Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. ágúst 1991
Tíminn 3
Svefnlyfið Halcion hefur að mati ýmissa sérfræðinga hættulegar aukaverkanir í för
með sér og dæmi eru um að ódæðisverk hafi verið framin undir áhrifum þess:
Er sagan um Dr. Jekyll og
Mr. Hyde að endurtaka sig?
Talið er að vinsælasta svefnlyf í heiminum í dag, Halcion, geti valdið
svo hættulegum aukaverkunum að neytendur þess geti verið hættuleg-
ir umhverfi sínu. Þetta kemur fram í forsíðugrein í nýjasta tölublaði
tímaritsins Newsweek, en þar er m.a. fjallað um konu sem varð móður
sinni að bana undir áhrifum lyfsins. Lyfið er eitt mest notaða svefnlyf í
heiminum og hefur í nokkur ár verið eitt mest notaða svefnlyf á íslandi.
tHE iNTERÍfATKlNAI. NEWHMAÍ5A7.INK
Halcion
It’s the Most .
VVklely Prescribed
Sleeping PiH
in the World.
P>ut Is It Saie?
Forsíða nýjasta heftis Newsweek þar sem Halcion málið er á dagskrá.
í greininni í Newsweek kemur fram
að gagnrýnendur lyfsins segja að það
sé líklegra en önnur svipuð lyf til að
valda aukaverkunum, s.s. kvíða,
minnisleysi, hugarórum, ímyndun-
um og fjandsamlegu viðmóti. í tíma-
ritinu er talað við fólk sem ffarnið
hefur ódæðisverk undir áhrifum iyfs-
ins og einnig er rætt við fólk sem lent
hefur í verulegum erfiðleikum. í
greininni segir að Dr. Peter Mendelis
hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu hafi
tekið eftir ákveðnu mynstri í sam-
bandi við notkun á Halcion, fyrsta ár-
ið sem það var á bandaríska markaðn-
um. Hann tók eftir því að aukaverk-
animar virtust vera áberandi öflugar,
allt frá því að fólk mundi ekki eftir
hlutum sem gerðir voru að yfirlögðu
ráði og óviðeigandi tilfinningatján-
ingu, til persónuleikabreytinga og áð-
ur óþekktrar árásarhneigðar.
Við samanburðarrannsóknir sem
gerðar voru af bandaríska lyfjaeftirlit-
inu á Halcion og tveimur öðrum lyfj-
um úr benzodiazepine flokknum,
Dalmane og Restoril, kom í ljós að
kvartanir vegna aukaverkana sem
höfðu áhrif á taugakerfið af völdum
Halcion voru frá 8 upp í 30 sinnum
fleiri en vegna hinna lyfjanna tveggja
til samans. Þetta kom í Ijós þrátt fyrir
að lyfin tvö hefðu á þessum tíma, á ár-
unum frá 1984-1987, mun meiri út-
breiðslu en Halcion.
í september 1989 funduðu menn frá
bandaríska lyfjaeftirlitinu um auka-
verkanir. Hópur frá stofnuninni und-
ir stjóm Dr. Charles Anello hafði unn-
ið að rannsóknum á sex mögulegum
aukaverkunum lyfja, minnisleysi,
kvíða, rugli, fjandsamlegu viðmóti,
geðtmflunum og flogum. Þar kom
fram að kvartanir vegna þessara
aukaverkana vom frá 8 til 45 sinnum
algengari vegna notkunar á Halcion
heldur en Restoril. Hópurinn leitaði
að atriðum sem mögulega hefðu get-
að haft áhrif á niðurstöðumar, en
þrátt fyrir vandlega leit fannst ekkert.
Samkvæmt niðurstöðum hópsins var
það því ekkert annað en lyfið sjálft
sem átti sökina.
Ekki þó allir
á einu máli
í úttekt Newsweek kemur einnig
fram að ekki em allir lyfjafræðingar
sammála um að rekja megi ofbeldis-
glæpi til notkunar á Halcion. Þannig
segir td. Dr. Stuart Yudofsky, yfir-
maður geðdeildar Chicagoháskóla, að
ólíklegt sé að benzodiazepine lyf bein-
línis valdi því að fólk ráðist á eða drepi
annað fólk. Hann viðurkennir að það
geti vissulega haft áhrif á minni, ein-
beitingu, athygli, skap, jafnvægisskyn
og flokkunargetu fólks. En að lyfið
geti gert fólk að morðingjum telur
hann mjög ósennilegt og bendir á að
ofbeldishneigð sé oftar vakin með
neyslu áfengis en Halcion og engum
detti í hug að banna áfengi. Almenn-
ingur geri hins vegar miklu strangari
kröfur til einhvers sem kallast lyf
heldur en áfengis, og hafa þurfi í huga
að lyfið þjóni mjög mörgum vel.
Næstum þveröfúg niðurstaða fæst ef
málflutningur annars sérfræðings er
skoðaður, Martin Scharf, sem er lyfja-
sérfræðingur frá Cincinnati, sem
margoft hefur verið kallaður fyrir rétt
sem sérfræðilegur álitsgjafi í málum
sem tengjast ofbeldisverkum, sem
framin eru af fólki sem neytt hefur
Halcion. Hann velkist ekki í vafa um
að Halcion getur umbreytt persónu-
leika fólks og þannig að það verði
morðfíkið.
Ekki eins gott og
haldið var í upphaf!
Magnús Jóhannsson, deildarstjóri
lyfjarannsóknardeildar hjá Rann-
sóknarstofunni í lyfjafræði, sagði að
þetta lyf hafi verið vinsælt fyrst þegar
það kom. Hann sagðist hafa rök-
studdan grun um að notkunin hefði
minnkað mikið að undanfömu, enda
væru menn famir að gera sér grein
fyrir þessum óþægilegu aukaverkun-
um. „Það er vitað að þetta lyf er alls
ekki eins gott og margir héldu í upp-
hafi. Það verkar mjög stutt og það var
talinn einn aðalkosturinn við það, að
fólk gæti tekið töflu að kvöldi og ekki
haft neinar eftirverkanir að morgni.
Það sem hefur hins vegar komið í ljós
er að það verkar eiginlega of stutt.
Sumir sem eiga við mjög mikla svefn-
örðugleika að stríða, vakna upp síðla
nætur og þá jafrível með martröð og
einhver óþægindi. Það er margt sem
bendir til þess að fólk geti sömu nótt-
ina fengið verkun á lyfinu og svo síðla
nætur fráhvarfseinkenni, vegna þess
hve lyfið hverfur hratt úr blóðinu."
Magnús sagði að Halcion væri náskylt
lyfjum eins og díazepam eða valíum
og það væru þekkt fáein tilvik í heim-
inum þar sem díazepam verkaði ekki
róandi á fólk, heldur þveröfugt og
gerði fólk illvígt. Það væri meira að
segja í íslenska dómskerfinu til eitt
dæmi um slíkt „Lyf af þessum flokki,
sem kölluð eru benzodiazepine sam-
bönd, eiga það sennilega öll til að geta
valdið æsingi og árásargimi, en það
er óskaplega sjaldgæft."
Aðspurður sagðist Magnús hafa
heyrt eitthvað um aukaverkanir í
þessum dúr af Halcion, en hvort það
væri eitthvað meira en af t.d. díazep-
ami, sagðist hann ekki vita. Hann
sagðist ekki hafa heyrt af alvarlegum
aukaverkunum lyfsins hér á landi, en
því miður væri það staðreynd að
skráning aukaverkana hér á landi
væri í molum.
Magnús sagðist fylgjast vel með því
sem gerðist í Evrópu og hann sagðist
t.d. sjá ef sendar væm út aðvaranir til
lækna í Evrópu vegna lyfja. Það hafi
ekki verið gert vegna Halcion. Hann
sagðist einnig hafa verið á fundum
þar sem fjallað hafi verið um alls kon-
ar vandamál í sambandi við lyf, og þar
hafi þetta lyf ekki komið til tals. „En
þetta er ekki gott lyf og læknar og
sjúklingar em smám saman að gera
sér grein fyrir því. Þá minnkar notk-
unin á því og ef annað og betra lyf
kemur má búast við að notkun á
þessu lyfi verði mikið til hætt, því það
hefur það mikla galla.“
Magnús sagði að ekki væri ætlast til
að menn tækju lyfið nema í stuttan
tíma í einu, jafnvel aðeins viku, þar
sem þetta væri vanabindandi. „En það
er mikið um að fólk taki þetta jafnvel
mánuðum og ámm saman, meira og
minna stöðugt," sagði Magnús Jó-
hannsson.
Gerir gagn í
vissum tilvikum
Guðbjörg Kristinsdóttir, ritari Lyfja-
nefridar, sagði að þau vissu að Halcion
gerði gagn í vissum tilvikum, en þau
vissu einnig af heilmörgum auka-
verkunum af völdum þess. Guðbjörg
sagðist ekki hafa heyrt um alvarlegar
aukaverkanir, eins og t.d. geðbilun,
eins og komið hefur fram í Bandaríkj-
unum. „FVrir þó nokkuð mörgum ár-
um varð mikil umræða um þetta í
Hollandi, en eftir miklar rannsóknir
þótti það ekki sannað að óþægindi
sem fólk varð fyrir, væm af völdum
Halcion."
Aðspurð sagði Guðbjörg að öll þessi
lyf, sem kölluð væm einu nafríi
benzodiazepine sambönd, virtust
geta verið ávanabindandi. Hún sagð-
ist ekki hafa heyrt að Halcion væri
líklegra til að valda aukaverkunum,
s.s. kvíða, hugarómm eða fjandsam-
legu viðmóti, frekar en önnur lyf úr
sama flokki.
Skráníng auka-
verkana í molum
Matthías Halldórsson, aðstoðarland-
læknir, sagðist hafa heyrt um að
Halcion gæti valdið minnisleysi, en
alvarlegri aukaverkanir hefði hann
ekki heyrt um og þeim hefði ekki bor-
ist nein aðvömn vegna þessa lyfs.
Aðspurður um skráningu aukaverk-
ana lyfja, sem samkvæmt lögum er í
höndum Landlæknisembættisins,
sagði Matthías að erfitt hafi reynst að
fá lækna til að skila inn skýrslum um
aukaverkanir til embættisins. „Það
hefur veriö í molum og við höfum
verið að velta því fyrir okkur hvemig
best er að fá menn til að senda inn
skýrslur. Læknar em mest að hugsa
um sjúklinginn sem hjá þeim er í
hvert skipti og ekki nægilega mikið
að hugsa um að senda tilkynningar,
sérstaklega ef þeir fa ekkert til baka.
Þeir líta á það kannski meira sem fyr-
irhöfn að senda þetta inn. Við emm
að reyna að upphugsa einhverjar leið-
ir, t.d. að einfalda þessi eyðubíöð sem
em um aukaverkanir."
Aðspurður sagði Matthías að Halci-
on væri mikið notað hér á landi og
hefði undanfarin ár verið eitt af mest
notuðu svefnlyfjunum. „Það hefur
þann kost að vera stuttverkandi og
menn fá ekki timburmenn daginn
eftir, og það á að vera kosturinn við
það.“
Matthías sagði Halcion hugsanlega
hafa eitthvað meiri tilhneigingu en
önnur lyf til þess að valda ákveðnum
aukaverkunum, en það væri ekki þar
með sagt að tilhneigingin væri mikil.
„Þetta em allt atriði sem erfitt er að
meta og það er svo margt annað, t.d. í
sambandi við minnisleysi, sem veldur
því en bara lyfið. Þetta er mjög erfitt í
rannsókn og ekkert sem bendir að
minnsta kosti stórkostlega á þetta lyf í
þeim upplýsingum sem við höfúm
fengið hingað til.“ Matthías sagðist
ekki halda að fólk þyrfti ekki að vera
hrætt við þetta, en það væri sjálfsagt
að taka mark á öllum svona aðvömn-
um.
Ekkí á bestu-
kaupalista
Venjulegur skammtur af Halcion er
0,125-0,25 mg fyrir svefrí, en aðrir
skammtar em stundum notaðir. f
Nýju íslensku lyfjabókinni segir að
notkun lyfsins geti haft í för með sér
ávanahættu. Þá er tekið sérstaklega
fram að óráðlegt sé að nota lyfið þeg-
ar svefnleysinu fylgi vemlegt þung-
lyndi, nema eftir ákveðnum fyrirmæl-
um læknis. Lyfið er ekki á bestu-
kaupalista. —SE
Ferdabændur ■ Feróamenn!
C7
Q
DJ Q
Vönduð hjólhýsi
Vel útbúin - fyrir líggjandi
Verð frá kr. 265 þús. + vsk.
Öflugar bílakerrur
meö og án tjalds fyrirliggjandi
VerÖ kr. 71 þús. + vsk. Elnföld hjól
Verð kr. 139 þús. + vsk. Tvðföld hjól
Járnhálsi 2
Sími 683266
110 Reykjavík