Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.04.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 6. apríl 1991 Tíminn 25 Dr. Hermann Sveinbjörnsson: ^ HAGSÆLD I HUFI í komandi alþingiskosningum hlýtur stefnan í stjóm fiskveiða að vera ofarlega í huga margra kjósenda. Kemur þar bæði til sú um- ræða og átök sem eiga sér stað milli hagsmunahópa hér innan- lands og einnig yfirstandandi samningaviðræður EPTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Nýlega hafa t.d. komið fram hug- myndir á Alþingi um afnám núverandi kvótakerfis, en í staðinn kæmi takmörkun sóknar með banndögum, reglum um afköst veiðarfæra og vélbúnaðar o.s.frv. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins var ekki fær um að segja af eða á um málið og ályktaði þess í stað að seta í stólum sjávarútvegsráðuneytisins væri forsenda þess að hægt væri að ná áttum í málinu. Þannig má segja að stærsti stjóm- málaflokkurinn hafi skilað svo til auðu um þetta grundvallarmál. Það er stutt á milli stefnuleysis og aftur- farar. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að komast upp með stefnuleysi eða lýðskrum í mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Þess vegna er mikil- vægt að kjósendur geri sér glögga grein fyrir mikilvægi stefnunnar í stjóm fiskveiða fyrir almenna hag- sæld í landinu. Framsóknarflokkurinn hefur haft forystu um að vemda fjöregg þjóð- arinnar, þ.e. landhelgina og auð- Iindir sjávar á landgrunni Islands. Stjóm fiskveiða er í raun eðlilegt framhald af því að íslendingar náðu fullu forræði yfir íslandsmiðum. Það fyrirkomulag í stjóm fiskveiða, sem byggt hefur verið upp á síðustu árum, hefur að markmiði að ná sem mestri hagkvæmni í nýtingu fiski- stofha með því að draga úr óþarfe fjárfestingu og óhagkvæmri sam- keppni um takmarkaða auðlind. Fiskaflinn getur aldrei skilað þjóð- arbúinu tilskilinni hagsæld ef arður veiðanna brennur upp í offjárfest- ingu og samkeppni um fyrirfram ákveðinn heildarafla. Reglur um fyrirkomulag veiðanna, eins og nú- verandi kvótakerfi, em því forsenda þess að þjóðhagsleg markmið með útgerð og fiskvinnslu náist. Með af- námi sóknarmarks og gildistöku ótímabundinna Iaga um stjóm fisk- veiða frá og með 1. janúar 1991 hafa loks skapast varanlegar forsendur til mun meiri hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi. Gagnrýnendur kvótakerfisins hafa átt afar erfitt með að benda á aðrar raunhæfar lausnir sem gætu upp- fyllt þjóðhagsleg og félagsleg mark- mið núverandi laga. I reynd em flestir sammála um að aflaheimild- um verði að skipta á milli útgerða með einum eða öðmm hætti. Helsta ágreiningsefnið er með hvaða hætti sú úthlutun skuli fara fram í fyrstu umferð. Áframhald- andi viðskipti með aflaheimildir milli aðila hafa verið mun minna ágreiningsefni. Menn gleyma því hins vegar oft að þjóðhagslega séð skiptir í reynd ekki máli hvemig aflaheimildum er úthlutað í upphafi og hvort einhverjir græði á slíkri út- hlutun meðan hagnaður flyst ekki úr landi. Aðalatriðið er að með því að skilgreina ráðstöfunarrétt yfir ákveðnu aflamagni næst fram sú hagræðing í útgerð sem stefnt er að, hvernig svo sem sá réttur er til kominn. Sumir halda því fram að kvótakerf- ið verði ekki lengur nauðsynlegt, þegar fiskistofnarnir hafa náð að vaxa í „eðlilega" stærð. Slík framtíð- arsýn er því miður blekking og draumsýn. Fjölmörg skólabókar- dæmi hafa sannað það lögmál að óheft samkeppni um verðmætar líf- rænar auðlindir leiðir nær undan- tekningarlaust til eyðileggingar við- komandi auðlinda og gegndarlausr- ar sóunar og óhagkvæmni í rekstri. Því er af og til haldið á lofti að meiri- hluti þjóðarinnar sé andvígur nú- verandi fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Getgátur af þessu tagi hafa nú snarlega gufað upp með hliðsjón af nýlegri skoðanakönnun Gallup á íslandi fyrir Sjávarfréttir, þar sem 62% þeirra sem tóku af- stöðu lýstu stuðningi við núverandi fyrirkomulag. Einungis 6% þeirra sem tóku afstöðu lýstu stuðningi við sölu veiðileyfa. Þessi skoðana- könnun sýnir, svo ekki verður um villst, að þrátt fyrir allt hefur mikil- væg þjóðarsátt náðst um stjóm fisk- veiða sem nauðsynlegt er að við- halda og efla á komandi ámm. Fiskimiðin og auðlindir hafsins em sannarlega fjöregg þjóðarinnar og undirstaða nútímalegra lifnaðar- hátta og velmegunar á íslandi. Út- færsla landhelginnar ásamt þróun stjórnkerfis fiskveiða er styrkasta stoðin undir efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar. Framganga ís- lendinga í hafréttarmálum hefur skapað okkur viðurkenningu á al- þjóðavettvangi og við eigum að ganga fram af sama metnaði við stjóm fiskveiða. Þróunin úr frjáls- um veiðum yfir í núverandi stjóm- kerfi í fiskveiðum hefur í mörgum tilfellum verið erfið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. En hætt er við að sár margra hefðu orðið enn dýpri ef ekki hefði verið spomað í tíma við ofveiði og offjárfestingu í sjávarút- vegi með opinberum aðgerðum. Tímabundin hagsæld, sem byggist á offjárfestingu og ofnýtingu auð- linda, er blekking ein. íslenska þjóð- in á allt sitt undir stöðugleika í sjáv- arútvegi og getur ekki framvísað lánleysi í þeirri grein á önnur breið- ari bök í atvinnulífinu, eins og gert er í nágrannalöndum okkar. Þess vegna er það okkur lífsspursmál að leggja meiri metnað í stjóm fisk- veiða en gengur og gerist. íslend- ingar hafa ekki efni á að taka óþarfa áhættu á þessu sviði. Frjálsar veiðar innan ákveðins heildarafla, skrap- dagakerfi og/eða sóknarstýring myndi hafa í för með sér fleiri millj- arða í kostnaðarauka í sjávarútvegi og tilsvarandi rýmun á lífskjörum þjóðarinnar. Nú þegar við keppum að því að ná upp hagvexti í samræmi við nágrannalöndin er það lífsspurs- mál að við höldum okkar striki viö minnkun flotans og lækkun sóknar- kostnaðar. Starfsumhverfi íslensks sjávarút- vegs hefur ekki áður verið betur skilgreint en nú. Afgerandi árangur blasir við og enn meiri árangur er í augsýn til hagsbóta fyrir alla þjóð- ina. Reynslan sýnir að sátt og festa í stjórn fiskveiða er forsenda þess að útgerð og fiskvinnsla snúi sér af krafti að því að bæta nýtingu, auka gæði og efla sölu íslenskra sjávaraf- urða. Stórsókn hefur hafist á þess- um sviðum á síðustu missemm. Forsenda þess að okkur miði áfram á þeirri þróunarbraut er að áfram ríki festa og stöðugleiki í stjóm fisk- veiða. Hagsæld þjóðarinnar er í húfi. Höfundur er aðstoðarmaöur sjávarútvegs- ráðherra og skipar 4. sæti á fnamboöslista Framsóknarflokksins í Reykjavik. Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra: Bruðl og gjafmildi félagsmálaráðherra? ffil HVERFISGÖTU 8- inmeni O - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Afmœlisrit ASÍ Jóhan eina i Fyrra bindið af sögu A þýðusambands Isiand kemur út í haust í tengs iim við afmælisþing ASI oj við Alþýðul MAII hefði unnið jg» ff BmbTÍ J síðan árið 19 IIIW ið kæmi út 75 ára afmæl 11B | + flokks fyrr á MlllldiBt bindinæðiti v:-Q|; skipulagsbre; “ ákveðin sem samband o milljón króna til sögurit- Stefánsagði s unarinnar fyrir hönd rík- Slgurðardott - isins. hefði komið i c- » .. c , væri stefnt a i Formaður ritnefndar er , . ,.A , * u ci 'i- !/■ ■ * bindio kæmi 4 kbnl, u nrt'inrcon cnrtn. í dagblöðum hefur verið vikið að því að Alþýðusamband íslands hafi þann 12. mars sl. fengið eina millj- ón króna til ritunar sögu ASÍ. Nefnt hefur verið að félagsmálaráðherra hafi afhent gjöf þessa fyrir hönd rík- isstjómarinnar og síðar í Alþýðu- blaðinu sagt að .Jóhanna hefði gefið ASÍ gjöf'. Þessi fyrirsögn blaðsins er tekin upp í Tímanum 4. apríl og er þar býsnast yfir þessu. Af þessu tilefni skal tekið fram að þetta framlag var frá félagsmála- ráðuneyti sem vinnumálaráðuneyti til ritunar á sögu ASÍ. Styrkurinn var greiddur af fjárveitingu til fé- lagsmálaráðuneytisins. Sérstök ástæða er til að taka þetta fram vegna þess að félagsmálaráðherra hefur aldrei sótt fé í svokallað sam- eiginlegt ráðstöfunarfé sem ætlað er á fjárlögum fyrir ríkisstjómina. Þangað hafa ráðherrar hins vegar sótt vegna ýmissa útgjalda sem eru umfram það sem fjárlög veita til við- komandi ráðuneytis. Hefur það einkum verið gert í tilefni af ófyrir- sjáanlegum viðfangsefnum eða vegna sambærilegra tilvika og af- mælis Alþýðusambands íslands. Saga ASÍ er nátengd þeim miklu umbótum sem orðið hafa á íslandi síðustu 75 ár. Félagsmálaráðuneytið fagnaði því sérstaklega áformum um ritun sögu Alþýðusambands ís- lands og vildi Ieggja útgáfu hennar lið með því að færa ASÍ 1 milljón króna styrk frá ráðuneyti vinnu- markaðsmála vegna þessarar mikil- vægu útgáfu á sögu félagsins, sem er saga um baráttu launafólks fyrir réttlátara og betra þjóðfélagi. Nauð- synlegt er að fólk skilji þá breytingu sem ASÍ hefur haft á íslenskt þjóðfé- lag. Þess vegna vildi félagsmála- ráðuneytið leggja þessu verkefni lið. í tilefni af eftirfarandi ummælum í Tímanum: „... ráðherrar afla sér vin- sælda með gjafmildi og forkastan- legri eyðslusemi úr sjóði allra lands- manna, rétt eins og hann sé þeirra einkakosningasjóður" er ástæða til að rifja það upp að félagsmálaráðu- neytið hefur verið rekið af mikilli ráðdeild í tíð Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Á síðasta ári var til dæmis rekstur ráðuneytis- ins og stofnana þess vel innan ramma fjárlaga. Það stóðu eftir 47 milljónir 752 þúsund krónur af þeim Qárveitingum sem Alþingi hafði veitt til félagsmálaráðuneytis- ins. Ráðuneytið sjálft notaði 95,9% af þeim fjárveitingum sem það hafði fengið. Félagsmálaráðherra notaði eigin bifreið í þágu embættis síns. Félags- málaráðuneytið á enga bifreið og þar starfar enginn bílstjóri. Með þessu móti sparast nokkrar milljón- ir á ári. Félagsmálaráðherra hefur á kjör- tímabilinu afsalað sér svokölluðu 20% fyrningarfé sem ráðherrar fá vegna eigin bifreiða. Sú upphæð sem ráðherra hefur afsalað sér fer sjálfsagt nálægt þeirri upphæð sem færð var ASÍ að gjöf. Ferðakostnaður í ráðuneytinu hef- ur á kjörtímabilinu verið undir ströngu aðhaldi. Ferðakostnaður á þessu kjörtímabili í félagsmálaráðu- nevtinu er 38% Iægri en á kjörtíma- bilinu þar á undan. Á árinu 1990 nam hann tæpum 3 milljónum samtals fyrir ráðherra og allt starfs- fólk ráðuneytisins og hafði lækkað um 30% frá fyrra ári. Félagsmála- ráðherra fór aðeins tvær utanlands- ferðir á vegum ráðuneytisins á ár- inu 1990. Heildarferðakostnaður nam 314.706 krónum. Mun það vera einhver alminnsti ferðakostn- aður sem ráðherra hefur haft á einu ári. Nýjustu tölur sem liggja fyrir um heildarrisnukostnað allra ráðuneyt- Aðstoðarritstjóri Tímans, sem „býsnaðist" yfir gjafmildi ráðherra í aðfarartíð kosninga, er innilega sammála aðstoðarmanni félags- málaráðherra, um að frásögn AI- þýðublaðsins um gjöf ráðherrans sé óviðeigandi og um það snérist pistillinn sem Grétar J. Guð- mundsson er að gera athugasemd við. Aðstoðarritstjóri vill líka benda aðstoðarmanni á að tekið var fram að „gjöf Jóhönnu" er í hófsamasta lagi og að þeir sem njóta hennar eru vel að henni komnir. Því er bágt að sjá hvað er eiginlega verið að hrekja með athugasemdinni. Gerð er sérstök athugasemd um þau ummæli að......ráðherrar afla sér vinsælda með gjafmildi og for- kastanlegri eyðslusemi úr sjóði allra landsmanna, rétt eins og hann sé þeirra eigin kosningasjóð- ur.“ Ekki ætlar aðstoðarritstjóri að rökstyðja þetta nánar en bendir að- stoðarmanni á að kynna sér um- inu á árinu 1988 sýna að hlutur fé- lagsmálaráðherra var aðeins 3,4% af heildarkostnaðinum. Ofangreindar tölur sýna svo ekki verður um villst að hagsýni og ráðdeild hafa ein- kennt störf félagsmálaráðherra. Það má hins vegar e.t.v. segja að fyrirsögnin .Jóhanna gaf milljón", sem taka má undir að hafi verið óviðeigandi, sé reyndar ekki röng, þar sem að það fymingarfé, sem ráðherra hefur afsalað sér á umliðn- um árum, svarar nokkum veginn til þeirrar gjafar sem færð var Alþýðu- sambandi íslands. mæli Jóns Baldvins Hannit-isson- ar, formanns Alþýðuflokksins, á fundum og í fjölmiðlum um for- kunnar skrautlega ritlinga sem ráðuneyti allra ráðherra Alþýðu- bandalagsins hafa gefið út og dreifa meðal kjósenda. Þá væri ekki úr vegi að aðstoðarmaður fé- lagsmálaráðherra kynnti sér efni leiðara Alþýðublaðsins 5. apríl. Finnist honum í einhverju ofsagt um einkakosningasjóði í pistli að- stoðarritstjóra, hvað skyídi hann þá hafa að segja um ummæli Jóns Baldvins og málgagns þeirra beggja um efnið? Það er gott og gleðilegt að frétta af ráðdeild félagsmálaráðherra í rekstri ráðuneytis síns og hefur heiðarleiki hennar í þeim efnum aldrei verið dregin í efa. Bið að heilsa Jóhönnu með full- vissu um að hún stendur eftir sem áður hnarreist í kosningabarátt- unni, þótt Alþýðublaðið geri henni klaufalega bjarnargreiða. OÓ Athugasemd við athugasemd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.