Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 11
Tímhn 23 Laugardagur 6. apríl 1991 __________ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli,______ segir flutninga SS í byggðarlagið aðeins áfanga en ekki lokapunkt: Landsbyggðin og Reykja- vík þurfa að vinna saman sem allra mest Fyrir páska var gengið frá kaupsamningi milli ríkisins og Sláturfélags Suðurlands um kaup á húseign félagsins í Laugarnesi í Reykjavík. Þar með er í höfn að í maí- byrjun muni SS flytja kjötvinnslu sína á Hvolsvöll, sem hefur í för með sér að 100 ný ársverk skapast í byggðarlaginu. ísól- fur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvol- svelli, segir að vissulega sé þetta byggðar- laginu mikill akkur, þótt fjarri lagi sé að gullgrafaraæði hafi gripið um sig á Hvol- svelli. ísólfur er viðmælandi Tímans í helgarviðtalinu að þessu sinni. Besta byggingarland í heimi Hvolsvöllur er eitt þeirra byggðarlaga þar sem kaupfélögin hafa öðru fremur verið aflvakinn. Árið 1930 opnaði Kaupfélag Hallgeirseyj- ar í Landeyjum útibú á Hvolsvelli og flutti aðsetur sitt þangað þremur árum síðar. Eftir það fór húsum og íbúum að fjölga, jafnt og þétt. í dag er Hvolsvöllur, eða Hvolhreppur, myndarlegt byggðarlag með um 690 flbúa og ijölbreytta atvinnustarf- semi. Einari Benedikssyni skáldi er eignað að hafa sagt um slétturnar sem Hvolsvöll- ur stendur á að þar væri besta byggingar- land í heimi. Margt sem Einar sagði þötti samtíðarfólki hans fjarstæðukennt, en er að ganga eftir í dag. Hafa má því þessi orð skáldsins í huga þegar spáð er í framtíð byggðarlagsins. Flutningar SS ekki lokaáfangi „Ég vil leggja áherslu að á að þó SS sé flutt hingað þá megum við ekki láta þar við sitja. Þróuninni verður að halda áfram og auka alla starfsemi, því þetta mun hafa mikil margfeldisáhrif. Það verður að gera margt bæði fljótt og vel, en við verðum að passa að fara ekki fram úr sjálfum okkur. Kappkostað verður að taka vel á móti fólki sem flytur hingað með SS og eftir því sem fólkið verður virkara í málefnum sveitar- félagsins og í félagsmálum, sem eru íjöl- breytt á Hvolsvelli, því fyrr aðlagast það nýjum aðstæðum," sagði ísólfur Gylfi. Sveiflur í atvinnulífínu ísólfur er borinn og bamfæddur á Hvol- svelli. Þar bjó hann fram á unglingsár, en fór síðan í útlegð til náms og starfa. Hann kenndi við Samvinnuskólann á Bifröst í 6 ár og var síðar starfsmannastjóri hjá KRON og Miklagarði. í lok ársins 1989 var hann ráðinn sveitarstjóri Hvolhrepps. ,Á þeim 20 ámm sem ég var í burtu gerðist margt og hér varð mikil uppsveifla bæði í íbúafjölda og atvinnuþróun. Á árunum upp úr 1970 hafði Kaupfélag Rangæinga fmmkvæði að byggingu fjölmargra íbúð- arhúsa sem það seldi síðan, nánast á kostnaðarverði. í kringum 1980 voru hér stórar prjónastofur og mikill húsgagna- iðnaður, en fastgengisstefnan varð til að starfsemi þeirra lagðist að mestu af. Þó hefur Prjónaver verið starfrækt áfram af miklum dugnaði og eljusemi. Eins voru hér öflug verktakafyrirtæki í byggingar- iðnaði, en eftir að byggingu virkjananna á Tungnársvæðinu lauk varð samdrátturinn mjög hraður. Þó eru enn starfrækt öflug íyrirtæki á þe'im vettvangi, eins og t.d. Suðurverk. Kannski eru þær sveiflur, sem hér hafa orðið í atvinnulífinu, dæmigerðar fyrir ís- lenskt athafnalíf. Þannig hefðum við vilj- að fá meiri tíma til að undirbúa þessa flutninga SS, en það var annað hvort að hrökkva eða stökkva." Breytt viðhorf Finnst þér viðhorfin til Hvolsvallar hafa breyst eftir að hugmyndirnar um flutn- inga SS komu fram síðasta vor, bæði með- al heimamanna og utanaðkomandi aðila? „Fyrir það fýrsta hef ég orðið var við að fjölmiðlar hafa nú orðið mikinn áhuga á okkur. Mönnum kemur það líka í raun og veru á óvart hvað staður eins og Hvols- völlur hefur upp á margt að bjóða. Um- ræðan um landsbyggðina hefur vissulega verið neikvæð og hún hefur átt við mörg og stór vandamál að glíma. Oft hefur ver- ið dregin upp dökk mynd, sem skemmt hefur ímynd staðanna og verður til þess að heimamenn sjálfir missa jafnvel trúna." Reykjavík í dýröarljóma „Þegar ég var starfsmannastjóri hjá KRON og Miklagarði kom þar til starfa eða í viðtöl margt fólk utan af landi sem sá Reykjavík í ákveðnum dýrðarljóma. En það varð oft fyrir vonbrigðum, því það hélt að í Reykjavík væri svo auðvelt að fá góða vinnu og gott kaup. Síðan komst þetta fólk að raun um að það gat verið al- veg eins erfitt og jafnvel erfiðara að draga fram líftóruna í Reykjavík og úti á landi. Auðvitað eigum við ekki að stilla upp ein- hverju einvígi milli Reykjavíkur og lands- byggðarinnar. Við þurfúm að vinna sem allra mest saman, með því náum við ár- angri." Styrkur fyrir héraöið í heild Hver er staða Hvolsvallar núna þegar þessir flutningar eru í höfn? „Við verðum að átta okkur á því að þetta styrkir ekki aðeins Hvolsvöll heldur Rangárvallasýslu alla. Menn hafa haldið að hér væri ríkjandi eitthvert gullgrafara- æði, en svo er ekki. Hér býr traust og gott fólk sem tekur hlutunum með yfirvegun. Verð fasteigna hérna hefur hækkað, en samt sem áður er verð þeirra ennþá langt undir raunvirði. í fyrra var gengið frá nýju aðalskipulagi Hvolsvallar og þegar það var kynnt heyrðust raddir um hvað þetta ætti eiginlega að þýða. En aðeins fá- um mánuðum síðar kom í ljós að við þurftum á þessu að halda og því erum við óvenju vel búin undir fólksflutninga hingað. Núna eru búið að úthluta 19 lóð- um og fleiri verður úthlutað á næstunni. Og á næstu dögum verður fyrsta einbýlis- húsið í þeirra úthlutun reist. Einnig verðum við að endurmeta þá þjónustu, sem sveitarfélagið veitir, í ljósi breyttra aðstæðna." Hin rétta byggðastefna „Mér finnst þessir flutningar sýna að stjórnendur SS hafa víðsýni til að bera og ég tel þessa flutninga vera heillaspor fýrir félagið. Erlendis er orðið mjög algengt að stórfyrirtæki flytji sig úr borgunum og út í sveitirnar á þeirri forsendu að þar fái þau traust fólk sem helst lengur í vinnu, en í borgunum. Með SS flytur sterkur kjarni góðra starfsmanna sem festa vonandi fljótt rætur í okkar samfélagi. Ef vel tekst til er þetta tímamótaviðburður og hin rétta byggðastefna. Það sem okkur hefur vantað er að skapa ungu fólki með menntun atvinnu og tækifæri í héraðinu. í þessu má nefna at- hyglisverðan þátt Fjölbrautarskóla Suð- urlands og SS, sem vinna í sameiningu að því að koma á fót kjötiðnaðarnámi við skólann. Þá höfum við sérstaklega verið að vinna að uppbyggingu ferðamannaþjónustu hérna. Áusturleið, rótgróinn sérleyfishafi á staðnum, hefur lagt grunninn að þessu. Síðan höfum við hér Hótel Hvolsvöll, þjónustumiðstöðina Hlíðarenda, Sölu- skálann Björk, Kaupfélag Rangæinga og fleiri fyrirtæki. Það eru margir sem vilja skoða sig um á þessum slóðum, hér eru söguslóðir Njálu og landið er falíegt. Síð- ar í þessum mánuði kemur út bæklingur um staðinn og nágrennið og allt sem hér er uppá að bjóða." Á Hvolsvelli er gott að búa Er gott að búa á Hvolsvelli? „Um tíma bjó ég í Reykjavík og ég finn að fólkinu mínu, þ.e. konu og börnum, líður miklu betur í þessu umhverfi og því frelsi sem hér ríkir. Hér býr fólk annað hvort í einbýlis- eða raðhúsum og hefur áhuga á umhverfismálum, garðyrkju, hesta- mennsku og fjallaferðum, svo eitthvað sé nefnt. Síðan erum við aðeins steinsnar frá Rangánum, bestu laxveiðiám landsins, 10 holu golfvöllur er í grenndinni, svo eitt- hvað sé nefnt. Kunningi minn segir að Hvolsvöllur sé náttúrukær staður. Það er nýyrði, samanber orðið umhverfisvænn. Það er svo margt, sem við úti á landi get- um notið í frelsinu sem hér ríkir. Ég vil meina að það sé miklu meira spennandi að vera gestur í höfuðborginni en búa þar.“ Innfíutningur er hættulegur Fyrst og fremst byggir Hvolsvöllur af- komu sína á þjónustu við sveitirnar í kring. Því myndi innflutningur landbún- aðarafurða ganga þeim mjög nærri og gæti jafnvel ráðið örlögum þeirra. „Inn- flutningur Iandbúnaðarafurða er hættu- legur fyrir okkur. Eðlileg samkeppni er nauðsynleg og af hinu góða, en ef land- búnaðarafurðir færu að hellast hér yfir okkur myndi það auðvitað steindrepa allt hérna," segir lsólfur Gylfi. Samvinna sveitarfélaga „í Rangárvallasýslu hafa sveitarfélögin samvinnu um margt sem styrkir tilveru þeirra. Til dæmis um heilsugæslu, elli- heimili, skóla og raunar fleira. „Menn verða að varast öll þessi ósýnilegu og stundum óskiljanlegu landamæri, eins og hreppa- og sýslumörk, sem aðeins eru til þess að skemma fyrir okkur," segir ísólfur Gylfi. „Oft koma þau til vegna fastheldni og íhaldssemi, einhverri gamaldags hreppa- og flokkspólíktík. Ég hef trú á að það verði léttara í framtíðinni, því við slíkt mun unga fólkið ekki sætta sig. Við hér á Suður- landi verðum öll að berjast að sama mark- miðinu, sem er að hefja svæðið til sóknar." Margar hendur vinna létt verk „í Hvolhreppi búa 690 íbúar, þar af nærri 100 á þeim sveitabýlum sem tilheyra hreppnum. Á þeim var blómlegur búskap- ur sem að miklu leyti hefur lagst af, þó enn séu nokkur stórbýli í hreppnum. „Það virðist vera að búskapur í næsta nágrenni við byggðarkjama leggist af. Þetta er ekk- ert sérstakt fyrirbrigði hérna í Rangár- vallasýslu. Ég hygg þó að að mörgu leyti sé gott að búa í sveit, þó menn sæki vinnu í þéttbýlið." Lokaspurning: Er ekki gaman að vera sveitarstjóri á Hvolsvelli þegar gengur svona yel? ,Uú, það er gaman, en erfitt, þetta er mik- il vinna undir stöðugri pressu. Ég er fædd- ur hér og uppalinn og fólk hefur tekið mér mjög vel og fyrir það er ég mjög þakklátur. Hér býr traust og gott fólk sem er gaman er að vinna fyrir og með. Ef ég ætti ekki góða og duglega konu væri þetta erfiðara, því vissulega bitnar mikil vinna alltaf á fjöl- skyldunni. Það má ekki gleyma hlut fyrr- verandi sveitarstjóra, Ólafs Sigfússonar, í uppbyggingunni. En auðvitað gerir sveit- arstjórinn hlutina ekki einn. Mest gerir fólkið sjálft, fólkið sem hefur lagt grunninn að samfélaginu okkar og einhversstaðar segir að margar hendur vinni létt verk.“ Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.