Tíminn - 06.04.1991, Qupperneq 14

Tíminn - 06.04.1991, Qupperneq 14
26 Tíminn Laugardagur 6. apríl 1991 Guðjón R. Sigurðsson Fagurhólsmýri Eftir að Guðjón fluttist að Fagur- hólsmýri hélt hann því enn áfram að taka að sér ýmiskonar smíðaverk- efni eftir því sem til hans var leitað. Oft brá hann sér í ferðalag til Amer- íku eða annarra landa að hitta Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavik 5. apríl tll 11. apríl er I Apóteki Austurbæjar og Breiðholts Apóteki. Þaö apó- tek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna ffá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgni virka daga en kl. 2200 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar í síma18888. Fæddur 26. apríl 1903 Dáinn 2. mars 1991 Þó þú langforull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þírts heimalands mót. Þessar ljóðlínur Stephans G. Stephanssonar hafa sannast áþreif- anlega á Guðjóni R. Sigurðssyni sem hér verður minnst með nokkr- um orðum, en hann lést eftir stutta legu á Landspítalanum í Reykjavík 2. mars s.l. Guðjón fæddist að Hömrum í Mýrahreppi, Austur-Skaftafellssýslu, 26. apríl 1903. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Sigurðsson frá Svínafelli í Öræfum og Steinunn Jónsdóttir frá Odda á Mýrum. Þegar Guðjón var hálfsmánaðar að aldri, tóku foreldrar hans sig upp og fóru í kjölfar margra annarra Islendinga til Kanada með þrjú börn sín í leit að mildari lífskjörum en þeim buðust á fósturjörðinni. En Guðjón varð eftir, fyrst hjá ömmu sinni og afa, Guð- nýju Benediktsdóttur og Jóni Bjarnasyni, og mun nafn hans hafa verið sótt til þeirra beggja. Síðan ólst Guðjón að mestu leyti upp hjá Ingunni móðursystur sinni og manni hennar, Einari Þorvarðar- syni, á Brunnhól í Mýrahreppi. Móð- ir hans lést í Winnipeg ári eftir vest- urförina. Á unglingsárum sínum stundaði Guðjón um tíma ígripavinnu hjá út- gerðarmönnum á Höfn. Þegar hann var rúmlega tvítugur að aldri, skrif- aði faðir hans honum bréf og óskaði eftir því að hann kæmi vestur til sín. Ákvað Guðjón þá að fara til Kanada. Og að lokinni vorvertíð á Höfn 1925 fékk hann lánaðan hest hjá frænda sínum á Mýrum og bjóst af stað í Ameríkuferð með aleiguna í hnakk- tösku. Á hestinum mátti hann fara út í Öræfi. Þegar hann kom að Svínafelli í Ör- æfum til föðurfrænda sinna, stóð svo á að þar var verið að búa menn og hesta í ferð til Víkur í Mýrdal. Slóst Guðjón með í þessa ferð og hafði not af hesti til Víkur. Frá Vík fór hann svo fótgangandi til Reykja- víkur og hafði langar dagleiðir mið- að við ferðamátann. í Reykjavík barst honum peningasending frá föður sínum til að greiða með far- gjaldið vestur um haf. Eftir að vestur kom dvaldi hann um tíma hjá föður sínum, en fór þó von bráðar að leita fyrir sér um atvinnu annarsstaðar, og varð starfsemi hans mjög fjölbreytt þar vestra. Minningar sínar frá Ameríkuárun- um hefur hann skrifað og birt í 31 þætti í blaðinu „Heima er best“, 24. árg. í des. 1974 — 27. árg. júní- júlí 1977. Þar lýsir hann ævintýralegum lífsferli sínum um rúmlega þriggja áratuga skeið. Árum saman stund- aði hann ýmist fiskveiðar í vötnum eða dýraveiðar í skógum norðarlega í Kanada og bjó þá langtímum sam- an í bjálkakofum fjarri manna- byggðum ýmist með veiðifélögum eða einn með veiðihundum sínum. Um tíma vann hann við skógarhögg. í nokkur ár vann Guðjón í Vancou- ver á Kyrrahafsströnd. Þar réð hann sig á bát er stundaði flutninga frá Kanada til Bandaríkjanna. Við bygg- inga- og smíðaverkefni vann hann víða í mörg ár. Meðal þeirra bygg- ingarverkefna, sem hann vann við auk íbúðarhúsa, má nefna smíði á hárri turnbyggingu fyrir lyftubúnað í gullleitarnámu í Yellowknife norð- an Stóra-Þrælavatns. Þar vann hann og að smíði verkamannabústaða. Hann vann við innréttingu á kaþ- ólskri kirkju í Vancouver, við stór- hýsi í Klettafjöllum til nota sem kælihús fyrir ávexti, við skólabygg- ingu og hermannabústaði, auk þess við báta- og skipaviðgerðir, svo og húsgagnasmíði. Á þessum fjölbreytta lífsferli sínum kynntist Guðjón mörgum mönnum af ýmsum þjóðernum, þ.á m. Ind- íánum og Kínverjum. Hann lærði tungumál þeirra að meira eða minna leyti, einkum þó ensku og Norðurlandamálin. Lífsreynslan kenndi honum að fara með gát í samskiptum við viðskipta- menn. Margir reyndust honum vin- veittir og tryggir, aðrir grályndir og viðsjálir. Þegar aldurinn fór að hækka og ævintýrakrafturinn að lýjast, þá fór hugurinn að hvarfla til æskustöðv- anna. „Römm er sú taug, er rekka --------------------------------------------------------. í Þökkum innilega samúö og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Guðmundar Jónassonar Bjarteyjarsandi, Hvalfirði Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins Höfða og Sjúkra- húss Akraness fýrir góða aðhlynningu og umönnun í veikindum hans. Guðbjörg Guðjónsdóttir Dúfa Stefánsdóttir Jónas Guðmundsson Hallgrímur Guðmundsson Óttar Guðmundsson Siguijón Guðmundsson Vífill Búason Guðrún Samsonardóttir Rebekka Gunnarsdóttir Anna Jónsdóttir Kolbrún Eiríksdóttir Í------------------------------------------- íf Innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför Bjama Bjamasonar fv. bmnavaröar Sérstakar þakkir færum við starfsfólki í Seljahlíð og deildar 4b, Borgarspítala, fyrir góða umönnun. Selma Bjamadóttir Guðmundur Magnússon Bimir Bjamason Edda Flygenring Sveinbjöm Bjamason Catherine Bjamason bamaböm og bamabamaböm dregur föðurtúna til.“ Guðjón ákvað að heimsækja frændfólk sitt á ís- landi, og hjá honum var ætíð skammt milli ákvarðana og fram- kvæmda. Hann fór með flugvél til Reykjavíkur og svo þaðan til Horna- fjarðar. í minningum sínum segir Guðjón um flugferðina til Horna- fjarðar: „Mér er minnisstætt, þegar hinn ágæti flugmaður bauð mér að sitja frammi í hjá sér, hvað ég varð hrifinn af fjöllunum og bóndabæj- unum. Túnin græn og litirnir yndis- legir. Mig langaði til að faðma að mér bæina sem við svifum yfir.“ Þannig heilsaði hugur hans fóstur- jörðinni eftir rúmlega þriggja ára- tuga fjarveru. Guðjón dvaldist nú hjá vinum og frændfólki í tvo mánuði, fór svo aft- ur til Winnipeg. Kom þá í hann óyndi vestra og vaxandi þrá til æsku- stöðvanna, svo að eftir fjóra mánuði fór hann aftur til íslands árið 1959 og gaf landinu þennan vitnisburð: ,AHt ísland er fagurt og svo blítt, bæði í sjón og reynd.“ Eftir að Guðjón fluttist heim til ís- lands átti hann íyrst heima á Höfn í Hornafirði og vann einkum að ýms- um smíðaverkefnum bæði á Höfn og í sveitum Austur-Skaftafellssýslu. Árið 1972 fluttist hann búferlum frá Höfn að Fagurhólsmýri í Öræfum. Þar smíðaði hann sér lítið íbúðarhús sem hann reisti á byggingarlóð sem hann fékk hjá frændum og vinum á Fagurhólsmýri í skjóli við svonefnd- an Blesaklett. Þar átti hann heima til æviloka, í u.þ.b. 19 ár. frændfólk, vini og kunningja, og fannst honum ekki meira til um það en heimamönnum að fara milli sveita hér innan lands, enda kom hann jafnan von bráðar aftur. Heima undi hann sér löngum við lestur og skriftir eða ýmiskonar smíðaföndur og plönturækt í kringum húsið sitt. Auk þeirra minningagreina sem áð- ur er á minnst birtust eftir hann ýmsar greinar í blöðum. Hann telgdi til ýmsa smíðisgripi sem hann ýmist gaf kunningjum sínum eða seldi ferðamönnum við vaxandi eft- irspurn, svo að hann hlaut viður- kenningu fyrir framlag til íslenskrar alþýðulistar. Hann átti góðar myndavélar og fjölda mynda sem hann hafði tekið bæði innanlands og utan. Oft bauð hann upp á mynda- sýningar á mannfundum, og nutum við sveitungar hans þess vel á vetr- arkvöldum að skoða myndir hans, og sjálfur naut hann þess innilega hress í anda að leiða okkur um þær slóðir sem myndirnar vísuðu til. Hann kunni einbýlinu vel, en var þó jafnan glaður og hress í góðra vina hópi. í huga hans var þó skammt milli gamans og alvöru, enda hafði fjölbreytt lífsreynsla kennt honum að tæp er stundum fótfestan á lín- unni mjóu milli feigs og ófeigs. Lífkeðja náttúrunnar og eilífðar- málin voru honum hugstæð. Hann ræddi oft um hversu mikilvægt væri fyrir heilbrigðan þroska alls lífs að hlúð væri vel að ungviðinu, barns- sálinni, blómplöntunni o.s.frv. Guðjón var lengst af heilsuhraust- ur og undi vel hag sínum á Fagur- hólsmýri, þar sem hann naut örygg- is og umhyggju góðra vina, sérstak- lega á heimili Guðrúnar Sigurðar- dóttur f Efribænum. Hann fékk þá ósk uppfyllta að þurfa ekki á langri sjúkrahúsvist að halda, því eins og áður segir lést hann á Landspítalan- um eftir stutta legu. Og nú hefur þessi víðföruli og tryggi ættjarðar- sonur verið lagður til hinstu hvfldar í kirkjugarðinum við Hofskirkju í Öræfum í skjóli við hæsta fjall ís- lands. Sveitungar hans kveðja hann með þökk eftir nær tveggja áratuga samfylgd. Vinum hans og vanda- mönnum eru sendar samúðarkveðj- ur. Þorsteinn Jóhannsson FRÁ GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1985) fer fram í skólum borgarinnar þriðjudaginn 9. og miðvikudaginn 10. apríl nk., kl. 15-17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma vegna nauðsyn- legrar skipulagningar og undirbúningsvinnu í skólunum. ÚTBOB Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í malbikun gatna sumarið 1991. Útboðsgögn verða afhent, frá og með þriðju- deginum 9. apríl nk., á skrifstofu bæjarverk- fræðings í Hafnarfirði, Strandgötu 6, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. apríl kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Hafnarflörðun Hafnaríjaröar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrí: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö i þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavíkun Opiö virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akrartes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekiö er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrír Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Settjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráöleggingar og tlmapant- anir i sima 21230. Borgarspítaiinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúknavakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu erugefnar i sim- svara 18888. Ónæmisaögeröir fýrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Neyöarvakt Tannlæknaféiags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sim- svari 681041. Garöabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er oþin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er i sima 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnaríjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slml 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta erallan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sáþ fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspftallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftall Hríngsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunaríæknlngadeild Landspftalans Hátúnl 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagl. - Landa- kotsspftall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Hellsuvemdarstöðln: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla dagakl. 15.30tilkl. 16ogkl. 18.30til kl. 19.30. - Flókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæfiö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspftall: Helmsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitall Hafnarfirðl: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknlshéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvillð - Reykjavik: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur. Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarfiötöun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifrelö sími 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö simi 11955. Akureyrí: Lögreglan sfmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjóröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.