Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.08.1991, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR © VERÐBREFAVWSKIPn Halnarhusmu v Tryggvagoli SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SÍMI 91-676-444 T Tíniiim FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1991 Davíð Oddsson boðar nýtt siðferði í meðferð opinbers fjár — Ríkisendurskoðun: FRAMLAG í AFSKRIFTA- SJÓÐIALLT OF LÍTIÐ Framkvæmdasjóður verður lagður niður. Davíð Oddsson forsæt- isráðherra vill að hlutverki Byggðastofnunar verði breytt. Eftir- leiðis hafí hún aðeins eftirlit með þróun byggðar í landinu, en útdeili ekki fjármagni. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem Davíð kynnti skýrslu Rfldsendurskoðunar um stöðu Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar sem hann óskaði eftir í júní. Davíð Oddsson á blaðamannafundi í gær. Ríkisendurskoðun telur að fram- lag í afskriftasjóð Framkvæmda- sjóðs hefði þurft að vera 1.800 milljónir í stað þeirra 200 millj- óna sem þangað gengu 1990. Eft- ir afskriftirnar yrði eigiö fé sjóðs- ins neikvætt um 1.200 milljónir. Þá segir Ríkisendurskoðun að á næstu 10 árum gætu útgreiðslur sjóðsins umfram inngreiðslur numið 4 milljörðum. Ríkisendurskoðun segir að fram- lag í afskriftasjóð Byggðastofnun- ar þurfi að nema allt að 1.725 milljónum. Með því sem stjórn stofnunarinnar hefur nýlega fært þangað nemur heildarframlag til sjóðsins um 1.650 milljónum. Eigið fé Byggðastofnunar er 1.700 milljónir. í afskriftasjóð atvinnu- tryggingadeildar hefðu mátt renna 1.760 milljónir. Þáværi eig- ið fé hans líka neikvætt um 1.400 milljónir. Líkur benda til að deild- ina vanti 1.250 milljónir jafnvel þó allir lánþegar standi í skilum. Þá vantar 100 milljónir í afskrifta- sjóð hlutafjárdeildar Byggðastofn- unar. Davíð Oddsson segir næst á dag- skrá að fjármálaráðherra geri út- tekt á ríkisábyrgðarsjóði. Fram- kvæmdasjóður verði lagður niður og það sé hans vilji að hlutverki Byggðastofnunar verði breytt. Framvegis héldi hún aðeins uppi eftirliti með þróun byggðar, en út- deildi ekki fjármagni. Davíð sagði jafnframt athugandi að Alþingi veitti sjálft því fé sem Byggða- stofnun og opinberir sjóðir hafa veitt hingað til. Með því mætti tryggja opinskáa pólitíska um- ræðu um hvert mál. Davíð sagði skýringuna á örlög- um sjóðanna þá að fé væri veitt þaðan undir pólitískum þrýstingi. Hann tilfærði dæmi þess að ríkis- stjórnir hefðu gefið stjórnum sjóða mjög eindregin tilmæli um lánveitingar jafnvel þó sjóðs- stjórnirnar mæltu eindregið gegn þeim. Þá sagði Davíð að ársreikn- ingar Framkvæmdasjóðs og Byggðastofnunar væru greinilega rangir, afskrifa þyrfti miklu meira en þar er gert, eins og skýrsla Rík- isendurskoðunar sýndi. Þá sagði Davíð: „Það er nauðsyn- legt að taka upp ný vinnubrögð. Nýtt siðferði í meðferð opinberra fjármuna. Meginhugsjónin á að vera sú að menn beri ábyrgð á gerðum sínum." Þegar Davíð var spurður að því hvort stjórnarmenn Fram- kvæmdasjóðs og Byggðastofnunar ættu ekki samkvæmt þessu að sæta ábyrgð sinna gerða, sagði hann: „Þó ég sé lögfræðingur treysti ég mér ekki til að skera úr um það.“ Stjórnarformaður Fram- kvæmdasjóðs er Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, undirmaður Davíðs Oddssonar. Stjórnarformaður Byggðastofn- unar til margra ára er Matthías Bjarnason, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins. -aá. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og fulltrúi í umhverfismálanefnd: Gjaldtaka á hálendinu er erfið í framkvæmd Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins og fulltrúi í umhverfísmálanefnd Alþingis, segir það mjög erfítt í framkvæmd að taka upp gjald- töku af ferðamönnum sem fari um hálendi íslands, eins og komið hefur fram hjá umhverf- isráðherra. Valgerður segir að hálendið sé það stórt svæði og ef gjaldtakan verði á þessum há- lendisvegum, hvetji það fólk til að aka utan vega til þess að komast hjá gjaldtöku. Valgerður sagði að menn hefðu velt ýmsum leiðum fyrir sér til þess að fá aukið fjármagn til að vernda náttúruna. „Það er margt sem þarf að gera, m.a. auka gerð gangstíga og auka eftirlit. Mér sýnist það geta komið til greina og sé framkvæmanlegt að taka gjöld á ákveðnum stöðum, sem eru vissulega í hættu.“ Valgerður sagði að sú hugmynd að láta fólk greiða fyrir að fara yf- ir hálendið, va:/i nánast ófram- kvæmanleg. „Þetta er nú enginn smáblettur, þegar verið er að tala um hálendi fslands. Það er ekk- ert um það að ræða að það verði girt af, og menn eru því kannski að hugsa sér gjaldtöku á þeim vegum sem liggja upp á hálend- ið. Það er bæði mikill kostnaður við það og eins gæti þaö kallað á aukna umferð utan vega, þar sem menn reyni að finna sér leiðir fram hjá þessum gjald- tökustöðvum. Það held ég að sé ekki vitlegt og eins finnst mér það ekki skemmtileg tilhugsun, ef fólk ákveður að fara Sprengis- and milli Norðurlands og Suður- lands í stað þess að fara hina hefðbundnu leið, að það þurfi að borga fyrir það einhverja upp- hæð.“ Aðspurð sagði Valgerður að beita þyrfti sektum á hálendinu ef vart yrði við slæma umgengni og eins þyrfti að fræða ferða- menn, t.d. þá sem koma á bflum með Norrænu, betur um landið og hvernig við ætlumst til að gengið sé um það. „En ef tekin yrði ákvörðun um að fólk greiddi gjald fyrir að fara inn á ákveðna staði, eins og Herðubreiðarlind- ir, Hljóðakletta eða Dimmuborg- Valgerður Sverrisdóttir. ir svo eitthvað sé nefnt, þá er það grundvallarbreyting í okkar ferðamálum og þess vegna þarf að vanda mjög til þess verks,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. —SE Verðbréfamarkaður íslandsbanka: Hlutafé í Haraldi Bö. boðið til sölu 1 byrjun júní runnu stærstu út- gerðarfyrirtæki á Akranesi, Haraldur Böövarsson og Co. hf. og Sfldar- og fiskimjölsverk- smiöjan, saman í einn Harald Böðvarsson hf. Vlð það tækl- færi var hlutafé fyrirtækisins aukið úr 195 miiljónum í 260 milljónir. Þá var samþykkt að bjóða út nýtt að nafnvirði 60 milljónir. Markaðsverð þess er um 200 milljónir. Helstu ástæður sameiningar- innar eru auknar kröfur um hagkvæman rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja. Að henni lok- inni gerir HB út 4 togara og 3 loðnuskip. Samanlagður kvóti þeirra nemur 6.900 þorsb'gild- um. Einu skipi hefur verið lagt og verður það væntanlega selt án kvóta. Þá rekur HB eitt full- komnasta frystihús landsins, sérhæft í að pakka fiski í 300- 400 gramma neytendapakkn- ingar. Starfsmenn HB eru um 300. Hluthafar, sem teljast 500, nutu forkaupsréttar fram til 31. júlí. Og keyptu fyrir 36 milljón- ir á markaði. Verðbréfamarkaði íslandsbanka, VÍB, hefur verið falið að selja hlutabréfin sem eftir eru á almennum markaði. Sala þeirra hefst 5. september og hefur VÍB af því tiiefni tetóð saman greinargóða útboðslýs- ingu þar sem finna má sögu fyrirtækjanna, lýsingu á eign- um, efnahag og framtíðarhorf- um. -aá. Biskupstungur: ítali og Breti óku út af í eftirmiðdaginn í gær var bifreið ekið út af í Biskupstungum. Um var að ræða Breta á bflaleigubfl. Ekki urðu slys á fólki. Stuttu síðar ók ítali á bflaleigubfl út af uppi í Hruna- mannahreppi. ítalskur farþegi slas- aðist lítillega. Lögreglan á Selfossi segir vegina í uppsveitunum vera afskaplega lé- lega, þeir séu bara eins og hraun- slóðar eftir sumarið. Auk þess bendir lögreglan á að fjöldi erlendra ferðamanna á eigin vegum hefurmargfaldastáfáumárum. -js

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.