirkju 14. júlí. Heima- byggðin, sem hún var svo stolt af, kvaddi hana hinstu kveðju á sína vísu, með sólskini og sunnanþey. Á túninu í kringum Geitavík glóðu sól- eyjamar og í bæjargilinu skartaði blágresið sínu fegursta. Elsku ffændi, Bauji og Ási. Guð veiti ykk- ur styrk á erfiðum stundum, þið misstuð mest, við og okkar fjöl- skyldur þökkum henni allt. Guð blessi minningu hennar. Haustnóttin hefur hrími stráð á grundu burt frá oss tekið blóm er birtu þráði en i minningasjóði mörg við eigum spor i sumri og sól um blágresishvamm bœjargil og hól um jjöru og tanga bakka og vík er barnsminning engu lík og i henni höldum við áfram að hittast heima í Geitavík. Þ.S. Þura, Anna, Sigga, Þrúða,Hannes og Sesselja Það var dálítið skrýtið að koma til Borgarfjarðar í sumar. Hún nafna mín, sem alltaf hefúr verið heima á Borgarfirði þegar við höfum komið á sumrin, er dáin. Við færðum henni oft fjörustein og blóm heim i eldhús en nú fómm við með blómin upp í kirkjugarð og lögðum á leiðið henn- ar. Ég kynntist nöfnu minni fyrst þegar ég var sex mánaða og kom til hennar heim I Geitavík með mömmu og pabba. Með okkur tókust strax mikl- ir kærleikar og það var alltaf svo gott að koma til hennar nöfhu og alltaf gat hún sætt og miðlað málum ef upp kom ágreiningur milli okkar systkin- anna. Við höfðum alltaf um nóg að spjalla, sérstaklega eftir að ég eign- aðist hest og fór að stunda hesta- mennsku. Þar fóm áhugamál okkar nöfnu saman og við spjölluðum oft og mikið um hestana. Ég kom stundum með mömmu að heimsækja nöfnu þegar hún lá á sjúkrahúsinu á Akureyri og alltaf var hún þá hress og kát og engan bilbug á henni að fínna. Hún var líka skím- arvottur þegar hún Stefanía systir mín var skírð á fæðingardeildinni á Akureyri í desember 1988, en þá var nafna þar í fyrsta skipti. Elsku nafha mín, ég þakka þér fyrir allt það sem við áttum saman. Guð blessi Frænda, Ásgrim og Bauja. Innilegar kveðjur og þákkir ffá Danna og Stefaníu. Margrét Víkingsdóttir Afmælis- og minningargremar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum íyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Borghildar Jónsdóttur Þingvallastræti 2, Akureyri Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Seli. Jakob Frímannsson Jakob Frímann Magnússon Borghildur Magnúsdóttir Hjónin í Skuggahlíð í Norðfirði: Guðjón Hermannsson Fæddur 15. september 1893 Dáinn 8. janúar 1986 Valgerður Þorleifsdóttir Það er vetur. Árið er 1951. Ég sit á sleða sem dreginn er af lítilli jarðýtu, dúðaður i peysur og trefla. Förinni er heitið inn í Skuggahlíð. Ég þekki þá sem eru með í förinni aðeins af af- spum, einhvetja sem fyrir augu ber hef ég þó séð. Ég er átta ár, foreldrar mínir eru á förum til Reykjavíkur að leita lækninga fyrir föður minn, ég á að vera í Skuggahlíð á meðan. Þetta er mín fyrsta svaðilför og mér finnst ég vera heilmikill kall. Allt er á kafi í snjó. Á sleðanum eru mjólkurbrúsar og ýmis nauðsynja- vamingur sem þarf að komast til skila á bæjunum í Norðfjarðarsveit. Ég geri mér ekki grein fýrir hve langan tíma ferðin tekur, en þar sem þetta er þremur til fjórum vikum fyrir skemmstan dag þrýtur birtuna fljótt. Annað slagið sé ég glitta í ljós sunn- anmegin í sveitinni. Mér finnst þessi týra vera í órafjarlægð og hef óljósan grun um að þar sé bærinn í Skugga- hlíð. Rafmagn er ekki komið í sveit- ina en margir hafa komið sér upp ljósavélum, m.a. Guðjón í Skugga- hlíð. Veðrið fer versnandi og þegar við komum í hlað i Skuggahlóð er Fædd 1. maí 1901 Dáin 22. júli 1990 komið svarta myrkur og hrið. Ég er óskaplega feginn að vera komúm á leiðarenda. Gerða tekur á móti mér í forstofúnni, dregur af mér skó og vettlinga, vefúr utan af mér treflum, færir mig úr peysum og leiðir mig til eldhúss. Það er hlýtt i kringum hana og notalegt i eldhúsinu, ég er kominn í skjól. Af bömum þeirra hjóna er einungis Sig- rún heima, Dísa er á Eiðum en Guð- geir er að kenna bömum suður í Helgustaðahreppi. Daginn eftir sé ég einu merkin eftir þann skclfilega atburð sem gerst haföi tveimur árum áður þegar bær- inn brann, sviðinn dyrakarm milli geymslu og fjóss. Þetta em ytri merk- in, þau sem ég get séð, en ég er enn of ungur til að skilja raunverulegan harm þessa atburðar. Synir Guðjóns og Gerðu, Jón og Þorleifúr, fómst i brunanum ásamt þremur nákomnum ættingjum öðmm. Ég mundi atburð- inn því faðir minn var sóknarprestur á Norðfirði og auk þess fféttaritari Út- varpsins og ég hlustaði á hann síma fféttina suður. Rétt fyrir jól koma foreldrar mínir að sunnan, en um vorið er ég aftur kom- inn í Skuggahlíð til sumardvalar. Það verður stutt í dvölinni þá. Milli sauð- burðar og sláttar fara Guðjón og Gerða í heimsókn norður að Skeggja- stöðum í Bakkafirði, til séra Sigmars Torfasonar og Qölskyldu hans. Á meðan þau era í ferðinni em mér færðar þær fféttir að faðir minn sé lát- inn. Með fúrðu skjótum hætti er heimili okkar f Neskaupstað leyst upp. Ég lendi suður i Hafnarfirði en festi þar ekki yndi. Kem austur vorið eftir. Uni ákvörðun ættmenna minna um að vera annan vetur fyrir sunnan en neita að fara i þriðja sinn. Mér er velkomið að vera svo lengi í Skugga- hlíð sem ég kæri mig um. Ég þigg það og sit í skjóli þeirra hjóna næstu árin. Þegar ég kom í Skuggahlíð fyrst var þar komið þróun tækninnar í land- búnaði að öld hestavéla var að ljúka. Fyrstu sumrin var þó eingöngu imnið með slíkum vélum, en líka talsvert slegið með orfi og ljá, snúið í og rak- að með hrífúm. Ég naut þess að taka þátt í öllum þeim störfúm fúllorðna fólksins sem ég gat, heyskap á sumr- um, aðstoð við gegningar á vetmm með skólanámi. Guðjón smíðaði handa mér orf upp úr öðm eldra. Svo rann upp dagurinn sem vígja skyldi orfið. Ég haföi auðvitað séð til hinna vönu sláttumanna og fiktað við að slá með orfúm þeirra, en nú var stóra stundin rannin upp, ég kominn að slætti með fúllorðnum karlmönnum, með orf sem var ætlað mér einum. Ég sveiflaði orfinu og hlakkaði til að sjá grasið leggjast undan ljánum og nema það sérstaka hljóð sem heyrist þegar ljárinn sneiðir grasið, en hljóðið lætur því betur í eyrum sem sláttumaður er snjallari að brýna. En það féll ekkert gras og hljóðið sem heyrðist var ekki uppörvandi. Ég rak ljáinn svo ræki- lega á kaf i þúfú að ég þurfti að beita öllum kröftum og lagni til að losa hann. Guðjón leit til mín og mér er enn i minni hvemig hann kimdi en sagði ekki neitt. Ég vissi að með því var reiknað með að mér gengi betur næst. Og þannig sagði Guðjón fyrir verkum, ævmlega með fáum orðum og skýmm og ætlaðist til að vel væri unnið. Tækist illa upp lét hann mann heyra það, en fyrir hvert vel unnið verk fékk maður hrós. Ég lærði fljótt að lesa í það mál og lagði metnað minn i að vinna öll veik svo vel að ekki þyrftu úrbóta eða endurtekning- ar við. Þegar kom að því að ég yrði sjálfúr að ákveða skólagöngu, brá Guðjón mér á eintal og bauð að kosta mig til náms, í fyrstu lotu að minnsta kosti til landsprófs á Eiðum. Ég sagði honum að ég væri óráðinn um ffamtíðina, en hugur minn stefndi ffemur til verk- legs náms en bóklegs, þakkaði hon- um boðið en þáði ekki. Hann hvatti mig til að hugsa mig vel um og láta sig vita ef mér snerist hugur. Svo skildu leiðir í bili. Ég fór f skóla i Reykjavík, vann margs konar störf til sjós og lands. Eitt vorið hringdi ég og spurði hvort ég mætti koma og halda til hjá þeim yfir síldarvertíðina, ég væri búinn að fá vinnu í síldar- bræðslunni í Neskaupstað. Það var auðsótt. Tíminn líður. Ég er kominn með fjölskyldu, farinn að vasast i alls kon- ar málum, sest að á Norðurlandi og I öllum hamaganginum verður út und- an að fara austur á Norðfjörð, þrátt fyrir góðan ásetning um árabil. Svo fellur Guðjón ffá í janúar 1986. Ég kemst ekki til að fylgja honum og sé að þetta nær engri átt að fara ekki austur að hitta Gerðu áður en það verði um seinan. Dag einn um sumar- ið stend ég svo á tröppunum í Skuggahlíð, eftir 24 ára fjarveru, án þess að hafa gert boð á undan mér. Margt er vissulega breytt. Þau bama- böm Guðjóns og Gerðu, böm Stein- þórs og Dísu, sem Gerða haföi á sín- um tíma áminnt mig um að kenna ekki ókristilegt orðbragð, vom orðin fúll- orðið fólk með fjölskyldur, hún sjálf öldrað en afar vel em. Áhugi hennar á velferð minni var óbreyttur. Hún haföi fylgst með mér úr fjarska öll þessi ár. — Og hvað segirðu af bömunum? spurði hún og gladdist þegar ég sagði að þeim vegnaði vel. Um haustið heknsótti hún okkur hjónin í Reykja- vík og var aufúsugestur. Og nú em Guðjón og Gerða bæði gengin þá leið sem enginn fær umflú- ið. Ég er þeim þakklátur. Þau veittu mér skjól, athvarf og öryggi á þeim tima ævinnar sem ég þurfti mest á því að halda. Það varð lífslán mitt. Helgi Guðmundsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.