Tíminn - 22.08.1991, Side 3

Tíminn - 22.08.1991, Side 3
Fimmtudagur 22. ágúst 1991 Tíminn 3 Arnór Hannibalsson um atburðina í Sovétríkjunum: Valdaránið innsiglaði endalok kommúnismans Vesturveldin eru ekki alveg laus við ábyrgð á því sem þama hefur gerst Þau hafa haft þá stefnu að styðja Gorbatsjov. Hann var og er ieiðtogi kommúnistaflokksins og stefna hans er að efla kommún- isma. Það var ætíð stefna Gorbatsjovs að sýna fram á að hið pólit- íska kerfl og stjómarkerfi atvinnulífsins gæti virkað. Það var öllum ljóst sem kynntu sér þau mál að þetta vom blekkingar og óskhyggj- an ein, því kerfið var hætt að virka. Það getur kannski virkað undir ógnarstjóm og með því að beita menn hörðu, en ekki öðruvísi,“ sagði Araór Hannibalsson, prófesor við Háskóía íslands, í samtali við Tímann í gær. „ Amór sagði að Jeltsin hefði gert sér það ljóst 1988 að það væri bara um tvennt að velja, annaðhvort að herða á skrúfunum eða stefna í Iýð- ræðisátt. „Gorbatsjov fylgdi ekki með í því. Hann studdist við hina heilögu þrenningu, herinn, leyni- lögregluna og innanríkisráðuneytið, og tapaði alls staðar stuðningi. Flokkurinn var hættur að hafa traust á honum og það voru ítrekað- ar tillögur um það innan flokksins að setja hann af sem leiðtoga hans, núna sl. tvö ár. Hann tapaði trausti sinna bakhjarla sem ég nefndi áðan. Hann hafði ekkert traust lýðræðis- aflanna og almenningur hataði hann. Gerðir hans eru í augum al- mennings aðeins verðbólga, skortur, örbirgð, niðurlæging og volæði. Samt sem áður studdu vesturveld- in Gorbatsjov og hunsuðu Jeltsin sem var óumdeilanlegur leiðtogi lýðræðisaflanna, sérstaklega eftir að hann varð þjóðkjörinn forseti Rúss- lands. Þetta misheppnaða valdarán hafði þveröfúg áhrif við það sem valdaræningjamir ætluðu. Þeir hafa þjappað saman lýðræðisöflunum, staðfest það sem var þegar vitað, að það er Boris Jeltsin sem er Ieiðtogi umbótaaflanna í Sovétríkjunum og þeir hafa með þessu valdaráni inn- siglað endalok kommúnismans. Það sem fór úrskeiðs hjá þeim er að þessir menn eru skriffinnar, sem horía á heiminn út um vindauga skriffinnskubáknsins. í þeirra aug- um er það að ná tökum á valda- toppnum, það sama og að ná völd- unum. Þeir hafa auðsjáanlega ekki gert sér grein fyrir því að þeir þyrftu að njóta stuðnings almennings í landinu. Þeir hafa áreiðanlega hugs- að þannig að með því að ná tökum á æðstu stjómstöðum og með stuðn- ingi hers og leynilögreglu, væru þeir tryggir í sessi. Þetta skrif- finnskubákn er heimur út af fyrir sig sem veit afar lítið um það hvað ger- ist í þjóðfélaginu meðal almennings. Núna í nótt þegar þeir ætluðu að láta til skarar skríða, þá stóðu þeir frammi fyrir því að merja völd handa sér með hrikalegu blóðbaði, láta skjóta þúsundir manna. Og þeir heyktust á því. Þeir sáu að leikurinn var tapaður og í stað þess að skipa hemum að skjóta og mala niður þinghúsbygginguna, því þeir hefðu orðið að gera það til að ná Jeltsin, þá skipuðu þeir hersveitunum að hætta.“ -Heldurðu að Jeltsin taki við völd- um í Sovétríkjunum núna? „Nei, Jeltsin er forseti Rússlands og Á myndinni em frá vinstri Guðmundur f. Guðmundsson frá Innkaupastofnun ríkisins, Gísli Guð- mundsson frá dómsmálaráðuneytinu, Elli Becker frá Globus hf., Þorvaldur Hannesson frá Bifrelða- byggingum, sem sáu um innréttingar í bílunum, og Jón Hólm frá Stál og stansar fjallabílar, en hann sá um breytingar á undirvagninum. Tímamynd: Áml BJama Nýir lögreglubílar afhentir FuIItrúar frá dómsmálaráöu- neytinu og Innkaupastofnun rík- isins tóku við 7 nýjum lögreglu- bflum í vikunni. Bflamir em af gerðinni Ford Econoline 150 og era þeir sparaeytnari en aðrir svipaðir bflar. Einnig vora settar undir þá klofnar hásingar sem gerir þá mýkri en ella auk þess sem þeir era ekki eins háir og aðrir fjórhjóladrifnir lögreglubfl- ar af stærri gerðinni. Umboðsað- ili bflanna hér á landi er Globus hf. Bílamir eru allir með 6 cyl. vél og fjögurra þrepa sjálfskiptingu, sem gerir það að verkum að þeir eru spar- neytnari en kraftminni. Til að vega upp á móti því eru þeir með beina innspýtingu i' staðinn fyrir blöndung og því tapast tiltölulega lítið af kraft- inum þrátt fyrir að eldsneytisspam- aður sé umtalsverður. Sex af bflunum sjö fara út á land og var þeim bflum breytt í fjórhjóladrifsbfla. Jón Hólm hjá Stál og stansar fiallabflar, sá um að setja í bflana framdrif og milli- kassa. Hann notaði nýja gerð af há- singum, svokallaðar klofnar hásingar, sem gefa sjálfstæða fiöðrun. Auk þess er millikassinn mjög lággíraður. Hann sagði í samtali við Tímann að þessar klofnu hásingar gerðu það að verkum að bfllinn væri mjög mjúkur í keyrslu. Einnig hækkaði hann að- eins um tvær og hálfa tommu og það skipti miklu máli fyrir lögreglu- mennina að hafa bflinn þetta lágan, en jafnframt fiórhjóladrifmn. Gísli Guðmundsson hjá dómsmála- ráðuneytinu sagði aðspurður að þess- ir bílar hefðu reynst vel, en verðtil- boðin sem þeir fengu hefðu ráðið úr- slitum um hvaða bflar urðu fyrir val- inu. Hann sagði að með breytingum kostaði bfllinn ríkið rétt tæplega þrjár milljónir króna. Sex af bflunum fara, eins og áður sagði, út á land og einn verður notaður í Reykjavík. Bfl- arnir dreifast á nokkra staði, einn fer á Blönduós, einn til Seyðisfjarðar, einn á Hólmavík, einn á Grundar- fiörð, einn í Dalasýslu en ekki er búið að ákveða endanlega hvert sá sjötti fer en hann endar einhvers staðar á Suðurlandi. Gísli sagði að mjög mikil þörf væri fyrir nýja bfla á mörgum stöðum. Þeir hefðu nú yfir 155 lög- reglubflum að ráða, þar af væru 60 af stærri gerðinni. Öllum bflunum væri ekið 5 milljón kílómetra samtals á ári og því skipti máli að þeir væru hag- kvæmir í rekstri og hefðu góða end- ingu. En til þess að ná fram hag- kvæmni í rekstri þyrfti að endumýja og á hverju ári keyptu þeir 20-25 nýja lögreglubfla. Hann sagði að aldur bfl- anna væri nú viðunandi og hefði mik- ið lagast að undanfömu. —SE Amór Hannibalsson. því verður ekki breytt. Spurningin er sú hvað æðsta ráð Sovétríkjanna gerir, nú hlýtur það að koma saman. Það má gera ráð fyrir því að Gorbat- sjov komi bráðlega til Moskvu sem frjáls maður og heill heilsu. Ef að líkum lætur verður fyrsta verk hans að kalla saman æðsta ráð Sovétríkj- anna. Þá verður það í höndum æðsta ráðsins að taka ákvarðanir um framhaldið. Það er auðséð að þetta miðstjórn- arvald, sem heitir Sovétstjóm, hefur veikst við þessa atburði. Sá banda- lagssáttmáli sem lá á borðinu og átti að undirrita á þriðjudaginn, verður að öllum líkindum eitthvað öðruvísi heldur en textinn sem var fyrirhug- að að undirrita." -Að hvaða leyti? ,Að því leyti að lýðveldin verði sjálf- stæðari; sjálfstæð ríki með kannski örfá málefni sameiginleg, að öllum líkindum her, öryggismál og utan- ríkismál að einhverju leyti. En að öðru leyti verða Iýðveldin sjálfstæð fullvalda ríki sem einfaldlega semja sín á milli um efnahagssamvinnu, verslun, járnbrautarsamgöngur og annað það sem þarf að semja um. Það er augljóst að sjálfstæði og full- veldi lýðveldanna þýðir ekki að þau loki landamærunum, heldur þýðir að sambúðin við önnur lýðveldi, sem hafa heitið Sovétlýðveldi hing- að til, verður samningsatriði. Valdaránið hefur haft það í för með sér að það sem valdaræningjarnir vildu koma í veg fyrir, er nú að ger- ast.“ -Heldurðu að Gorbatsjov verði áfram leiðtogi Sovétríkjanna? „Það liggur eiginlega beint við að hann verði að minnsta kosti nú um stund í sviðsjósinu. En hann er bú- inn að vera sem valdamaður, og því fagna allir íbúar Sovétríkjanna," sagði Amór Hannibalsson. —SE Áttunda bindi af „Borgfirskum æviskrám" er komið út: Stórvirki um lífshlaup Borgfirðinga Nýlega gaf Sögufélag Borgar- fjarðar út 8. bindi af „Borgfirsk- um æviskrám," sem nær yfir stafina N, O, Ó og Pá. Þau er safnað hafa efni til ritsins eru Aðalsteinn Halldórsson, Ari Gíslason, Guðmundur Illuga- son, Kristín Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Guðmundsdóttir og Þuríður J. Kristjánsdóttir. Útgáfu bókarinnar, sem 487 síð- ur að stærð, var fagnað á aðal- fundi Sögufélags Borgfirðinga þann 8. júlí sl., en félagið var stofnað þann 7. desember 1963 og var tilgangurinn með félags- stofnunni að stuðla að skrásetn- ingu og útgáfu æviskráa allra þeirra sem átt hafa heima í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum og Akra- neskaupstað og eitthvað er vitað um, svo og ritun hvers þess er snertir sögu Borgfirðinga og Borgarfiarðarsýslu. Félagið hefur gefið út um 20 rit. Fer þar mest fyrir æviskrám, en út hafa komið 4 bindi af ævi- skrám Akurnesinga og nú 8 bindi af æviskrám Borgfirðinga. Formaður Sögufélags Borgfið- inga er Snorri Þorsteinsson, fræðslustjóri í Borgarnesi, og framkvæmdastjóri er Þuríður J. Kristjánsdóttir, Reykjavík. Ritið er hið vandaðasta að frá- gangi og allri gerð og munu ævi- skrár þessar teljast mikið stór- virki. Er ekki að efa að rit sem þessi eiga eftir að verða til gagns og fróðleiks miklum fiölda fólks um ókomna tíma, svo Borgfirð- ingum sem öðrum. Nokkurt hlé hefur orðið frá því er sjöunda bindi kom út, en tveir mikilvirk- ir skrásetjarar hafa fallið frá eftir að það birtist. Það eru þeir Aðal- steinn Halldórsson frá Litluskóg- um í Stafholtstungum og Guð- mundur Illugason frá Skógum í Flókadal. Aðstandendur vona að næstu bindi komi út án óeðli- legra tafa. Þeir er kunna að hafa rekist á missagnir eða sakna fólks í bók- unum eru beðnir að hafa sam- band við Þuríði Kristjánsdóttur, Hjarðarhaga 54 í Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.