Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. apríl 1991
Tír nn 7
Unnið í fiskiðjuveri Útgerðarfélags Akureyrínga hf.
iðngreinar sem enn eiga í erfið-
leikum, t.d. ullariðnaður og
nokkur fyrirtæki í málm- og
skipasmíði og lagmetisfram-
leiðslu. Hjá þessum rekstri
stendur margt til bóta og erfið-
leika þeirra má rekja til annarra
orsaka en almennt gerist og á
sér auk þess langan aðdraganda.
En hvað sem líða kann hinum
sérstaka vanda þeirra væri
ástand þeirra þó enn verra, ef
hinar almennu efnahagsaðgerð-
ir og þjóðarsátt hefðu ekki kom-
ið til.
Þjóðarsátt gegn
verðbólguhugarfari
En umfram allt kemur afkomu-
bati fyrirtækja á síðustu tveimur
árum fram í rekstri sjávarútvegs-
fyrirtækja. Þar hefur stórfellt tap
breyst í viðunandi afkomu. Frá
því að útflutningsgreinar sjávar-
útvegsins voru að stöðvast með
öllu haustið 1988 snúast hjól
þessara mikilvægu atvinnu-
greina nú á fullu. Þess eru auð-
vitað dæmi úr íslenskri efna-
hagssögu síðustu áratugi að hjól
útflutningsatvinnugreinanna
hafa stöðvast aftur og aftur og
ráðstafanir hafa verið gerðar til
þess að koma þeim af stað að
nýju. Slíkar ráðstafanir hafa und-
antekningarlítið byggst á gengis-
fellinguln, sem söfnuðu jafn-
miklu í verðbólguhítina sem þær
glæddu afkomu sjávarútvegsins
afmarkaðan tfma. Þetta stafaði af
því að sjaldan eða aldrei náðist
það allsherjarsamkomulag um
verðlags- og kaupgjaldsþróun,
sem nauðsynleg er ef halda á
verðbólgu í skefjum. Áratugum
saman var íslenska þjóðin hel-
tekin af verðbólguhugarfari, sem
lýsti sér í þeirri trú að hægt væri
að lifa óðaverðbólgutíma af án
þess að það kæmi nokkru sinni
fram.
Þjóðarsáttin er fyrst og fremst
merkileg fyrir það að í henni
kemur fram nýr hugsunarháttur
sem er þveröfugur við gamla
verðbólguhugarfarið. Launþegar
eru búnir að átta sig á samheng-
inu milli gengislækkana og rýrn-
andi verðgildis krónunnar sem
þeir fá greidd laun sín með. Þjóð-
arsáttin er til vitnis um að áhrifa-
öfl vinnumarkaðarins láta að-
gerðir sínar stjórnast af heildar-
hyggju og skilningi á nauðsyn
efnahagslegs jafnvægis. Sérstak-
lega er athyglisvert að hinn
breiði fjöldi launþega í fram-
leiðslu- og þjónustugreinum, í
iðnaði og opinberum störfum,
þessi kjarni launastéttarinnar,
hefur átt meginþáttinn í að skapa
þetta nýja hugarfar heildarhyggj-
unnar og vill tryggja afkomu sína
með stöðugleika í atvinnu- og
efnahagslífi. Hinn almenni laun-
þegi leggur ekki síður mikið upp
úr atvinnuöryggi en öðrum þátt-
um kjaramálanna. Og atvinnuör-
yggi verður því aðeins tryggt á ís-
landi að útflutningsgreinarnar
gangi hindrunarlaust.
Allar íslenskar hagsveiflur hafa
átt upptök sín í rekstrarvanda
sjávarútvegsgreina. Reynslan
kennir að sú hætta er sjaldan
langt undan að rekstrargrund-
völlur útflutningsatvinnuveg-
anna geti skekkst. Sú skekkja
getur orðið fyrir utanaðkomandi
áhrif, sem auðvitað er hið al-
gengasta, en jafnvægi í rekstrar-
stöðu undirstöðugreinanna get-
ur einnig komið til af innlendum
orsökum. Eins og nú háttar um
markaðsaðstæður og eftirspurn
eftir íslenskum sjávarafurðum er
ekki ástæða til að óttast erlend
áhrif á jafnvægið í þjóðarbú-
skapnum.
Samstaða um
________markmið_____________
Hinn góði árangur efnahags-
stjórnar að undanförnu og sam-
komulag um samræmda þróun
efnahags- og kjaramála í anda
þjóðarsáttar er vísbending um
að vilji áhrifaafla þjóðfélagsins sé
á þann eina veg að raska ekki
efnahagslegu jafnvægi eða
stofna til átaka á vinnumarkaði í
ótíma. Þrátt fyrir góðan vilja er
aðilum vinnumarkaðarins og
stjórnvöldum eigi að síður skylt
að vera vel á verði fyrir þeim
hættum sem steðjað geta að
þjóðarsátt og markmiðum henn-
ar. Að svo miklu leyti sem þessar
hættur snúa inn á við, þ.e. stafa
af aðgerðum innlendra markaðs-
afla og sérhagsmunadeilum, ber
ábyrgðarmönnum þjóðarsáttar
að vera þeim mun betur á verði
fyrir afleiðingum þeirra.
Þrátt fyrir batnandi rekstraraf-
komu fýrirtækja í undirstöðu-
greinum þjóðarbúskaparins ber
að hafa í huga að hagvöxtur hef-
ur um árabil verið neikvæður
hér á landi þótt hann fari aðeins
vaxandi á þessu ári. Það eitt sýn-
ir að lítill grundvöllur er fyrir
launahækkunum og að allar
launakröfur fela í sér hættu á
röskun þess jafnvægis sem tekist
hefur að ná. Eigi að síður hafa af-
markaðar kjaradeilur verið vakt-
ar upp að undanförnu. Eitt og
eitt stéttarfélag er að reyna að
brjóta sig út úr heildinni og þá
undir hælinn lagt hversu víðtæk
áhrif slíkt hefur á heildarsam-
stöðu launafólks um anda þjóð-
arsáttar. Merki um óþol á vinnu-
markaði og þenslu í viðskiptalífi
eru því miður farin að láta á sér
kræla.
Innan ríkisstjórnarinnar hefur
verið full samstaða um að for-
sendur kjarasamninganna frá 1.
febrúar 1990 stæðust og mark-
miðum þjóðarsáttar yrði náð.
Auk beinna efnahagsaðgerða og
niðurgreiðsluframlaga er þar
ekki síst að nefna bráðabirgða-
lögin sem sett voru í ágúst í fyrra
sem fólu í sér frestun á launa-
hækkun til BHMR- félaga. Þau
lög voru sett á grundvelli efna-
hagslegrar nauðsynjar sem Al-
þingi staðfesti og undirréttur
hefur viðurkennt að hafí verið
réttlætanleg. Eigi að síður eru
takmörk fyrir því hversu lengi er
hægt að skáka í skjóli þess að
ríkisvaldið grípi inn í kjaramál
með slíkum aðgerðum. Aðilar
vinnumarkaðarins bera einnig
skyldur um að haga þannig sam-
skiptum sín á milli að forsendur
þjóðarsáttar séu virtar og að
samstiga þróun efnahags- og
kjaramála, sem að er stefnt, fari
ekki úr skorðum áður en þjóðar-
sáttartímabilinu er lokið.
Varðveisla
endurreisnar
í upphafi þess kjörtímabils, sem
nú er senn á enda, blasti við
mikill efnahagsvandi, sem brýnt
var að ráða fram úr. Það dróst þó
á langinn að gripið væri til nauð-
synlegra ráðstafana meðan Sjálf-
stæðisflokkurinn hafði stjórnar-
forystu. Umskipti urðu í því efni
þegar nýtt stjórnarsamstarf kom
til sögu undir forsæti Stein-
gríms Hermannssonar haustið
1988.
í lok kjörtímabilsins sjást þessi
umskipti í gerbreyttri stöðu
efnahagslífsins. Verðbólga er á
viðráðanlegu stigi, atvinnuleysi
hefur verið bægt frá, kaupmátt-
arhrapið hefur verið stöðvað,
vextir hafa lækkað, matvæla-
verði hefur verið haldið í lág-
marki, mjög hefur dregið úr við-
skiptahalla, afgangur af vöruvið-
skiptum hófst þegar árið 1989
og er áætlað að vöruskiptajöfn-
uður verði hagstæður á yfir-
standandi ári. Allt eru þetta
merki um batnandi efnahags-
ástand og stöðugleika í þjóðar-
búskapnum, sem hvaða ríkis-
stjórn sem er verður að einbeita
sér að að varðveita.
Grundvallarskilyrði þess að
hægt sé að viðhalda þeim góða
árangri sem náðst hefur er að
unnið verði áfram í þeim anda
sem núverandi ríkisstjórn hefur
stuðlað að með samstöðu um
meginmarkmið og því góða
samstarfi sem verið hefur milli
ríkisvalds og aðila vinnumarkað-
arins, sem aldrei hefur verið víð-
tækara né áhrifameira. Verði
þetta samstarf rofið með van-
hugsuðum sérréttindakröfum,
rangsnúnum samanburðarmet-
ingi og svikum við heildar-
hyggju þjóðarsáttar, hrapa ís-
lendingar lóðbeint ofan í fen
óðaverðbólgunnar.