Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 9
Laugardagur 6. apríl 1991 Tíminn 9 Davíð Oddsson loðmæltur á fundi á ísafirði: Ekki skýrist sjávar- útvegsstefna íhalds Á framboðsfundi á ísafirði sl. fimmtudag viðurkenndi Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæðisflokksins og borgarstjóri, að flokkurinn hefði enn ekki mótað stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Hann ætti enn eftir að koma sér saman um hverju ætti að breyta í þeim, eða hvemig. Þó væri ljóst að þeim þyrfti að breyta. Davíð sagði jafn- framt að til þess verks yrði að koma sjálfstæðismaður. Davíð gat þó ekki tilgreint hver hann ætti að vera. Þegar Davíð var spurður að því hvernig bæta ætti þeim, sem fest hafa fé í kvóta, upp eignamissi ef kerfið verður aflagt, sagði hann að flokkurinn ætti enn eftir að taka af- stöðu til þess. Davíð vildi heldur ekki svara því hvort Matthías Bjarnason, þingmaður Vestfirðinga, væri sjávarútvegsráðherraefni flokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur mót- að stefnu sína í sjávarútvegsmálum. Hana má sjá í landsfundarsamþykkt flokksins. Það verður ekkert hlaupið út úr kvótanum án þess að bæta þeim tjónið, sem þar sitja fastir. Við af- leggjum kvótann ekki í einu vet- fangi. Tillögur okkar í því efni eru hins vegar ekki mótaðar. Þetta er vanda- samt mál að vinna. Ég hef ekki sóst eftir því að verða ráðherra, og því síður sjávarútvegs- ráðherra. Fyrst þarf að kjósa, síðan mynda ríkisstjórn, og þá Ioks að velja menn í hana. Það liggur ekkert beint við að ég verði sjávarútvegs- ráðherra Sjálfstæðisflokksins," segir Matthías Bjarnason. -aá Heimalöndunarálagið á undanhaldi: AKUREYRARSAMNINGURINN VÍDA BONNN SJÓMÖNNUM Sjómönnum á togurum frá Fá- skrúðsfírði og Neskaupstað hefur verið boðið sama fískverð og sjó- menn á ísfisktogurum Útgerðarfé- lags Akureyringa samþykktu í fyrradag. En sjómenn á togurunum Ljósafelli SU og Hoffelli SU frá Fá- skrúðsfirði sögðu upp störfum 26. mars s.l. vegna óánægju með fisk- verð. Að sögn Eiríks Ólafssonar, útgerðarstjóra fajá Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar, þá var samningur- inn til skoðunar hjá sjómönnum og því ekki jjóst hvort þeir myndu samþykkja hann óbreyttan. Þá hafa sjómenn á togurum frá Eskifirði og Breiðdalsvík beðið um viðræður um fiskverð. Áhöfnin á Sunnutindi frá Djúpavogi sagði upp störfum 3. apríl s.I. eftir að útgerðin þar bauð þeim 30% heimalöndunar- álag, en þeir krefjast 41% álags. Einnig mun fiskverkafólk víða hafa krafist launahækkana í samræmi við það sem sjómenn fá. En fisk- verkafólk hjá Hraðfrystihúsi Fá- skrúðsfjarðar hf., Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og Útgerðarfélagi Dalvík- inga hefur sent forráðamönnum fyr- irtækja sinna undirskriftarlista þar sem farið er fram á kjarabætur. Við- ræður fiskverkafólks og yfirmanna munu fara fram í næstu viku á þess- um stöðum, en ekki er búist við verulegum launahækkunum, sam- kvæmt heimildum Tímans. Sjómenn á togurum frá Sauðár- króki, Neskaupstað og Djúpavogi hafa fengið 20% heimalöndunar- álag, en hluti af aflanum er seldur á erlendum fiskmörkuðum. Jóhann Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, segir að í viðræðum sem fóru fram í fyrradag hafi sjómönnum verið boð- Lenti á íþrótta- vellinum Þyria Landhelgisgæslunnar lenti síðdegis í gær á íþróttavell- inum á Hvammstanga og sótti þangað sjúkling, sem Ifidega var með kransæðastíflu. Hann var fluttur á Borgarspítalann, en ekki fengust í gær upplýsingar um Iíðan hans. —SE inn Akureyrarsamningurinn og séu þeir nú að skoða sín mál. „Hér er þó allt með kyrrum kjörum og þeir eru á leið út á sjó. Ég geri ráð fyrir að mál skýrist í næstu viku,“ sagði Jó- hann. Ágúst Elíasson, framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að umræða um markaðstengingu fisk- verðs komi til með að aukast. „Meg- inatriðið í samningi ÚA er markaðs- tenging á ákveðnum hluta aflans, það byggist á því að þeir taka allan aflann til vinnslu sjálfir. En flest þeirra fyrirtækja á Austfjörðum, þar sem verið er að fara fram á svipað, selja 15-20% af sínum afla á markað erlendis og sjómennirnir njóta þess,“ sagði Ágúst. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands íslands, segir að þeir hafi lengi lagt áherslu á að fiskverð verði tengt mörkuð- unum, en varar við því að fisk- vinnslufólk miði laun sín við laun sjómanna, nema þau vilji taka á sig þann óvissuþátt sem sjómenn taka á sig vegna breytinga á markaðs- verði. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að það ætti að tengja fiskverð mörkuð- unum. Sjómenn njóta þess þegar markaðsverð hækkar, en þeir taka líka á sig áföll þegar markaðsverð lækkar. Það hafa þeir alltaf gert og það gleymist oft í umræðunni. Ef fiskvinnslufólk er að tala um að hækka sitt kaup í samræmi við hækkun sjómanna á Akureyri, þá verður hugsanlega að tengja bónus fiskvinnslufólks markaðsverðunum. Sú hugmynd hefur verið rædd með- al fiskvinnslufólks, en henni hefur alltaf verið hafnað, því fólk veit að launin lækka ef markaðsverð lækk- ar,“ sagði Hólmgeir í samtali við Tímann í gær. —GEÓ Olafur Olafsson landlæknir, til vinstri, og Guöjón Petersen, framkv.stjóri Almannavama ríkisins. Tímamynd Aml Bjama Alþjóða heilbrigðisdagurinn er á morgun: Verum viðbúin ef vá ber að dyrum Alþjóða heilbrigðisdagurinn er á morgun, sunnudaginn 7. apríl. Einkunarorð hans eru „Should dis- aster strike, be prepared" eða „Vertu viðbúinn ef vá ber að dyr- um“.Af því tilefni kynntu Almanna- vamir rfidsins og landlæknir, skipulag almannavama í landinu og þátt heilbrigðisþjónustunnar í því. Á fundinum voru fulltrúar frá stærstu sjúkrahúsum landsins. Þeir kynntu innra öryggi sjúkrahúsa, og hversu vel þau eru til þess búin að mæta stórslysum, eins og flugslysi í Keflavík, jarðskjálfta á Suðurlandi, og eldsvoða á sjúkrahúsunum sjálf- um. Guðjón Petersen, forstjóri Al- mannavarna, kynnti ný greiningar- spjöld. Þau eru til þess gerð að auð- velda greiningu og flokkun slasaðra á slysstað. Þannig má raða fórnar- lömbunum í forgangshópa og koma þeim, sem mest liggur á, fyrst undir læknishendur. Að loknum erindum stjórnaði Ólafur Ólafsson landlækn- ir umræðum. Nánar verður greint frá efni fundarins síðar. -aá. Egill á Seljavöllum and- snúinn mörgu í nýja bú- vörusamningnum. For- maður Stéttarsambandsins svarar honum: „Egill reynir að bjóða betur“ „Þær breytingar sem fyrirhugað er að gm á búvörulögum, í tengslum við nýja búvörusamninginn, hníga allar í þá átt að þrengja hag bænda," sagði Egill Jónsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins á Austuriandi, í samtali við Tím- ann. EgiII hefur gagnrýnt búvöni- samninginn harðlega á kosninga- fundum eystra. Hann segist Ld. alls ekki geta sætt sig við iækkun á verðlagsgrundvelii í haust og næsta haust. „Ég skil bara ekkert í Stéttarsarabandinu að bjóða bænd- um upp á þetta þegar það liggur fyrir að hfutur bænda í dilkakjöts- verðinu hefur minnkað og hlutur annarra verðmyndunarliða hefúr hækkað stóriega," sagði Egill. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagöist telja aö Egill sé einfaldlega að reyna að bjóða betur. „Ég mun ekki slá hendinni á mðti betri samningi ef stjómvöld, alþingismenn og fólkiö í iandinu er tUbúiö tii að gera betur við okkur. Ég tel hins vegar að það sé ekki vilji til þess. Það sitja fkiri þingmenn á Alþingi en Egill á Seljavöllum," sagði Haukur. EgiII gagmýndi hvemig staðið var að gerð samningsins. Hann sagði rangt að stilla bændum upp við vegg, eins og gert var, og þvinga þá til að taka afstöðu á örskömmum tíma. Hann gagnrýndi einnig að ekki skyldi vera haft samrað við stjómarandstöðuna um þetta mál. Egill sagðist vera sammáia tveim- ur meginatriðum samningsins, að ná jafnvægi milli framieiðslu og neyslu sauðfjárafurða og að taka upp beinar greiðslur til bænda. Hann sagðist vera algericga ósam- mála ýmsu öðru í samningnum. f þvt sambandi vildi hann nefna það sem hann kaflaði launaiækkun bænda, en í samningnum segir að samningsaðilar stefni að því að lækka dilkakjöt um 20% á samn- ingstímanum. Haukur sagði að þetta væri aðeins markmlð. Hann benti einnig á að einhver lækkun á kjöti gætí skilað bændum auknum tekjum vegna aukinnar sölu. Hann sagði hættu- legt fyrir bændur, þegar litið væri til langs tíma, að segja sitt hlutverk einungis vera að framleiða, en líta framhjá því hvemig gengur að seþ'a. Haukur sagðist telja það mis- tök að skflja á miili framleiðsiu og sölukcrfis, elns og gert var í bú- vörulögunum. Það hafi komið í bakið á bændum. „Það þýðir ckkert að horfa framhjá því að við stefn- um inn í þjóðfélag þar sem mark- aðurinn ræður á nær öllum svið- um,“ sagði Haukur. Egifl gagmýndi einnig að í samn- ingnum væri ekkert tetóð á því sem snýr að ritósvaidinu. Hann sagði aö ektó hefði verið óeðlilegt að endur- skoða skattlagnlngu ríkisins á bú- vörum. Þá sagði hann að með búvöru- samningnum væri horflð frá þeirri stefnu, sem mörkuð var f búvöru- lögunum, að bændur fái fram- leiðslu sína staðgreidda hjá afurða- stöðvum. Egiil sagði að með samn- ingnum væri stefnt að þvf að taka upp umboðssölu á búvörum. Þetta sagðist hann ails ektó geta sætt slg við.Egli! sagðist gera sér grein fyr- ir að þcssi samningur sé sam- komulag milii bænda og rítós- sijómarinnar, gerður í þröngri stöðu. Hann sagðist jafnframt við- urkenna aö þessi samningur veröi á vissan hátt leiðandi ura iandbún- aðarstefnu næstu ára, hvemig svo sem mál stópast í kosningunum. Þó að Egifl sé andsnúinn sanin- ingnum f veigamiklum atriðum, eru flokksbræður hans í þingfloktó Sjálfstæðisflokksins etóá sömu skoðunar. Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, hefur lýst yflr stuðningi við samninginn. Af- staða formanns flokksins er óljós. -Eó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.