Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR HalnarMusinu v Tryggvagoiu. S 28822 ; " ' J),CmSbnel / HÖGG- Ókeypis auglýsingar • DEYFAR fyrir einstaklinga Verslió hiá faemönnum POSTFAX 1 GJvarahlutir 91-68-76-91 f V-Y Hamarsböfóa 1 - s. 67-Ó744 j B minn LAUGARDAGUR 6. APRlL 1991 ms | Forsætisráðherra segir að ýmislegt fróðlegt muni koma í Ijós þegar annáll álmálsins verði skráður: A Ekkert nýt ■ aa A-fli okl karnir $ láist ein sog hur idurc igl töttur* „Þegar annáll álmálsins verður skrifaöur mun margt fróðlegt koma í ljós,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þegar hann var spurður álits á deilum ráðherra Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um álmálið, en þær hafa fyrst og fremst snúist um hverjum kenna eigi um tafir sem orðið hafa á málinu. Jón Baldvin hefur ráðist harka- lega að ráðherrum Alþýðubanda- lagsins og sakað þá um að tefja ál- málið. Ólafur Ragnar hefur svarað fullum hálsi og sakað Jón Sigurðs- son um að hafa klúðrað málinu. Hann hefúr m.a. fullyrt að það sé bara fyrirsláttur hjá Jóni þegar hann segir að Persaflóastríðið hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Þá hefur Jón Sigurðsson ráðist að stjórn Landsvirkjunar og sakað hana um að tefja málið. Dav- íð Oddsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun, hefur vísað þessu á bug og sagt að iðnaðarráðherra sjálfur hafi tafið málið með ótíma- bærum og gagnslausum undir- skriftum. „Ég hef forðast að blanda mér í deilur um álverið. Við framsóknar- menn teljum að það eigi að byggja álver á Keilisnesi, enda náist við- unandi samningar um orkuverð, skatta og mengunarvarnir. Þetta er okkar stefna. Það hefur hins vegar fjöldamargt orðið til að tefja álmál- ið, sumt alls ekki á valdi ráðherra, annað má vissulega setja spurn- ingarmerki við,“ sagði Steingrím- ur. „Ég hef sjálfur þurft að hafa tals- verð afskipti af þessu máli. Ég hef ítrekað orðið að sætta deiluaðila. Mér tókst t.d. að sætta deiluaðila í mars í fyrra þegar málið var komið í sjálfheldu. Þá kom Jón Baldvin til mín og þakkaði mér fyrir og sagði að ég hefði bjargað álmálinu." Ráðherra Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags keppast við að bera sakir á hvern annan út af þessu máli. „Já, þeir eru duglegir við það. A- flokkarnir hafa alla tíð barist eins og hundur og köttur, þannig að þessi orðaskipti ráðherranna þurfa ekki að koma neinum á óvart. Það er best að leyfa þeim að slást, en það er hins vegar annað mál að þeir vinna álmálinu ekkert gagn með þessari framkomu. í Morgunblaðinu í gær er grein eftir Davíð Oddsson þar sem hann áfellist iðnaðarráðherra fyrir fram- göngu hans í málinu. Iðnaðarráð-. herra hefur sagt í sjónvarpsviðtali að stjórn Landsvirkjunar hafi tafið málið. Þessar deilur allar munu skaða málið og þess vegna tel ég að réttast væri að þegja um þessa hluti, sem eru liðnir, og einbeita sér að því að ljúka samningum," sagði Steingrímur að lokum. Þjóðhagsstofnun: Hagsveiflan í botn 1990enaftur upp á við í ár Þjóðhagsstofnun segir árið 1990 marka tímamót í viðureign- inni við verðbólgu. Hjöðnun hennar niður á svipað stig og í helstu viðskiptalöndunum séu markverðustu tíðindin af þróun efnahagsmála á síðasta ári. Framfærslukostnaður hækkaði um 7,3% innan ársins 1990 og spáð er að hækkunin verði 6-7% á þessu ári. Kaupmáttur hafí staðið í stað á árinu 1990, eins og stefnt var að. Hann á síðan að aukast aftur um 2% á þessu ári, miðað við þær 8% launahækkan- ir sem reiknað er með í ár. Þjóðhagsstofnun áætlar að lands- framleiðslan hafi árið 1990 verið óbreytt frá árinu á undan. Botni hagsveiflunnar sé því náð, eftir tvö samdráttarár í röð. Horfur eru taldar á 1% aukningu landsfram- leiðslu á þessu ári og 2% aukn- ingu þjóðartekna. Án álvers er þó reiknað með hægum hagvexti, eða 1,5 til 2% á ári, næstu árin. Þrátt fyrir 5 milljarða kr. hag- stæðan vöruskiptajöfnuð varð við- skiptahalli við útlönd upp á 9,2 milljarða kr. á síðasta ári. Skýr- ingin felst í 14,6 milljónum sem íslendingar þurftu að greiða í vexti af erlendum lánum á árinu (þ.e. upphæð sem svarar 114 þús. krónum á hvern vinnandi mann á íslandi). Forsendur þjóðar- sáttar staðist Þjóðhagsstofnun segir forsendur þjóðarsáttarsamninganna í febrú- ar 1990 hafa staðist í öllum meg- inatriðum. „Verðlagsþróunin hef- ur reynst fylgja samningsferlinum að langmestu leyti og nú í mars skeikar þar aðeins 0,8%.“ Við- skiptakjörin hafi þó reynst hag- stæðari en ráð var fyrir gert sem leitt hafi til 0,3% launahækkunar nú í mars. Tiltækar heimildir um launaþró- un í aðildarfélögum ASÍ og opin- berra starfsmanna bendi ekki til launaskriðs á fyrsta ári samnings- ins. Dagvinnulaun þessara hópa hafi hækkað um 8-9% og heildar- laun um 9%. Vinnutími ASÍ- fólks hafi ennþá styst eftir mikla stytt- ingu árið 1988. En vinnutími op- inberra starfsmanna virðist óbreyttur. Tekjur sjómanna hafi hins vegar hækkað meira en laun í landi. Ár- ið 1990 er aflaverðmæti talið 25- 28% meira en árið áður, þrátt fyr- ir 2% samdrátt í afla. Þetta bendi til 30% hækkunar á fiskverði að meðaltali. Tilfærslutekjur (m.a. lífeyris- greiðslur) eru taldar hafa hækkað talsvert meira en laun í Iandinu, eða um 15%. Þá er bent á að vaxta- tekjur heimilanna hafi vaxið um- talsvert á síðustu árum í kjölfar hækkandi raunvaxta og aukins sparnaðar. Með hækkun skatthlut- falls í staðgreiðslu hafi skattbyrð- in einnig aukist um 1,5%. „Þegar öllu er til haga haldið er talið að ráðstöfunartekjur heimil- anna í heild hafi hækkað um 11%, en það svarar til 10% hækkunar á mann,“ segir Þjóðhagsstofnun. - HEl Forystumenn Alþingis og Sögufélagsins á útgáfudegi 17. bindis Aiþingisbóka islands. Frá vinstri: Ragnheiö- ur Þorláksdóttir framkvæmdastjóri Sögufélagsins, Friðrik Ólafsson skrifstofústjóri Alþingis, Gunnar Sveinsson sem sá um útgáfu þessa bindis, Heimir Þoríeifsson forseti Sögufélagsins og Guðrún Helgadóttirforseti Sam- einaðs þings. , Timamynd Pjetur Sautjánda og síðasta bindi Alþingisbóka Islands komið út: Verra en vindhjallur Út er komið sautjánda og síðasta bindiö af Alþingisbókum íslands, nærri 80 árum eftir að fyrsta bind- ið kom út. Þar með er búið að prenta gjörðabækur gamla Alþingis frá því byrjað var að skrá þær árið 1570. Þessi útgáfa er mikill fengur fyrir sagnfræðinga og aðra áhuga- menn um sögu þjóðarinnar. Þama er um að ræða grundvallarheimild um íslenska þjóðarsögu, sem sýnir vel þróun réttarfars, menningar og tungu þjóðarinnar. í þessu síðasta bindi Alþingisbók- anna má m.a. lesa um endalok gamla Alþingis, en þinghaldi var formlega hætt sumarið 1800. Tvö síðustu þingin voru haldin í Reykja- vík. Embættismönnum landsins fannst orðið erfitt að halda uppi al- mennilegu þinghaldi á Þingvöllum, m.a. vegna þess að húsakynni þar voru svo léleg. Magnús Stephensen lögmaður lét bóka á síðasta þinginu árið 1798 að hann væri orðinn la- sinn og veikburða vegna „heilsu- spillandi dragsúgs í gegnum glugga- brotið og opið lögréttuhús". Lög- réttumenn tóku undir með honum og bókuðu að húsið væri „óheil- næmara og verra hvörjum vindhjalli og heilsa og líf í háska, sem þar neyðist til inni að sitja.“ Þó að þröngt sé um alþingismenn í dag mega þeir þó teljast vel haldnir ef miðað er við það sem Magnús lög- maður og félagar hans máttu þola fyrir tæpum 200 árum. Það var árið 1863 sem tillaga kom fram á Alþingi um að prenta Alþing- isbækurnar, en hagsýnir alþingis- menn felldu tillöguna. Eftir síðustu aldamót var hins vegar ákveðið að hefja undirbúning að þessu mikla verki og kom fyrsta bindið út í þremur heftum á árunum 1912- 1914. í formála í fyrsta heftinu segir Jón Þorkelsson, skjalavörður í Landsskjalasafninu, að stefna beri að því að útgáfu Alþingisbókanna verði lokið fyrir 1000 ára afmæli AI- þingis árið 1930. Það liðu hins vegar 60 ár frá Alþingishátíðinni þar til öll bindin komu út. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.