Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.09.1990, Blaðsíða 6
Tíminn 6 Laugardagur 15. september 1990 Tíniinn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Steingrlmur Gfslason SkrifstofunLyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreiflng 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prcntun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Útvarpsstarfsemi Hinn 1. janúar 1986 gengu í gildi ný útvarpslög, sem mörkuðu tímamót á sínu sviði, að því leyti að fortakslaus einkaréttur Ríkisútvarpsins til útvarps- starfsemi var afnuminn. Lögin heimila að öðrum en Ríkisútvarpinu megi veita leyfi til hljóðvarps- og sjónvarpsrekstrar. Það er því rangt með farið að lögin veiti óheft frelsi til slíks rekstrar, því að hver sá sem hyggst reka út- varps- eða sjónvarpsstarfsemi þarf að sækja um leyfi til þess til svokallaðrar útvarpsréttarnefndar. Sú nefnd starfar á grundvelli útvarpslaga eftir regl- um sem lög og reglugerðir ákveða. I 3. gr. útvarpslaga er nánar fjallað um meginlín- ur í starfi útvarpsréttarnefndar sem valdhafa um leyfisveitingar til útvarpsstarfsemi. Þar mælir lög- gjafinn fyrir um þau almennu skilyrði sem um- sækjandi þarf að uppfylla til þess að veita megi honum starfsleyfi. Yfirleitt eru þessi skilyrði aug- ljós. Má telja að útvarpsréttarnefhd hafi komist vel frá því að afgreiða umsóknir sem henni hafa borist qg samstarf hennar og leyfishafa verið gott. Áhugamenn um útvarpsrekstur hafa sýnt fullan skilning á hvaða skilyrðum laga og reglugerða þeir yrðu að hlíta og leitast við að virða þau. Enginn vafi er á því að íslenskar útvarps- og sjón- varpsstöðvar verða að hlíta því skilyrði að búa efhi sitt þannig út að augljóst sé að það sé ætlað ís- lenskumæltu fólki, að íslenska sé mál íslendinga. I útvarpslögum er reyndar gengið svo langt að fyrir- skipa útvarpsstöðvum að „efla íslenska tungu". Þótt óneitanlega vanti leiðbeiningar um það, hvernig svo megi verða, svo að öllum líki, munu þó allir nema orðhenglar skilja hvað við er átt og leitast við að halda uppi þeirri reglu sem næst ligg- ur að beita í þessu tilviki, þ.e. að útvarpa á íslensku eða þýða erlent tal og texta forsvaranlega á þjóð- tunguna, þegar það á við. Ekki er annað vitað en að allir sem fást við útvarps- og sjónvarpsrekstur sætti sig fyllilega við þetta, þó ekki væri nema af því að þeir vita á hvaða málsvæði þeir starfa án frekari umhugsunar um þjóðmenningarleg atriði. Þeir vita sem er að þeir myndu fæla firá sér hlust- endur og viðskiptavini ef þeir gerðu það ekki. Nú er allt í einu risinn upp félagsskapur, sem hef- ur það á stefnuskrá sinni að krefjast þess að mega reka sjónvarpsstöð á ensku. Það er ekki heimilt samkvæmt gildandi útvarpslögum. Ákafi tals- manna þessara hugsjóna um enskt sjónvarp á ís- landi er svo mikill að þeir segja útvarpslögin úr gildi fallin án þess að Alþingi hafi komið þar neitt nærri. Þetta er hreinn misskilningur og mistúlkun á endurskoðunarákvæði laganna. Þótt tímabært kunni að vera að endurskoða útvarpslög, þá er það mál Alþingis hvenær í það verður ráðist og hvern- ig það verður gert. Þe EGAR ÞEIR CHURCHILL, Roosevelt og Stalín hittust á Yalta, m.a. til að tryggja Stalín yfirráð yfir Austur- Evrópu, héldu þeir að með því væru þeir að leggja grunninn að varanleg- um friði. í Vestur-Evrópu spruttu upp sterkir kommúnistaflokkar í skjólinu af samstarfi Banda- manna í stríðinu. Hér á íslandi hafði Sjálfstæðisflokkurinn for- ystu um að taka upp stjórnarsam- starf við kommúnista með þeim árangri, að þjóð með drjúgar er- lendar innstæður varð sárfátæk á um tveimur árum, og varð að taka upp skömmtun á lífsnauð- synjum. Það var skömmtun með líkum hætti og á stríðsárunum, þegar það kostaði þjóðina mann- fórnir að flytja varning til lands- ins. A Yalta var ákveðið að yfir gefha markalínu, sem dregin var milli Austur-og Vestur-Evrópu, mættu samkomulagsaðilar ekki fara. Þannig gátu Bandaríkja- menn og Bretar ekki skipt sér af því, þótt þjóðir austan markanna væru beittar harðræði. Og Sovét- menn máttu ekki skipta sér af þvi sem gerðist vestan línunnar. Þetta samkomulag héldu aðilar á yfirborðinu. Tjald og múr En brátt kólnaði mjög á milli Sovétmanna og fyrrverandi bandamanna þeirra, sem í trú á einskonar áframhaldandi sam- vinnu létu Sovétmönnum í té yf- irráð yfir mörgum löndum. Churchill sá einna fyrstur hvert stefndi, en gat engum vörnum við komið, enda féll stríðsstjórn hans daginn eftir að hann kom af fundinum í Yalta. Roosevelt var orðinn sjúkur maður þegar á fundinum, en uppi stóð Stalín og fékk því framgengt sem hánn vildi. Þegar árangurinn af fundinum kom í ljós var Churchill eitt sinn að halda ræðu við bandarískan háskóla, og lét þá þau orð falla, að járntjald væri að siga yfir Evr- ópu og skipta henni í tvennt. Seinna kom Berlínarmúrinn, þegar Sovétmönnum hafði mis- tekist að hrekja fyrrum banda- menn sína út úr Berlín. Allt er þetta kunn saga og minnir ekki svo lítið á árangurinn af Versla- samningunum í lok heimsstyrj- aldarinnar fyrri. Af þessum tveimur sögulegu staðreyndum verður að draga þá ályktun, að þótt Vesturlandamenn kunni að sigra í stríðum þá kunni þeir ekki að ljúka þeim. Alið á hatri Þegar horft er til baka til loka síðara stríðs er ástæða til að undrast allan þann fyrirgang til einskis sem fylgdi kalda stríðinu. Á sama tíma og það geisaði hélt Vesturveldunum áfram að vegna sæmilega. Að vísu höfðu Bretar misst margrómað heimsforræði yfir til Bandaríkjanna og hluta af fjármunalegri forystu í heimin- um, vegna kostnaðar við stríðs- rekstur. sem þeir stóð einir að um tima. Áhrif Breta í Balkanlönd- unum fyrir fyrra strið, sem þrengt höfðu að metnaði Vil- hjálms keisara, voru horfin með öllu. Seinna stríðið, sem var að hluta afleiðing þeirra afarkosta, sem þáverandi bandamenn gegn Þjóðverjum höfðu seft þýsku þjóðinni, skildi eftir rústir einar um miðbik álfunnar. í ljósi fyrri mistaka hófu engilsaxar í flýti að koma á endurreisn í Vestur- Þýskalandi og buðu Evrópuríkj- um Marshall-aðstoð. Hún gekk hratt og vel fyrir sig. Vestur- Þýskaland varð land lýðræðis, sem bauð ekki öfgahópum upp á marga kosti. En austan járn- tjaldsins var alið á hatri í garð fyrri bandamanna, sem endaði með skipulögðum hryðjuverkum í Vestur-Evrópu, einkum vestur- þýska lýðveldinu, sem var hatað alveg sérstaklega. Það varð fljót- lega einskonar sýningargluggi til austurs og átti hefhdir skilið fyrir vikið að mati kommúnista. Nú hefur komið á daginn að hryðju- verkamenn, svonefhdir af fjöl- miðlum á meðan þeir nutu virð- ingar vinstri manna, voru aðeins afvegaleiddir og heilaþvegnir morðingjar, sem sátu upp á kost og lóssí í Austur- Þýskalandi í skjóli stjórnvalda kommúnista og leyniþjónustunnar Stasi á milli morðferðanna vestur fyrir Berlínarmúrinn. Hungurstefnan lifir Þótt kommúnisminn hafi leikið þær þjóðir grátt, sem til skamms tíma lutu honum skilyrðislaust og urðu að þola vopnuð afskipti ef út af var brugðið, lifir hann enn góðu lífi um stærstan hluta Asíu. Hann lifir einnig meðal þjóða sem hafa talið hann eins- konar nauðsyn til að brjóta af sér aðra hlekki. Hægt er að nefha stóran hluta Afríku og nokkra fylgispekt við hann í sumum ríkjum Suður-Ameríku. Þá eru stjórnmálaflokkar, mismunandi fylgismiklir, tengdir honum i löndum Vestur-Evrópu. Á sama tíma hefur Mikael Gorbatsjev lýst því yfir að hann gefi komm- únismanum líf í fimm hundruð daga. En þá muni tekinn upp markaðsbúskapur í Sovétríkjun- um. í fljóru bragði virðist ekki talað um neina millileið, sem óneitanlega væri æskilegri. Sé átt við hreinræktaðan markaðsbú- skap er það fyrirbæri litlu skárra en kommúnisminn. I báðum til- fellum getur fólk dáið úr hungri. Styrjöld er lokið I þessari viku var undirritaður einskonar vopnahléssamningur í Moskvu á milli stríðandi afla á árunum 1939-45. Seinni heims- styrjöldinni er loksins lokið. Sagt var að fyrri heimsstyrjöldin hafí orðið útgönguvers heimsveldis Breta. Eins má með nokkrum sanni segja að undirritunin í Moskvu sl. miðvikudag um sam- einingu Þýskalands í eitt ríki, ákveðin landamæri Póllands til frambúðar, og annað það, sem ber svip friðarsamninga, hafi um leið verið útgönguvers kommún- ismans í Evrópu. Evrópa ætti samkvæmt þessu að hafa í fyrsta sinn náð þeim mikilsverða áfanga að geta snúið sér samein- uð að verkefhum sem ofbjóða ör- yggiskennd hennar. Það hlýtur að vera gleðiefhi að geta boðið Sov- étríkin og austantjaldsríkin vel- komin í evrópskt samfélag. Þjóð- verjar hafa þegar skilið, að til að sambúðin geti orðið heil og til frambúðar, þurfa Sovétríkin á efnahagshjálp að halda. Hana veita þeir m.a. í mynd greiðslu fyrir heimsendingu sovéskra her- manna frá Austur-Þýskalandi. Með slíku viðhorfi og þeirri hjálp sem þeir eru viljugir að veita Sovétmönnum, hafa þeir á óbeinan hátt tekið forystuna í Evrópu. Sú forysta er eklci ávöxt- ur haturs, eins og valdatilraunir þeirra voru upp úr 1935, heldur ávöxtur velvildar þeirra, sem álíta að þrátt fyrir allt skuldi þeir Evrópu nokkurn stuðning til sameiningar um Ieið og þeir fá sjálfir að sameinast. Gamalt, bilað og úrelt Gorbatsjev er sá maður, sem allra augu hafa beinst að undan- farið vegna þeirrar umbótastefnu sem hann hefur rekið heima hjá sér. Þessi umbótastefha hefur jöfhum höndum haft þau áhrif á fyrri leppríki Sovétmanna, að þau hafa varpað af sér forsjá kommúnista og gengið nauðsyn- leg skref í átt til lýðræðis. Um- bótastefha Gorbvatsjevs hefur ekki einasta leitt í ljós gífurlegan efhahagsvanda Sovétríkjanna heldur líka opnað landið, þannig að nú er frekar hægt að átta sig á margvíslegum staðreyndum. Þær eru ekki geymdar í leynum leng- ur. Túlkun á ástandinu í Rúss- landi er ekki framar á færi kommúnista einna, hvorki þar eða í öðrum löndum, m.a. ís- landi. Aður, á meðan vandamál- um var sópað undir teppið, voru erfiðleikar skrifaðir á byltinguna, hvítliða stríðið og svo fbður- landsstríðið mikla, en svo var lát- ið heita að Sovétmenn hefðu bar- ist næstum einir gegn nasisman- um. Nú er þessu ekki borið við lengur. I staðinn er upplýst á miklu kornvaxtarári, að ekki sé hægt að ná allri uppskerunni í hús vegna gamalla, bilaðra og úr- eltra véla. Morð í leikhúsi Gorbatsjev er ekki fyrsti sov- éski leiðtoginn sem reynir að koma á leiðréttingum í Rúss- landi. Hann er hins vegar kannski mesti nútímamaðurinn sem það reynir. Peter Stolypin reyndi umbætur á tíma keisara- stjórnarinnar árin 1906-8, þegar hann var forsætisráðherra. Hann boðaði stjómarfarslegar umbæt- ur í ríki zarsins, en mætti óvæg- inni andspyrnu hinna íhalds- sömu. Reynt var að ryðja honum úr vegi í sprengjuárás á heimili hans. Forsætisráðherrann slapp í það sinn, en tvo börn hans slös- uðust. Ekki dignaði geð Stolyp- ins við þetta atvik. Hann herti á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.