Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. apríl 1991 Tíminn 29 KVIKMYNDIR Steven Segal kennir áhorfendum að brjóta bein. Hver er steifcastur? Hver er sterkastur? Marked for Death #1/2 Aðalhlutverk: Steven Segal (Hard to Kill, Nico), Basil Wallace, Keith David, Jo- anna Pacula Framleiðandi: Michael Grais, Mark Vic- tor Leikstjóri: Dwight H. Little Bönnuð innan 16 ára Sýnd I Bióhöllinni Kvikmynd á borð við Hart á móti hörðu (Marked for Death) þarfnast ekki mikilla skýringa. Þarna er á ferðinni enn ein formúlumyndin með Steven Segal í aðalhlutverki sem segir frá manni sem brýtur bein í fólki sér til skemmtunar og rembist við að vera lögregla þess á milli. Steven Segal, hinn nýi arftaki Rambós, er jafnvel sterkari og klárari heldur en lærimeistarinn og tekst á við fimm manns án þess að blikka auga. Þarna á hann í höggi við Jamaikabúa nokkra sem hafa hrifsað til sín fíkniefnasölu frá mafíunni með aðstoð galda og fremstur í flokki Jamaikabúanna er geysiöflugur galdrakarl sem virðist hafa tvö höfuð eftir því sem sagt er. Myndin ætti helst að höfða til unglinga sem eru að sérhæfa sig; bardagatækni, en fyrir mig, ég segi nei takk. Það eina sem mér fannst áhugavert við þessa annars Iítið spennandi kvikmynd var tónlist og menning Jamaikabúanna sem voru gerðir svo einfaldir að leit er að öðru eins. Þarna er byggt upp á formúlunni hvítir á móti svörtum sem á mjög upp á pallborðið í slagsmálamyndum eins og þessari. Tæknileg atriði eru vel unnin og (jöldinn allur af áhættuleikurum var ráðinn við vinnslu myndarinn- ar í því skyni að gera hinn mikla Segal að eins milli hetju og þótti nauðsynlegt í myndinni. Robin OG dæiur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustlr hlekkir í sveiganlegri keðju hringinn í kringum landið Bílaleiga með útibú allt í kringum landiö, gera þér mögulcgt að leigja bíl á cinum staö og skila honum á öðruni. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks —iöBKS Reykjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísafjöröur: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur: 95-35828 Egilsstaðir: 97-11623 Vopnafjörður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDÝRIR IIELGARPAKKAR SPEGILL mm Er Linda Evans loks búin að finna hina einu sönnu ást? Alltaf öðru hverju berast fréttir af einkalífi Lindu Evans, sem fræg- ust hefur orðið fyrir leik sinn í Dynasty-sjónvarpsþáttunum. All- ar hafa þessar fréttir verið af sama tagi, aumingja Linda hefur átt í mesta basli með ástalífið og því hafa fylgt sífelld vonbrigði. Nú gerir Linda sér vonir um að loks hafi hún fundið þann eina rétta og segir hér aðeins af því. Um þessar mundir eru liðin nærri tvö ár síðan hún sat kvöld- stund í hópi vina og hlustaði á tónlist gríska tónskáldsins Yanni. í stundarhrifningu ákvað hún að hringja í hann og láta hann vita að hann ætti aðdáendur í Beverly Hills, sem náttúrlega eru góðar fréttir fyrir hvem sem er. Fram- haldið er það að nú tala þau sam- an í síma klukkustundum saman á hverjum degi ef þau em að vinna hvort á sínum stað. En toppurinn á tilvemnni er auðvit- að þegar þau geta verið saman á afskekktum stað þar sem ekkert truflar þau. Sá staður bíður þeirra reyndar í smáþorpi, sem ber nafnið Snoqu- almie í Washington-ríki og hefur 1600 íbúa. Fáir vissu um tilveru þessa þorps þar til David Lynch valdi það sem vettvang Tvídranga, sjónvarpsþáttanna sem sýndir hafa verið víða um lönd. Fjöldi ferðamanna tók að leggja leið sína til þessa afskekkta þorps til að líta augum sögunarmylluna, bragða á kirsuberjapæjunum og horfa á fjöllin tvö Mount Si og Mount Teneriffe, sem sjónvarpsþættirnir bera nafn af. Þarna í grenndinni fann Linda það sem hún hafði verið að leita að, lóð á friðsælum stað við vatn. Húsið var byggt samkvæmt henn- ar fyrirsögn og þarna eiga hún og Yanni nú griðastað, langt frá ys og þys umheimsins. Það fér vel um Lindu Evans og Yanni í húsinu þeirra við „Tví- dranga". Piper Lauríe blómstrar - fékk Golden Globe fyrir Tvídranga Piper Laurie lék sætar og meinlausar stelpur í gamla daga. Þessa dagana nýtur Piper Laurie endurvakinna vinsælda á hvíta tjaldinu, reyndar er það sjón- varpsskermurinn í þetta sinn sem er vettvangur hennar. Hún var nýlega sæmd Golden Globe verðlaununum fyrir besta leik konu í aukahlutverki. Það var hin undirförula og óútreikn- anlega Catherine Packard Martell í Tvídröngum sem færði Piper þessi eftirsóttu verðlaun. Piper Laurie er fjarri því að vera nýgræðingur í leiklistinni, þar lét hún fyrst til sín taka þegar hún var aðeins þriggja ára. Kvikmyndaferill hennar hófst 1950 hjá Universal þegar hún lék í kvikmyndinni Louisa, ásamt Ronald Reagan, tilvonandi for- seta Bandaríkjanna, og árin næstu á eftir lék hún í mörgum kvikmyndum, þ.á m. Prinsinn sem var þjófur með Tony Curtis. Það var þó ekki fyrr en eftir að hún sagði skilið við stóru kvik- myndafélögin í Hollywood að hún fór að blómstra sem leik- kona. Hún ákvað þá að fara til New York og þreifa fyrir sér um alvarlegri hlutverk á leiksviði. Ár- angurinn varð sá að á næstu ár- um var hún tilnefnd til fjöl- margra Emmy- verðlauna. Á síðari árum hefur hún oftar en einu sinni verið tilnefnd til Ósk- arsverðlauna fyrir hlutverk í kvikmyndum. Piper Laurie býr nú í Los Ange- les og er önnum kafin upp fyrir haus. f þeim fáu tómstundum sem henni gefast stundar hún höggmyndalist af mestu alvöru og hefur byggt sér vinnustofu við heimili sitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.