Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn t’CjO V A v inchicm ir ! Laugardagur 6. apríl 1991 UTLOND Um tvær milljónir Kúrda á flótta: Iraksstjórn býður Kúrdum sakaruppgjöf Um tvær milljónir Kúrda flýja nú her Saddams Hussein, en íraskir Kúrdar eru ekki nema um 3,5 milljónir. írösk stjórnvöld sögðust í gær ætla að veita öllum uppreisnar- mönnum Kúrda sakaruppgjöf. í opinberri tilkynningu frá Bylt- ingarráði Baathflokksins sagði að þeir Kúrdar sem enn séu í Ir- ak fái viku frest til að taka þessu tilboði, en þeir Kúrdar sem hafa flúið land fái tvær vikur. f til- kynningunni, sem var birt af opinberu fréttastofunni INA í írak, sagði að sakaruppgjöfin næði til allra Kúrda nema þeirra sem hefðu notfært sér upp- lausnarástandið til morða, nauðgana og þjófnaðar. Talsmenn kúrdískra uppreisnar- manna sögðust ekki trúa þessari yfir- lýsingu og sögðu hana vera „sjúkleg- an brandara". „Kúrdísku flóttamenn- irnir hafa séð slátrunina með eigin augum í Kirkuk, Altin Kopru ..." sagði einn þeirra. Þeir sögðu að Kúrdarnir mundu ekki snúa aftur fyrr en búið væri að koma Saddam frá og ákveðið hefði verið að halda frjáls- ar kosningar í landinu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt fréttum, sem borist hafa frá Týrklandi og íran, þá eru um tvær milljónir Kúrda á flótta undan her Saddams Hussein, en íraskir Kúrdar eru samtals ekki nema 3,5 milljónir. Tyrknesk yfirvöld sögðu um miðjan dag í gær að tæplega 250 þúsund íraskir Kúrdar hefðu komið yfir landamærin til Tyrklands. Búist var við því í gær að Öryggisráð S.Þ. mundi greiða atkvæði um álykt- un gegn íraksstjóm um að hætta taf- arlaust ofsóknunum gegn Kúrdum og leyfa alþjóðlegum hjálparstofnun- um að koma Kúrdum til hjálpar. Atlanthafsbandalagið (NATO) sakaði íraksstjóm í gær um að þverbrjóta öll mannréttindi og sagði að hún yrði að stöðva árásimar á Kúrdana. „NATO fordæmir harðlega þessi grimmdar- verk... og lýsir íraksstjóm ábyrga fyr- ir þessum mannréttindabrotum," sagði talsmaður samtakanna eftir fundinn, sem Bretar boðuðu til. Fundarmenn voru sammála um að veita þyrfti tafarlausa neyðaraðstoð og alþjóðleg hjálparsamtök ættu að hafa yfimmsjón með henni. George Bush, forseti Bandaríkjanna, varði í gær þá stefnu sína að veita Kúrdum ekki hernaðaraðstoð með því að segja að bandarískir hermenn væm mikilvægari en svo að þeim yrði fórnað í borgarastyrjöld í írak. Hann hefur hins vegar varað íraksstjóm við Sumir sem fara snemma að sofa eiga í erflðleikum með svefninn og vakna oft upp um miðjar nætur og geta ekki sofið lengur. Þetta er sér- staklega algengt hjá eldra fólki. Ástralskir vísindamenn telja að ástæðan fyrir þessu sé að hin svo- nefnda líkamsklukka sé komin úr jafnvægi við gang jarðar og þeir telja sig hafa fundið leið til þess að samræma hana aftur að honum. Dr. Leon Lack, sem stjórnar geð- rannsóknarhópi við Flindersháskól- ann í Ástralíu, segir að hægt sé að koma í veg fyrir þetta vandamál með því að láta sterkt ljós skína á sig snemma kvölds. • Laík segir að líkami manna taki náttúrlegum breytingum í sveiflum sem miðist við gang jarðar. Góður mælikvarði á þessa líkamsklukku er líkamshitinn, sem undir venjuleg- um kringumstæðum er lægstur um kl. 5 f.h. og hæstur um kl. 6 e.h. Lack segir að líkamshitinn hjá þeim, sem glími við það vandamál að því að viðskiptaþvingunum gegn írak verði kannski ekki aflétt ef drápunum á Kúrdum og öðrum uppreisnar- mönnum linnir ekki. Bush hefur ver- ið gagnrýndur af m.a. demókrötum og fjölmiðlum fyrir að láta herinn ekki koma uppreisnarmönnum til hjálpar. Gagnrýnendur hafa vitnað í Norman Schwarzkopf, yfirmann Bandaríkjahers við Persaflóa, en hann sagðist hafa viljað halda áffam og eyðileggja íraska herinn algjör- lega, en Bush stöðvaði hann 17. febrúar. Hins vegar hafa skoðana- kannanir í Bandaríkjunum sýnt að tæplega 70% Bandaríkjamanna styðja stefnu forsetans í írak . vakna of snemma, sé lægstur um miðnætti, en það veldur því að þeir vakna á milli kl. tvö til fjögur um nóttina. Lack segir að ekki sé hægt að leysa þetta vandamál með því að fara seinna að sofa. í rannsóknum, sem gerðar voru við Flinderháskól- ann, kom í ljós að þetta svefnleysi lagaðist þegar mjög sterkt leiftrandi Ijós var látið skína á fólkið snemma kvölds. Líkaminn eða líkamsklukk- an telur þá að enn sé dagur og seink- ar þá líkamssveiflunni þannig að lágmarkslíkamshita er náð mun seinna og svefninn lengist. Líkams- klukkunni er þannig seinkað og samræmd við gang jarðar. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að eftir tveggja daga meðferð var svefninn að jafnaði 90 mínútum lengri. Þetta er ekki krón- ískt vandamál, þ.e.a.s. meðferðin þarf eingöngu að vera tímabundin. Lack sagðist ekki geta skýrt af hverju líkamsklukkan afstilltist í upphafi. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit NIKÖSlA - Saddam Hussein, for- seti (raks, bauð ( gær kúrdiskum uppreisnarmönnum sakarupp- gjöf, en talsmenn þeirra sögðust ekki trúa honum og sögðu að boð hans væri „sjúklegur brand- ari“ með hliðsjón að grimmdar- verkum (raska stjómarhersins. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR - Frakkland, Bretland ogBandarík- in reyndu í gær að fá Óryggisráð S.Þ. til að krefjast þess að frösk stjómvöld hætti ofsóknunum gegn Kúrdum KAUFORNlA, Bandankjunum - George Bush, forseti Bandaríkj- anna, varði i gær þá ákvörðun s(na að koma uppreísnarmönn- um Kúrda ekki til hjálpar með þeim rökum að bandarískir her- menn séu mikilvægari en svo að hægt sé að fóma þeim F borgara- styrjötd I írak. Skoðanakannanir f Bandarikjunum sýna að tóeplega 70% Bandaríkjamanna styðja stefnu forsetans i (rak. BRUSSEL - Atlantshafsbanda- lagið (NATO) sakaði i gær (raks- stjórn um að þverbrjóta öll mann- réttindí og sagði að hún yrðí að hætta árásunum gegn Kúrdum strax. Þetta er harðasta yfírfýsing aiþjóðlegra samtaka um aðfarír (raksstjómar að Kúrdum til þessa. LONDON - Kúrdískir mótmæl- endur tóku sendiráð (raka f Lond- on á sitt vald í gær og rústuðu því, til að mótmæla grimmdar- verkum Iraksstjómar gegn kúr- dfsku þjóðinni f Irak. Þeir héldu sendiráðinu f þrjár klst áður en þeir gáfust upp fyrir óeiröalög- reglu. MOSKVA - Boris Jeltsin, forseti Rússlands, vann stóran sigur þegar honum var veitt vald til að stjórna Rússlandi með tilskipun- um — svipað vald og Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti hefúr tryggt sér — og boðað var til beinna forsetakosninga 12.júní. MOSKVA - Verkfall námamanna I Sovétríkjunum heldur áfram að breiðast út og verkamenn f öðr- um mlkilvægum iðngrelnum eru famir að iáta í sér heyra og lík- umar á allsheijarverkfalli hafa aukist, en það gæti leitttil afsagn- ar Gorbatsjovs Sovétforseta. BONN - Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, ætlar að fara í opin- bera heimsókn til Austur-Þýska- lands um heigina, en hann hefur ekki komið þangað í fjóra mán- uði. Kohl var mjög vinsæll í Aust- ur-Þýskaiandi um það leyti sem sameining landanna fórfram, en vinsældir hans hafa dvfnað eftir þvi sem efnahagsástandið ( Austur-Þýskalandi hefur versrv að. UMA, Perú - Harður jarðskjálfti varð f norðausturhluta Perú I gær með þeim afleiðlngum að a.m.k. 35 létust og 750 slösuðust. Skjátftinn mældist 6,2 á Richter og fylgdi f kjölfar minni skjálfta sem mældist 5,5 á Richter. HELSINKI - Mauno Koivisto, for- seti Finnlands, sagði í opnunar- ræðu sinni á finnska þinginu í gær að hann tetdi að auðvelt verði að mynda samsteypu- stjórn, en margar erfiðar ákvarð- anir biöu hennar. Þingkosningar voru haldnar i Finnlandi f síðasta mánuði og forsetinn mun kalla til sfn formenn flokkanna á mánu- dag til sijómarmyndunar. RÓM - Francesco Cossiga, for- seti ftalfu, veitti Giulio Andreotti, sem er forsætisráöherra til bráðabirgða, heimild í gær til að reyna myndun nýrrar ríkisstjóm- ar. Þetta er í fimmtugasta skipti sem reynt er að mynda nýja rfkis- stjórn á Ítalíu eftir seinni heims- styijöfdina. Reuter-SÞJ Tyrkland: Iraskir dipló- matar drepa 1 og særa 2 Einn maöur lést og tveir særöust þegar skotiö var frá íraska ræöis- mannssetrinu í Tyrklandi á hóp mótmælenda í gær, Um 40 manns höföu safnast sam- an fyrir framan íraska ræöismanns- sctriö í lstanbúl til aö mótmæia árásum íraska hersins á Kúrda og köstuöu mótmælendur gijðti í átt aö setrinu. Þá hófst skothríö frá íyrstu og þriöju hæð hússins meö fyrrgreindum afkiöingum. Talsmaður tyrkneska utanrílds- ráöuneytisins sagði að friðhelgi stjómarerindreka kæmi f veg fyrfr að lögreglan btytist inn í ræöis- mannssetriö. En ef hægt værí að sanna fullkomlega að skotin hefðu komiö frá ræðismannssetrinu væri hægt aö griþa til ákveðinna ráðstaf- ana, en hann nefndi ekld hveijar þær væru. Svipaö atvik ótti sér stað í London árið 1984.þegar lögreglukona lést eftir að hún hafði orðið fyrir skot- um sem komu frá sendiráði Lýbíu, Breska lögreglan umkringdi sendi- ráðið, en réðst ekki inn í það vegna friðhelginnar og þannig var staðan í eDefu daga eða allt þar til sfjóm- máiatengslum var slitiö við Lýbíu Og scndiráðsstarfsmönnunum vís- að úr landi, í gær tóku flórtán kúrdískir mót- mælendur sendiráð Jraka í London á sitt vald og oll u miklum skcmmd- um á því. Þeir gáfust friðsamlega upp fyrir bresku iögregiunni eftir þriggja idsL veru í sendiráðinu. Reauter-Sþj Framsóknarflokkurínn Kosningaskrífstofa á Höfn í Homafirði Framsóknarflokkurinn opnar kosningaskrifstofu í nýju húsnæði að Álaugareyjarvegi 7 á Höfn í Hornafirði sunnudaginn 7. apríl kl. 14. Skrifstofan verður opin virka daga frá ki. 20-22 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-22. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Allir velkomnir. Sími 97- 81992 Framsóknarflokkurinn. Svefnleysi: Líkamsklukk- an löguð að gangi jarðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.