Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Fimmtudagur 15. ágúst 1991 aa Samskipadeildin í Knattspyrnu: Oruggur Fram- sigur á Víði Pramarar unnu sinn stærsta sigur á sumrinu er þeir sigruðu Víðis- menn á iaugardalsvelli með fjórum mörkum gegn engu. Safamýrar- drengimir voru betri aðilinn allan ieikinn og réðu gangi leiksins frá upphafi hans til enda. Það var á 26. mín. sem Anton Mark- ússon skoraði fyrsta mark leiksins og var staðan þannig í hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks áttu Víðis- menn sitt besta færi þegar Grétar Einarsson átti hörkuskalla að marki Fram en Birkir varði vel. En Fram hélt uppi leik sínum og sótti, en átti í erfiðleikum með að brjóta niður sterka Víðismenn, eða allt þar til undir Iok leiksins þegar flóðgáttir opnuðust. Á 84. mínútu skoraði Jón Erling Ragnarsson með skalla og þremur mínútum síðar gerði hann annað mark sitt og þriðja mark Fram. Það var síðan Steinar Guð- geirsson sem innsiglaði öruggan sigur Fram. Leikinn dæmdi Ólafur Ragnarsson. Maður leiksins : Jón Erling Ragn- arsson. Fjörugt jafntefli Úrslit 1 deild karla Stjarnan-FH 2-2 (1-2) Fram-Víðir 4-0 (1-0) 1 deild kvenna UBK-Týr 6-0 (2-0) Bikark.kv.undanúrslit ÍBK-Þór 2-1 (0-0) ÍA-Valur 2-1 (1-0) 3.deild Völsungur-Skallagrímur 3-0 KS-Magni 2-2 Það var heldur betur Qörugur leikur Stjömunnar og FH í Garðabænum sem háður var í gærkvöldi. Úrslit leiksins urðu 2-2 eftir að FH hafði haft yfiihöndina í hálfleik, 1-2. Leik- urinn var skemmtilegur og vel leikinn afbáðum liðum. Leikurinn byijaði með látum. Strax á 7. mfnútu komst Valdimar Kristófers- son einn inn fyrir vöm FH og var felld- ur af Stefáni Amarssyni og dæmdi Eyj- ólfur Ólafsson umsvifalaust víti. Úr því skoraði Sveinbjöm Hákonarson. Eftir marki sóttu FH-ingar meira og upp- skám mark á 18. mín. Hallsteinn Am- arsson braust af harðfylgi upp hægri kantinn ffam hjá tveimur vamar- mönnum Stjömunnar, sem reyndar brutu báðir á honum og gerði Eyjólfur dómari vel að láta leikinn halda áfram. Hallsteinn gaf góðan bolta fyrir markið og þar afgreiddi Hlynur Eiríksson bolt- Knattspyma: Næst í Noregi Norðurlandamót drengja 15 ára og yngri verður næsta ár haldið í Nor- egi. Sú breyting verður á mótshald- inu að liðum fjölgar um tvö. Ástæð- an er sú að Færeyingar hafa ákveðið að vera með að nýju eftir sex ára fjarveru úr mótinu og verður þá bætt við einu liöi enn til að fá út slétta tölu. Þá má heimaliðið bjóða einu liði til leiks og ákváðu Norð- menn að bjóða ítölum til næsta móts. Þá verður leikið í tveimur riðlum og síðan leikið um sæti, en leikjum liðanna fækkar um einn, en við breytinguna verður mótið sterk- ara þar sem engum blöðum er um það að fletta að ítalir eru mjög sterkir. -PS ann glæsilega í netið. Hlynur klippti boltann aftur fyrir sig, óveijandi fýrir Jón Otta í markinu. FH náði forystunni á 25. mínútu fyrri hálfleiks og var Izudin Dervic að verki með eitt glæsilegasta mark sumarsins. Boltinn barst út fyrir vöm Stjömunn- ar og tók Dervic hann viðstöðulaust af 25 metra færi stöngin inn. Stjömu- menn áttu tvö færi fyrir hálfleik en náðu ekki að skora, staðan því 1-2 í hálfleik. Liðin hófú seinni hálfleik af krafti og strax á fyrstu mínútu átti Valdimar Kristófersson skalla í slá. Á 3. mínútu braust Dervic upp allan völl og gaf góða sendingu fyrir mark Stjömunnar, en Hlynur skaut yfir. Efdr þetta áttu Stjömumenn meira í leiknum og á 7. mínútu skoraði Stjaman jöfnunar- markið. Valdimar Kristófersson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi FH, tók á rás og skaut þmmuskoti af um 20 metra færi sem Stefán Amarsson réð ekki við. Stjömumenn vom það sem eftir lifði leiks hættulegri aðilinn og geta FH- ingar þakkað Stefáni Amars- syni markverði sínum stigið því 5 mín- útum fyrir leikslok fengu Stjömu- menn víti, þegar Valdimar Kristófers- son var felldur inn í teig en Stefán varði frá Sveinbimi. Fleiri urðu mörk- in ekki. Ekki ósanngjöm úrslit, en Stjömumenn geta nagað sig í handar- bökin yfir því að klúðra vítinu. Bestu menn liðanna vom þeir Valdi- mar Kristófersson og Sveinbjöm Há- konarson hjá Stjömunni, en hjá FH vom þeir Izudin Dervic og Stefán Am- arsson bestir. -PS Frjálsar íþróttir: Rétt úrslit Vegna mistaka við stigaútreikn- ing á Bikarkeppni Frí, sem fór fram um helgina og sagt var frá í blaðinu á þriðjudag, komu fram Knattspyrna: Nóg að gera hjá Aganefnd tvær villur. Mistökin lágu í því að að í 2. deild 100 metra hlaupsins víxluðust stigin þannig að HSÞ voru gefin 3 stig í stað 2 og UMSB 2 í stað 3 stiga. Þá voru stig UMSE í 1. deild ofreiknuð um 1 stig en það breytir ekki stöðunni þar. Rétt úrslit í deildunum voru því sem hér segir: 1 deild Heildarstig Karlar Konur A fundi Aganefndar KSI á þriðju- daginn voru 15 leikmenn og einn þjálfari dæmdir í leikbann. Það var Kjartan Másson, þjálfari ÍBK, sem fékk eins leiks bann fyrir brottvís- un. Þá fengu einnig einn leik fyrir brottvísun Víðismennirnir Björn Vilhelmsson og Sigurður Magnús- son. Tveir leikmenn úr Samskipa- deild voru úrskurðaðir í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda. Það voru þeir Izudin Dervic FH og Pavel Vandas KA. Pavel Vandas nær að leika með liði sínu í kvöld þar sem bannið tekur ekki gildi fyrr en á há- degi föstudags. Þá voru fjórir leik- FH 139 88 51 HSK 127 75 52 KR 120 70 50 UMSE 110 55 55 ÍR 110 63 47 ÁRM. 107 48 59 2 deild Heildarstig Karlar Konur menn úr 2. deild úrskurðaðir í leik- UMSS 144 98 46 bann. Dragan Monojlovic Þrótti fyr- UMSK 125 56 69 ir sex gul spjöld og fyrir fjögur þeir HSÞ 124,5 76 48,5 Einar Daníelsson Grindavík, Hlynur UMSB 117 60,5 56,5 Birgisson og Lárus Orri Sigurðsson USAH 117 59 58 Þór A. UDN 80,5 46,5 34 Jón Erling Ragnarsson var besti maður Fram í gærkvöldi er hann skoraði tvö af fjórum mörkum gegn Víði frá Garði. Hér er hann í leik gegn Val. Tímamynd Pjetur •--------\ JEPPA HJÓLBARÐ- APNIR VINSÆLU BÍLALEIGA AKUREYRAR Skólabíll óskast Kleppjárnsreykjaskóli í Reykholtsdal óskar eftir fólks- flutningabíl á leigu n.k. vetur, stærð 12-17 manna eða 30-35 manna. Einnig kemur til greina að kaupa, ef hagstætt tilboð fæst. Upplýsingar í síma 93-51400. MEÐ UTIBU ALLTIKRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRl 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar ecHANKOOK Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröð og örugg þjónusta. BARÐININ hf. Skú'.uvogi 2, Reykjavík I Sfmar: 91-30501 og 91-84844 V ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.