Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Perez de Cuellar fundar með ísraelskum samningamönnum: Gíslamálið enn í brennidepli í gær hélt Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, fund með þremur sendifulltrúum ísraelsku stjórnarinnar í Genf. Tilgangur fundarins var að ræða viðbrögð ísraelskra stjómvalda við tilboði íslamska Jihad, um alhliða skipti á miðausturlenskum föng- um og vestrænum gíslum. Fundurinn stóð yfir í 90 mínútur. „Við áttum saman góðar og árang- ursríkar samræður," sagði Uri Lu- brani, aðalsamningamaður ísraela í gíslamálinu. „Við gerðum aðalritar- anum ljóst hver afstaða ísraelskra stjórnvalda er, með tilliti til vanda- mála tengdum stríðsföngum," sagði Lubrani. Lubrani sagði að de Cuellar ætlaði að vera áfram í Genf í einn dag enn, en greindi ekki frá hvers vegna. Talsmaður Perez de Cuellar, Nadia Younes, hafði áður sagt að hann ætl- aði ekki að vera lengur en til mið- vikudags í Genf, en þó gæti fundur- inn með ísraelsku sendifulltrúunum breytt þar um. Hún var ekki tilbúin til að fara segja meira um þetta. Lubrani sagði að ísraelar vildu fá tákn um að einhver af þeim sjö ísra- elsku hermönnum sem talið er að sé haldið föngum í Líbanon, væru á lffi. Aðspurður um hvort ísraelar væru tilbúnir til að sýna einhver merki um samningsvilja, t.d. með að sleppa nokkrum af þeim fjölda araba sem þeir hafa í haldi, sagði hann að það hefði ekki verið rætt. Þegar hann var spurður hvort þeir hefðu sett sér einhver tímamörk í málinu, sagði Lubrani; „Ég held ekki að tímamörk sé lausn þessa máls.“ Reuter-SIS Javier Perez de Cuellar stendur í ströngu í samningaviöræöum um lausn gísla víöa um heim. Japanskar smagrofur Getum útvegað með stuttum fyrirvara smágröfur frá japanska stórfyrirtækinu KUBOTA. ■ Stærðir 730 kg til 5940 kg. ■ Gúmmíbelti eða stálbelti. ■ Sýningarvél á staðnum. Ármúla 11 - Reykjavík - Sími 681500 - Fax 680345 Hin konunglegu hjón varpa skugga á gíslamálið: Díana á bikinf Myndir af Díönu prinsessu í bikiní hafa ýtt fréttum af gíslamálum til hiiðar í Bretlandi. Fátt kætir Bret- ann eins og fréttir af kóngafólkinu, svo þeir eru himinlifandi yfir nýj- ustu fréttum af Díönu og Karii. Hins vegar er konungsfjölskyldan iítið hrifin af þessum myndum. Þau hjón eru nú í annarri brúð- kaupsferð sinni, en í ár eru einmitt liðin 10 ár síðan þau gengu í heilagt hjónaband. Þau eru nú á siglingu um Miðjarðarhafið. Fréttir frá Buck- inghamhöll segja að þau kæmu heim úr ferðinni í dag. Reuter-SIS Óttast er að ítalskur kaupsýslumaður hafi látist hjá mannræningjum í Líbanon: Ekkert frést af honum í sex ár Yfirmaður líbönsku öryggissveit- anna sagði í gær að mannræn- ingjarnir sem hefðu haft Alberto Molinari, ítalskan viðskiptamann, í haldi, hefðu myrt hann skömmu eftir að þeir rændu honum fyrir sex árum. Yfirmaðurinn segir að mann- ræningjarnir hafi drepið hann vegna mistaka. Hann fékkst ekki til að útskýra mál sitt betur. John McCarty, sem losnaði úr gíslingu í síðustu viku, hefúr sagt að allir vestrænir gíslar sem eru í haldi mannræningja í Líbanon væru á lífi. Við það vöknuðu vonir manna um að Molinari væri enn á lífi. Vestrænir diplómatar segjast hins vegar óttast að Molinari sé látinn. Bandaríkjamaðurinn Edward Tracy, sem látinn var laus úr gísl- ingu á sunnudag, sagðist halda að mannræningjarnir hefðu tíu vest- ræna gísla í haldi hjá sér, fimm Bandaríkjamenn, 2 Breta, 2 Þjóð- verja og einn ítala. Molinari hefur hingað til verið „hinn gleymdi gísl“ því engar fréttir hafa borist af honum síðan 11. september 1985. Reuter-SIS Fréttayfirlit Kalifomía - James Roose- velt, elstí sonur Franklin Ro- osevelt fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, lést á heimili sínu f Newport Beach, á þriðju- dag. Síðustu árin starfaði hann víö viðsklpti. Hann veröur Jarö- settur á sunnudaginn. Bari - Enn eru nokkur hundr- uö Aibana eftir á íþróttaleik- vanginum í Barí. Þeír sögöu að þeir myndu frekar berjast til síðasta manns, en fara heim aftur. Itölsk stjómvöid hafa ókveöið aö leyfa þessu fólki að vera áfram f landinu, en þó er ekki Ijóst hversu lengi. Senni- legt þykir að fólkið verðf flutt f flóttamannabúöir á Noröur- ftaiíú. íslamabad - Afganska frétta- stofan í Bakhtar greindi frá því í fréttum að hópur skæruliða hafi gert árás í Kabul. Skæru- liöamir skutu á rútu, drápu 21 manneskju og særöu 34. Nýja Delhí - Allar öryggis- vamir hafa veriö hertar tíl muna við Punjab og Jammu og Kashmir. Þetta er gert vegna hættu óeiröum á þjóð- hátíðardegi þjóðarinnar. Seou! • Hundruð Suður-Kóre- anskra stúdenda, kÖstuðu bensínsprengjum og síeinum aö lögreglunni i Seoul. Óeirö- imar brutust út vegna óánægju stúdentanna með rik- isstjóm Roh Tae- woo. Wadowice - Jóhannes Páll páfi U kom til Wadowice í Pól- landi í gær. Páfi er uppaiinn í Wadowice. Hann fagnaöi gömlum vinum þar, og sagöi fólkinu þar m.a. að móöir hans hafi alið hann upp f guðsótta og góðum siöum. Jóhannesarborg - Helsfai stjómmálamenn í Suður-Afr- íku hafa fengið sig fullsadda af óeirðum í iandinu undanfarin ár og eru nú sestir niður tii að ræða hvað hægt sé að gera til að stöðva þetta ástand. Nairobí - Mikchel Camedess- us, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrisstjóðsins, hefúr beð- iö um hjálp til að örva efna- hafslega þróun í hinum bláfá- tæku ríkjum þriðja heimsins. Frakkland • Franskur bóndi skaut til bana 12 ára gamlan strák á þriðjudagskvöld, vegna ótta við að strákurinn hafi stol- ið frá sér kjúklingum. (júif drap annar franskur bóndi mann sem hafði stoiið ffá honum gulrótum. Fangelsun hans vakti mikta ólgu meðal bænda sem vi Ija fá að verja eigur sínar fyrir ágangi annarra. Bandarískur maður játar 60 morð: Búiö að sanna á hann 4 morð Bandarískur maður sem ákærður er fýrir morð á 10 ára gamalli stúlku, hefur viðurkennt að hafa myrt meira en 60 manns, víða um Bandaríkin, undanfarin 10 ár. Mað- urinn heitir Donald Leroy Evans og er 34 ára gamall. Hann er frá Miss- issippi. Ef framburður Evans reynist rétt- ur, er hann mesti raðmorðingi bandarísku réttarsögunnar. Fred Lusk, skipaður verjandi Ev- ans, segir að sérfræðingar vinni nú hörðum höndum við að sannprófa framburð Evans. „Þeir eru að leita að upplýsingum sem aðeins sá sem framið hefur glæpinn getur vitað um,“ sagði hann. Lusk segir að þegar sá búið að sanna þrjú morð á Evans, fýrir utan morðið á Beatrice Louise Routh sem var ekki nema 10 ára þegar hún var myrt. Hún hvarf frá Gulf- port, Mississippi, í byrjun ágúst- mánaðar, en lík hennar fannst sl. sunnudag. Reuter-SIS Eftirlit með að vopnahlé verði haldið í Serbíu og Króatíu: Fimm létu líf- iö í fyrrinótt Ráðmenn júgóslavneska ríkjasam- bandsins staðfestu í gær að þeir hafa sent friðareftirlitsmenn á sín- um vegum þangað sem átök hafa blossað upp á ný, á milli Serba og Króata. Þeim er ætlað að sjá til þess að vopnahlé sem sett var á í síðustu viku verði haldið. Að minnsta kosti fimm manns týndu lífi í fyrrinótt í átökum Serba og Króata. Irfan Ajanovic, talsmaður ríkja- sambandsins, sagði að friðareftir- litsmenn yrðu komnir til átaka- svæðanna í dag og á morgun. „Hlut- verk þeirra verður að athuga hvor deiluaðilinn brýtur vopnahléið.“ Hann sagði einnig á fréttamanna- fundi í Belgrad, að ráðamenn í Júgó- slavíu myndu halda áfram umræð- um um framtíð ríkjanna á Balkan- skaga, eftir sjálfstæðisyfirlýsingar Slóveníu og Króatíu. Ríkjasambandsstjórnin og forsetar Serbíu, Króatíu og fjögurra annarra ríkja á skaganum munu hittast á fundi í Belgrad, 20. og 21. ágúst til samningaviðræðna. Að minnsta kosti 300 manns hafa látið lífið síðan Slóvenía og Króatía lýstu yfir sjálfstæði, þann 25. júní. Flestir hafa látist í átökum á milli serbneskra skæruliða og króatískra öryggissveita. Aður hefur fundur á borð við þann sem halda á í ágúst ekki borið árang- ur, vegna deilna lýðveldanna, og ásakana þeirra á milli. Reuter-SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.