Tíminn - 22.08.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 22.08.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 22. ágúst 1991 Tíminn 7 AP UTAN Snúa baki við gömlum hetjum Kennsluhættir í bandarískri sögu eru nú að taka miklum breytingum. í stað fjálglegrar hyllingar manna á borð við Custer hershöfðingja og Kólumbus verð- ur áherslan lögð á hlut kvenna og „minnihlutahópa“ í sögu þjóðarinnar. Borgarastyijöld hefur brotist út innan bandaríska menntakerfis- ins þar sem baráttan stendur um tilvistum helstu þjóðsagnaper- sóna landsins. í veði er sögulegt mannorð manna á borð við Kól- umbus, Thomas Jefferson og George Custer hershöfðingja. Mörgum kynslóðum bandarískra barna hefur verið kennt að halda þessi nöfn í heiðri. Eftir að hafa hyllt fánann og þulið holl- ustueiðinn var þeim sagt frá því hvernig þeir hefðu uppgötvað, sigrað og síðan siðmenntað hinn nýja heim. Nýjar áherslur Allt er þetta breytingum undir- orpið. Nýlega samþykkti stjórn New York-fylkis að kenna fjölkyn- þátta mannkynssögu í skólum fylkisins. Nýja námsefnið, sem er hannað til þess að endurspegla sögu hinna mörgu kynþátta sem búa í fylkinu, mun leggja sérstaka áherslu á hlutverk kvenna og minnihlutahópa og draga úr mik- ilvægi þeirra sem nú hafa fengið viðumefnið „Dwems“ (dead white European males eða dauðir hvítir evrópskir karlar), á borð við þá Kólumbus, Jefferson og Custer. Ákvörðun New York stjómar er stærsti sigur „fjölkynþáttasinna" til þessa, en það er hópur með sí- vaxandi áhrif sem trúir að engil- saxneska hefðin byggist á kyn- þátta- og kvenhatri og viðhaldi yf- irráðum hvítra karla. Hópurinn barðist hraustlega fyrir breyting- um á námsefni og lagði fram skýrslu fyrir stjómvöld þar sem sagt var að „Bandaríkjamenn af afrískum og asískum uppruna, Pu- erto Ricanar, fólk af latneskum uppruna og amerískir frumbyggjar hefðu verið fómarlömb andlegrar og menntunarlegrar kúgunar sem hefði sett merki sitt á menningu og stofnanir Bandaríkjanna og evr- ópsk- ameríska heiminn í aldir." Jafnvel vagnalestirnar, sem verið hafa tákn villta vestursins, hafa verið fordæmdar sem tákn um nið- urlægingu indíána. Hörðustu fylg- ismenn nýju menntastefnunnar halda því fram að myndir af vögn- unum eigi ekki að birta í kennslu- bókum bama. Kalifomía ruddi brautina Kalifomía var fyrsta ríkið sem tók upp þessa nýju kennsluhætti árið 1987, en New York er fyrsta stóra fylkið sem fylgir í kjölfarið. Texas, Minnesota og Washington DC em nú að velta fyrir sér ámóta breytingum og þessi stefna veldur æ meiri óróa í röðum íhalds- manna. George Bush Bandaríkjaforseti hefur beitt sér fyrir herferð fyrir því að hin gömlu gildi verði í heiðri haldin í skólastofunum, en hann getur ekki komið í veg fyrir að ráðamenn einstakra fylkja geri það sem þeir kjósa helst. Alríkis- stjómin leggur fram innan við 10% af því fé sem veitt er til menntamála og hefur ekki vald til að hafa áhrif á menntastefnu fylkj- anna. Þar að auki styðja margir hófsam- ir kennarar þessar breytingar og telja að engilsaxneska hefðin skipti stöðugt minna máli fyrir hið fjöl- tyngda bandaríska samfélag. Nær einn þriðji hluti skólabarna í ríkis- skólum í New York er ekki hvítur og eitt af hverjum átta skólabörn- um í Kaliforníu talar ekki ensku. Innflytjendur í dag koma ekki frá Ítalíu, írlandi eða Þýskalandi, heldur frá Mexíkó, Kóreu, Eþíópíu og svo til öllum stöðum þar á milli. í augum flestra þessara innflytj- enda em pílagrímafeðumir, fyrstu innflytjendur til Ameríku, jafnfjar- lægir og egypsku faraóamir. Thomas Sobol, fræðslustjóri New York fylkis, kynnti nýju mennta- stefnuna og sagði: „Velferð þjóðfé- lags okkar byggist á því að við komum þeim, sem við enn köllum minnihlutahópa, inn í mennta-, stjórnmála- og félagskerfi okkar." Aðrir sérfræðingar standa í þeirri meiningu að einmitt vegna þess hve Ameríka er fjölþjóðlegt samfé- lag sé mikil þörf fyrir sameiginleg- an bakgmnn. Kenneth Jackson er sagnfræðingur við Columbia há- skóla og hefur sett sig á móti þess- um breytingum: „f öllum þjóðfé- Custer hershöfðingja er nú iýst sem blóðþyrstum fjöldamorðingja ( hinum nýju skólabókum verður ekki lengur talað um þræla, heldur „einstaklinga sem hnepptir hafa verið í þrældóm". lögum er þörf fyrir eina viður- kennda menningu. Því miður hef- ur okkar saga mjög fátt sem sam- einar okkur.“ Flestir hvítir Ameríkanar, sem enn em um 80% þjóðarinnar, taka undir þessar röksemdir, en fjöl- kynþáttasinnamir hafa tekið fmm- kvæðið. Með því að reyna að breyta námsefni skólabama eru þeir að- eins að reyna að samræma náms- efnið því sem þegar á sér stað í mörgum bandarískum háskólum. „Hey, hey, hó, af vestrænni menningu er komið nóg“ Námskeið í fræðum svartra og fmmbyggja eru nú í boði í mörg- um háskólum. Jafnvel Stanford háskóli, sem talinn hefur verið í fararbroddi háskóla landsins, hef- ur lagt niður kúrsa um vestræna menningu og í þeirra stað hefur komið kúrs sem nefnist „Menn- ing, hugmyndir og gildi". Við hlið Lýðveldis Platós á nýja bókalist- anum er nú komin bókin Ég, Rigoberta Menchu, skáldsaga um bóndakonu í Guatemala sem kemst í kynni við kvenréttinda- baráttu og sósíalisma. Ákvörðun ráðamanna Stanford háskóla um breytingar á námsefni varð vegna krafna stúdenta sem hópuðust saman og söngluðu: „Hey, hey, hó, af vestrænni menn- ingu er komið nóg.“ Olíklegt verður að teljast að 10 ára gömul skólabörn í Brooklyn verði látin lesa suður-amerískar bókmenntir, en brátt munu þau fá kennslu sem er „pólitískt réttari". Nemendur í Kaliforníu lesa bæk- linga um hlutverk kvenna og svertingja í amerísku bylting- unni. Námsefni um forngrikki og Rómverja hefur verið látið víkja fyrir fræðum um gamla afríska menningu Cush- og Malimanna. Sobol hefur ekki enn kynnt nýja námsefnið í smáatriðum, en vitað er að sumar breytingarnar verða byltingarkenndar, einkum ef fjöl- kynþáttasinnar fá sínu framgengt. Þeir vilja að þræiar verði kallaðir „einstaklingar sem hnepptir hafi verið í þrældóm" til þess að leggja á það áherslu að um venjulegt fólk hafi verið að ræða. Ekki má lengur kalla svertingja og spænskumælandi menn „minni- hlutahópa" heldur „hluta af meirihlutahópi heimsins". Landafræðin verður líka tekin í gegn. Evrópskir frasar eins og Miðausturlönd og Austurlönd fjær verða lagðir niður og í þeirra stað koma Suðvestur-Asía og Austur-Asía. Hetjurnar hrökkva upp af standinum En það verða hinar gömlu amer- ísku hetjur sem mest fá að þjást vegna þessara breytinga. Nem- endum verður nú kennt að Kól- umbus hafi ekki „fundið" Amer- fku heldur hafi hann slampast á heimsálfu þar sem þegar bjuggu amerískir frumbyggjar og Suður- Ameríkanar. Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar- innar, mun verða lýst sem ríkum, hvítum eiganda einstaklinga sem hnepptir hafa verið í þrældóm. Og Custer, þjóðsagnahetjan sem lét lífið ásamt mönnum sínum við Little Bighorn, verður sagður Hinum kunnuglegu vagnalestum villta vestursins hefur nú verið úthýst úr bandarískum skóla- bókum og þv • sagðar vera tákn niðurlægingar indíána.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.