Tíminn - 15.09.1990, Síða 18

Tíminn - 15.09.1990, Síða 18
26 Tíminn Laugardagur 15. september 1990 IÞROTTIR Evrópukeppni félagsliða í handknattleik: Stjarnan mætir liði Helsingör Á morgun sunnudag leika Stjam- an í Garðabæ og Helsingör I.R. frá Danmörku fyrrí leik sinn í Evr- ópukeppni félagsliða í hand- knattleik. Leikurínn fer fram í hinni nýju og glæsilegu íþrótta- miðstöð í Garðabæ og hefst kl. 20.00. Danska liðið Helsingör I.F. er fræg- asta handknattleikslið í heimalandi sínu og verður að teljast með bestu fé- lagsliðum á Norðurlöndum. Saga þess í dönsku 1. deildinni erjafngöm- ul deildinni og er það eina liðið í heiminum sem leikið hefur samfellt i 44 ár í 1. deild. Helsingör I.F. hefur ætíð verið í íremst röð danskra handknattleiksliða og ríkir þar mikil og góð hefð fyrir handknattleik. Liðið hefur 5 sinnum orðið Danmerkurmeistari og 14 sinn- um lent í öðru sæti í deildinni. Þá hef- ur liðið 5 sinnum orðið bikarmeistari í Danmörku. Danimir em því reyndir í Evrópu- bikarleikjum og hafa þeir 10 sinnum tekið þátt í Evrópubikarkeppni í handknattleik. { liðinu eru 7 lands- liðsmenn, sem leikið hafa samtals 240 landsleiki. Þekktastir eru senni- lega Lars Lundby og fyrirliðinn Flemming Hansen. Ennfremur leikur með liðinu Pólveijinn Kaszmarek, sem valinn var besti handknattleiks- maður í Danmörku í fyrravetur. Danska liðið er þekkt fyrir fijálsan og skemmtilegan handknattleik, sem er reyndar aðalsmerki danskra hand- knattleiksmanna. Stjaman tekur nú þátt i Evrópubikar- keppni í fjórða sinn. Tvisvar sinnum hefúr liðið komist í aðra umferð og var reyndar 3 sekúndum frá því að komast í þá þriðju í annað skiptið. í gildi sparnaðar og lærir að bera virðingu fyrir verðmætum. Þótt upphæðirnar séu ekki háar, er gott að venjasig áað leggja hluta af tekj- um sínum í örugga og arðbæra fjár- festingu. Á nokkrum árum getur þannig myndast álitlegur sjóður. Dæmi: Fermingarbarn fær íslandsbréf að upphæð 20.000 krónur. Á hverju ári leggur það fyrir svipaða upphæð af sumarlaunum og kaupir íslandsbréf. Tíu árum síðar er sjóðurinn orðinn næstum 290.000 krónur að núvirði* ’ Án innlausnargjalds, miöaö viö aö 8% árleg raun- ávöxtun náist á spamaðartimanum. Sérfræðingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur íslandsbréfa geta notið áhyggju- lausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsingar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. t LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili aö Veröbréfaþingi íslands. Einar Pélursson i Reykjavíkurhöfn. Allir landsmenn geta eignast ÍSLANDSBRÉF Bjartsýni og baráttuandi hefur ætíð einkennt stóru stundirnar í lífi og starfi íslensku þjóðarinnar. Þegar miklir hagsmunir eru í húfi stöndum við saman og fáum miklu áorkað. Á þeirri hugmynd grundvallast íslandsbréf. íslandsbréf eru eignarhluti í sam- eiginlegum sjóöi sparifjáreigenda, þar sem fjárfest er í ýmsum tegund- um vel tryggðra verðbréfa. Meö því aö eignast hlutdeild í sjóönum geta einstaklingar notið þess ávinnings sem felst í því að dreifa fjárfesting- um og njóta góörar ávöxtunar. Fæstir sparifjáreigendur hafa tíma, þekkingu eða fjárráö til að notfæra sér þá kosti sem felast í því að dreifa fjárfestingum. íslandsbréf leysa vandann. íslandsbréf eru nánast fyrirhafn- arlaus fjárfesting og henta vel jafnt ungum sem öldnum hvort sem um er að ræða háar eða lágar upphæðir. Reglubundinn sparnaður er mikil- vægur. Þannig öðlast fólk skilning á fyrra féll liðið úr keppni eftir leiki gegn sænska liðinu Drott, sem komst síðan alla leið í úrslitaleikinn gegn Teka Santander, liði Kristjáns Arason- ar í Evrópukeppni bikarhafa, þar sem Svíamir biðu að lokum lægri hlut. Stjaman hefúr búið sig vel undir væntanlega Evrópuleiki og íslands- mót undir stjóm hins nýja þjálfara Eyjólfs Bragasonar. í síðasta mánuði fóru Stjömumenn í æfingabúðir til Austurríkis og léku þar marga æf- ingaleiki við austurrísk og tékknesk lið. Um síðustu helgi varð liðið sigur- vegari í alþjóðlega Flugleiðamótinu, sem að þessu sinni var mót fjögurra félagsliða, islenskra og erlendra. Lið Stjömunnar hefúr tekið nokkr- um breytingum ffá sl. vetri. Gylfi Birgisson leikur nú með Vestmanna- eyingum og Einar Einarsson hefúr gengið tii liðs við austurríska liðið UHC Vogelpumpen Stockerau. Til liðs við Stjömuna hafa hins vegar gengið fjórir öflugir leikmenn, þeir Magnús Sigurðsson sem lék sína fyrstu landsleiki í sumar, Magnús Teitsson, gamall Stjömumaður sem tekið hefúr ffam skóna aftur, Siggeir Magnússon, mikil skytta úr Víkingi og Guðmundur Albertsson, sem er gamalreyndur og fjölhæfúr hand- knattleiksmaður, sem eitt sinn lék með landsliðinu. Stjaman hefúr ávallt verið í effi hluta 1. deildarinnar ffá því að hún byijaði að leika þar 1983, auk þess að hafa unnið bikarinn tvisvar á síðustu ámm. í liðinu í dag er blanda reyndra leik- manna, sem leikið hafa með félaginu um árabil, ungra efnilegra leikmanna sem alist hafa upp hjá félaginu og era famir að gera kröfú um fast sæti í lið- inu, auk hinna sterku leikmanna sem gengu til liðs við félagið í sumar. Stjaman er þannig vel undirbúin undir harða og erfiða keppni búin við Danina, en í leikjum liðanna mætast fijáls og kerfisbundinn handknattleik- ur. Víst er að róðurinn verður erfiður gegn hinu danska liði og er áreiðan- legt að áhorfendur geta haft úrslita- áhrif á leikinn með því að mæta til leiks og hvetja Stjömuna til sigurs. Leikurinn hefst kf. 20.00 á sunnu- dagskvöld Handknattleikur: íslandsmótið hefst í dag í slandsmótið í handknattleik hefst í dag með leikjum í 1. deild karía og kvenna. Mótið hefst óvenju snemma og er það vegna þess að leikjum í þessum deildum hef- ur veríð fjölgað til muna. i vetur leika 12 lið í 1. deild karia í stað 10 áður. Að lokinni deildakeppninni tekur við úrslitakeppni 6 efstu liðanna og 6 neðstu liðanna. Mikil breyting ffá því sem áður var. í dag verða tveir leikir á dagskrá 1. deildar karla. Nýliðamir ffá Selfossi taka á móti Fram á Selfossi kl. 16.30. Á undan leiknum, eða kl. 15.00, leika Selfoss og Víkingur í 1. deild kvenna. í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði mætast Haukar og Vík- ingurí 1. deild karla kl. 16.30. Fram og Valur mætast í 1. deild kvenna kl. 17.00 í Seljaskóla. Á morgun em þrír leikir á dagskrá 1. deildar karla. Kl. 16.30 leika IBV og KR í Eyjum og FH og KA í Kapla- krika. Kl. 20.00 leika á Seltjamamesi Grótta og Valur. í 1. deild kvenna leika Stjaman og FH í Garðabæ kl. 15.00. Mótinu verður ffamhaldið næsta miðvikudag með fjórum leikjum í 1. deild karla og þremur leikjum í 1. deild kvenna. BL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.