Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Oddur Ólafsson Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Steingrlmur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Óvissuþættir álmálsins Haft var eftir Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra eftir fund hans með forstjórum Atlantsálsfyrirtækjanna á mánudaginn að málið væri komið á „endastöð". Miðað við fyrri yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar síð- ustu 2-3 misseri um stöðu álsamninganna er orða- lag af þessu tagi merkingarlítið, því að umsagnir hans um hversu miðaði í þessu langa samningaþófi hafa verið ærið afsleppar og spár hans um þróun einstakra áfanga, hvað þá málalok, hafa yfirleitt ekki staðist. Jón Sigurðsson hefur talið það henta sér og mál- staðnum best að svara öllum efasemdarspurningum um gang mála með bjartsýnisorðum. Það hefur hann gert hvernig sem á hefur staðið, þótt slík af- staða stæðist ekki gagnrýni. Þetta kom m.a. í ljós í vor þegar Paul Drack frá Alumax, sem reyndar gefur sig út fyrir að vera bjartsýnismaður, lét eftir sér hafa að helmingslíkur væru á því að álsamningarnir tækjust. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lýsti þá ýmsum efasemdum um stöðu mála, enda ótal mörg atriði þessara margbrotnu samninga í óvissu. En hvernig standa sakir nú eftir fundinn á mánu- daginn? Ekki skal úr því dregið að málin hafi þokast áfram á þeim mánuðum sem liðnir eru síðan í vor. Vel má vera að bjartsýni iðnaðarráðherra eigi sér traustari grundvöll en oft áður. Þess er reyndar óskandi vegna þess að svo miklu er búið að kosta til um að stóriðja af þessu tagi verði til þess að efla íslenskt atvinnulíf og þjóðarframleiðslu að uppgjöf í því efni myndi hafa í för með sér efnahagslegt bakslag. Ef þessar áætlanir rekur upp á sker, myndi skapast tómarúm í atvinnuuppbyggingu sem því næmi. Að svo komnu er ekkert það í undirbúningi af opinberri hálfu né á annan hátt í sjónmáli að það geti fyllt upp í slíkt gap. Nauðsyn þess að eitthvað fari að ganga í álmálinu styðst ekki síst við fýrirsjáanlegan samdrátt f sjávar- útvegi. En hvort sem miðað hefur lengra eða skemmra í ál- málinu að undanförnu er vert að minna á orð eins af stjórnarmönnum Landsvirkjunar, Páls Péturssonar alþingismanns, að í þessum efnum séu mörg álita- mál óleyst. Hann segir m.a. að raforkuverð það sem nú á að semja um eða sætta sig við fyrstu samnings- árin (10 mills), sé langt undir kostnaðarverði. Þetta bendir til þess að Landsvirkjun standi ekki undir rekstri sínum og fjárfestingu nema með því að hækka verð á raforku til almennings þau ár sem ál- bræðslan nýtur fríðinda hins lága verðs til sín. Páll Pétursson bendir líka á, að Atlantsál þarf að reisa verksmiðjuna á Keilisnesi fyrir lánsfé. í ljós hefur komið að bankar standa fyrirtækinu ekki opn- ir fyrir hagstæðum byggingarlánum. Atlantsál á enn undir högg að sækja í því efni. Rekstraráætlun ál- bræðslu á Keilisnesi liggur því ekki fyrir. Vel má vera að helmingslíkurnar frá í vor um álbræðsluna hafí aukist á síðustu vikum. En málið hefur ekki náð „endastöð" fyrr en allt er komið í höfn, fjármögnun, framkvæmdir og viðunandi raforkuverð. GARRI Allt fráþví að Starrí í Garöi hóf að lesa yfír landsmönnum sönginn um að menn stæðu í því blóðugir upp fyrir axlir að myrða Myvatn með einbveríu tæknibrasi, sem nefnist einu nafni gúr, hefur risið upp stór stétt manna, sem hefur að Íiflbrauði að mæia lífskraftinn f vatninu, silungi og mýi, en eink- um þó öndinni. Skipaðar eru nefndir, sem síðan verða fastír starfskraftar við að mæla lífíð f Mývatni. Þetta er stór atvínnuveg- ur, en tekjur súiar hefur hann að einhveríu leyti frá gúmum. En á meðan gúrinn borgar starfsliöinu vinnur það balri brotnu að því að koma gúmum frá MývatnL Blað umhverfísmálaráðherra slær upp á forsíðu í gær spumingunni um hvort Kísiliöjurmí við Mývatn verði ekki Íokaö innan tíu ára. Það yrði mikill árangur, sem heitir á mæitu máli hvað vísindamennina snertír, að ieggja sjálfa sig niður. Að vísu mun öndin halda áfram að fljúga yfír höfðum þeiira og mýið mun ekki lótta þeim vana sfnum að híta menn. En tekjur verða engar af því, Fastaliðíð við Mývatn mun þvt treysta þvf að ríkið borgi. Sá galli erþó á málinu, að flokkur umhverfísmálaráðherra er í ríkis- stjóm sem vill skera niður aiia sósíalþjálp við andateljara. Húsöndin mjólkuð Þegar Ijóst er, að markmið vís- índastarfs við Mývatn er að drepa Kísiliðjuna, hefur verið brugðið á það ráð að hefía fjársöfnun. Gefið hefur verið út náttúruvemdar- meriri tíi ágóða fyrir fastaliðið við Mývabi með húsönd á fiugi yfir Laxá, en Vindbelg í baksýn. Mynd- in er að vísu af húsÖndum á fiugi, en um lítíð annað er vitað. Má segja um myndina að hún er eins og málveridð af beljunni. Þar var grætui völlur og giröing. Lista- maðurinn sleppti hins vegar helj- unnl af því hún haíði eJdri komist yfír girðinguna. Fyrir ágóðann af húsöndinni á að hyggja gestastofu við Mývatn, þar sem þrfr eða fjórir af fastaliðinu geta haft atvinnu. Eins er víst að þessari gestastofu verði fijótlega lokað, eins og Oimmuborgum vegna ágangs, endaeru landverðir þama á hveiju strái Ul að gæta þess að náttúra- fyrirbæri séu ekki ofnotuð. Nær að selja Pétur Þegar þannig hefur verið séð fyr- ir því að fasta starfsJiðið haldi at- vinnu sinni, þótt gúrinn hverfi á brott og hættí að borga fyrir bali- ið, er ekkert annað eftír en loka Mývatnsveit fyrir gestum. Að vísu mætti byggja lokaðan veg að hót- elinu í Reynlhlíð, þar sem gestir geta gætt sér á horaðum grilluð- um silungi, og selja aðgang að út- sýnisturnum. Þá væri loksins komin sú vemd fyrir Mývatn sem fasta starfsiiöið sækist eftir. Rútubílstjórar gætu svo haldið áfram að vera fullir, enda ekki hægt að aka út af iokuöum vegi. í ölium þessum leiðindum mætti reyna að fyfla húsöndina, enda mundi hún þá fljúga hærra og kvaka meira fyrir starfsliðið, sem væri oróið einu lífverarnar, sem hefðu gaman af að vera við Mývatn ófullar. Þeir hjá Náttúravemdarráði hugsa stórt til húsandarinnar og ætla að hafa miklar tekjur af sölu merldsins. Nær meriri með hefði verið að mynd af Pétri heitnum f Reynihlið. Hann hafði að vísu eklri vængi og var á engan hátt líkur húsöndinnL En hann var þúsund þjala stniður sveitar- innár á meðan hún var normai og fólk lifði þar normöiu lífi, stór og myndariegur maður, vegaverk- stjóri og hótelhaldari og giftur vel, eins og segir í vísupartínum, sem ortur var til hans á meridsafmæli, þar sem menn rómuöu Pétur mjög og nefndu hann þúsund þjala smið, sém hann og var. Þi kvað Egill á Húsavík; Lómurinn næstí Ljóst er að bráðlega verður Mý- vatnssveít fullnumin. Það verður þegar gúrinn hefur verið hratónn í burtu og fríður flokkur vísinda- manna og andateljara kominn í staðinn með Ufíbrauð frá húsönd- inni. Þar sem háskÓlinn heidttr áfram að unga út atvinnulausum vfsindamönnumm og andateijur- um má buast við, að bráðlega verði ný sveít tekin til meðferðar af þessu fólki. Það er Hka bókstaf- lega gert ráð fyrir því í húsandar- prúgramminu, að hægt veröi að halda áfram að íoka sveitum, svo vísindamennirnir fái að vera þar einir. Skaftafell er Hklegt sem næstí staður. Öræfln hafa áður þurft að búa við að vera lokuð sveit, en þá þarf að flnna fugl fyr- ir vísindaprógrammið. Garri Jegg- ur tíl að það verði iómnr. Garri VÍTT OG BREITT Börn náttúrunnar í Tímanum í gær var frétt um það að eldri kynslóðin í höfuðborginni væri tekin upp á því að fara í bíó. Bíóið sem dregur þetta fólk að sér er nýjasta íslenska kvikmyndin, Börn náttúrunnar, eftir Friðrik Þór Friðriksson. Samkvæmt frétt Tímans í gær hafa nú hátt í sex þúsund manns séð þessa mynd á hálfum mánuði. Slík aðsókn er sterk vísbending um að eitthvað sé í hana spunnið þrátt fyrir lofsam- lega umsögn kvikmyndagagnrýn- enda dagblaða og Ijósvakamiðla, sem að öllu jöfnu er sá hópur manna sem síst er líklegur til að koma auga á það ef íslensk kvik- mynd höfðar til alþýðu manna. En í þetta sinn virðist sem dómur gagnrýnendanna og venjulegra áhorfenda hafí farið saman og þau skilaboð borist milli manna að hér væri á ferðinni mynd sem vert væri að sjá. íslenskar kvikmyndir Talsverð gróska er um þessar mundir í íslenskri kvikmyndagerð, sem eflaust má að hluta til rekja til aukinnar hæfni íslenskra kvik- myndagerðarmanna sjálfra til að afla sér fjár erlendis, auk þess sem möguleikar sem áður voru ekki fyrir hendi, m.a. gegnum norrænt samstarf, hafa nú opnast til fjár- mögnunar. Nær undantekninga- laust munu „íslenskar myndir" nú gerðar að verulegu leyti fyrir er- lent fé, sem hefur aftur orðið til þess að vekja upp umræðu um hvort og að hve miklu leyti sumar þessara íslensku mynda séu ís- lenskar. Þannig hefur Kvikmynda- sjóður m.a. sætt gagnrýni fyrir að setja fram skilyrði fyrir styrkveit- ingum, að erlendir fjármögnunar- aðilar geti ekki breytt handritum sem styrkt hafa verið og reyna þannig að halda íslensku kvik- myndunum eitthvað íslenskari en ella hefði orðið. Svo virðist sem ýmsum þeirra íslensku gúrúa, sem nálægt kvikmyndagerðinni koma, þyki það viðhorf Iýsa ótrúlegri nesjamennsku og jafnvei minni- máttarkennd að ætlast til að ís- lenskar kvikmyndir fjalli um hugðarefni sem sprottin eru úr séríslenskum jarðvegi og tjái fyrst og fremst viðhorf og tilfinningar íslendinga. í rökréttu framhaldi af þessu hefur magnast sú tilhneig- ing að búa til bíómyndir af ætt am- erískra spennumynda, sem allt eins gætu verið talsettar B-myndir aö vestan ef ekki væri fyrir þaö að áhorfandinn þekkir leikarana og borgarumhverfið. í sjálfu sér er ekkert við því að segja að slíkar myndir séu gerðar, en heldur væri það snautlegt hlutskipti ef megin- straumur íslenskrar kvikmynda- gerðar rynni í þann farveg. Nýtt vín á gömlum belgjum í þessu samhengi verður sú mynd sem nú er að slá í gegn á íslandi, og verður raunar líka tekin til sýn- inga á frægri kvikmyndahátíð í Kanada síðar í þessum mánuði, sérstaklega athyglisverð. Hún er ekki spennumynd í venjulegum skilningi, hún er fyrst og síðast byggð á reynsluheimi sem nálæg- ur er íslensku alþýðufólki og hún gerist í stórbrotnu umhverfi ís- lenskrar náttúru. Það er einmitt þessi „nesjamennska", sem hinir sigldu kvikmyndafrömuðir myndu eflaust kalla svo, sem er styrkleiki Barna náttúrunnar. Þó margir hafi talið þemað um togstreitu sveitar og borgar á íslandi orðið nokkuð þreytt, tekst þeim handritshöfund- um Friðriki Þór og Einari Má Guð- mundssyni að finna á því nýjan flöt og varpa kastljósinu á ýmis vanda- mál sem eru mjög raunveruleg í básaskiptu og stofnanavæddu ís- lensku borgarsamfélagi á meðan eldri útfærslur á þessu þema drógu athyglina að vandamálum og upp- lausn sveitanna. Því er í raun verið að segja allt aðra og nýja sögu, en þó með því að nota gróið íslenskt þema. Þegar við þetta bætist frá- bær leikur aðalleikaranna, stór- brotið landslag og góð tæknileg útfærsla, tekst að búa til góða bíó- mynd, sem höfðar til venjulegra íslendinga (og raunar gagnrýn- enda líka). En það sem upphafnir stælgæjar kvikmyndaumræðunn- ar hafa enn ekki skilið er að um leið og vel tekst til við að búa til ís- lenska kvikmynd, úr íslenskum reynsluheimi, er um leið búið að gera mynd sem vekur áhuga ann- ara en Islendinga. Það hafa nokkr- ar íslenskar kvikmyndir sannað áður og fróðlegt verður að fylgjast með viðtökunum sem Börn nátt- úrunnar fá í Kanada. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.