Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. apríl 1991
Tíminn 5
Háir vextir halda ekki
aftur af einstaklingum
„Svo virðist sem lánsfjáreftirspum heimila og hins opinbera sé til-
töiulega óháð raunvaxtastigi, meðan háir vextir slái verulega á láns-
íjáreftirspum fyrirtækja,“ segir Þjóðhagsstofnun m.a. um þróun
peningamála.
í krónum talið jukust lán og endurlán bankakerfísins um 16,5
milljarða króna á síðasta ári. Þar af fóru 7,2 milljarðar f aukin lán
til ríkissjóðs og 6,5 milljarðar kr. til heimilanna, en aðeins 2 millj-
arðar kr. til fyrirtækja.
Mælt í prósentum jukust banka- svarar til 13% skuldaaukningar að
skuldir heimilanna um 21%, en það raungildi. „Vöxturinn skýrist af al-
mennum útlánum til heimilanna
fremur en íbúðalánum," segir Þjóð-
hagsstofnun.
Vaxtabaggi
heimilanna vex
Þetta þýðir að af 6,5 milljarða
aukningu á bankaskuldum heimil-
anna í fyrra hafa rúmlega 4 milljarð-
ar verið hrein aukning, þ.e. aukning
umfram verðbólgu. Hrein aukning
Frá flugslyslnu viö norðurenda N/S brautarfnnar árið 1988. Eins og sjá má mátti Ittlu muna að flugvélin
hrapaði á gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Tfmamynd: pjetur
Nefnd, sem vann að áhættumati vegna Reykjavíkurflug-
vallar, leggur til ýmsar breytingar:
Umferð minnki um
meira en helming
Nefnd, sem vann að áhættumati fyrir samgönguráðuneytið vegna
Reykjavíkurflugvallar, leggur til að hætt verði notkun á NA/SV
brautinni, en um hana segir nefndin að hún sé stutt og mjó og
ekki búin neinum leiðsögu- eða viðmiðunartækjum. Þar að auki
sé mikil byggð, mikilvæg mannvirki og hættuleg efni í að- og
brottflugsferlum brautarínnar. Einnig leggur nefndin til að nær
öllu flugi, fyrir utan innanlandsflug og sjúkraflug, verði beint frá
flugvellinum.
í tillögum nefndarinnar um ráð-
stafanir segir að umferð um
Reykjavíkurflugvöll sé um 60% af
þeirri umferð sem fari um Schip-
holflugvöll í Amsterdam á ári
hverju. Lendingar og flugtök voru
tæplega 110 þúsund árið 1989, en
um helming þessarar umferðar
má rekja til æfinga- og kennsiu-
flugs. Nefndin álítur að með því að
koma upp aðstöðu fyrir æfinga- og
kennsiuflug á nýjum flugveili
megi minnka umferð um Reykja-
víkurflugvöll um a.m.k. helming
og draga enn meira úr slysahættu.
Þá telur nefndin að nauðsynlegt sé
að bæta þjónustu við smáflugvélar
á Keflavíkurflugvelli, þannig að
hægt sé að beina ferjufiugvélum í
auknum mæli þangað. Sam-
kvæmt niðurstöðum nefndarinnar
er A/V brautin áhættuminnsta
brautin sem notuð er á flugvellin-
um og því beri að nota hana fram
yfir aðrar brautir þegar það sé
fært. Ástæðurnar eru m.a. þær að
hún er búin aðflugshalla- og
brautarlýsingu og tækjum til
blindaðflugs.
í ágústmánuði 1988 fórst 19 sæta
ferjuflugvél við norðurenda N/S
brautarinnar og með henni þrír
Kanadamenn. Áhætta í notkun
N/S brautarinnar liggur á milli
notkunar A/V brautarinnar og
NA/SV brautarinnar. Nefndin telur
að minnka eigi notkun hennar svo
sem kostur sé og beina umferð
sem mest á A/V brautina. í skýrsl-
unni er sérstaklega tekið fram að
minnka megi verulega áhættu í
notkun brautarinnar með því að
stytta hana til norðurs og þannig
tvöfalda hæð flugvéla í aðflugi yfir
Miðbæjarkvosinni og lækka hindr-
unarhlutfall brautarinnar.
Þá leggur nefndin einnig til að
eldsneytisgeymar á flugvallar-
svæðinu verði fjarlpegðir og komið
upp eldsneytis- bg olíubirgða-
geymslu á einum stað utan við ör-
yggissvæði flugbrautanna, gas- og
olíugeymar í Skerjafirði verði fjar-
lægðir, flugsýningar verði fram-
vegis haldnar utan Reykjavíkur,
hraðað verði framkvæmdum við
endurbætur og
nýbyggingu ak-
brauta á flugvellinum og fé verði
tryggt til kaupa á
flugvallarratsjá í
flugturn og aðflugs- og brottflugs-
leiðum beint sem mest frá þéttbýli
umhverfis flugvöllinn út yfir sjó.
—SE
bankaskuldanna hefur því verið hátt
í 16 þús. kr. á hvert mannsbarn á ár-
inu, eða um 62.700 krónur að jafn-
aði á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu. Þar sem bankalán eru alla
jaftian til skamms tíma, virðist ljóst
að þessi „viðbótarsláttur" einn og
sér getur á þessu ári kostað meðal-
Ijölskylduna 2-3 þús. kr. viðbótarút-
gjöld á mánuði, og þar með höggvið
töluvert skarð í þá 8% launahækkun
sem áætluð er á þessu ári.
AIIs skulduðu einstaklingar bönk-
um og sparisjóðum rösklega 36
milljarða króna í byrjun þessa árs,
sem svarar til um 141 þús. kr. á
mann, eða 565 þús. kr. að jafnaði á
fjögurra manna fjölskylduna. Af
þeirri upphæð má búast við að
vaxtagreiðslurnar einar verði vart
undir 85.000 kr. á þessu ári, miðað
við 15% nafnvexti.
Aðlögun að
offjárfestingunni
Fyrirtækin í landinu juku aftur á
móti bankaskuldir sínar um aðeins
1,8% í krónum talið frá byrjun til
loka síðasta árs. Það þýðir að þau
lækkuðu þessar skuldir sínar veru-
lega (um 6 milljarða) að raungildi.
Að mati Þjóðhagsstofnunar hafa
hinir háu vextir dregið úr fjárfest-
ingu atvinnuveganna. Fjármögnun
á halla ríkissjóðs hafi þannig rutt
fyrirtækjunum af lánsfjármarkaðin-
um.
Raunar segir Þjóðhagsstofnun
samdrátt í fjárfestingum atvinnu-
veganna á undanförnum árum ekki
eiga sér sögulegar hliðstæður hér á
landi. ,Að miklu leyti er hér um að
ræða aðlögun atvinnurekstursins að
offjárfestingu áranna 1986-1988,
svo og viðbrögð við tiltölulega háum
raunvöxtum og loks almennum
slaka í efnahagslífmu. Líklegt er að
þegar hagvöxtur tekur að glæðast á
ný muni fjárfesting taka kipp, bæði
vegna almennra endurnýjunarfjár-
festinga og eins til að mæta aukinni
framleiðslu."
Raunvexti af verðtryggðum útlán-
um innlánsstofnana segir Þjóðhags-
stofnun hafa hækkað um 0,2% milli
1989 og 1990, eða úr 7,8% upp í 8%
miðað við lánskjaravísitölu. Væri
miðað við framfærsluvísitölu yrði
hækkunin þó enn meiri, eða um
1,8% milli ára. Þá hafi nafnvextir
óverðtryggðra lána lækkað hægar
heldur en verðbólgan á árinu.
Óverðtryggð skuldabréf hafi því bor-
ið 9,1% raunvexti, borið saman við
4,7% raunvexti, umfram fram-
færsluvísitölu, árið áður.
- HEI
Rektorskjör í Háskólanum í gær:
Sveinbjörn Bjöms-
son næsti rektor
Rektorskjör var í Háskóla íslands í gær. Sveinbjöm Björnsson pró-
fessor var kjörinn rektor til næstu þríggja ára. 88,7% kennara skól-
ans neyttu atkvæðisréttar, en 36,3% stúdenta, en atkvæði þeirra
síðamefndu gilda þríðjung af vægi atkvæða kennara.
Sveinbjörn Björnsson fékk 299 at-
kvæði kennara og 790 atkvæði stúd-
enta, eða 59,4% atkvæða. Þórólfur
Þórlindsson prófessor fékk 136 at-
kvæði kennara og 985 atkvæði stúd-
enta eða 38,3% atkvæða alls.
Kjörgengir í rektorskjöri eru allir
skipaðir prófessorar í starfi. Þeir
Sveinbjörn og Þórólfur voru þó
meira í framboði en aðrir.
Atkvæðisrétt hafa prófessorar, dós-
entar, lektorar, og allir þeir fastráðn-
ir starfsmenn Háskólans og stofn-
ana hans, sem hafa háskólapróf.
/*-----------------------------
1}
Stúdentar hafa atkvæðisrétt og gilda
atkvæði þeirra sem einn þriðji hluti
allra greiddra atkvæða.
Á kjörskrá eru 497 kennarar og
starfsmenn, og 5.013 stúdentar.
Sveinbjörn Björnsson tekur við
embætti rektors við upphaf næsta
háskólaárs, 5. september.
Hann lagði áherslu á í kosninga-
baráttunni að háskólinn yrði a.m.k.
jafn góður og menntun frá honum
jafngild og frá bestu háskólum er-
lendis.
—aa.
------------------------------\
Konan mín, systir okkar og mágkona
Ásta Ámadóttir
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 8. aprll kl.
13.30.
Sveinn Dagbjartsson
Vikar Ámason Svanhvít Sigurjónsdóttir
Þráinn Ámason Anna Sigurðardóttir
BirgirÁmason
Barði Ámason Ingrid Paulsen