Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Tíminn 5 Jarðskjálftar hrista íbúa Hveragerðis: Stærsti kippurinn var þrír á Richter Um kl. 9 í gærmorgun fannst jarð- skjálftakippur í Hveragerði og ná- grenni. Þessi kippur sem var sá stærsti af mörgum smáum mældist vera 3 á Richterkvarða. Kippirnir voru taldir eiga upptök sín um 2 km suðaustur frá Hveragerði. Að sögn Steinunnar Jakobsdóttur, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu ís- lands, fann fólk þar í bæ óvenju vel fyrir þessum kipp þar sem upptök hans voru nálægt bænum. Menn á vegum Orkustofnunar hafa í sumar verið við störf í Fljótshlíð að leita þar jarðhita, með svokölluð- um viðnámsmælingum. Niðurstöð- ur rannsókna þeirra liggja enn ekki fyrir en heimamenn telja yfirgnæf- andi líkur á að jarðhita sé að finna í sveitinni. Þegar unnið verður úr rannsókn- um sumarsins verður fyrst hægt að segja til um hvort og þá hvar jarðhiti Steinunn segir að þó nokkrar jarð- skjálftahrinur hafi fundist á þessu svæði. Hún segir að Hveragerði sé á mörkum jarðskjálftabeltis á Suður- landi og þetta svæði hafi verið virk- ara en endra nær í kjölfar Heklu- gossins í vetur sem leið. Steinunn álítur samt að síðasti mánuður hafi verið mjög rólegur. Hún segir að hrinur hafi byrjað í janúar sem leið og síðan hafi orðið vart við jarð- skjálftakippi víða um Suðurland. sé í Fljótshlíð. Mikið jarðhitasvæði er í Tindfjöllum og ekki er talið ótrú- legt að þaðan Iiggi heitar æðar. Rannsóknir þessar voru gerðar á vegum Fljótshlíðarhrepps sem varði til þeirra 400 þúsund krónum. Til þessa hafá flestir bændur sveitarinn- ar hitað hús sín upp með rafmagni, sem þykir dýr kostur samanborið við heitt sjálfrennandi vatn. sbs, Selfossi. Steinunn álítur hrinumar innbyrðis líkar. Hún segir þær vera þannig að margir litlir jarðskjálftakippir komi á undan og eftir stærri kipp. Hún álítur þessa hrinu líka fyrirrennur- um sínum og þess vegna muni hún koðna niður smátt og smátt. Þrátt fyrir það segir hún að haft verði öfl- ugt eftirlit með jarðhræringunum. Steinunn álítur ekki að þessir skjálftar séu undanfari hins svokall- aða Suðurlandsskjálfta. Að hennar sögn yrði hún fyrst áhyggjufull ef nokkrir skjálftar af sama styrkleika og sá sem var hvað öflugastur í Hveragerði í gær fyndust með stuttu millibili. Steinunn segir að með til- komu tölvuvkerfis náist miklu betri vitneskja um jarðhræringar á Suð- urlandi en áður var hægt að afla. Steinunn hefur heyrt að taldar séu um 90% líkur á svokölluðum Suð- urlandsskjálfta á næstu 20 árum. Að hennar sögn mældist 7,1 stigs skjálfti á Richterkvarða á austan- verðu Suðurlandi árið 1912. Árið 1896 kom hins vegar stór Suður- landsskjálfti og af hans völdum hmndu bæir víða á Suðurlandi. Þær upplýsingar sem fengust hjá Almannavörnum ríkisins hermdu að þar á bæ væri fylgst með gangi mála en ekki þótti ástæða til sér- staks viðbúnaðar. -HÞ JARÐHITALEIT í FLJÓTSHLÍÐ Hluthafar tapa 200 milljónum Sigurgísli Skúlason, fram- kvæmdasjóði íslands sem hefur kvæmdastjóri fiskeldisfyrirtælds- lánað tð stofnframkvæmda. Síðan ins ísþórs hf. í Þorlákshöfn, segir eru það fóðursalar, rafmagnsveit- í samtali við Tímann að síðastlið- an, hitaveitan og ýmsir smærri að- inn þriðjudag hafi verið lögð fram ilar. Það eru mildir peningar sem beiðni stjómar um að fyrirtæidð eru komnir í þetta. Mannviridn eru yrði tekið til gjaldþrotasldpta. til staðar og erfitt að hugsa sér Hann segir að það sé áhugi fyrir önnur not fyrir þessi mannvirkl því að halda rekstrinum áfram og heldur en fiskeldi. „Þetta eru svo það er verði að leita ieiða í því. sérhæfð mannvirki að það er eig- Starfsmenn hafa hka mildnn inlega ekki hægt að nota þetta í áhuga fyrir málinu, segir Sigur- neitt annað," segir Sigurgísli. gísH, þetta er þeirra atvinna. Síðan Sigurgísli segir nokkurs konar eru það nokkrir aðHar aðrir sem „Thatcherisma** tröllríða sfjórn hafa áhuga á að skoða það hvort landsins. Þar er sagt burt með alla hægt sé að ná samstoðu um þetta. sjóði og öH millifærslukerfi og nú Það verður náttúriega rætt við bú- eiga einstakHngamir aö standa á stjóra þegar að því kemur. Mönn- eigin fótum án aðstoðar ríkisms. um finnst það ansi hart að þurfa ísþór er ekki aflögufært með veð að sjá á eftír þessum eignum, að og þess vegna fékk fyrirtækið ekki það lokist allt og menn bara hætti lán úr sérstökum rekstrariána- þessu. Sigurgísli kveður þó ekkert sjóðiá vegum landbúnaðarins. All- öruggt {þessu, það er ekkert ör- ar lánastofnanir vilja lána þér pen- uggt að menn nái þessu. Búsfjóri inga ef þú getur komið með full- mun stýra málsmeðferðinni og þá gild veð, ef þeir eru vissir um það væntanlega kita að kaupendum að þeir tapl ekki aurunum, segir eða leigjendum, hann gerir það Slgurgísli. sem honum finnst skynsamkgt í Sigurgísli tekur fram að við gjald- þessu. þrot séu það eldd aðeins bankinn Landsbankinn hefúr ákveðið að og sjóðir sem tapa, heldur eru hætta f fiskeldi, þeir hafa ckki hluthafamir búnír að leggja mikla lengur áhuga á þessari grein, peninga fram og mikla vinnu. finnst hún of áhættusöm. Bank- Hlutaféð er 140 milljónir króna. inn hefur tllkynnt að hann muni Hann áætlar að tap þetrra sé um segja upp öllum viðskiptum við 200 milljónir króna og það er bara fiskeldisfyrhtæld og þar á meðal það sem einstaklingamir, hluthaf- ísþór. Afurðalán Ísþórs vora þar arair, tapa. Þeir trúðu á þetta og og fískurinn er veðsettur bankan- þeir hafa lagt allt sitt undir sumir um. Mannvirkin eru veðsett Fram- og tapa mjög miklu. -js Norrænt þing um umferðarlækningar, yfirlit: SKYNDIHJÁLP OG RÉTT VIÐ- BRÖGÐ GETA SKIPT SKÖPUM Það getur skipt sköpum fyrir fórnarlömb umferðarslysa að almenn- ingur kunni skyndihjálp, og geti veitt fyrstu aðstoð á slysstað. Lífs- líkur fólks sem fá hjartastopp og fá strax meðferð á slysstað eru t.d. mun meiri en þeirra sem látnir eru bíða eftir sjúkrabíl eða lækni. Þetta kom m.a. fram í erindi sem Gríma Huld Blængsdóttir, læknir og umsjónarmaður Neyðarbílsins, flutti á norrænu þingi um um- ferðarlækningar sem fram fór á Akureyri um helgina. í erindi Grímu kom m.a. fram að könnun sem gerð var á afdrifúm fólks sem fékk hjartastopp í Reykjavík á ár- unum 1982-86, leiddi í ljós mikilvægi þess að almenningur kynni eitthvað fýrir sér í skyndihjálp. Könnuð voru afdrif allra Reykvíkinga sem fengu hjartastopp á umræddu tímabili og leiddi könnunin í ljós að 29% þeirra sem fengu fyrstu hjálp frá vegfairanda eða öðrum nærstöddum lifðu af, en mjög fair lifðu af fengju þeir enga hjálp áður en sjúkrabíll eða læknir kom á staðinn. Lengri sjúkraflug á íslandi Þorvaldur Ingvarsson læknir fiallaði um fimm ára yfirlit sjúkraflutninga með þyrlu á íslandi. í máli hans kom fram að sjúkraflug á íslandi eru tíðum mun lengri en gerist og gengur í ná- grannalöndunum. Hérlendis er al- gengt að sjúkraflug séu allt að tveggja klukkustunda löng, en í nágranna- löndunum er miðað við að sjúkraflug sé helst ekki lengra en ein klukku- stund. Þorvaidur sagði að brýn þörf væri á að endurskipuleggja sjúkraflug á ís- landi m.a. með tillití til öryggis sjúk- linga. Þórir Sigurbjömsson, kennari hjá RKÍ, flallaði um sjúkraflutninga al- mennt á íslandi, og kom m.a. fram að þeir sem annast sjúkraflutninga á ís- landi em tíðum alls ekki nógu mennt- aðir til að annast sjúkraflutninga og vanhæfir til að veita sjúklingum rétta umönnun. Höfuð- og andlitsáverk- um hefur fækkað Kristinn Guðmundsson, yfirlæknir á heila- og taugaskurðdeild Borgar- spítalans, sagði í sínu erindi að höfuð- og andlitsáverkum hefði fekkað und- anfarin ár, eða frá þeim tíma að notk- un bfibelta jóksL Umferðarslysum hefði hins vegar fjölgað. Kristinn sagði að á árunum 1974-1990 hefðu 6.800 manns komið með slíka áverka á bráðavakt Borgarspítalans. Þar af voru 1.580 lagðir inn, karlmenn í miklum meirihluta eða um 65%. Al- gengast er að ökumenn hljóti höfuð- og andlitsáverka, því næst farþegar í bfium og þar á eftir koma hjólreiða- menn, fótgangandi og ökumenn og farþegar bifhjóla. Háir vegir slysagildra Gísli Auðunsson, yfirlæknir á Húsa- vík, fjallaði um umferðarslys í Þing- eyjarsýslum. í máli hans kom m.a. fram að vegir sem eru byggðir mikið upp úr landslaginu vegna snjóa, séu í raun dauðagildrur í hálku. Gísli sagði að á árunum 1988- 89 hefðu orðið þrjú banaslys í Þingeyjarsýslu þar sem ökumenn hefðu misst sjóm á bfium sínum í hálku og ekið út af háum upp- byggðum vegum. Aukin hjálmanotkun bama og unglinga Bengt-Ake Ljungblom, yfirlæknir í Svíþjóð, greindi frá því að með mark- vissum áróðri hefði tekist að auka notkun reiðjólahjálma meðal bama og unglinga í Svíþjóð. Könnun Þor- valdar Ingvarssonar á reiðhjólaslysum á Akureyri Ieiddi einnig í ljós að böm á Akureyri nota hjálma í auknum mæli, sérstaklega yngri bömin. Þorvaldur gerði könnun á reiðhjólaslysum á Ak- ureyri á árunum 1985-86 annars veg- ar, og til samanburðar árin 1989- 90. Könnunin leiddi í Ijós að reiðhjóla- slysum fækkaði um 20% á þessu tíma- bili eða úr 125 í 103. Könnunin leiddi einnig í ljós að innlögnum á sjúkra- hús vegna reiðhjólaslysa fækkaði um helming, og einnig fækkaði tilfellum þar sem böm höfðu fengið höfuð- áverka um helming. Þorvaldur sagði að það hefði vakið athygli sína að böm á Akureyri virtust vera á hjóli jafnt sumar sem vetur, og kvað hann það skilyrðislausa skyldu foreldra að banna bömum að vera að þvælast á hjólum í hálku, og jafriframt mættu foreldrar leggja enn frekari áherslu á notkun reiðhjólahjálma. Fjöldi slasaðra í um- ferðinni fímmfalt hærri en tölur segja til um Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir á Borgarspítalanum, sagði að fjöldi slas- aðra í umferðinni í Reykjavík væri f raun fimmfalt hærri en opinberar töl- ur gæfu til kynna, og sagði hann þær ómarktækar. Útreiknuð tíðni umferð- arslysa í Reykjavík árið 1989 var 93 af hverjum 10 þúsund íbúum, eða 0,93%. Opinberar tölur segja hins vegar 18,5 íbúar af hverjum 10 þús- undum, sem sýnir að fjöldi slasaðra er a.m.k. fimmfalt fleiri. Gunnar sagði að nokkru fleiri konur en karlar slösuð- ust í umferðinni í Reykjavík, og um 65% slasaðra væm á aldrinum 10-29 ára. Gunnar sagði að flest slysin yrðu vegna aftanákeyrslu, og stærsti áverkaflokkurinn væri hálsáverkar. Gunnar kvað athyglisvert að fjarvistir frá vinnu væru að meðaltali 26 dagar, en jafnframt færi allstór hluti þessara sjúklinga fram á slysabætur vegna áverka sem erfitt væri að greina og yllu í fæstum tilfellum vinnutapi. Sérstaða íslands varðandi hópslys Guðjón Pedersen hjá Almannavöm- um fjallaði um sérstöðu íslands varð- andi hópslys. Það kom m.a. fram hjá Guðjóni að víðast hvar erlendis eru fyrstu viðbrögð við hópslysum þau að fómarlömbin em flokkuð eftir því hversu mikið þeim liggur á læknis- hjálp. Á fslandi verður hins vegar að leggja höfúðáherslu á að koma öllum í hús til að forða þeim frá því að ofkæl- ast eða hreinlega krókna. Með þessu færi dýrmætur tími til spillis, og gæti leitt til þess að þeim sem bráðlægi á aðhlynningu, bærist hjálp of seint. Vel heppnað þíng Ólafúr Ólafsson landlæknir var fors- teti þingsins og kvað hann þingið hafa verið mjög vel heppnað og gagn- legt. Ólafúr sagði að á þinginu hefðu komið fram miklar og gagnlegar upp- lýsingar og fyrirhugað væri að taka þær saman og nýta til forvamarstarfs gegn umferðarslysum á Norðurlönd- unum. Ólafur lýsti áhyggjum sínum yfir þeim upplýsingum sem fram komu á þinginu um háa tíðni dauða- slysa og alvarlegra slysa á íslandi, sér í lagi meðal ökumanna með nýlegt bfi- próf. Ólafur sagði að fara þyrfti í saumana á þeim málum, m.a. með tilliti til þess hvort ökukennslu á ís- landi væri ábótavant. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.