Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Kvðld-, nætur- og holgidagavarsla apóteka I Roykjavfk 9. tll 15. ágúst er I Borgarapótekl og Reykjavfkurapótekl. Það apótok sem fyrr er nofnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafólags Islands er slarfraekt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek ern opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. A kvöldin er opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12 00 og 20.00-21.00. Á öðmm timum er lyfja- fræöingur á bakvakt Upplýsingar em gefnar I síma 22445. Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga. helgidaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum Id. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til Id. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sóiarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. Id. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar og timapant- anir I sfma 21230. Borgarspitalinn vakt frá Id. 08-17 aila virka daga fyrir fólk sem ekkr- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuöum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I sim- svara 18888. Ónæmlsaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Hellsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garöabæn Heilsugæslustöðin Garðafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjaróar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavfk: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I sálfræðilegum efnum. Slmi 687075. Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra, slmi 28586. Landspftalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadelldln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Bamaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarfækningadeild Landspftal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknarfimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúöir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Gronsásdoild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- dagakl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshællö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspitall: Heim- sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspftali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-10 Pfl 19-19,3Q,______________________ Sunnuhlið hjúkmnarheimili i Kópavogi: Heirn- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurtæknishóraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Sfmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsiö: Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátfðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyrl- sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Neyðarsimi lögregiunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 11100. Kópavogur: Lögreglan slmi 41200, slökkviliö og sjúkrabrfreiö slmi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan slmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavlk: Lögreglan siml 15500, slökkvilið og sjúkrabiil slmi 12222, sjúkrahus 14000,11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyrl: Lögreql' 'mar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö brfreið slmi 22222. IsaQörður: Lögrea ,ii 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið slmi 3333. Asdís (Sísí) Kristinsdóttir Fædd 22. júlí 1912 Dáin 7. ágúst 1991 Hún móðir mín elskuleg er Iátin. Við slík tímamót hlaðast upp minn- ingar allt frá bemsku til fullorðins- ára. Ég veit ekki hvar byrja skal, því af svo miklu er að taka. Með því fyrsta sem kemur í hugann er þegar ég fór með pabba og mömmu „upp í sveit" að skoða erfða- festuland að Kópavogsbletti 136, þar sem ekkert var nema grjót, mosi og berjalyng, og hversu stolt þau voru er þau gengu hönd í hönd horna á milli í landinu og ráðgerðu ffamtíðina. Mér fannst kannski ekki svo mjög gaman að þessu, því ég var þreytt. Mamma leyfði mér því að leggja mig milli þúfna á lyngbreiðu og breiddi kápuna sína ofan á mig. Ég hef víst sofnað því það næsta sem ég man er að mamma rétti pabba mig út úr bílnum fyrir utan heimili okkar á Njálsgötunni. Síðan man ég er ég var í tjaldi með þeim á landinu. Þau voru að smíða. Mamma sagði mér að ég mætti rúlla upp svefnpokunum og taka til í tjald- inu því hún amma ætlaði að koma í heimsókn og það yrði að vera pláss fyrir okkur öll við að drekka kaffið. Þetta var sumarið 1944 Sumarið eftir vorum við aftur í Kópavoginum í sumarfríinu hans pabba. Iþað skiptið voru tjöldin tvö, annað hvítt sem við sváfum í, hitt röndótt. Þar eldaði mamma á olíu- eldavél og við borðuðum þar einnig, en þau höfðu saumað það tjald í sam- einingu. Á þessum árum var heldur fátt um íbúa hér og leiddist mér afskaplega að hafa engan leikfélaga. Því tók ég það ráð að strjúka þegar foreldrar mínir voru önnum kafnir við að smíða sumarbústaðinn á landinu. Ég hef því skapað þeim ómælt erfiði við að leita mér. Lengst komst ég niður undir hermannabraggahverfið sem í þá daga var á horni Hafnarfjarðarveg- ar, Nýbýlavegar og Kársnesbrautar. Eldri systkini mín voru öll í sveit á þessum árum, en ég „litla bamið“ var heima. Leiddist mér því enn meira og öfundaði ég þau líka, þó vafalaust hefði mér leiðst miklu meira hjá ókunnugu fólki. Ég vissi það bara ekki. Sumarið 1947 fórum við í ferðalag vestur á Snæfellsnes á æskustöðvar pabba. Hann hafði eignast nýjan bíl í fyrsta sinn, svokallaða „Hagamús", sem var Renó árgerð 1946, en þeir bílar stóðu í heilt ár í girðingu vestur í Haga við Hofsvallagötu (nú verk- smiðjan Vífilfell). Þetta sumar voru bræður mínir heima og voru í vinnu. Þeir tóku sumarfrí á sama tíma, svo við vorum fimm í þessu ferðalagi. Það kom í hlut mömmu að taka allt til, svo sem fatnað, mat og viðlegu- búnað, til fararinnar. Ég átti að vera henni hjálpleg við það, en tafði bara og þvældist fyrir. Hún gaf sér þá tíma til að leika við mig, klippa hárið og snyrta mig, svo ég liti sómasamlega út er lagt yrði af stað. Þetta var mikið ferðalag og erf- itt á köflum , því vegirnir voru öðru- vísi í þá daga en þeir eru nú. Við gistum fyrstu nóttina í tjöldum að Ölkeldu í Staðarsveit og man ég að mamma lenti með bakið uppi á þúfu en með höfuðið í dæld. Það hefur far- ið illa um hana, en á gamlársdag þetta sama ár fæddist Soffía systir, svo nærri má geta hve erfitt hefur verið fyrir hana að fara svona ferð. Árið 1950 fluttum við hingað í Kópavoginn, alflutt. Þá höfðu for- eldrar mínir byggt íbúðarhúsið við sumarbústaðinn, alls 106 fermetra. Bræðurnir sváfu í herberginu sem verið hafði stofa og svefnherbergi í sumarbústaðnum. Við eldri systum- ar í ganginum í nýbyggingunni, en pabbi, mamma og Soffía, litla systir, í svefnherbergi í nýja hlutanum. Smátt og smátt var tekið meira af húsinu til afnota og var mikil vinna að koma öllu fyrir, en mamma var óþreytandi við það, þótt hún hafi haft nokkuð stórt heimili að sjá um. Árið 1953 fæddist svo nýtt bam í fjölskylduna, önnur „litla systir". Þá varð enn meira að gera fyrir mömmu að vera enn einu sinni ennþá með ungbarn um að hugsa. Valdimar, elsti bróðir minn, var þá farinn að búa uppi á lofti og höfðu þau Mæja mágkona eignast dóttur einum og hálfúm mánuði fyrr. Þetta var því stórfjölskylda sem bjó í hús- inu og kom öllum vel saman. Árið 1960 hóf mamma að vinna ut- an heimilisins í Flatkökugerð Frið- riks Haraldssonar, sem nú heitir Ömmubakstur. Hún vann þar í mörg ár. Þegar hún hætti þar hóf hún að vinna í Niðursuðuverksmiðjunni Ora og vann þar í mörg ár. Hún kynntist mörgu fólki á þessum vinnustöðum og hafði samband við margt af því alla tíð síðan. Hún var heilsugóð mestalla ævina, en veiktist þó alvarlega í upphafi árs 1976. Hún komst til heilsu aftur etir það og hélt áfram að vinna í Ora. Árið 1963 seldu þau húsið sitt á Kópavogsbrautinni og festu kaup á lítilli íbúð í Hamraborg 26 og hafa búið þar síðan. Hún var þá hætt að vinna úti. Ári eftir að þau fluttu fékk hún kölk- un í augnbotnana og missti sjónina að miklu leyti. Hún lét þó ekki bugast en lærði að búa við það. Hún annaðist heimili þeirra þó áfram sjálf, eins og alltaf, og var alltaf jafnkvik í öllum hreyfingum sem fyrr. Það er erfitt að trúa að hún sé ekki lengur uppi í Hamraborg, tilbúin að gefa öllum sem koma kaffi og setjast niður með manni og spjalla um allt ogalla. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að hún sé farin til nýrra heim- kynna og fylgist þaðan með því hvernig okkur hinum vegnar í lífinu. Ég kveð elskulega móður mína með sárum söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún var okkur bömum sínum og fjölskyldum okkar og bið algóðan Guð að gefa pabba styrk til að stand- ast þá miklu raun sem á hann er lögð. Guð blessi minningu yndislegrar móður. Fyrir hönd okkar systkinanna. Bima Ámadóttir Tengdamóðir mín, Ásdís Kristins- dóttir, lést á heimili sínu að Hamra- borg 26, Kóp., miðvikudagsmorgun- inn 7. ágúst sl. Hún var fædd að Grímstungu í Vatnsdal, Ásahreppi í Húnavatns- sýslu, frumburður móður sinnar, en annað bam föður síns. Faðir hennar var Kristinn Bjarnason, f. 19. maí 1892 áAkranesi, d. 12. júlí 1968, son- ur Bjama Jónssonar, oddvita þar, og konu hans Sigríöar Hjálmarsdóttur, Hjálmarssonar (Bólu- Hjálmars). Móðir hennar var Guðbjörg Kristín Sölvadóttir frá Réttarholtskoti á Skagaströnd, f. 1. mars 1884, d. 16. okt. 1950. For: Sölvi Jónsson, sá Jón var Sölvason og bjuggu þeir feðgar að Stómborg í Vesturhópi. Rósa Bene- diktsdóttir, móðir Kristínar, mun hafa verið af sömu ætt og Skáld- Rósa. Þau Sölvi og Rósa bjuggu að Skúfi í Norðurárdal. Systkini Ásdísar vom: Ásgrímur, bóndi og skáld, f. 28. des. 1911 að Ási í Vatnsdal, d., móðir hans var Ingi- björg Benediktsdóttir af Guðlaugs- staðaætt. Gunnar, fangavörður, f. 23. sept. 1913 að Grímstungu, d. Bjami bóndi, f. 28. apríl 1915, að Gafli í Víði- dal, d. Aðalheiður Jóhanna skáld- kona, f. 18. maí 1916, býr í Málmey í Svíþjóð. Benedikt Ragnar, f. 13. mars 1921 að Þingeyrarseli í Sveinstaða- hreppi, býr í Cape Town í Suður-Afr- íku. Sigríður Ingibjörg, f. 24. apríl 1925, að Hofi í Vatnsdal, matráðs- kona. Ásdís eignaðist fjórar hálfsystur, þær em: Jóhanna Árveig, f. 14.12.1929, Bergþóra Gunnbjört, f. 17.02.1922, Hrafnhildur, f. 22.03.1935, og Guð- laug Ásrún, f. 11.07.1936. Móðir þeirra hét Guðfinna Árnadóttir frá Vestmannaeyjum, seinni kona föður hennar. Foreldrar Ásdísar bjuggu á ýmsum stöðum í Húnavatnssýslu, svo sem Gafli í Víðidal, Þingeyrarseli og Bakkakoti, móðir hennar missti heilsuna, fékk heilablóðfall er Aða- heiður fæddist og við það tvístraðist fjölskyldan og Aðalheiður var upp frá því í fóstri að Melrakkadal. Árið 1923 flyst fjölskyldan með fjögur böm til Vestmannaeyja, en eftir 1 ár flytjast þau norður aftur, þá fer Gunnar bróðir hennar að Ási en Ásdís og Bjarni að Hofi. Foreldrar þeirra flytj- ast aftur til Vestmannaeyja með tvö yngri bömin og Kristinn fer að vinna við bifreiðaakstur. Árið 1925 fluttu Gunnar og Ásdís til foreldra sinna í Vestmannaeyjum. 1927 slitu foreldrar hennar samvist- um og 1929 flytjast þau frá Vest- mannaeyjum, þó í sitt hvom lagi. Ásdísi vom Vestmannaeyjar mjög kærar upp frá því og þótti henni mjög vænt um ljóð föður síns „Vest- mannaevjar" er Gísli Helgason gerði lag við. I Vestmannaeyjum kviknaði sá áhugi hennar fyrir náttúm lands- ins og fuglalífi er aldrei dvínaði og er mér minnisstætt hvað Ásdís og Pét- ur, yngri sonur minn, höfðu gaman af að tala um náttúmlífsmyndir sem sýndar vom í sjónvarpinu og valdi hún sérstaklega handa honum jóla- bækur um dýralíf. Er Ásdís kom til Reykjavíkur fór hún að vinna fyrir sér í vist, lítið annað var að fá fyrir ungar stúlkur á þeim tíma. Ásdís giftist 2. maí 1931 Áma Jó- hannessyni bifvélavirkjameistara, f. 11. sept. 1907 að Bakkabúð á Brim- ilsvöllum, sonur Jóhannesar Bjama- sonar, f. 24.11.1867 að Bakkabæ á Völlum, og Önnu Sigurðardóttur, f. 21.09.1871 frá Klettakoti, Fróðár- hreppi, d. 14.12.1927. Ásdís og Bjami bjuggu í leiguíbúð- um á ýmsum stöðum í Reykjavík til að byrja með, en 1944 keyptu þau land í Kópavogi og þá um sumarið koma þau sér upp sumarbústað sem síðar varð heilsársbústaður, eins og svo algengt var í húsnæðishraki fólks á þeim tíma er varð að hrekjast frá Reykjavík vegna lóðaskorts. 14. maí 1950 flytjast þau svo alfarið í Kópavog, en í Kópavogi stækkaði byggðin jafnt og þétt þó margt vant- aði, þar á meðal vatn. Það var safnað rigningarvatni eða vatn sótt á bílum. Þá var hafist handa um að koma vatnsveitu um þessa strjálu byggð, það var eríitt að útvega peninga í framkvæmdina og gekk verkið seint af þeim sökum. Árni Jóhannesson var gjaldkeri Styrktarsjóðs Félags bifvélavirkja og hafði hann samband við þáverandi oddvita, Finnboga Rút Valdimarsson, og bauðst til að athuga hvort hægt væri að fá lán úr sjóðnum til vatn- sveitu ef Finnbogi Rútur útvegaði ríkisábyrgð, sem honum tókst, og lánið fékkst og vatnið kom. Þetta var fyrsta lánið sem Vatnsveita Kópavogs fékk. Það má því segja að það hafi ver- ið gæfa fyrir Kópavogsbúa að fá slík öðlingshjón sem Ásdísi og Árna hing- að. Þau hugsuðu fyrst og fremst um hag íbúanna. Ásdísi og Árna varð sex barna auðið á 22 árum. Þau eru: Ananías Valdi- mar, bifreiðastjóri og tölvuritari, f. 15.02.1931, d. 12.12.1978, k. María Hallgerður Guðmundsdóttir frá ÓI- afsvík, böm 3. Þau fluttust til Ástral- íu 1969 og þar býr nú ekkja hans og börn. Karl, f. 02.05.1932, forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs og Vélamið- stöðvar Kópavogs, k. Ólöf P. Hraun- Oörð, böm 3. Kristín Eva, f. 26.10.1938, skrif- stofumaður, 1 bam. F.m. Bjöm Magnússon, látinn, s.m. Sigurður Benediktsson. Bima, f. 26.101.1938, húsmóðir, 1 son með Alexander Jóhannessyni, m. Steingrímur Steingrímsson, böm 4. Soffía Ingibjörg, f. 31.12.1947, elli- hjúkrunarkona, m. Sigurður Sigur- bergsson, bam 1, búa í Málmey í Sví- þjóð. Anna, f. 21.08.1953, verslunarskóla- próf, m. Torfi Sigurðsson, böm 3. Ásdís var fríð kona, ákaflega snyrti- Ieg með fallega snyrtar hendur á hverju sem gekk, hún var grönn og létt í hreyfingum fram í andlátið, glaðsinna og hafði góða frásagnar- hæfileika, hún hafði gaman af að dansa og á yngri árum fór hún oft á laugardagskvöldum að dansa, meðal annars charleston. í þá daga, þegar hún var að ala börnin sín upp, var hún, eins og svo margar aðrar konur, einangmð við heimilið á meðan eig- inmaðurinn var að afla tekna, en er börnin stálpuðust fór hún út á vinnumarkaðinn á ýmsum stöðum, meðal annars um 12 ára skeið í Flat- kökugerð Friðriks Haraldssonar, í Ora og í heimilisþjónustu. Ásdís kunni svo sannarlega að hugsa um heimili, hún var listakokkur og bakaði afbragðs kökur og lengi vel var það venja að fjölskyldan hittist um hver jól heima hjá þeim hjónum, við mikinn fögnuð. Þegar við Karl giftum ökkur bjugg- um við á heimili þeirra fyrsta árið, þá voru öll bömin heima og líka eldri sonur þeirra með konu og bam. En þar sem er hjartahlýja er líka hús- pláss. Ég minnist Ásdísar f brúð- kaupsveislu okkar hjóna, þá sat hún með sitt yngsta bam á hnjánum, það var bara á öðm ári, og þannig finnst mér það lýsa henni best, að það bam- ið sem þurfti mest á henni að halda í það og það sinnið hugsaði hún um hvemig sem stóð á hjá henni sjálfri. Ásdís var hinn mesti lestrarhestur og las oft fram á nótt, enda tók við mannmargt heimili og vinnudagur- inn langur, en er leið á aldurinn fór sjónin að bila og þá las tengdapabbi fyrir hana. Ásdís fylgdist einnig mjög vel með þjóðmálum og var jafnréttis- sinnuð, hún var í Kvenfélagi fram- sóknarkvenna og starfaði þar á með- an kraftar entust. Er um fór að hægjast hjá þeim Ás- dísi og Árna fóru þau að fara í útileg- ur með börnin, einnig fóm þau oft í bíó, leikhús og ópemr, þau áttu sér spilafélaga sem þau hittu einu sinni til tvisvar í viku. Þau vom svo forsjál þegar aldurinn fór að segja til sín að kaupa sér blokkaríbúð í Hamraborg svo stutt var fyrir þau í félagslega þjónustu. Ásdís hugsaði um heimilið fram á síðasta dag en hún var svo dugleg og sjálfstæð í hugsun að hún vildi gera allt sjálf á meðan hún gat. Ásdís átti 2 nöfnur, Bjömsdóttur og Steingríms, sem henni þótti mjög vænt um. Býr sú fyrrnefnda í Englandi og fylgdist hún vel með líðan hennar og sýndi okkur stolt myndir þaðan. Einnig höfðu þau Ámi alltaf gott bréfasam- band við börnin sín og barnaböm í Svíþjóð og Ástralíu. Bamabörnin em orðin 16 og barna- börnin 22 og að auki 3 látin. Blessuð sé minning mætrar konu. Ég sendi samúðarkveðjur til tengdaföður míns og annarra að- standenda. Ólöf P. Hraunfjörð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.