Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. ágúst 1991
Tíminn 15
Jón Dan skrifar:
Orðaskýringar
Nú verður gruflað um orð.
Sumir eru fæddir með þeim ósköp-
um að velta sífellt vöngum um hvað
eina. Að sjálfsögðu lenda þeir oft á
villigötum og verða að snúa við og
reyna aðra leið eða gefast upp. Af öll-
um viðburðum, skemmtilegum
jafnt og sorglegum, má draga álykt-
un. Margur maðurinn lærir sem
betur fer af reynslunni. Enda kvað
hún vera til þess.
Fyrir mörgum árum varð Fúsi
frændi fyrir þeirri hremmingu að fá
gallsteinaköst. Steinarnir ruddust
með miklum gauragangi eftir gall-
ganginum og ollu sárum kvölum.
Hann þoldi ekkert feitmeti og tók
upp lifnaðarhætti meinlætamanna.
(Þeim hefur hann raunar haldið síð-
an.) En allt kom fyrir ekki. Krank-
leikinn leiddi til þess að hann var
lagður inn á sjúkrahús og allt drasl-
ið fjarlægt, bæði gallsteinar og gall-
blaðra.
Eftir skurðinn lá hann og jafnaði
sig í nokkra daga. Hann notaði tæki-
færið til að grufla. Árangurinn varð
sá að honum opinberaðist skilning-
ur á tveimur orðum í íslenskri
tungu. Og læt ég hann nú segja frá:
Kunningi minn nokkur hafði um
árabil átt við vanheilsu að stríða,
sagði Fúsi frændi. Það var hvort
tveggja að hann var veill fyrir hjarta
og slæmur í maga. Einu sinni hitti
ég bróður hans á fömum vegi og
spurði hvernig karli Iiði. Iss, var
svarið, hann er gallhraustur.
Og átti bara við að sá sem um var
spurt kenndi sér einskis meins,
hvorki í hjarta né né maga. Hann
væri stálhraustur.
En svona hefur það ekki verið til
forna, fullyrti Fúsi. Sá sem var gall-
hraustur, hann hafði ekki sjúkdóm í
galli eða gallblöðru. Víkingar, sem
fóm í hernað, hefðu aldrei tekið í
mál að hafa í liði sínu mann sem
ekki var „gallhraustur". í svallveisl-
um milli ormsta var mikið dmkkið
og býsnins öll af feitmeti étin. Sá
sem ekki var „gallhraustur" átti á
hættu að verða skyndilega óvígfær,
kannski í miðjum bardaga. Slíka
menn tjóaði ekki að hafa með í vík-
ing.
Iöðm lagi (hélt Fúsi áfram) segja
menn að þessi eða hinn sé gallharð-
ur á skoðun sinni eða gallharður í
andstöðu sinni, ósveigjanlegur.
Gallverkir em harðir. Það mætti svo
sem kalla þá sára eða óbærilega, en
réttast er að segja að þeir séu harðir.
Þegar gallsteinarnir ryðjast eftir
gallrásinni er engu líkara en verið sé
að hnoðast með grjót í innyflunum.
Einhvers staðar sá ég sársauka
flokkaðan og honum gefin númer
eftir styrkleika. Fyrstu var vægasti
sársaukinn, númer tíu sá versti. Mig
minnir að tannpína væri númer tvö
eða þrjú, gallverkur númer tíu. Ég
er ekki viss um að allir fallist á þetta.
En um það get ég dæmt að gallverk-
ur er harður. Grjótharður.
Þannig varð sársauki uppspretta að
söguskoðun og þjóðlegum orða-
skýringum. Hvort vangaveltur Fúsa
frænda halda gagnvart rökum mál-
fræðinga er atriði eftir er að kanna.
Jón Dan
LESENDUR SKRIFA
BORNIN FYRST
OG FREMST!
Nokkrar staðreyndir um áhrif tób-
aksreykinga á böm í móðurkviði og
skaðsemi óbeinna reykinga á böm
Óbeinar reykingar
Þegar við tölum um óbeinar reyk-
ingar er átt við það þegar böm og
aðrir anda að sér reyk frá fólki sem
er að reykja. Reykurinn frá brenn-
andi sígarettur inniheldur tvöfalt
meira magn af níkótíni heldur en
það sem reykingamaðurinn andar
að sér og fimm sinnum meira af kol-
sýringi. Þetta getur valdið ungböm-
um öndunarerfiðleikum.
Óbeinar reykingar geta valdið ung-
börnum skaða. Sígarettureykur
inniheldur næstum því 4000 efni,
m.a. ammoníak, bensín, formalde-
hýð (ertir húð, augu og öndunar-
færi) og blásýru, auk koltvísýrings-
ins sem áður er getið. Börn sem eru
óvarin fyrir óbeinum reykingum
anda þessum efnum að sér. Rann-
sóknir sýna að börnum sem anda að
sér reyk af þessu tagi er hættara við
kvefi, eyrnabólgu, kverkabólgu og
hálseitlabólgu. Einnig getur það
valdið erfiðleikum á lungnastarf-
semi og jafnvel dregið úr vexti
lungna hjá ungbörnum.
Börn læra af foreldrum sínum.
Börn foreldra sem reykja eru líklegri
til að verða reykingafólk en aðrir.
Verðandi foreldrar í hópi reykinga-
fólks ættu því að reyna að hætta að
reykja og eftir fæðingu barns að
forða því frá óbeinum reykingum.
Reykingar og þungun
Reykingar verðandi mæðra eru
fóstrinu hættulegar. Þegar þunguð
kona reykir andar hún að sér nik-
ótíni og kolsýringi. Nikótínið dregur
úr magni þeirrar næringar sem
berst til fóstursins.
Reykingar verðandi mæðra auk
hættuna á fósturláti (170% meiri
hætta hjá stórreykingakonum), fæð-
ingu fyrir tímann (300% líklegra hjá
stórreykingakonum), andvana fæð-
ingum (55%), fæðingargöllum (t.d.
klofinni vör og klofnum gómi), ung-
bamadauða (sérstaklega fyrstu 28
dagana eftir fæðingu) og öndunarerf-
iðleikum (astma) hjá kornabömum.
Því fyrr sem verðandi móðir hættir
að reykja, því betra. Ef hún hættir
strax og hún uppgötvar að hún er
þunguð dregur hún úr hættunni á
að barnið verði fyrir einhverjum af
þeim skakkaföllum sem áður er get-
ið. Ef hún hættir þegar hún er kom-
in fjóra mánuði á leið, eru líkurnar á
fyrirbura eða undirmálsbami þær
sömu og hjá konu sem reykja ekki.
Ef hún hættir einhvem tíma áður
en bamið fæðist eykur hún líkumar
á að fæða heilbrigt bam.
Hermann Þóröarson, umdæmisstjóri
Khvanishreyfingarínnar í íslandi
BÖRNIN FYRST
OG FREMST
Jörð til sölu
Jörðin Ytrivellir í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-
Húnavatnssýslu er til sölu.
Jörðin hentar til alhliða búskapar og er í sveit sett
nálægt þéttbýli.
Jörðin hefur 220 ærgilda framleiðslukvóta.
Á jörðinni eru íbúðarhús, fjárhús og hlaða fyrir
200 ær og lítið fjós og hlaða.
30 hross og vélar geta fylgt í sölunni.
Jörðin er skuldlaus.
Frekari upplýsingar veittar í símum 95-12448 og
91-41021.
Byggðaþjónustan
Nýbýlavegi 22,
Kópavogi.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingar-
deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í jarð-
vinnu vegna fyrirhugaðrar frjálsíþróttaaðstöðu í Laug-
ardal.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 8.500 m3.
Fylling 12.100 m3.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 10.000,-skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. september 1991, kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
5. landsþing
L.F.K.
Unnur Slgrún
5. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldið I Borgartóni 6,
Reykjavlk dagana 4. og 5. október 1991.
Þingið hefst með setningarræðu formanns L.F.K. og slöan skýrslu stjórnar.
A) formanns: Unnur Stefánssdóttir.
B) gjaldkera Sigrón Sturludóttir.
Dagskrá nánar auglýst slðar.
Framkvæmdastjóm L.F.K.
Félagsmót framsóknarmanna
í Skagafirði
verður haldið í Miðgarði laugardaginn 31. ágúst.
Hljómsveit Geinnundar Valtýssonar fer á kostum og leikur fyrir dansi.
Jóhannes Kristjánsson verður meðal skemmtiatriða. Nánar auglýst slðar.
Nefhdln.
3. miðstjórnarfundur SUF
verður haldinn dagana 31. ágóst kl. 18.00-22.00 og 2. september kl. 10.00-12.00 á
Sauðárkrókl. Þann 1. september fer fram Stefna 91 á vegum SUF á sama stað.
Miðstjómarmenn enj hvattir til að mæta og tilkynna þátttöku til Önnu I slma
91-624480.
Framkvæmdastjóm SUF
Konur
Suðurlandi
Töðugjöld hjá Félagi Framsóknarkvenna I
Ámessýslu verða mánudagskvöldið 19. ágóst
f Golfskálanum á Róðum og hefst kl. 19.00.
Grillað veröur lambakjöt með öllu
tilheyrandi.
Golfmeistari kennir okkur aö slá golfkúlu.
Rætt um aöatfund Landsþings LFK og
utanlandsferö.
Rölmennum og tökum með okkur gesti.
FFA
Sumarhappdrætti
Framsóknarflokksins 1991
Dregið var í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 12. júlí 1991.
Vinningsnúmer em sem hér segir:
1. vinningurnr. 39967
2. vinningurnr. 23913
3. vinningur nr. 38808
4. vinningur nr. 115
5. vinningur nr. 38648
6. vinningur nr. 14889
7. vinningur nr. 22161
8. vinningur nr. 28488
9. vinningur nr. 20036
10. vinningur nr. 36044
11. vinningur nr. 15202
12. vinningur nr. 11886
13. vinningur nr. 14713
14. vinningur nr. 15661
15. vinningur nr. 36440
Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá út-
drætti. Frekari upplýsingar em veittar í sima 91-624480.
Framsóknarflokkurinn.
Stefna ’91 — Sauðárkróki
Fræðsluráðstefna SUF verður haldin helgina 30. ágúst-1. sept-
ember n.k. Ráðstefnan eropin öllum ungum framsóknarmönnum
alls staðar af landinu og verður ráöstefnugjaldi stillt í hóf. Gist
verður í heimavist Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og fyrirlestrar
munu fara fram í sal skólans. Eftir ráðstefnuna verður fjölmennt á
héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið verður að
Miðgarði og mun hinn þjóðfrægi Geirmundur Valtýsson leika fyrir
dansi.
Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst síðar. SUF-arar em hvatt-
irtil að skrá sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknarfiokksins, Hafn-
arstræti 20, eða í síma 624480.
Framkvæmdastjórn SUF
BLAÐBERAR
Tíminn óskar eftir blaðberum í Hafnarfirði.
Upplýsingar gefur Starri Sigurðsson.
Sími 54948.
Á., f \
\