Tíminn - 23.01.1991, Qupperneq 16

Tíminn - 23.01.1991, Qupperneq 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hotnorhusinu v Tryggvogotu, _____S 28822 Ókeypis auglýsingar ^fyri^einstakling^^ POSTFAX 91-68-76-91 NISSAN Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Slml 91-674000 NISSAN ríniinn MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 Stórtjón í fjölbýlishúsum í Kópavogi: Allt á floti - er ofnarör sprungu Þeir urðu heldur betur undrandi, íbúamir í Þverbrekku 4 í Kópa- vogi, er heitt vatn byrjaði að flæða inn í íbúðir þeirra milli kl. tvö og þijú í fyrrinótt. Ihlsverðar skemmdir urðu í íbúðum vegna flóðsins, sem varð er heitavatnsrör sprakk uppi á 7. hæð og vatn rann niður eftir blokkinni. Heitavatnsrör sprungu einnig víðar í Kópavogi þessa sömu nótt, svo sem í Kjarrhólma og við Furu- grund, þó tjón yrði ekki nærri eins mikið þar. „Ég náði bara að fylla fjórar fötur af vatni," sagði Kristinn Möller er hann var spurður að því hvort mikið vatn hefði flætt inn til hans, en Kristinn býr í íbúðinni á 7. hæð í Þverbrekku 4. „Ég vaknaði rétt fyrir kl. þrjú við mikil læti, sem ég hélt fyrst að kæmu að utan, en sá síðan hvað komið hafði fyrir,“ sagði Kristinn, en rörið sprakk einmitt í svefnherbergi hans. Þegar Kristinn áttaði sig á hvað hafði gerst, hljóp hann þegar í stað niður í kjallara og skrúfaði fyrir heita vatnið. Þá hefur vatn að öll- um líkindum verið búið að leka úr rörinu í a.m.k. klukkutíma. Flestar íbúðirnar, sem liggja fyrir neðan íbúð Kristins, urðu fyrir skemmdum, en mestar urðu þær á íbúð á annarri hæð. Þar virðist vatnið hafa safnast saman og flætt um alla íbúðina. íbúinn var önn- um kafinn það sem eftir lifði næt- ur við að stafla húsgögnum saman og reyna að þurrka gólfteppin. Að sögn Hreins Frímannssonar, yfirverkfræðings hjá Hitaveitu Reykjavíkur, biluðu heitavatnsrör á fjórum stöðum í Kópavogi í fyrrinótt. Tvær bilananna urðu á lögnum Hitaveitunnar, þ.e. í Kjarrhólma og í Furugrund þegar vatnsæðar sprungu við inntak húsanna. í Kjarrhólma komst smávegis vatn inn í kjallaraíbúð og olli þar minniháttar tjóni. Hreinn sagði aftur á móti að bilanirnar, sem urðu í Þverbrekku 2 og Þver- brekku 4, væru í húskerfum og því ekki á ábyrgð Hitaveitunnar. „í Þverbrekku 4 fór rör sem var mjög ryðgað og í Þverbrekku 2 var það ofn sem fór er nokkur göt mynd- uðust á honum. Þrýstingur á heita vatninu á þessum svæðum er í hærra lagi, en sá þrýstingur á ekki að fara inn á húskerfi, þannig að þrýstingurinn er ekki bein orsök hvernig fór.“ Hreinn sagði senni- legustu skýringuna á óhappinu í Þverbrekku 4 vera þá að raki hefði komist að rörunum og þau tærst upp smám saman. Það hefði því verið tímaspursmál hvenær rörið hefði sprungið alveg. Meginregla í sambandi við ábyrgð á svona tjónum væri að Hitaveitan væri ábyrg fyrir öllum bilunum sem yrðu á eigin lögnúm, en hús- eigendur fýrir bilunum sem yrðu á þeirra lögnum, nema ef einhverjar sérstakar ástæður lægju fyrir. Það virtist ekki vera í neinu þessara til- fellá. Kristján Ottósson, framkvæmda- stjóri Lagnafélagsins, sagði að ef rörin hefðu farið að gefa sig vegna tæringar, þá væri þar um að kenna lélegum frágangi í kringum rörin, sem byggingaraðili viðkomandi húss ætti að hafa séð um. „í flest- um tilfellum er það vel gengið frá rörum að engin hætta á að vera á því að raki komist að þeirn." Krist- ján sagði einnig að engin keypti ryðfrí rör vegna þess hversu dýr þau væru, en hann sæi fyrir sér lausn á þessu vandamáli með því að fólk myndi hætta að fela rörin inn í veggjum en hafa þau þess í stað utan á veggjum, eins og tíðk- ast víða erlendis. „Þetta er ljótur siður hjá okkur Islendingum að fela alla hluti. Væru rörin höfð ut- an á, þá myndi allt viðhald og eftir- lit vera miklu auðveldara og ódýr- ara,“ sagði Kristján. —khg. Eins og sjá má á myndinni lítur hann ekki vel út, þessi bútur úr rör- inu sem gaf sig í Þverbrekku 4 og olli stórtjóni. Timamynd: Pétur y Prófkjör krata í Reykjavík: Atta stefna á Jón Baldvin Hannibaisson, for* stefnir á 1.-4 sætíð. Þau Helgi maður Alþýðuflokksins, stefnir á Daníelsson, Ragnheiður Davíðs- fyrsta sætíð á framboðslista dóttir, Valgerður Gunnarsdóttir flokksins sem haldið verður helg- og Össur Skarphéðinsson stefna ina 2. og 3. febrúar. Jóhanna Sig- öil á 3.-6. sætið. Magnús Jónsson urðardóttir, varaformaður flokk- stefnir á 1. til 6, sætí, Þorlákur ins, gefur kost á sér í 2. sætíð. Helgason á 1. til 3. sætíð og loks Koslð er um 6 efstu sætín í fram- Þröstur Ólafsson, sem stefnlr á boðinu, en alls taka 13 frambjóð- 1.-4. sætíð. endur þátt í prófkjörínu. Átta af þrettán frambjóðendum gefa kost Tveir nýir félagar Alþýöuflokks- á sér í 3. sætið. Birgir Ámason ins taka þátt t prófkjörinu. Það stefnir & 3.-7. sætí listans. Guð- eru þeir Össur Skarphéðinsson mundur Ilaraldsson og Gunnar og Þröstur Ólafsson, sem báðir Ingi Gunnarsson stefna á 4.- 6. koma úr Alþýðubandalaginu. sætíð og Jón Ármann Héðinsson -sbs. Slysið í Njarðvíkurhöfn Maðurinn, sem fórst í slysi um borð S. Sigurðsson. Hann var 41 árs og í Ágústi Guðmundssyni GK 95 í lætur eftir sig eiginkonu og þrjú Njarðvíkurhöfn í íyrradag, hét Einar börn. Ný „aukabúgrein“, ættuð frá Kína? GULL í BODIFYRIR GALLSTEIIU ÚR KÚM Þú færð borgaða 6 Bandaríkjadollara (330 kr.) fyrir grammið af besta gæðaflokki gallsteina úr nautgrípum. Góðir gallsteinar eiga að vera gullinbrúnir, heilir og mjög vel þurrkaðir og þeir geta nálgast hænuegg að stærð. Þetta eru aðalatríðin í tilboði sem K.K. Poon nokkur í Hong Kong hefur sent til a.m.k. Bún- aðarfélags íslands, nokkurra dýralækna og ef til vill fleiri aðila hér á landi. Engum sögum fer hins vegar af því að gallsteinasöfnun sé hafin hér á landi. Þótt K.K. Poon lýsi sig reiðu- búinn að kaupa alla fala steina og bjóði sem svarar um þriðjungi af heimsmarkaðsverði gulls fyrir þessa dýrgripi, mun lítil von til þess að ís- lendingar eigi eftir að auðgast af við- skiptum við hann. Gamalreyndur dýralæknir, sem Tíminn hafði tal af, kvaðst hafa séð gallblöðrur úr mörg hundruð nautgripum, en gallsteinar í þeim séu afar fátíðir. Og í þeim sárafáu tilvikum, sem um slíkt hafi verið að ræða, hafi steinarnir verið mjög smáir, t.d. tæpast nokkur sem náð hafi einu grammi, að hann gisk- aði á. í bréfi sínu gefur K.K. Poon vænt- anlegum viðskiptavinum jafnframt nákvæmar leiðbeiningar um þurrk- un, meðferð og frágang þessara „dýrgripa", sem hann segist hafa keypt frá öllum heimshornum und- anfarin 40 ár, til notkunar í Iæknis- fræðilegum tilgangi. Ekki megi þó geyma steinana of lengi, því um 1 ári eftir þurrkun fari þeir að missa lækningamáttinn. Um lækningamátt gallsteina mun lítið kunnugt hér á landi. En ein- hver giskaði á að í Austurlöndum kynnu þeir að vera notaðir í „fjör- efni“ fyrir kyndaufa karla, svipað og mulin nashyrningshorn og fleiri undralyf sem þar seljast grimmt í þessum tilgangi. Af afritum bréfa tveggja ánægðra viðskiptavina, sem íylgdu tilboði herra Poons, má ráða að gallsteinar eru afar sjaldgæfir í nautgripum á Nýja-Sjálandi, ekki síður en hér á landi. Hins vegar virðist allt annað uppi á teningnum í Tansaníu. Því í bréfi frá gallsteinasafnara þar í landi segir hann m.a.: „Kæri vinur. Aldrei hafði mig dreymt um að ég ætti eftir að lifa þann dag að njóta þægindanna af því að lifa í mínu eigin húsi, geta borð- að egg og kjúklinga sem ég rækta sjálfur og síst af öllu að ég ætti eftir að aka um í eigin bfl, með bros á vör og höfuðið hátt. Allt þetta á ég þér einum að þakka." —HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.