Tíminn - 22.08.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.08.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 - eru okl&r _ fjárma! eru RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR © VERBBRÍFAIABSKIPTI Hofnarhusinu v Tryggvogolu SAMVINNUBANKANS 3 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-676-444 Breytt ástand á landi og í sjó gæti bætt úr skák: Verður betri lax- veiði næstu árin? Fræðimenn spá mjög batnandi laxveiði á næstu árum. Hvort sem það verður vegna stórlegrar minnkunar laxveiða í net eða betri náttúruskilyrða, geta þessir ungu veiðimenn, sem voru að egna fyrir fisk í Elliðaánum í gær, farið að hlakka til. Tímamynd: Ámi Bjama „Það benda ýmis ytri skUyrði til þess að á næstu árum verði upp- sveifla í laxveiði," sagði Guðni Guðbergsson, fískifræðingur hjá Veiðimálastofnun, í samtali við Túnann í gær. Ástæður þessarar uppsveiflu sagði hann fyrst og fremst vera breytt ástand á landi og í sjó, en heilmikil tengsl væru þar á milli. Bæði sýndu niðurstöður rannsókna Hafrann- sóknastofnunar á ástandi sjávar að ástandið væri breytt og einnig væri hægt að sjá það á ástandi og vexti seiða í ánum. Guðni sagði að fylgst hefði verið með niðurgöngu seiða úr ám, því magni sem til sjávar gengi og afföllum þeirra í sjónum. Af þessum gögnum væri síðan hægt að meta það að mun bjartara væri nú framundan í laxaveiði en verið hefur. Það ástand, í sjó og á landi, sem aðallega hefur breyst, segir Guðni vera hækkandi hitastig og eins aukið átumagn í sjó. Þetta leiðir til þess að framleiðsla seiða eykst og þegar framleiðsla eykst minnka af- föll. „Framleiðsla seiða verður því meiri á hverja flatareiningu í án- um. Eins segir gott sjávarástand það að vöxtur í sjó verði minni og þar af leiðandi afföllin," sagði hann. Aðspurður hvar á landinu upp- sveiflan yrði mest, sagði hann að það hefði sýnt sig að nokkuð góð fylgni væri á milli veiði í öllum landshlutum þó svo að sveiflumar væru yfirleitt lengri og dýpri fyrir norðan og austan. „Þegar upp- sveifla byrjar þá byrjar hún sunn- an- og suð- vestanlands. Það skýrist af því að þar er hlutfall smálaxa í veiðinni mun hærra. Hins vegar er hlutfall stórlaxa hærra fyrir norðan og austan. Upp- sveiflunnar fer því fyrst að gæta sunnanlands því laxinn er lengur í sjó fyrir norðan og austan,“ sagði Guðni. Hann sagði að ekkert væri hægt að segja til um hversu lengi uppsveiflan í laxveiðinni myndi vara. Þó sagði hann að svo virtist sem þessar uppsveiflur kæmu nokkur ár í röð og einnig væri það svoleiðis með lægðimar. Um upptökur neta úr ám, sagði Guðni að þeir sem veiði eiga í upp- sveitum Borgarfjarðar hefðu keypt upp netalagnimar í Hvítá. Laxinn sem gengur upp í Borgarfjarðar- ámar gengur um Hvítá og þar með um netaveiðisvæði. Því töldu menn sig sjá sér hag í því að kaupa upp þessar netalagnir þar sem hver iax væri miklu verðmeiri veiddur á stöng uppi í ánum heldur en veidd- ur í net í Hvítá. Guðni sagði þeir laxar sem ekki veiddust í net í Hvítá gengu upp í sínar heimaár. Jafnframt sagði hann að samkvæmt rannsóknum veiddist tæplega helmingur þeirra laxa, sem ganga upp í ámar, á stöng. „Þetta þýðir það að veiði á stöng eykst þegar netin hafa verið tekin. Það er þó ekki þar með sagt að allir þeir laxar sem veiðst hefðu í net komi til með að veiðast á stöng. Þetta er því reikningsdæmi fyrir þá sem leggja peninga í netakaupin eða hvort þeim finnist veiðin auk- ast það mikið að netakaupin borgi sig,“ sagði Guðni. Á þeim fáu stöðum þar sem lax- veiðar í sjó eru leyfðar, sagðist Guðni ekki hafa frétt af því hvemig veiðin hefði verið þar þetta árið. Hann taldi það þó víst að samfara aukinni laxgengd við landið og vegna aukinna umsvifa í hafbeit hefði veiði aukist í þessum lögnum. í fyrra hefðu þessir aðilar veitt um 2500 laxa. Ennfremur sagði hann að á undanfömum ámm hefði fleiri seiðum verið sleppt í hafbeit en lax- veiðiámar framleiða allar til sam- ans. „Þetta þýðir að laxgengd eykst vemlega við ströndina. Mér skilst að því hafi verið spáð að milli 120 til 130 þúsund laxar endurheimtist úr hafbeit en hins vegar var stang- veiðin í fyrra tæplega 30.000 laxar,“ sagði Guðni. -UYJ Tíminn FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1991 Umhverfis- ráðstefna í Reykjavík Á aðalfundi Norrænu bændasamtak- anna 1991 tók H.OA Kjeldsen, for- maður Landbrugsraadet, við for- mennsku í Nomenu bændasamtök- unum (NBC) af Bo Dockered, for- manni Lantbrukamas riksforbund, en forsvarsmenn bændasamtaka á Norðuriöndum gegna á víxl for- mennsku í samtökunum til tveggja ára í senn. Frá 1987 til 1989 gegndi Haukur Halldórsson, formaður Stétt- arsambands bænda, formennsku í NBC. H.0A Kjeldsen er jafnframt forseti IFAP, Alþjóðasambands bænda, en hann var kjörinn á aðalfundi sam- bandsins í Þrándheimi í fyrra til íjög- urra ára. Norrænu bændasamtökin og alþjóðasamtök bænda deila því sama formanninum. f ályktun frá NBC kem- ur fram að samtökin áttu frumkvæði að því í fyrra að gengist yrði fyrir al- þjóðlegri umhverfisráðstefnu í Reykja- vík á þessu ári og verður hún haldin 16. til 18. október nk. Enn fremur er lýst yfir stuðningi við GATT-viðræðumar. lcilið er nauðsynlegt að viðskipti með búvörur á heimsmarkaði verði aukin. Jafnframt er ítrekað að tryggja verði að hvert aðildarríki GATT- samkomulags- ins verði áfram að geta haft sjálfstæða landbúnaðarstefnu. Þá var talið að ólík afstaða Norður- landanna til Evrópubandalagsins geri samvinnu norrænu bændasamtak- anna þýðingarmeiri en áður. -js Sláturtíð hafin Sláturtíðin er hafín og nýtt kjöt frá Goða hf. er komið í verslanir í Reylq'avík. Menn búast við að slátur- tíðin verði lengri nú en venjulega, færra fé verði slátrað dag hvern og hún þannig dregin á langinn. Eins og Tíminn greindi frá á dögun- um hefur göngum í Árnessýslu, þar sem menn ganga hvað lengst, verið flýtt vegna þess að grös eru farin að falla á afrétti. Göngum í Austur- Húnavatnssýslu, þar sem menn ganga jafnlangt, hefur hins vegar ekki verið flýtt. Um norðanvert há- lendið var gróður seinni til en syðra og stendur enn þokkalega. Þá spilar og inn í að sauðfé hefur fækkað mjög á þeim slóðum. Þannig verður geng- ið á Auðkúlu- og Grímsstaðaheiði um 8. september og komið niður viku seinna, 15. september. -aá. SKOLPLITAÐ ÁRVATN í ELLIÐAÁRDAL! „Það var eins og skolpi hefði verið veitt í ána. Hún var gul og leðju- kennd á að líta og illa lyktandi.“ Þannlg Jýsir lesandi blaðsíns hliðar- sprænu Elliðaánna í Reykjavík f gærmorgun. Þá vckur hann athygli á heitum læk sem rennur stöðugt í ána. Þessar upplýsingar komu flatt upp á Sigurð Skarphéðinsson aðstoðar- gatnamálastjóra. Hann brást ffjótt við og lét athuga málið. Þá kom í Ijós að Hitaveita Reykjavíkur hafði í gærmorgun og nóttina áður verið að hreinsa kfsiIúrfeHingar innan úr svokaHaðri Nesjavallaleiðslu. Sig- urður segir að þrátt fyrir brúnleitan lit efnisins sé um avokallað kfsilefhi að ræða innan á vatnsæðum og því sé það ekki skaðlegt umhverfínu. Samkvæmt upplýsingum blaðsins rennur stanslaust heltt vatn í þessa hliðarsprænu EUIðaánna. Sigurður kannaöist hins vegar ekki við það og hélt að það væri í undantekningar- tilfellum þannig. „Þetta er að mestu leyti moU úr affaHsIæk en annars er það tært vatn nema í stuftan tíma vegna þess að við erum að hrelnsa úrfellingar úr pípum,“ segir Hreinn Frímanns- son yfirverkfræðingur HHaveHu Reykjavíkur. Hreinn segir að þar $é um tósilúrfellingar að ræða. Hann segir að engin mengun geti stafað af þessu þar sem kisill sé náttúru- legt efni. Hann segir steina vera gerða úr kísil og því sé hann algeng- asta efni náttúrunnar. Hreinn bætir við að þessi steinefni hafí skolast út á stuttum tíma eða í um 10 mínút- ur og þessu hreinsunarstarfi væri þar með lokið. Tilganginn með hreinsuninni segir harm vera að losa úr pípum úrfellingar frá síðasta vetri til að auka öryggi á heitavatns- dreifingu næsta vetur. Hreinn var inntur eftir þvf hvort ekki þyrfti leyfi til að losa úrfelling-. arefni í EHlðaámar. Hann segír að haft hafí verið samráð víð starfs- menn gatnamálastjóra um afnot af lögnum. „Það hefúrverið haft sam- band við Náttúruvemdarráð um beiMina en ekki hvað standi til á þessum stað og tmaa,“ segir Hreinn. Um það hvort heitt vatn rynni stöðugt í ána, segir Hreinn að reynt sé að nýta aHt heitt vatn., JNá- kvæmlega hve mHáð fer þama veit ég ekki,“ sagði Hreinn. Ekki tókst að ná sambandi við fuUtrúa Nátt- úruvemdarráðs. í umhverfisráðu- neytinu fengust þær upplýslngar að Elliðaámar væm ekíd friðlýstar samkvæmt lögum þó borgaryfirvöld segðu þær friðaðar. Ekki náðist samband við Jóhann Pálsson, garð- yrkjustjóra borgarinnar, sem jafn- framt veitir uppiýsingar um álykt- aair umhverfismálanefndar. Hjá embættí garöyrkfusijóra kannaðist enginn við að HHaveHunni hefðí verið veitt feyfi til að hreinsa feiðsl- ur sínar í Elliðaárnar. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.