Tíminn - 22.08.1991, Side 9
Miðvikudagur 22. ágúst 1991
Tíminn 9
Sveinsdóttir
Ásdís
Fædd 15. aprð 1922
Dáin 15. ágúst 1991
Það kom mér ekki á óvart þegar ég
fregnaði lát föðursystur minnar, Asdísar
Sveinsdóttur. Hún og allir aðrir vissu
hvemig erfið og löng veikindabarátta
myndi enda. Eftir því sem nær dró varð
mér oft hugsað tii kvæðis Jóns Helga-
sonar „Lestin brunar“, en þetta kvæði
kenndi Ásdís mér þegar ég var ungling-
ur.
Lestin brunar, hraðar, hraðar,
húmið ljósrák sker.
Bráðum ert þú einhvers staðar
óralangtffámér.
Út í heim þú ferð að finna
framanýjanþar,
ég hverf inn til anna minna,
allter líktogvar.
Lffið heldur áfram en verður þó aldrei
eins. Minningin stendur eftir um
trausta konu og mikinn persónuleika,
sem einlægt gladdi og hjálpaði þegar á
reyndi. Fyrir mér eru kvöldin sem ég
fékk að sitja hjá og ræða við þessa
greindu og fróðu konu dýrmætust,
enda mun margt af því sem hún hefúr
kennt mér og tjáð vera mér vegvísir
eins og til þessa.
Einhuers skýrra einhvers blárra
æskti huffur minn,
og þú dreifðir daga grárra
deyfð ogþunga um sirm.
Ásdís hefúr nú flutt sitt kvæði hér á
jörð í hinsta sinn, og ég kveð hana með
sárum söknuði en jafnframt þökk fyrir
allar þær stundir sem ég hef fengið að
njóta með henni.
Blessuð veri minning hennar.
Ásdís Ingimarsdóttir
Vortlífersvoríktafljóssinsþrá,
að lokkar oss himins sólarbrá
og húrráð hlýtur að duína,
er hrynjandi geislar skína.
Vort hjarta ersvo ríkt afhreirtni
ást,
að hugir ígegnum dauðarm sjást.
— Vér hveríúm og höldum víðar,
en hittumst þó afíur—síðar.
Þetta stef úr ljóðinu ,3rot úr kveðju"
eftir Jóhannes úr Kötlum vil ég tileinka
elskulegri mágkonu minni.
Ásdís fæddist á Egilsstöðum á Völlum
og vom foreldrar hennar Sveinn Jóns-
son bóndi þar og kona hans Sigríður
Fanney Jónsdóttir og lifir hún dóttur
sínaíhárrielli.
Hún ólst upp í föðurgarði á stóm og
umsvifamiklu heimili, ásamt bræðrum
sínum tveim, Jóni Agli og Ingimar. Þar
var rausn og höfðingskapur alla tíð
höfð í fyrirrúmi. Hún lauk prófi frá
Verslunaraskóla íslands og síðar frá
Húsmæðrakennaraskóla Islands og
dvaldi auk þess erlendis við nám.
Ásdís var síðar skólastjóri við Húm-
æðraskólann á Blönduósi í nokkur ár,
einnig um árabil skólastjóri við Hús-
mæðraskólann á Hallormsstað. Þegar
Héraðsheimilið Valaskjálf var risið af
grunni var hún ráðin fyrstá frarn-
kvæmdastjóri þess. Síðar tók hún við
rekstri gistihússins á Egilsstöðum af
foreldrum sínum er þau létu af þeim
störfúm fyrir aldurs sakir. Faðir hennar
lést árið 1981, en móðir hennar hefúr
búið í skjóli Ásdísar á Egilsstöðum fram
ábettaár.
Ásdís eignaðist eina dóttur, Sigríði Ing-
unni leikstjóra, og dótturdóttirin Ásdís
Gríma var yndið hennar og augasteinn-
inn.
Ásdís var félagslynd kona og virk í fé-
lagsmálum kvenna á Austurlandi. Hún
var um tíma formaður Sambands aust-
firskra kvenna og var fyrir skömmu
sæmd falkaorðunni fyrir störf að félags-
og ferðamálum.
Hún var stórgáfuð og víðlesin og unni
góðum bókmenntum, ekki síst ljóðum.
Hún var vinföst, gjafmild og stórlynd
höfðingskona sem hafði samúð með
öllum minni máttar. Átti það ekki síst
Egilsstöðum
við ef í hlut áttu böm og unglingar.
Sýndi hún það í verki er hún tók undir
sitt þak sér óskylda unglinga sem áttu í
erfiðleikum með að fóta sig á hálum
brautum þessa heims.
Bræðrum sínum og fjölskyldum
þeirra unni hún mjög og sýndi það æt-
íð í gjörðum sínum.
Ég vil að leiðarlokum þakka vináttu og
veglyndi við okkur Ingimar. Bömunum
okkar var Ásdís frænka, eins og þau
nefndu hana ætíð í daglegu tali, ómet-
anlegur förunautur og sálufélagi.
Þrjú síðastliðin ár hefúr hún barist við
þann sjúkdóm sem að lokum hafði yfir-
höndina. Ingunn dóttir hennar hefur
staðið við hlið hennar og stutt hana eft-
ir mætti allan þann tíma. Síðustu sex
mánuðina hefur hún verið heima hjá
móður sinni á Egilsstöðum og annaðist
hana og einnig ömmu sína, Sigríði
Fanneyju.
Síðustu tvo og hálfan mánuð dvaldist
Ásdís á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum við
einstaka umhyggju 'lýúkrunarfólks og
lækna. Öllu því fólki eru hér feerðar
þakkir. Að öllum öðrum ólöstuðum eru
hér ferðar fram sérstakar þakkir til Pét-
urs Heimissonar læknis fyrir ómetan-
lega umhyggju fyrirÁsdísi, bæði meðan
hún dvaldist heima og einnig eftir að
hún kom á sjúkrahúsið.
Þeim þrem sem mest hafa misst,
Fanneyju tengdamóður minni, Ing-
unni og Ásdísi Grímu, bið ég blessunar
Guðs.
Blessuð veri minning Ásdísar Sveins-
dóttur.
Guftrún Gunnarsdóttir
Ásdís var fedd á Egilsstöðum á Völl-
um og voru foreldrar hennar hjónin
Sveinn Jónsson óðalsbóndi á Egilsstöð-
um og kona hans Sigríður Fanney
Jónsdóttir er fedd var á Strönd á Völl-
um. Hún var elsta bam þeirra hjóna, en
tvo bræður átti hún, Jón Egil, bónda á
Egilsstöðum III, og Ingimar, nú kenn-
ara við Bændaskólann á Hvanneyri. Við
Ásdís vorum bræðradætur og jafnöldr-
ur og kynntumst þegar í bamæsku, en
ég var oft í sveit á sumrum hjá ömmu
minni, Margrétí Pétursdóttur á Egils-
stöðum, og lékum við Ásdís okkur þá
saman. Ætíð var ég aufúsugestur á
heimili foreldra hennar og gisti oft hjá
þeim.
Er Ásdís var á tólfta ári fór að bera á
höfúðveikindum hennar, er ágerðust
svo að læknar ráðlögðu foreldrum
hennar að leita henni lækninga erlend-
is. Var svo gert og fór móðir hennar
með hana til Danmerkur þar sem hún
gekkst undir höfúðaðgerð.
Eftir að heim kom batnaði henni svo
að hún lauk hinu venjulega grunn-
skólanámi, en síðan lá leiðin í Verslun-
arskóla íslands og lauk hún þar námi
vorið 1941. Áríð 1944 fer hún í nám í
Húsmæðrakennaraskóla íslands og
brautskráðist þaðan 1946. Haldið var tíl
frekara náms í hússtjómarfræðum við
Árósaháskóla 1947.
Eftir nám þetta kom hún heim tíl for-
eldra sinna og aðstoðaði þau við gisti-
húsareksturinn er þau ætíð höfðu, en
jafnffam kenndi hún vetrarlangt við
bamaskólann á Egilsstöðum.
Skólastjóri verður hún við Kvenna-
skólann á Blönduósi 1948-1952 að hún
flytur sig um set og gerist skólastjóri í
heimabyggð sinni við Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað og er þar í tíu ár.
Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku f
Mjóafirði, fv. alþingismaður og ráð-
herra og formaður skólanefndar Hús-
mæðraskólans á Hallormsstað, getur
þess í formála í rití um skólann fimmtíu
ára, að Ásdís hafi, er hún var formaður
Sambands austfirskra kvenna, haft for-
ystu um að skrásetja skólasöguna.
Er félagsheimilið Valaskjálf var reist á
Egilsstöðum varð hún ffamkvæmda-
stjóri þess frá 1965-1969, en eftir það
rak hún gistíhúsið á Egilsstöðum, þar
til fyrir þremur árum að hún leigði
gistihúsreksturinn vegna veikinda
sinna.
Eftir lát fóður síns 26. júlí 1981 tók
hún við af honum umboði Brunabóta-
félags íslands á Egilsstöðum og hélt því
svo lengi sem heilsa hennar leyfði. Var
hún þar vel kynnt af dugnaði og femi í
starfi.
Ásdís eignaðist eina dóttur, Sigríði Ing-
unni, leikstjóra að mennt, og starfar við
leikhús í Reykjavík, auk þess sem hún
vinnur við þýðingar. Hún á eina dóttur,
Ásdísi Grímu, sem nú er ellefú ára og
var augasteinn ömmu sinnar.
Ásdís naut þes að staría að menningar-
málum á ýmsum sviðum. Hún var list-
elsk og hafði ánægju af að sækja leikhús
og listviðburði, er hún gat því við kom-
ið. Þess má geta að hún hafði uppi
frumverk eftír meistara Kjarval á gistí-
húsinu og jafnvel á gistiherbergjum, og
fannst sumum nóg um að svo verðmæt
listaverk væru þar sett, því slíkt er ekki
almennt á gistíherbergjum, heldur eft-
irprentanir eða ljósmyndir.
Er Ingunn dóttír hennar var í leiklist-
amámi í Rússlandi og Þýskalandi heim-
sóttí hún hana þangað og naut slfkra
ferða.
Ásdís áttí marga trausta vini ffá skóla-
starfi sínu og námi er reyndust henni
vel.
Þetta er í faum dráttum löshlaup
frænku minnar, sem er litríkt, en hetju-
saga hennar og sem við skyldmenni
hennar minnumst best og dáumst að.
Kjarkur og festa var óbilandi tíl hinstu
stundar.
Hún varð oft að fára utan tíl höfúðupp-
skurðar svo sem til Svíþjóðar og Banda-
ríkjanna. Hún var raunar aldrei heil
heilsu, þjáðist ætíð af höfuðveiki, en
skilaði þó fullu starfi eins og að framan
er rakið, og aldrei kvartaði hún né
barmaði sér.
Hún var stjómsöm, skapmikil, gerði
kröfúr til að vel væri unnið og staðið að
verkum hjá nemendum sínum en gerði
einnig miklar kröfur til sjálffar sín.
Hún kom ætíð virðulega ffam, háttvís
í allri framkomu og lét aldrei bilbug á
sér finna þó að mótí blési í lffi hennar.
Síðustu þrjú árin vom henni erfið.
Hún gekk undir höfúðuppskurð hér á
Landspítalanum. Síðan fór hún tíl
sömu aðgerðar tvisvar sinnum til
Bandaríkjanna og fylgdi Ihgunn dóttír
hennar henni þangað og aðstoðaði
hana allt svo sem hún máttí. Eftír þetta
fór hún tíl Englands vegna meinsins og
tíma og tíma var hún á krabbameins-
deild Landspítalans.
En er meira varð ekki að gert, fór hún
heim í Egilsstaði að vera hjá aldraðri
móður sinni sem nú er 97 ára. En síðan
fóru þær báðar á sjúkrahúsið á Egils-
stöðum og þar lauk hinu langa og
stranga lösstríði hennar. Ingunn dóttír
hennar fylgdi henni austur og var hjá
henni þar til yfir lauk.
Ásdísi var sýndur ýmis sómi af stofn-
unum þeim er hún veittí forstöðu, og
forsetí íslands sæmdi hana riddara-
krossi hinnar íslensku falkaorðu.
Ég votta Ingunni, Grímu og öðrum
aðstandendum dýpstu samúð. Sigríði
Fanneyju, móður Ásdísar, bið ég Guðs
blessunar og þakka henni löng og góð
kynni, og hversu vel gerð hún er veit ég
að hún, sem önnur skyldmenni, þakka
að Ásdís hefúr nú fengið hvíld, en
geyma minningu um sterka og merka
konu.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Þorsteinsdóttir
Ungt framsóknarfólk
í Reykjaneskjördæmi
STOFNFUNDUR
Kjördæmissambands ungra framsóknarmanna I Reykjaneskjördæmi veröur hatd-
inn þriöjudaginn 27. ágúst Id. 20.30. aö Digranesvegi 12.
Ailt ungt framsóknarfólk er hvatt til aö fjölmenna.
Dagskrá nánar auglýst sföar.
Taktu strax frá tlma þvf til aö af stofnuninni geti oröiö þarft þú að mæta.
Undlrbúnlngsnefndln
Héraðsmót framsóknarmanna
í Skagafirði
verður haldiö I Miðgaröi laugardaginn 31. ágúst
Dagskrá:
1. Ávarp: Steingrímur Hermannsson, fv. forsætisráðherra.
2. Galgopamir frá Akureyri syngja (Óskar Pétursson og félagar)
3. Jóhannes Kristjánsson skemmtir með eftirhermum og gaman-
málum.
4. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi, svo allir
verða í stuði.
Nefndin
Fulltrúaráð framsóknarfélag-
anna í Reykjavík
Drætti í skyndihappdrættinu hefur verið frestað.
Nánar auglýst síðar.
Lóðaúthlutun í
Reykjavík
Til úthlutunar eru lóðir við Smárarima, Stararima og Viðar-
rima í Rimahverfi fyrir 126 einbýlishús, þar af 26 með
aukaíbúðum, og 6 keðjuhúsalóðir með samtals 32 íbúð-
um. Gert er ráð fyrir að hluti lóðanna verði byggingarhæfur
í nóvember og desember 1991, en aðrar síðari hluta árs
1992.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borgarverk-
fræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig
afhent umsóknareyðublöð, skipulagsskilmálar og upp-
drættir.
Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með föstudeginum
23. ágúst nk. á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2,
3. hæð.
( JEPPA
HJÓLBARÐ-
ARNIR
VINSÆLU
»HANK00K
Jeppahjólbarðar
frá Suður-Kóreu:
215/75 R15, kr. 6.320.
235/75 R15, kr. 6.950.
30- 9,5 R15, kr. 6.950.
31- 10,5 R15, kr. 7.950.
31-11,5 R15, kr. 9.470.
33-12,5 R15, kr. 9.950.
Hröð og örugg
þjónusta.
BARÐINN hf.
Skútuvogl 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 91-84844
J
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIl) ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
! AKUREYRI
j 96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
TÍMANS