Tíminn - 22.08.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 22. ágúst 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritsfjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þingflokkur á Húsavík Sú venja hefur verið við lýði um allmörg ár að þingflokkur Framsóknarflokksins hefur haldið einn fund á ári til skiptis í kjördæmum utan Reykjavíkur. Að þessu sinni verður þingflokksfundur haldinn á Húsavík í dag og á morgun. Til þessa fundar er boðið landsstjórn Framsóknarflokksins. Samtals munu því um 35 manns sitja Húsavíkurfund þing- flokksins auk gesta úr hópi heimamanna. Á Húsavík verða rædd almenn flokksmál og þing- mál eins og venja er á fundum sem þessum. Eins og Guðmundur Bjarnason, ritari Framsóknar- flokksins og fyrsti þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra, segir í viðtali við Tímann, er efnt til funda af þessu tagi til þess að kynnast aðstæðum á þeim stað þar sem fundur er haldinn hverju sinni. Það er gert með þeim hætti að skoða athafnalíf og atvinnumál, ná tali af sem flestum um brýn hags- munamál á því sviði og öðrum sviðum þjóðfélags- ins, hvers kyns félags- og menningarmálum. Framsókn og landsbyggð Heimsókn þingflokks og flokksstjórnar Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra minnir ekki eingöngu á þá staðreynd að Fram- sóknarflokkurinn styðst mjög við fylgi kjósenda á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins, held- ur einnig hitt að Norðurlandskjördæmi eystra er eitt höfuðvígi flokksins. Flokkur sem hefur um 19% kjósendafylgis í landinu öllu nýtur fylgis nærri 35% kjósenda í Norðurlandskjördæmi eystra. Fylgi flokksins er þar traust og jafnast vel milli dreifbýlis og þéttbýlis eins og sveitarstjórn- arkosningar bera vitni um. í kjördæminu er at- vinnulíf fjölbreytt og fólksfjöldi meiri en í öðrum kjördæmum utan höfuðborgarsvæðisins. Þess þarf ekki langt að leita að miklar framfarir hafi orðið í Norðurlandskjördæmi eystra á undan- gengnum áratugum. Þeirra sér víða stað í atvinn- uppbyggingu, samgöngum og félags- og menn- ingarmálum. Hinu er ekki að leyna að á allra síð- ustu árum hefur þjóðfélagsþróunin ekki verið landsbyggðinni hagstæð, m.a. vegna óhjákvæmi- legs samdráttar í landbúnaði, sem ávallt hefur skipt búsetuþróun á Norðurlandi sem annars staðar á landsbyggðinni afar miklu máli. Sem forystuflokkur í landsbyggðarmálum hlýtur Framsóknarflokkurinn að láta þessa þróun sér- staklega til sín taka. Flokkurinn verður að standa fast við þau fyrirheit sem fólust í mótun nýrra átaka í byggðamálum á grundvelli tillagna byggðanefnda þeirra, sem Steingrímur Her- mannsson skipaði meðan hann var forsætisráð- herra. Sýnilegt er að herða verður baráttu í byggðamálum, þegar í ljós er komið að núverandi forsætisráðherra ætlar með tilstyrk Alþýðuflokks- ins að gefa þau upp á bátinn. GARRI lítið hirt um grafir mikfimenna síðan ýfúktrkjugarösvörður lands- ins, BjSra Th. Björasson, vilitist í trirkjuga lenti á nessýslu annan kirikjugarö, þjóðgaröinn á Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson voru moldu orpuir þar á annarri ÖM aö því tr viröist. Þjöðgarðurinn er hið besta leynd- armál, og ekki horfur á öðru en komiö, aö hægt verður aö grafa æðsta poppara landsins þar. Svo vill til aö bæði Jónas og Eínar voru nitjándu aldar menn. Tuttugasta Öldin hefur engan alið, sem talinn á að jarðsetja hann. Hitler hafði mikið dálæti á einstökum mfidi- mennum, eins og Wagner. Komm- únistar, sem þðttust hafa hreint hjaría, sáu tii þess með áróðri, að Wagner fékkst ekld leilrinn { óperuhúsum eftir strfðið. Það er fyrst núna, efttr að Wagnerandúð- in er orðin svolftið hlægileg, að tóniist hans heyrist að nýju. Um- byltíngin í Ex-rópn hefur ekki fætt af ser mfiriimenni á þessari öid. Það er þá helst að þau séu að koma aðrir menn búnir að koma við sogu Þýskaiands, eins og Bis- marck. En menn skjddu fara gætt- Jeltsin og Mfiritael Corbatsjov. Vesturlöndam hafe þeir verið svo brogaðir og átakalinir, að sagan gleymir þeim — nema ChurehfiL að hvíla í þjóðargrafreitnum. Það er mikill vitnisburður um tuttug- ustu öldina. Grafarró frægöarmanna Annars staðar eru menn við- kvæmari fyrír stórmennum súi- um. En þau hafa flest veríð þannig að mati samtúnans, að helst vfil enginn af gröfutn þeirra vita. Len- ín fékk að vísu sitt grafhýsi á Rauöatorginu, og þangað var Sta- lín fluttur. En þegar upp komst um strákinn 'fuma, var hann flutt- ur úr grafhýsinu í Kremlarmúr. Nasistar, einkum Hitler, gerðu mikið með graflr manna. Hann lét flytja jarðneskar leyfar Friðriks mfida og föður hans, Friðriks I, frá Potsdam í stríðinu. Og sjálfur gekk hann svo frá, aö eldri var þörf sem enghr fyrirfinnast hæfír f þjóðargrafreiti. Þeir standa ónot- aöir um aOan heim. Varasamir beinaflutningar Tfi að finna tnikfimennJ þarf að fara aftur í aldlr. Annars leggja menn mismunandi skilning í orð- iö mikfimenni. Sigurðor fra Bala- skaröi skrifaði í merkðegum ævi- minningum sínum um karía og konur sem tnfirilmenni. Manni skilst helst aö hann hafl valið þá nafngift eftír fasi þcirra. En sagan dæmir eftír verkum manua. Eitt þessara mlkilmenna fortíðar var Friðrik mikli. Hann var uppi fyrir tvö hundrað árum, og var í áliti hjá Hitler, Þaö voru aríar iika og hefur þó engum dottið í hug að leggja þann kynstofn niður. Frið- rik háði mörg og iöng stríð og hef- ur verið tafinn faðir þýsks heraað- aranda. Slíkur maður hentaði Hiti- er vel. Aftur á móti voru stríð Friðriks löngu um garð gengin, og dótið hélt því fram að þau væru af dönskum bakara — eða bakara- frúnni. Kohl, kanslari Þýskalands, veríð varasamir. Þegar hann ákvað að flytja bein feðganna aftur heim tð Potsdam í grafreit þeirra f Sansoucd, var þessum flutning- um mótmælt. Fátækur samtími Það mátti seœ sagt elrid taka Frið- rík mikia úr feiustað nasista og koma honum að nýju fjrír í graf- reit, sem hann hafði sjáifur látið útbúa í lifanda Efí. MótmælaBðið taldi að með því væri verið að veþja hefur Kohl skfiið manna minnst í þessum mótmælum. Hann hrað- aði sem mest hano máttí samein- ingu Þýskaiands. Mcnn hafa séð undanfaraa daga hvert þarfaverk það var, þegar minnstu munaði að harðiínumenn næðu undirtökum í Sovétríkjunum. Satt er það að nasistaflokkurinn vann mfirið óhæfúverk á Þjóðveijum og um- heiminum. Eu þeir eru eklri leug- ur við vöM, og geta eldri frekar en hálíbræður þeirra í Sovétríkjun- um, harðlínumeoo, náð völdum að Og samtíminn, jafnfátækur og hann er orðinn af mfirilmennum, getur ekki vænst þess að tvö hundruö ára Ek reisi hann frá iliÍÍÍ VITT OG BREITT ililll Framtíðarmúsík í orkumálum Að ýmsu leyti er það nokkuð fjar- lægt umhugsunarefni að velta fyr- ir sér langtímamöguleikum ís- lands sem mikils orkuöflunar- og orkusölulands, þegar Landsvirkj- un gerir ekki betur en að koma á markað þeirri orku sem hún getur framleitt á þessari stundu. Þrátt fyrir það virðist ríkja mikil bjartsýni um framtíðarmöguleika íslands sem orkuframleiðslulands. Þessar vonir standa í sambandi við það, að heimurinn horfir fram á orkuþurrð að því er varðar olíu og jarðgas, ef ekki fleiri almenna orkugjafa sem nú eru. ísland býr hins vegar yfir ónýttum orkulind- um í fallvötnum og jarðvarma sem augljóst er að verða eftirsóttar þeg- ar svo er komið ástandi olíuná- manna sem hér um ræðir. LEIT AÐ ORKUGJÖFUM Hvað sem segja má um há- stemmdar framtíðarvonir á einu sviði eða öðru sem trúverðugt um- ræðuefni á líðandi stund, er það á hinn bóginn nauðsynlegt að ein- hverjir geri sér skynsamlega grein fyrir framtíðarhorfum um þróun þjóðfélagsins miðað við þann grundvöll sem það er byggt á og al- mennt er gert ráð fyrir að verði til frambúðar. Iðnaðar- og tækniþjóð- félag nútímans byggist á mikilli nýtingu forgengilegra orkugjafa. Og ekki nóg með það, heldur munu þeir ganga til þurrðar innan ótrúlega stutts tíma. Ekki er það því undrunarefni þótt iðnaðarþjóðir og auðhringar iðn- veldanana eyði miklu fé til rann- sókna á orkusviði, m.a. hvaða möguleikar séu á nýjum orkugjöf- um. Þá er það mjög eðlilegt aö ís- lendingar taki virkan þátt í þessari orkumálaumræðu, leiti hag- kvæmra leiða til þess að nýta orku- lindir og gera orkumöguleikana að markaðsvöru. Um þetta hljóta allir að vera sammála. VETNI A VÉLARNAR Orkumálastjóri okkar spilaði áheyrilega framtíðarmúsík í orku- málum á síðasta ársfundi Orku- stofnunar og horfði a.m.k. 40 ár fram í tímann. Hann lét sér koma til hugar að árið 2030 yrði vetni aðaleldsneyti fiskiskipaflotans, sem virðist styðja trú Braga Áma- sonar, prófessors við Háskóla ís- lands, á vetnisframleiðslu sem stóratvinnuvegi á íslandi, þótt e.t.v. sé bjartsýni Braga meiri en orkumálastjóra um hve langan tíma það tekur drauminn um vetn- isvélarnar að rætast. En ef íslenski fiskiflotinn verður knúinn vetnisvélum eftir nokkra áratugi, hví skyldi þá ekki alveg eins mega knýja hreyfla flugvéla þessu eldsneyti? í grein í tímarit- inu Útverði (nýútkomnu) segir Bragi Ámason raunar frá því, að sérfræðingar hjá flugvélaverk- smiðjunum Airbus séu með áform um að smíða vetnisflugvélar þegar tímabært þykir. Það tekur að vísu tíu ár að hanna slíka vél, svo að hún fer ekki í loftið á næstu dög- um. Þegar hafa verið smíðuð mód- el að vetnisbflum í reynsluskyni, svo að það þarf ekki að vera neinn óratími þangað til slíkir bílar verða markaðsvara. ÍSLENSK ORKA Það sem skiptir íslendinga mestu máli er að láta kanna hvort ekki sé hagkvæmt að nýta íslenska raf- orku til þess að framleiða vetni. Sem betur fer eru slíkar athuganir í gangi og raunar stofnað til sam- starfs við erlenda háskóla og fyrir- tæki um þær. Það er ekki fyrir leik- mann á þessu sviði að segja til um á hvaða stigi þessi mál eru hér á landi. Auk þess er hyggilegt að menn hafi vaðið fyrir neðan sig um árangur slíkra athugana. Hins veg- ar eiga úrtölur og svartsýni ekki við þegar um þetta efni er rætt. Á það ber að líta sem framtíðarmál og fjalla um það í samræmi við þá staðreynd. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.