Tíminn - 22.08.1991, Side 5

Tíminn - 22.08.1991, Side 5
Fimmtudagur 22. ágúst 1991 Tíminn 5 Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um atburðina í Sovétríkjunum: Vonandi dauðateygjur harðlínukommúnismans Bifhjóiiö og bifreiðin eftir áreksturinn. Tímamynd: Pjetur BIFHJÓL í ÁREKSTRI Um klukkan 16.00 í gær rákust bifhjól og fólksbifreið bifhjólsins og ökumaður bifreiðarinnar voru báðir saman á gatnamótum Nóatúns og Hátúns. Ökumaður fluttir á slysadeild. Ökutækin voru óökufær. -js Friðrik Sophusson um undirbúning fjárlaga: Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins: w „Þetta eru mjög góð tíðindi og sýna að styrkur iýðræðísafianna hefur verið vonir stóðu ! vcrða mjog mikil. Eitt a( því sem ég tel að sé augíjóst, er að það beri að viðurkenna strax fuOvekti og sjálfstæði allra Eystrasahsrikj- iiiiiiil Crímsson, formaður Álþýðu- bandalagsins, í samtali við Tfm- Ólafur Ragnar sagðist hafa haft samband við Davíð Oddsson t gær . . síru að ríkisstjórn íslands ætti nú þegar að verða við óskum Eystrasalts- ríkjanna og lýsa yfír formlcgri við- urkenningu íslands i fullu sjálf- taka þegar upp stjómmálasam- band við þau. „Það ber að gera þetta áður en einhver ný aftur- haldsöfl geta hindrað þessa þróun í Sovétríkjunum," sajði Ólafur. Aðspurður sagði Ólafur að sér sýndust Sovétríkin sem samsfeett ríld vera í reynd úr sögunni og nú muni hvert lýðveldi þróa sín mál og iýðræðiskraftamir eflast, sér- stakiega í Rússlandi og Eystra- ar urunsson. tæki alríkisstjórnarinnar væru orðin svo veík að þau dygðu ekki lengur. Hann sagði að völd Gor- batsjovs hlytu að minnka að efat- hverju leyti, það væri óhjákvæmi- —SE Jeltsins verði meiri eftir þetta og styrkur hans ætti að flýta fyrir lýð- ræðisþróuninni og jafnframt að flýta fyrir því að þau ríki sem vilja sjáifstæði geti endurheimt það. Þá á ég sérstaklega við Eystrasaltsríkin,“ sagði Friðrik. Friðrik sagði aðspurður að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að ræða mál- efni Eystrasaltsríkjanna og mögu- leikana á því að taka upp formlegt stjórnmálasamband við eitt þeirra eða þau öll. Utanríkisráðherra hefði f gær og fyrradag fundað með ráð- herrum á Norðurlöndum og NATO ráðherrum, og hann gæfi skýrslu um þá fundi á næsta ríkisstjórnar- fundi og þá yrði án efa fjallað um málið. —SE Friðrik Sophusson. Umræða um fjárlagafrumvarp næsta árs fer nú fram innan ríkis- stjómarinnar og þingflokka Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Eins og fram hefur komið er áætlað að spara um 15 milljarða í ríkisút- gjöldum og hafa sparaaðartillögur ráðherranna verið kynntar þing- flokkunum. Felast þær aðallega í spamaði í rekstri ríkisins, niður- skurði, þjónustugjöldum og frestun ýmissa framkvæmda. Aðspurður sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra að það væri ekki nokkur vafi á því að fjárlagaundir- búningurinn, með tiíliti til þess markmiðs sem þeir setja sér, bendi til þess að tekið verði á málum með nýjum og skarpari hætti. Friðrik vildi ekkert tjá sig nánar um undir- búninginn og einstök atriði hans. „Mér sýnast þessar fréttir sem verið hafa í blöðunum um einstök atriði vera úr lausu lofti gripnar. Málið var kynnt í þingflokkunum og þar kom ekkert fram sem gefur ástæðu til þess að halda að verkið mistakist. Á ríkisstjórnarfundinum sl. mánudag, fórum við í gegnum málið allræki- lega, en töfðumst aðeins vegna at- burðanna í Sovétríkjunum. Núna þessa dagana er fjármálaráðuneytið að vinna með öðrum ráðuneytum í því að stilla upp fyrstu drögum að útgjaldaáætiun. í næstu viku verður haldið áfram og þá verður fjallað um alla þætti fjárlaganna. Ég er að von- ast til þess að um mánaðamótin verði ákvörðun tekin, enda má það ekki vera seinna," sagði Friðrik Sop- husson. „Ég hlýt, eins og aðrir, að fagna þvf að valdaránið virðist á þessari stundu farið út um þúfur. Það er einlæg von mín, og sjálfsagt ann- arra lýðræðissinna, að þetta séu dauðateygjur harðlínukommún- ismans í Sovétríkjunum," sagði Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, síðdegis í gær. Aðspurður sagði Friðrik að enginn gæti sagt hvað tæki við, hættan væri auðvitað sú að staða Gobatsjovs verði eftir þetta ákaflega veik. „Ég tel að þessir atburðir eigi að sýna okkur Vesturlandabúum hve mikil- vægt það er að við hjálpum til við lýðræðisþróunina í Sovétríkjunum, með öllum þeim bestu ráðum sem tiltæk eru. Mér sýnist að styrkur Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að niðurstaða úr umræðunum innan þingflokksins væri ekki fengin og því væri ekki tímabært að skýra frá því hvort og hvaða tillögur hefðu fengið hljómgrunn f þingflokknum eða ekki. —SE Sameiningin ekki lífsspursmál „Ég tel þetta ekki hafa neina úrslita- þýðingu fyrir afkomu fyrirtækisins. Hins vegar má kannski telja það nokkuð sérkennilegt að sveitarstjóm sem er í viðræðum við Breiðdals- hrepp um sameiningu hreppanna skuli hafa tekið ákvörðun um að fella tillögu um sameiningu þessara fyrir- tælqa," sagði Jónas Ragnarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar hf. Á hluthafafundi réð hreppsnefnd Stöðvarhrepps, sem á 28% í fyrirtæk- inu, úrslitum um að tillaga um sam- einingu þess við Hraðfrystihús Breið- dælinga hf. var felld. En tvo þriðju at- kvæða þurfti til samþykktar. Fram- kvæmdastjórar Byggðastofnunar og Hlutafjársjóðs hennar höfðu mælt með sameiningu fyrirtækjanna, en sjóðurinn á um fjórðung í Hraðfrysti- húsi Stöðvarfjarðar og nær helming í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga. Aðspurður sagðist Jónas ekki kann- ast við að aðstoð Hlutaflársjóðs og At- vinnutryggingasjóðs hafi á sínum tíma verið háð nokkrum skilyrðum í þessa veru. Hins vegar segir hann ekki spumingu að það sé aðstoð þess- ara sjóða að þakka að þetta lykilfyrir- tæki í atvinnulífi Stöðvarfjarðar er í gangi í dag. „Ég held því að þeir sem að undan- fömu hafa gefið í skyn að menn hafi þama verið að ausa peningum út og suður í algeru ábyrgðarlaysi ættu að kynna sér málin aðeins betur. Hlutafjársjóður og Atvinnutrygg- ingasjóður stuðluðu að því að fé var á sínum tíma m.a. sett í fyrirtækið. Síð- an hafa menn tekið á rekstrinum, sem hefur skilað þeim árangri að menn horfa nú fram til þess að fara að selja hlutabréf í fyrirtækinu. Við höf- um kaupendur sem vilja koma inn með hlutafé, bæði stóra og smáa. Fyr- irtækið er orðið söluvara. Ég held að við þurfum því ekkert að kvíða fram- tíðinni," sagði Jónas. Að sameiningin hafi þá kannski ver- ið alls óþörf vildi hann þó ekki kveða upp úr um. „Það er mjög margt sem mælir með henni. En einnig ákveðn- ir hlutir — manniegi þátturinn í þessu — sem hefði þurft að vinnast betur að mínu viti. Það er ekki einu sinni mánuður síðan farið var að ræða þetta aftur. Nefndir á vegum fyr- irtækjanna gerðu síðan tillögu um að drífa þetta af fyrir 1. september." Að mati Jónasar hefði verið heillavæn- legra að hugmyndir og tillögur hefðu verið betur kynntar fyrir starfsmönn- um beggja vegna. „Áð mínu viti er þessi sameining þó ekkert endanlega úr sögunni," sagði Jónas Ragnarsson. Svavar Þorsteinsson, framkvmda- stjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga, er þar hins vegar annarrar skoðunar. ,Áð mínu viti var þetta síðasta til- raun til sameiningar. Fyrirtækin em núna í mjög góðri stöðu til að sam- einast, vegna þess að þau hafa nokkuð góða og mjög sambærilega stöðu og sambærilegan kvóta. Þannig að þetta hefði verið mjög skynsamlegur tíma- punktur til sameiningar. En úr því að þetta gekk ekki saman nú sé ég ekki að það geti orðið í bráð.“ Svavar sagði þessa niðurstöðu vaida sér vonbrigðum. Sameiginlega hefðu fyritækin haft möguleika á að ná enn meiri hagræðingu heldur en hvort í sínu lagi. Þau hefðu þar með orðið mun betur í stakk búin til þess að mæta þeim erfiðleikum sem flestir sjái framundan í fiskvinnslunni, al- mennt. „Rekstrarumhverfið er allt að verða neikvæðara. Við blasir skerðing á kvóta, verðlækkun á afúrðunum, sem hefur orðið og er framundan, og stig- hækkandi vextir. Með sameiningu var stefnt að því að fyrirtækin gætu orðið sterkari og hæfari til að takast á við þennan vanda. Menn vildu endanlega reyna að tryggja að það sem gerðist 1988, þegar fyrirtækin voru orðin hálfgjaldþrota, kæmi ekki fyrir aftur. Menn vildu tryggja þá stöðu sem við höfum í dag og jafhvel geta bætt hana. Þar á ég við með auknum kvóta,“ sagði Svavar Þorsteinsson. -HEI Tekið á málum með nýjum og skarpari hætti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.