Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Tíminn 11 DAGBÓK MINNING 75 ára afmæli í dag, 15. ágúst, er Jón F. Hjartar, fv. deildarstjóri, 75 ára. Eiginkona hans er Ragna H. Hjart- ar. Þau eru að heiman. < ■ 7 s H n m u 10 ■ 6331. Lárétt 1) Húsdýr. 5) Utanhúss. 7) Miðdegi. 9) Fljót. 11) Eins bókstafir. 12) Ógna. 13) Svar. 15) Iðn. 16) Bráð- lynda. 18) Dapur. Lóðrétt 1) Þjóðhöfðingjar. 2) Ræktað land. 3) Tveir eins. 4) Þrír. 6) Hankar. 8) Skelfmg. 10) Mann. 14) Sekt. 15) ílát. 17) Siglutré. Ráðning á gátu no. 6330 Lárétt 1) ísland. 5) Úri. 7) Kær. 9) Tóm. 11) At. 12) MI. 13) LII. 15) Bað. 16) Lóa. 18) Smára. Lóðrétt 1) ískalt. 2) Lúr. 3) Ar. 4) Nit. 5) Smiður. 8) Æti. 10) Óma. 14) Ilm. 15) Bar. 17) Óa. Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja f þessi simanúmer: Rafmagn: I Reykjavik, Kópavogi og Seltjam- amesi er slmi 686230. Akureyri 24414, Kefia- vlk 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavik simi 82400, Seltjamar- nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar Islma 41575, Akureyri 23206, Keflavlk 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar slmi 11088 og 11533, Hafn- arljöröur 53445. Slml: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavlk og Vestmannaeyjum til- kynnist I slma 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hitaveita o.fl.) er I slma 27311 alla virka daga frá ki. 17.00 til Id. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoö borgarstofnana. 14. ágúst1991 kl. 9.15 ECU-Evrópum......72,1181 5 Kaup Sala ...61,130 61,290 .103,252 103,522 ...53,358 53,498 ...9,0933 9,1171 ...8,9943 9,0179 ...9,6763 9,7016 .14,4635 14,5014 .10,3382 10,3653 ...1,7073 1,7118 .40,2767 40,3821 .31,1975 31,2792 .35,1726 35,2647 .0,04701 0,04713 ...4,9973 5,0104 ...0,4090 0,4101 ...0,5617 0,5631 .0,44768 0,44885 ...94,027 94.273 ...81,7901 82,0042 ...72,1181 72,3069 Þuríður Jóhannesdóttir Fædd 4. nóvember 1908 Dáin 2. ágúst 1991 Þegar vinir deyja, deyr hluti af manni sjálfum. Þannig er því varið við fráfall vinkonu minnar, Þuríðar Jóhannesdóttur. Eftir stendur ófyllt skarð en þekkar minningar streyma fram í hugann. Þuríður var fædd á Miðgrund í Skagafirði þann 4. nóvember 1908 og hlaut það hlutskipti að alast upp hjá vandalausum frá 7 ára aldri. Sauðfjárveiki hafði herjað á héraðið og áttu foreldrar hennar ekki annars úrkosta en að bregða búi. Næstu sex árin dvaldi hún í Vesturdal í Skaga- firði en til þeirrar byggðar bar hún æ síðan afar sterkar tilfinningar. Afburðagreind, háttvísi, iðjusemi, hógværð og skapfesta einkenndu Þuríði til hinstu stundar. Hún hlaut í æsku meiri menntun en títt var um konur á fyrri hluta aldarinnar. Þannig var hún veturlangt við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Næsta vetur var hún fengin til að vefa fyrir skólann. Slíkt mun hafa verið mikil upphefð fyrir unga stúlku í þá daga og sýnir hve mikill- ar tiitrúar hún naut þá þegar. Leið Þuríðar lá því næst í Kennara- skóla íslands, en þaðan varð hún frá að hverfa eftir eins árs nám vegna fjárskorts. í Kennaraskólanum kynntist Þuríður eftirlifandi eigin- manni sínum, Þórami Jónssyni kennara, og gengu þau í hjónaband þann 5. júní 1930. Ekki var auðvelt fyrir ungan kenn- ara að fá fasta kennarastöðu á kreppuárunum. Farkennsla í Kjós var það vænlegasta sem bauðst. Ungu hjónin dvöldu þann vetur á Ingunnarstöðum í Kjós þar sem fæddist elsta dóttirin. Átti Þuríður síðan afar góðar minningar um hjónin á Ingunnarstöðum og dvöl sína þar. Að því kennsluári loknu héldu þau til Reykjavíkur, þar sem Þórami hlotnaðist foríallakennsla við Aust- urbæjarskólann. Þaðan lá leiðin til Aðalvíkur í Norður- ísafjarðarsýslu og sfðan til Flateyjar á Skjálfanda. Munu þau hafa dvalið í u.þ.b. 7 ár á hvorum stað. Höfðu þessi afskekktu og um leið framandlegu byggðarlög, kjör fólksins þar og staðhættir alíir djúpstæð áhrif á næma og glögg- skyggna sál Þuríðar. Margt það er hún hafði séð þar og reynt varð henni óþrotleg uppspretta hugleið- inga um örlög manna og hinstu rök tilveru okkar. Kennsluferli Þuríðar og Þórarins lauk í Innri-Akraneshreppi þar sem þau ásamt með kennslu hófu bú- skap. Jörðina Kjaranstaði keyptu þau og byggðu síðar upp með dóttur sinni og tengdasyni. Þar er nú eitt af fyrirmyndarbúum landsins. Þó Þuríði hafi ekki tekist að Ijúka kennaraprófi mun hún hafa verið frábær kennari og aðstoðað mann sinn dyggilega í starfi. Auk þess sem hún kenndi hinar ýmsu greinar skólaskyldunnar, tók hún iðulega að sér böm sem af ýmsum orsökum þurftu á sérstakri aðstoð að halda. Sum þeirra dvöldu um lengri eða skemmri tíma í einstakri umsjá þeirra Þuríðar og Þórarins, en þau hjónin munu hafa verið sérstaklega samhent í öllu því er náungakærleik varðaði. Þá er kennsluferli Þuríðar og Þór- arins lauk, réð Þuríður sig sem að- stoðarkonu við bamaskólann að Ás- garði í Kjós um nokkurra ára skeið. Aðstoð hennar þar var mjög marg- þátta. Fósturdóttur sína Sigþrúði aðstoðaði hún við matseldina, Hólmfríði skólastjóra við umönnun ungra dætra hennar, undirritaða við kennsluna, auk þess sem hún sá um að halda skólanum hreinum og vist- Iegum. Alúð hennar og trúmennska við öll þessi störf var eftirbreytni- verð og fjölhæfni hennar þar sem annars staðar eftirtektarverð. Skólahúsið, sem eftir eril og ærsl dagsins hafði verið í óreiðu, varð fínt og fágað án þess að nokkur yrði var við þau umsvif sem gjama fylgja tiltektum. Sömuleiðis var morgun- verðurinn tilbúinn og ilmandi á réttum tíma dag hvem án þess að nokkur hefði heyrt svo mikið sem skóhljóð í húsinu. Fyrir þessar eðlis- eigindir, þ.e. hljóðlætið og eljusem- ina, hlaut hún nafnið „búálfurinn góði“ hjá undirritaðri, en að þeirri nafngift henti hún oft gaman, þar eð henni þótti hún hæfa sér harla vel. Síðustu starfsámm sínum varði Þuríður í umönnun þriggja aldraðra kvenna, hverri á eftir annarri. Þær studdi hún með styrkri hönd af nær- færni og skilningsríki síðasta spöl lífsferils þeirra. Þuríður var sem fyrr segir afburð- areind og fljúgandi hagmælt. Skop- skyn hennar var ríkt þótt í heild væri hún mikil alvömkona. Hún var hafsjór af þekkingu á þjóðlegum fræðum, íslensku máli og bók- menntum. Stærðfræðingur var hún og góður. Fátítt er að hitta fyrir ein- stakling svo fjölþættum gáfum gæddan. Geta má nærri að fengur var í því fyrir ungan og óreyndan kennara að hitta fyrir slíka mann- gerð í upphafi kennsluferils síns. Síðar, eftir að undirrituð var orðin háskólakennari, kom það oft fyrir að hún hringdi til Þuríðar og spurði hvort hægt væri að fá viðtal við fót- gangandi orðabókina! Unun var og uppbyggilegt að eiga við Þuríði samræður um hvað eina er mannrækt og mannlífi viðkom. Sífellt var hún tilbúin að miðla af þekkingu sinni og lífsreynslu. Átthagatryggð Þuríðar var fágæt. Tilfinning hennar fyrri eðli og lífs- háttum Skagfirðinga var mótuð af næmleik og víðtækum samanburði við önnur byggðarlög. Þá taldi hún kunna manna best að hryggjast og gleðjast. Meðfædd hógværð Þuríðar varð þess valdandi að ótilkvödd flíkaði hún hvorki hagmælsku sinni né þekkingu. Hún vann störf sín í kyrr- þey af elju og alúð hvert sem eðli þeirra var og gætti þess vandlega að styggja ekki umhverfi sitt í neinu. Barnalán Þuríðar og Þórarins er mikið, dæturnar 3, Þórný, Jóhanna og Þórgunnur, einkasonurinn Þór- mundur svo og fósturbörnin Sig- þrúður og Pálmi eru öll dugandi mannkostafólk hvert á sínu sviði af- komendurnir eru komnir á fimmta tuginn. Manndómur og farsæld ein- kenna hópinn. Ævikvöldið var kyrrlátt og fagurt þar sem þau Þuríður og Þórarinn hafa mörg undangengin ár dvalið við frábært atlæti í skjóli sonar og tengdadóttur. Þar hefúr ekkert verið til sparað að gera góðum foreldrum og fósturforeldrum ævikvöldið sem ánægjulegast. Farsælli lífsgöngu gagnmerkrar konu er lokið. Efst í huga er þakk- læti fyrir tryggð og ómæld elskuleg- heit um tæplega aldarfjórðungs- skeið. Eftirlifandi eiginmanni Þur- íðar, systkinum svo og allri fjöl- skyldu hennar votta ég einlæga samúð. Tilhlýðilegt má telja að ljúka þess- ari grein með stöku eftir Þuríði sjálfa, um þau lífsviðhorf sem á langri ævi einkenndu alla henrn.'' gjörð. „Viðþað eitt ég hugarm hef þó heldur gerist fábreytt saga, að yrkja svo mitt ævistef að öðrum verði lítt til baga. “ Ragna Sigrún Sveinsdóttir Hendrik Rasmus Fæddur 6. maí 1911 Dáinn 4. ágúst 1991 Mágur minn og góður vinur er lát- inn. Henni, eins og flestir nefndu hann, var sonur hjónanna Ólafíu Þuríðar Bjarnadóttur, Þórðarsonar frá Reykhólum og konu hans Þór- eyjar Pálsdóttur sama stað, og Sig- urðar Þorsteinssonar Jónssonar og konu hans Önnu Guðmundsdóttur, bæði ættuð úr Borgarfirði eystra, en bjuggu lengst á Þrándarstöðum í Eyðaþinghá. Sigurður var að mestu alinn upp hjá frænda sínum, séra Sigurði Gunnarssyni, sem síðast þjónaði f Stykkishólmi, en þeir voru þre- menningar. Foreldrar Henna, sem fullu nafni hét Sigurður Gunnar Hendrik, slitu samvistir. Móðursystir hans, Margr- ét Theodóra, og maður hennar, Jo- han Chr. G. Rasmus, vefari og fram- kvæmdastjóri frá Neumúnster í Þýskalandi, ættleiddu hann ásamt tveimur stúlkum, Hjördísi, f. 22. jan. 1916, og Edith Sophie, f. 8. des. 1916, sem er látin. Margrét var fædd 27.03.1877, d. 19.12.1958 en Johan fæddur 26.12.1881, d. 22.11.1934. Margrét var málleysingjakennari, lærði til þess í Danmörku og Þýska- landi. Kennari málleysingjaskólans Stóra Hrauni 1899-1908. Skóla- stjóri sama skóla eftir flutning til Rvk frá 1908 til 1944. Bemsku- og æskuheimili Henna var mikið menningarheimili þar sem jafnframt var mikið hugsað mikið um þá sem minni máttar vom og áttu erfitt uppdráttar í lífinu. Hann var við verkfræðinám í Þýskalandi árin 1931-1935. Hann hætti námi eftir 2 ár án þess að ljúka prófi en sneri sér þess í stað að hljómlistinni, en sem bam nam hann á píanó og lék fyrst opinber- lega 13 ára gamall. I Þýskalandi kynntist hann djass- tónlistinni og var ákaflega hrifinn af þeirri tónlisL í Þýskalandi lék hann með ýmsum hljómsveitum þar til hann kom heim árið 1935. Árið eftir stofnar hann hljómsveitina Blue Boys sem lék í K.R.-húsinu. 1941- 1942 starfaði hann í Hafnarfirði, stofnaði þar kabarett en fór jafn- framt út f húsamálun ásamt öðmm hljómlistarmanni, Jónatan Ólafs- syni. í síldinni á Siglufirði fyrir 1940 lék hann í 2 sumur, en hélt sig annars að mestu við Suðurlandið. Við ball- ettskóla Sigríðar Ármann annaðist hann undirleik til margra ára, bæði í skólanum og á danssýningum. Hann samdi lög og útsetti og var fljótur að hvom tveggja, sagði vinur hans Jónatan Ólafsson. Frá 1953 í ein 15 ár starfaði Henni við skrifstofustörf á Keflavíkurflug- velli og lék jafnframt á samkomum þar. Þegar hér var komið var heilsan orðin heldur léleg og uppgötvaðist að hann var kominn með parkin- sonsveikina. Eftir það var hann ekki í föstu starfi. Henni var gleðimaður mikill, heimsborgarabragur var á honum, vel gefinn, skemmtilegur og snyrti- menni hið mesta. Ósvikinn fram- sóknarmaður og fylgdist vel bæði með þjóðmálum og heimsmálum. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Henna, hann var ákaflega gestrisinn maður og rausnarlegur og sást þá ekki alltaf fyrir í gerðum sínum, hestamaður góður á yngri árum. Fljótur að taka ákvarðanir og fram- kvæma þær hverjar sem afleiðing- arnar urðu. Árið 1949 vann Henni við húsamál- un á Reykhólum, þar kynntist hann systur minni, Sigurlaugu Hrefnu Þórarinsdóttur. Þau gengu í hjóna- band 12. sept. 1950. Bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan á Suðumesjum til ársins 1959 að þau flytja að Hlíðar- vegi 62A í Kópavogi og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Börn þeirra em þrjú. Húgó, f. 26.12.52, maki María Játbarðardótt- ir, Tómas, f. 04.09.54, maki Hlíf Er- lingsdóttir, Steinunn Ólafía, f. 13.07.56, maki Jón Árni Sigurðsson. Frá hjónabandi með Ástríði önnu Guðmundsdóttur eignaðist hann dótturina Margréti, f. 1.04.36, hún er lögfræðingur en hin börnin kennarar. Barnabörnin em 10 og eitt bama- barnabarn. Góð vinátta var með okkur Henna. Á afmælinu mínu bámst mér alltaf blóm og vín ásamt upphringinu eða heimsókn, þetta mátti aldrei bregð- ast af hans hálfu. 19. júlí lagði ég af stað í sumar- leyfi, kvöldið áður skrapp ég til að kveðja systur mína og mág, því mér sagðist svo hugur um að hann yrði ekki að finna er ég kæmi aftur, svo varð líka raunin á. Hann var þó all- hress og stutt í glettnina og gömlu reisnina sem alltaf prýddi hann. Ég kveð mág minn með ljóðmælum eftir Tómas Guðmundsson. Og þögnm, þögnin hvíslar hálfum orðum. Hugurinn mirmist söngs sem löngu er dáirm. Ó, sál min, sál mín! svona komu forðum sumrm öll, sem horfin eru i bláirm. Við Máni vottum systur minni, börnum Henna og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Guð blessi minningu Henna Rasmus. Kristín Ingibjörg Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélrítaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.