Tíminn - 23.01.1991, Page 3
Miðvikudagur 23. janúar 1991
Tíminn 3
Þingflokkarnir ræða frumvarp um viðbrögð við loðnubrestinum:
Loðnufioti fær
14.0001 kvóta
I drögum að frumvarpi um sérstakar ráðstafanir vegna loðnu-
brests er gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra verði heimilað
að færa allt að 14.000 tonna kvóta í þorskígildum talið til
loðnuveiðiskipa. Gert er ráð fyrir að um 9000 tonn verði tek-
in frá Hagræðingarsjóði og úthafsrækjukvótinn verði aukinn
um 4000 tonn. Ekki er gert ráð fyrir að afli annarra skipa
verði skertur meira en orðið er.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra fyrirhugar að leggja
frumvarpið fyrir Alþingi í þessari
viku. Það var til umræðu á ríkis-
stjórnarfundi í gær og er nú til
meðferðar hjá þingflokkum.
Með frumvarpinu fær Hagræð-
ingarsjóður aukið hlutverk. Fram
að þessu hefur hlutverk sjóðsins
verið tvíþætt. Annars vegar að
fækka skipum í flotanum og hins
vegar að aðstoða byggðarlög sem
eiga í sérstökum erfiðleikum. Með
frumvarpinu verður sjóðnum
Dragast Natóþjóðirnar inn í stríðið við írak?
ísland komið í
, stríð ráðist
írakar á lyrki?
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra segist ekki vita til að Na-
tó hafi gefið Bandaríkjaher form-
legt leyfi til að gera loftárásir á ír-
ak frá Tyrklandi. Hann segist ekki
telja þörf á slíku leyfi frá aðildar-
þjóðum Nató, nægilegt sé að tyrk-
nesk stjómvöld gefi Bandaríkja-
mönnum heimild til að nota flug-
velli í Tyrklandi til árása á írak.
TVrkland er eitt af aðildarlöndum
Nató. Ef gerð er hernaðarárás á
TVrkland eru allar aðildarþjóðir Na-
tó sjálfkrafa komnar í stríð við árás-
arþjóðina. Þar gildir lögmálið allir
fyrir einn og einn fyrir alla.
Forsvarsmenn Bandaríkjahers
hafa ekki viljað staðfesta opinber-
lega að þeir hafi gert loftárásir á ír-
ak, en þeir hafa ekki neitað því.
Fréttamenn í Tyrklandi hafa séð
flugvélar taka á loft frá herflugvöll-
um í Tyrklandi, fljúga í átt að írak
og koma til baka fáum klukkutím-
um síðar. Viss hætta er á að írakar
geri loftárás á Tyrkland. Her Tyrk-
lands er í viðbragðsstöðu. Geri írak-
ar loftárás á Tyrkland verður ísland
formlega séð aðili að stríðinu við
Persaflóa.
Steingrímur var spurður hvernig
honum litist á framgang styrjaldar-
innar við Persaflóa. Hann sagðist
ekki hafa miklu við það að bæta sem
hann hefði þegar sagt. „Ég trúi því
ekki að styrjöldin geti tekið óskap-
lega langan tíma miðað við þann ár-
angur sem mér sýnist að alþjóða-
herinn hafi náð á fyrstu dögum
stríðsins. Síðustu fréttir greina að
Bandaríkjamönnum hafi tekist að
skjóta niður níu af tíu eldflaugum
íraka sem þeir skutu á Saudi-Arab-
íu. Þetta hlýtur að draga mjög úr
árásarmætti íraka. Með svona al-
gjörum yfirburðum í lofti hefði ég
haldið að landbardagar verði frök-
um mjög erfiðir," sagði Steingrím-
ur.
-EÓ
Allaballar á Reykjanesi:
Ólafur
Ragnarí
efsta sæti
Alþýðubandalagsmenn á Reykja-
nesi ákváðu framboðslista flokksins
fyrir komandi alþingiskosningar á
kjördæmisþingi um helgina. Var
samþykkt samhljóða að Ólafur
Ragnar Grímsson skyldi skipa efsta
sæti listans.
Sigríður Jóhannesdóttir kennari í
Keflavík skipar annað sætið, Valþór
Hlöðversson bæjarfulltrúi í Hafnar-
firði það þriðja og Sigurður T. Sig-
urðsson formaður Verkamannafé-
lagsins Hlífar er í því fjórða.
Heiðurssæti listans, það 22., skipar
Geir Gunnarsson alþingismaður en
hann gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs eftir áratuga setu á Alþingi.
-sbs.
Friðjón
tekur við
sýslumanns-
embætti
Friðjón Þórðarson, alþingismað-
ur Sjálfstæðisflokksins, sem ný-
verið lýsti því yfir að hann myndi
ekki bjóða sig fram fyrir komandi
alþingiskosningar, hefur verið
skipaður sýslumaður Dalasýslu frá
og með 1. aprfi nk. Friðjón var áð-
ur sýslumaður í Dalasýslu á árun-
um 1955-1965. Friðjón var valinn
úr fimm umsækjendum um sýslu-
mannsembættið.
khg.
einnig ætlað að bregðast við áföll-
um eins og þegar fiskbrestur verð-
ur á einstökum fisktegundum. í
Hagræðingarsjóði eru nú um
12.000 tonn, þar af má úthluta um
8.000 tonnum á þessu fiskveiðiári
sem nær fram til 1. september. í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
heimilt verði að færa 9.000 tonn
frá Hagræðingarsjóði á fiskveiði-
árinu. Þá er gert ráð fyrir að heim-
ilt verði að stækka úthafsrækju-
kvótann um 4.000 tonn. Samtals
er gert ráð fyrir að hægt verði að
færa um 14.000 tonna kvóta í
þorskígildum talið til 44 loðnu-
veiðiskipa.
Þessar veiðiheimildir eru tíma-
bundnar og eru til komnar vegna
þeirra erfiðleika sem íyrirsjáan-
legir eru finnist engin Ioðna.
Loðnustofninn vex hratt og þykir
ekki óraunhæft að álíta að hann
verði búinn að ná þokkalegri
stærð strax á næstu vertíð ef að-
stæður í sjónum búa honum góð
vaxtarskilyrði.
Eitt af því sem rætt hefur verið
um í sambandi við aðstoð við
loðnuveiðiflotann er að aðstoða
skipin 44 fjárhagslega, t.d. með
skuldbreytingum í samvinnu við
Fiskveiðisjóð. -EÓ
islensku hornaleikararnir á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á
fimmtudaginn. Frá vinstri: Emil Friðfinnsson, Þorkell Jóelsson og
Joseph Ognibene.
Sinfóníutónleikar:
Tónlist fyrir horn
Áfimmtudagskvöldið, kl.20:00, verða
haldnir í Háskólabíói þriðju tónleik-
arnir í rauðri tónleikaröð Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. Að þessu sinni eru
fjögur verk á efnisskránni. Mozartina
eftir Tsjajkovskí, Homkonsert nr. 3
eftir Mozart og loks tvö verk eftir
Schumann, Manfred forleikur og
Konsertstuck fyrir fjögur horn.
Einleikarar á tónleikunum verða
hornaleikararnir Hermann Bau-
mann, Joseph Ognibene, Þorkell Jó-
elsson og Emil Friðfinnsson.
Miðasala á tónleikana er á skristofu
Sinfóníuhljómsveitarinnar á skrif-
stofutíma og við innganginn við upp-
haf tónleikanna.
-sbs.
MINNAST SKAL SNORRA
Menntamálaráðherra hefur skipað
starfshóp til að koma með tillögur
um hvernig minnast skuli 750 ártíð-
ar Snorra Sturlusonar, sagnaritara
og héraðshöfðingja í Reykholti í
Borgarfirði, þann 23. september á
þessu ári. Forstöðumenn stofnana
Sigurðar Nordal og Árna Magnús-
sonar eiga sæti í starfshópnum, auk
háskólarektors og formanns Rithöf-
undasambands íslands.
-sbs.
Rannsóknaráð
ríkisins
auglýsir styrki til rannsókna
og tilrauna árið 1991
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrif-
stofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurð-
um sem talin er þörf fyrir næsta áratug.
• Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal m.a. byggt á:
- líklegri gagnsemi verkefnis, m.a. markaðsgildi niðurstaðna, sem
sóst er eftir,
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á
landi,
- hæfni umsækjenda/rannsóknarmanna.
• Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að;
- fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins,
- samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í
framkvæmd verkefnisins,
- samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er
mikilvægt,
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri fyrir atvinnurekstur.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekk-
ingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun
hér á landi í framtíðinni.
Friðjón Þórðarson