Tíminn - 15.08.1991, Page 7

Tíminn - 15.08.1991, Page 7
Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Tíminn 7 HEIMSPEKI Gunnar Dal: Hvað er heimspeki? Aristóteles skiptir heimspeki í rök- fræði, siðfræði, stjómmálaheimspeki, þekkingarfræði og metafysik sem kallast frumspeki eða háspeki. Hvor- ugt þessara íslensku orða er gott. Metafysik fjallar um mörg efni, meðal annars um eðli tilvemnnar, tíma og rúm, orsök hreyfingar, hið óendan- lega, trú og fagurfræði. Svörin við spumingunni, hvað er heimspeki? em háð menningamm- hverfi hvers tíma. í grískri heimspeki 600-450 f.Kr. fjalla heimspekingamir Þales, Anax- imander, Anaximenes, Pýþagóras, Parmenides, Herakleitus, Empedók- les, Anaxagóras og Demókitus um heimsmyndunar fræði og vemleika- hugtakið. Frá 450-399 f.Kr., sem kalla mætti „Öld Sókratesar", snerist heimspeki ekki lengur aðallega um náttúmna og alheiminn, heldur fyrst og fremst um siðgæði, stjómmál og félagsvísindi. Heimspeki eins og hún birtist hjá Sókratesi í ritum Platós fjallaði ekki um byggingu efnisins og alheiminn. Hjá honum þýddi heimspeki fyrst og fremst athugun á mannlegri tilvem. Ræðuhöld hans snemst aðallega um giidi, hamingju, góðleika og dyggð. Hann var ekki aðeins að reyna að skilja og skilgreina orð eins og dyggð, góðleika og hamingju. Hann var, ef trúa má Plató, fyrst og fremst að leita að leið til að gera mannfólkið dyggð- ugt, gott og hamingjusamt. Hjá Plató merkir heimspeki bæði gerð alheimsins og mannlega tilveru. Hún fjallar þó öðm fremur um æðri vemleika að baki hins sýnilega heims. Sá vemleiki er í augum Platós sá að maðurinn rísi upp fyrir hlutvemleik- ann til æðri tilveru utan tímans. Að- ferð Platós er ekki aðeins gagnrýnin rannsókn orða. Hann beitir rökhugs- un, en einnig íhygli og hugleiðingu sem aðferð til að komast í snertingu við hinn andlega heim, sem hann kallar æðri vemleika. í samræmi við kenningar Platós fjalla Tómas Aquinas, heilagur Ágúst- us og margir heimspekinar miðald- anna fyrst og fremst um guð, sálina og líf eftir dauðann. Hjá þeim er trú og heimspeki nánast hið sama. Grísk heimspeki frá 350 f.Kr. til upp- hafs Rómaveldis snýst aðallega um Stóuspekinga, Epikúr og vísindi Alex- andríu. í miðaldaheimspeki 400-1600 e.Kr. er heimspekin að miklu leyti tengd trúnni, ein sog áður segir, þar sem kirkjan og íslam réðu mestu um gang mála. Heimspekingar gyðinga og ar- aba vom einnig guðfræðingar á þess- um tíma. í nútímaheimspeki 1600-100 gætir sterkra áhrifa frá tækniþróun og vís- indalegum uppgötvunum. Gömul fræði vom iðkuð, en siðfræði, stjóm- málaheimspeki, þekkingarfræði og metafysik fá víðara svið og þau em lit- in frá nýjum sjónarhomum. Á þessu tímabili kemur fjöldi vanda- mála og hugmynda inn í heimspeki- lega umræðu. Og þá koma fram margar skilgreiningar á heimspeki. Sumir sögðu að heimspeki væri að samræma allar vísindalegar niður- stöður í eina heildarmynd. Aðrir sögðu að heimspeki væri að kortleggja mannleg og félagsleg gildi. Enn aðrir sögðu að heimspeki væri rökfræðileg rannsókn á staðhæfing- um manna. Sumir héldu því fram að heimspeki væri eingöngu að gera grein fyrir hlutvemleikanum. Til vom heimspekingar sem sögðu að heimspeki ætti að fjalla um guð, sálina, og frelsi mannsins. Margir töldu að heimspeki væri fyrst og fremst að skilgreina hugarstarf- semi og eðli þekkingarinnar. Þannig mætti lengi telja. Einhver ein skilgreining sem allir heimspek- ingar gátu fallist á, var einfaldlega aldrei til. Ef menn kalla það heimspeki að skilja og skilgreina vemleika, þá ættu öl vísindi að teljast heimspeki. En vöxtur tækni og vísinda varð svo gíf- urlegur á síðustu öldum að til urðu fjölmörg sérsvið. Vísindin vom þó í fýrstu treg til að yfirgefa heimspek- ina. Isaac Newton (1642-1727) kallar t.d. helsta vísindarit sitt „Mathemat- ical of Natural Phiosophy". í lok 19. aldar fóm margir vísindamenn að af- neita „gamalli heimspeki" af grimmd og orð eins og náttúmheimspeki vara sniðgengið. Þekkingin hundraðfald- aðist og í stað heildarmyndar komu fram sérsvið sem enginn einn maður gat þekkt. Samt hélt það áfram að vera ástríða heimspekinga að leita heildarmynda. SéríTæðingur, sem þekkir aðeins sitt sérsvið, býr alltaf til afskræmda heildarmynd, með því að ætla eigin þekkingu of stóran hluta f myndinni. í tilveru okkar em engin loku kerfi til. Allt í tilvemnni tengist öllu öðm með einhverjum hætti. Á síðustu ámm hefur það því aftur komist í tísku að leita rót hlutanna. Og þróaðasti hluti hverrar fræði- greinar hverfúr aftur til móður sinn- ar, heimspekinnar. Heimspeki frá aldamótum er nefnd samtímaheimspeki. Þar er aðallega um að ræða fjóra sterka strauma sem flest heimspekileg fley okkar hafa borist með. Þessar fjórar aðaltegundir heimspeki á 20. öld er: 1. Rökfræðileg gagnrýni. 2. Heimspekiskóli Ludwig Wittgeng- steins, en þar er gagnrýni málsins meginviðfangsefni. 3. Díalektísk efnishyggja eins og hún birtist í heimspeki marxismans. 4. Tilvistarheimspeki og fyrirbrigða- fræði. Og hver þessara hópa margar heim- speki bás og skilgreinir hana við sitt hæfi. Seinni grein Það er ekki nema eðlilegt að heim- spekingar telji sín sjónarmið öðrum fremri. Sumir telja sig jafnvel vera komna með endanleg svör. En stund- um heyrist líka það sjónarmið að flestir heimspekingar 20. aldar sýni menningarlega hnignun. Verk þeirra standist engan samanburð við verk fyrri heimspekinga. En allt er þetta undir skilgreiningum komið. Hitt er augljóst að þekking hefur margfaldast á okkar tíð, ótt hlutur heimspekinga í þeirri þróun sé þar ekki meiri en ann- arra. Jörðin er ekki nauðsynlega miðja al- heimsins og staða mannsins er ekki sérstök í tilverunni. Samt er sjónar- hom mannsins sérstakt. Hann sér á sinn hátt hvað fram fer, og svið hans Gunnar Dal. er allur hinn þekkti alheimur. Við get- um séð billjónir sóla og vetrarbrauta. Við getum séð billjónir ára aftur í tímann og skoðað fæðingu alheims okkar. Við getum séð fyrir endalok hans. Menn telja sig þekkja lögmálin sem þar ríkja og kraftana fjóra sem stjóma öllu sem þar gerist. En hvað veit maðurinn um sína eigin vitund, sjálfan dómarann sem skynjar þetta allt, semur forsendur og kveður upp dóma? Eðlisfræðingurinn t.d. hefur sjálfur, án þess að gera sér það fylli- lega ljóst, aldrei haft reynslu fyrir öðru en sinni eigin vitund. Honum er samt meinilla við hugtakið vitund og vill ekki á nokkum hátt blanda því inn í hina hreinu vísindalegu þekk- ingu sína. Ástæðan er augljós. Hann veit að í upphafi gefur enginn af þekktum eiginleikum alheimsins minnstu vísbendingu um að vitund geti orðið til. Vitund er óvísindalegg vegna þess að það er erfitt að gera hana að mælanlegum staðreyndum. En okkar sérstaka vitund ákvarðar hvað við veljum úr, þegar við skoðum veröldina. Maðurinn, hvort sem hann er vísindamaður eða rökfræðingur, er sjálfur mælitæki sérstakrar gerðar og niðurstöður hans verða óhjákvæmi- lega í samræmi við það. Heimspek- ingar hafa gegnum tíðina auðvitað skapað margar heimsmyndir. Það er því e.t.v. ekki rétt að tala um heims- mynd heimspekinnar. Samt sýnir öll saga heimspekinnar að heimspeking- ur nálgast veruleikann aðallega með skynsemi sinni. Við gætum kallað veruleika heimspekingsins hugtaka- veruleika, þótt það sé á engan hátt tæmandi. Bjartsýnir rökfræðingar telja sig geta, með nógu skarpri og agaðri hugsun, byggt staðhæfingar sínar á traustum grunni. En rökfræðingar verða eins og allir aðrir að byggja á ósönnuðum fullyrðingum. Og það sem skiptir sköpum um gerð heims- myndarinnar er hver hinna ósönnuðu fúllyrðinga er valin. Menn hafa t.d. alltaf trúað á þá ósönnuðu fullyrð- ingu að mannshugurinn sé sjálfsagð- ur grundvöllur „sannana", „stað- reynda", og „veruleika“. Þessi trú hef- ur orðuð grundvöllur allrar heim- speki. Þetta er ósannaður grundvöllur. Jafnvel ekki sennilegur. En er um annan grundvöll að ræða? Já. við trúum því. Á síðustu árum hafa komið fram ný- ir heimspekingar sem telja fjórar að- alstefnu 20. aldar blindgötur, sem menn hafa gengið á enda. Þessir heimspekingar byggja á miklu meiri þekkingu en fyrri heimspekingar. Og þeir byggja á þróaðri stærðfræði. Hjá þeim gætir afturhvarfs til upphafsins hvað tilgang snertir. Þeir leitast við að útskýra samræmda heildarmynd. Þeirra rannsókn beinist að samband- inu milli vitundar og þeirra krafta sem hafa hannað alheiminn og stjóma öllu í hinum efnislega heimi. Hlutimir eru, að þeirra dómi, ekki eins og þeir eru vegna tilviljana eða úrvals úr fjölmörgum möguleikum, eins og Darwinssinnar halda. í allri tilverunni eru ákveðnir fastar (konstants). Tilvera þeirra er enn í nokkurri þokur eins og öll ný vísindi. En heimssamræmið sem birtist Pý- þagorasi sem „tölur", birtist áhorf- andanum nú í lok 20. aldar sem fast- ar. Það er hvorki úrval né tilviljun að til er t.d. rökfræðingur. Fastar tilver- unnar ráða öllu afstæði. Ef afstæði kjamakrafta og rafsegulkrafta væri t.d. örlítið öðruvísi þá hefðu engin kolefnisatóm myndast og þess vegna enginn rökfræðingur orðið til. BÓKMENNTIR Siglaugur Brynleifsson: „Á ÞRIÐJA DEGI“ Piers Paul Reed: On the Third Day. A novel. Secker and Warburg 1990. Piers Paul Reed er kunnur enskur skáldsagnahöfundur. Ein kunnasta bók hans er „The Free Frenchmarí' sem sjónvarpsmynd hefur verið unnin úr. Þessi bók, „On the Third Day“ er nýjasta bók hans. Þetta er spennusaga, mjög vel skrifúð og spennandi bók sem gerist á síðustu misserum og snertir efni sem eru mjög tímabær. Öryggisþjónusta ísraelska hersins lætur grafa göng langt undir undirstöður musteris- hæðarinnar til þess að geta hlerað samtöl palestínskra skæruliða — það er látið líta svo út að þetta séu fornleifarannsóknir. Undir musterinu reynast vera neð- anjarðarbyrgi og uppþomaðar vatnsþrær sem hafa staðið þurrar í tvö þúsund ár, í þessum neðanjarð- argeymum rekast „fornleifafræð- ingarnir" á stórt leirker og í því finna þeir beinagrind. Kunnur fornleifafræðingur fylgist með upp- greftrinum og þá kemur í ljós að naglar standa í leggjum grindar- innar og marka má far eftir spjótlag sem snert hefur rifin og óljós merki um rispur á höfuðkúpunni. Kunn- ur enskur fomleifafræðingur, sem jafnframt er munkur, er kvaddur til að líta á fundinn. Nýlega uppgötvaður forn texti, sem er viðbót við Stríðssögu gyð- inga eftir Josephus (skrifaður um 40 e.Kr.) er settur í samband við fundinn, en þar segir að Pflatus hafi látið fela lík Krists og fela það í leir- keri undir musterinu í Jerúsalem. Pflatus hafði gert þetta í þeim til- gangi að styðja baráttuna gegn prestastétt gyðinga. Beinagrindin virðist því vera af Kristi og þar með er komin sönnun fyrir því að hann hafi aldrei risið upp frá dauðum í líkamanum á þriðja degi. Enski fornleifafræðingurinn og munkurinn, John Lambert, finnst hengdur í klaustri sínu í London sama daginn og hann kemur frá ísrael. Lærisveinn hans, Andrew, telur í fyrstu að hann hafi hengt sig í örvæntingu eftir að hann kynnti sérfundinn. Lambert var meðal áhrifamestu kennifeðra kaþólsku kirkjunnar á Englandi og hafði mikla andúð á öllum þeim breyt- ingum sem stóðu til innan kirkj- unnar eftir annað Vatikanþingið 1962. Ef þetta var líkanii Krists þá var grunnur kristninnar hruninn, trúin á holdlega upprisu Krists. Fregnin um fundinn hlyti að verða vatn á myllu „frjálslyndra" guð- fræðinga, þeirra sem unnu að því að afhelga Krist og kristnar grunn- kenningar með mórölskum samfé- lagspredikunum. Hvað yrði um endurlausnina ef Kristur hefði ekki risið upp frá dauðum? Hvað yrði um fullvissuna um kraftaverkið? Var Kristur einn af spámönnunum eða hliðstæða við trúarhöfunda víða um heim? Andrew og Anna, dóttir ísraelska fornleifafræðingsins, koma til sög- unnar og embættismenn kirkjunn- ar. Ákveðið er að opinber dauðaor- sök Lamberts sé hjartaslag, en ekki sjálfsmorð, til að forðast hneyksli. Beðið er með að undirbúa tilkynn- ingu um fundinn og meðan hléið stendur verður margvísleg atburða- rás, ísraelska leyniþjónustan, KGB og ísraelskir ofstækismenn koma til sögunnar og bróðir Andrews, Henry, sem kemst á sporið. þótt hann sé trúlaus og hreinn nautna- seggur. Svipmyndum er brugðið Piers Paul Reed upp úr „lokalausninni", baráttu gyðinga við alla nágranna ríkisins og hins vegar baráttuaðferðum gyðinga gegn Palestínumönnum. Það kemur í Ijós að viðbótin við Stríðssögu Josephusar er upprunn- inn í Litháen, handritið er talið hafa lent á flækingi í byltingum og styrjöldum og það birtist skyndi- lega í þýðingu í sovéska fornleifa- tímaritinu. Deilur um grunnkenningar kristninnar koma mjög við sögu og viðhorf gyðinga, sem máttu sjá af foreldrum sínum inn í gasofnana. Hverjir höfðu hag af því að afsanna helgi Krists? Hvað yrði um kirkju Krists, afhelgaða, og leyndardóma trúarinnar? Þessar spurningar sækja á Andrew og hann spyr, var Lambert myrtur? Og hver var morðinginn eða hverjir? ísraelar vita að „lokalausnin" gleymist og að meða) kristinna manna er stutt í gyðingahatrið. Ofstækismenn í hópi gyðinga álíta því að e.t.v. megi slæva þessa ógnun með einhverjum hætti og gera áhrif kristninnar minni. Kommúnistar eiga sinn hættulegasta óvin, að eigin áliti, í kristinni kirkju og „frjálslyndir" klerkar álíta að maðurinn hafi náð slíku siðferðisstigi og þekkingu að náðin sé óþörf og að endurlausnin samræmist ekki lengur nútíma við- horfum, þeir neita tilveru „skugg- ans“ og náðarinnar. Saman við þessa sögu blandast sagan af ástum Andrews og Önnu samfara mismunandi viðhorfum þeirra til kenninga kirkjunnar. Lýs- ingarnar á viðhorfum föður Önnu, ísraelska fornleifafræðingsins, til ísraels og þeim sinnaskiptum sem hann tekur í bókarlok eru unnar af einstöku innsæi, sama er að segja um þær breytingar sem verða á Henry, bróður Andrew. Spennan í þessari sögu helst til síðustu blaðsíðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.