Tíminn - 22.08.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Firnmtudagur 22. ágúst 1991
■S ÚTLÖND
Atburðarás valdaráns áttmenningaklíkunnar:
Draumurinn er búinn -
Gorbatsiov er forseti
Atburðarásin í Sovétríkjunum hefur verið hröð undanfama daga.
Við skulum líta nánar á atburðarás valdaránsins frá upphafi til loka:
Á mánudagsmorgun kl. 03:18 tilkynnti Tass fréttastofan að
Gennady Janajev, varaforseti Sovétríkjanna, hefði tekið við forseta-
embættinu vegna vanheilsu Gorbatsjovs. Þetta gerðist aðeins
nokkrum klukkustundum áður en undirrita átti nýjan sambands-
sáttmála, sem felur í sér minnkandi völd Kremlveija og aukna
sjálfsstjórn sovétlýðveldanna.
Kl. 04:15 tilkynnir Táss- fréttastof-
an að neyðarstjórn hafi tekið við
völdum og um leið er lýst yfir neyð-
arástandi í Sovétríkjunum. í neyðar-
stjórninni áttu meðal annarra sæti;
Valentin Pavlov forsætisráðherra,
Vladimir Kryuchkov, yfirmaður sov-
ésku leyniþjónustunnar KGB, og
Boris Pugo innanríkisráðherra.
Kl. 06:47 tilkynnir talsmaður rúss-
neska þingsins að forseti lýðveldis-
ins, Borís Jeltsin, telji að hér sé um
að ræða valdarán. Á sama tíma
streymdu brynvarðir bílar til mið-
borgar Moskvu.
Kl. 08:41 tilkynnir neyðarstjórnin
að eftirlit með blaðaútgáfu hafi ver-
ið hert, öll mótmæli séu bönnuð og
setur á útgöngubann.
Kl. 08:46 lýsir Borís Jeltsin yfir að
brottvikning Gorbatsjovs úr emb-
ætti sé valdarán íhaldssamra harð-
línukommúnista og hvetur til alls-
herjarverkfalls. A sama tíma
streyma skriðdrekar að þinghúsi
Rússlands í Moskvu, þar sem Jeltsin
og stuðningsmenn hans hafa höfuð-
stöðvar.
Kl. 10:19 segir Jeltsin að Gorbat-
sjov sé hafður í haldi á Krímskaga.
Kl. 11:00. Hersveitir umkringja
höfuðstöðvar Táss fréttastofunnar,
skrifstofur óháðu dagblaðanna Iz-
vestia og Moskvufrétta. Rúmlega
5.000 manns standa vörð um rúss-
neska þinghúsið til að sýna stuðning
við Jeltsin. Fólkið setti síðar upp
vegatálma til að hindra för skrið-
Albert Jönsson, framkvæmda-
stjóri Öryggismálanefndar:
Ógnun hersins
ekki lengur
trúverðug
„Sovétrddn urðu til með her-
valdi og þeim hefur verið haldið
saman í skjóli hervalds. Um lelð
og sú ógnun er ekki lengur trú-
verðug, þá hlýtur maður að
spyrja sig, eru ekki Sovétrfldn
eins og við þekkjum þau f dag,
Iiðin undir lok.“ Þetta eru orð
Alberts Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Öryggismila-
nefndar, síðdegis í gær. Hann
sagði í samtali við Tímann að nú
á aðeins örfáum klukkutímum
hefðum við horft á þá heims-
sögulegu atburði að Kommún-
istaflokkur Sovétríkjanna og
ríkjasambandið sjálft virtust
vera að liðast í sundur.
Albert sagði að það sem haldið
hefði aftur af Eystrasaltsríkjun-
um og hamlað gegn sjáifstæðis- krefjast þess enn frekar núna og
kröfum þeirra hefði verið óttinn án ótta við heraaðaríhlutun.
við hernaðaríhiutun og að löndin Þar að auki má búast við að
yrðu hemumin og leiðtogar Kommúnistaflokkurinn verði
þeirra hnepptir í fangelsi. „Þessi ekki nema svipur hjá sjón eftir
ógn er horfin, hún er ekki leng- þetta. Eitt af því sem hefur stað-
ur trúverðug. Hún var reynd og ið í vegi fyrir Gorbatsjov er að
það gekk ekki upp. Það má búast hann hefur þurft að kaupa þessa
við að ein afleiðingin af þessu harðlfnukommúnista til fylgis
verði sú að Sovétríldn, eins og við sína stefnu og fara bil beggja.
við þekkjum þau í dag, líði undir Nú þarf hann eða þeir sem halda
lok. Eystrasaltsríkin og önnur munu um taumana þess ekki
lýðveidi sem krafíst hafa sjálf- lengur,“ sagði Albert Jónsson.
stæðis, munu að sjálfsögðu —SE
Aibert Jónsson.
dreka að þinghúsinu.
Kl. 14:11 skipar Jeltsin svo fyrir að
allir hermenn og meðlimir KGB á
rússneskri grundu séu undir sinni
stjóm.
Kl. 14:26 fyrirskipar Janajev, sitj-
andi forseti landsins, neyðarástand í
Moskvu og í Leníngrad. Á frétta-
mannafúndi segir hann að Gorbat-
sjov hafi verið hvfldar þurfi og dvelj-
ist á Krímskaga sér til hressingar.
Janajev segir að neyðarnefndin ætli
að koma á lýðræðis- og efnahagsleg-
um umbótum í landinu. Námu-
menn í Rússlandi leggja niður vinnu
í mótmælaskyni. Hersveitir fara inn
í Lettland, samkvæmt skipunum
neyðarnefndarinnar.
Kl. 22:32. George Bush, forseti
Bandaríkjanna, neitar að viður-
kenna hina nýju stjórn sem löglega,
og segir hana hafa rænt völdum af
Gorbatsjov.
Kl. 22:47. Útvarpið f Lettlandi segir
að sovéskar hersveitir hafi skotið
strætisvagnabflstjóra til bana í höf-
uðborginni Ríga. Á þriðjudagmorg-
uninn setja stuðningsmenn Jelstins
upp vegatálma víða um Moskvu og
að minnsta kosti 50.000 manns
mótmæla við rússneska þinghúsið. í
Leníngrad mótmæla þúsundir
manna nýjum valdhöfum. Yfirmað-
ur rússnesku rétttrúnaðar kirkjunn-
ar krefst þess, að Gorbatsjov fái að
ávarpa þjóðina.
Kl. 15:24 krefst Nursultan Naz-
arbayev, forseti Kazakhstan, að fá að
heyra frá Gorbatsjov.
Kl. 17:51 ógildir þingið í Úkraínu
allar skipanir neyðarstjómarinnar á
úkraínsku landsvæði. í sjónvarpinu
ákallar Jeltsin rússneska meðbræð-
ur sína og óskar eftir stuðningi
þeirra.
Kl. 18:32 er sett útgöngubann í
Moskvu, frá kl. 23:00 til kl. 5.00
morguninn eftir.
Kl. 18:36 er tilkynnt í sovéska sjón-
varpinu að Valentín Pavlov, sem sæti
átti í neyðarnefndinni, sé veikur,
hann þjáist af of háum blóðþrýst-
ingi. Kl. 19:54 segir Mikhafl Surkov,
sem sæti á í Æðsta ráðinu, frétta-
mönnum að fréttir um að Dmitry
Yazov hafi sagt af sér séu ekki réttar.
Kl. 21:10, þingið í Eistlandi lýsir yf-
ir fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Áætl-
að er að halda þingkosningar árið
1992.
Kl. 22:31 keyra skriðdrekar á fólk
með þeim afleiðingum að þrír láta
lífið.
Kl. 02:40 taka sovékar hersveitir
völd í sjónvarpsturni og útvarps-
stöðvum í Eistlandi og Litháen.
KGB vísar fréttum, um að Vladimir
Kryuchkov hafi sagt af sér, á bug.
Kl. 11:15 Jeltsin segir þingmönn-
um í Rússlandi að harðlínumenn-
imir í neyðarstjóminni séu að reyna
að yfirgefa Moskvu, sennilega með
flugvél. Hann gefur út skipanir til að
reyna að hindra flótta sexmenning-
anna.
Kl. 13:20, yfirmaður vamamála
Sovétríkjanna skipar öllum skrið-
drekum að hörfa burt frá sovéskum
borgum. Skriðdrekar og brynvarðir
bflar hefja strax flutninga.
Kl. 13:59 skýrir fréttastofna Táss frá
því að neyðarstjórnin sé fallin.
Kl. 14:24. Yfirmaður öryggismála í
Sovétríkjunum segir að neyðar-
stjórnin sé fallin, og að tveir þeirra
sem í henni sátu séu á leið til Krím-
skaga til að hitta Gorbatsjov.
Kl. 15:10. Utanríkisráðherrar
NATO krefjast endursetningar Gor-
batsjovs í embætti.
Kl. 15:17. Utanríkisráðherra Rúss-
lands segir líklegt að flugvél með
neyðarstjómina innanborðs sé að
lenda á Krímskaga.
Kl. 15:54, Jeltsin segir að hann hafi
tekið alla yfirstjórn sovéska hersins í
sínar hendur.
Kl. 16:13. Sovéska sendiráðið í
London segir að valdaránið hafi mis-
tekist og að neyðamefndin sé fallin.
Kl. 16:14 tilkynnir Táss- fréttastof-
an að búið sá að setja Míkhail Gor-
batsjov inn í embætti forseta að
nýju.
Reuter-SIS
Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins:
Gorbatsjov á Jeltsin
líf sitt að launa
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, sagð-
ist í samtali við Tímann síðdegis í
gær fagna því mjög að valdaránið í
Sovétríkjunum heyrði nú sögunni
til. „Ég tel að þaraa hafí verið kom-
ið í veg fyrir mjög alvarlegt slys
sem hefði getað fært okkur mörg
skref aftur á bak í jákvæðri þróun í
Vestur-Evrópu og reyndar í heimin-
um öllum. Ég vona að harðlínu-
menn verði með þessu kveðnir í
kútinn og þróun Sovétríkjanna í
lýðræðisátt haldi áfram ótrufluð."
Aðspurður sagðist Steingrímur
halda að Gorbatsjov kæmi aftur til
valda, en það væri alveg ljóst að
staða Jeltsins hefði styrkst stórkost-
lega. „Gorbatsjov á honum í raun líf
sitt að launa, eins og sagt er, því án
hans ákveðnu og skeleggu afstöðu
er vafasamt að þetta hefði endað
svona vel. Það er ótrúlegt að harð-
línumenn skyldu ekki undirbúa
þetta betur og ganga betur úr
skugga um sinn styrk innan hersins
og KGB. Þar virðast brestirnir koma
fram. Ég held að þetta hljóti að
styrkja mjög Gorbatsjov og Jeltsin í
því að hreinsa að vissu leyti út úr
þessum hreiðrum, og styrkja þannig
lýðræðisöflin í landinu. Eg vil að
minnsta kosti lýsa þeirri von.“
Steingrímur sagði að valdaræn-
ingjarnir hefðu ekki nægilega stillt
Steingrímur Hermannsson.
saman sína strengi og fram hafi
komið óeining í þeirra liði mjög
fljótlega. „Ég held að þeir hafi ekki
verið búnir að tryggja sig nægilega
vel. Nú er sagt að þetta sé þriðja til-
raun harðlínumanna til að ná völd-
um. Tvisvar var því frestað og þegar
slíkt gerist er hætt við því að hlut-
irnir kvisist út.“
Aðspurður sagðist Steingrímur
telja líklegt að undirskrift nýja sam-
bandssamningsins fari fram bráð-
lega, en eins og kunnugt er stóð til
að skrifa undir hann sl. þriðjudag.
„Ég get varla ímyndað mér annað,
nema þá að gengið yrði lengra í
sjálfstæðisátt hjá hinum ýmsu lýð-
veldum. Þó held ég að það sé afar
mikilvægt fyrir Sovétríkin að þau
hangi saman á einn máta eða annan.
Þó svo Eystrasaltsríkin hverfi út úr
myndinni þá held ég að Sovétríkin
hangi saman á einhverjum grund-
velli og nú verði gengið í að reyna að
tryggja það,“ sagði Steingrímur
Hermannsson. —SE