Tíminn - 19.12.1991, Page 5

Tíminn - 19.12.1991, Page 5
Fmmtudagur 19. desember 1991 Tíminn 5 Þingstörf komin í hnút: NEFNDASTÖRF FLUTT YFIR í ÞINGSALINN Fullkomin óvissa ríkir um hvort hægt veröur að ljúka þingstörfum fyrir jól. Ekkert samkomulag hefur tekist á milli stjómar og stjóm- arandstöðu um afgreiðslu mála. Stjómarandstaðan sakar stjómar- liða um að virða í engu störf þingnefnda, og bendir í því sambandi á að nefndarálit stjóraarliða séu samin áður en þingnefndir hafa lok- ið störfum. Stjómarandstæðingar segja að þetta muni aðeins leiða til þess að lengja umræður í þingsölum og tefja fyrir afgreiðslu mála. Þingstörf gengu vel á mánudag og þriðjudag í þessari viku, en í gær stóð allt fast og tíminn fór að mestu í að ræða um þingsköp. Stjómarlið- ar hafa lagt mikla áherslu á að keyra mál í gegnum þingið og lítill tími hefur gefist til að yfirvega flókin Iagafrumvörp í þingnefndum. Seint í fyrradag voru fmmvarp um Hagræð- ingarsjóð og Bandormurinn „rifinn úr nefhd", eins og stjómarandstaðan orðaði það, án þess að hann hefði hlotið eðlilega umfjöllun. Fáum mfnútum eftir að fundi var slitið í sjávarútvegsnefnd var nefndarálit um Hagræðingarsjóð lagt fram. Um klukkutíma eftir að fúndi lauk í fjár- hags- og viðskiptanefhd var íagt fram nefndarálit um Bandorminn upp á 20 blaðsíður. Stjórnarand- stæðingar sögðu að augljóslega hefðu formenn neftidanna verið búnir að semja nefndarálitin áður en nefndafundum lauk. Að þeirra sögn komu fram upplýsingar skömmu áð- ur en nefndafundum lauk, sem hefði verið nauðsynlegt að taka tillit til við afgreiðslu málsins, td. um áhrif skatts á sveitarfélögin á Jöfhunarsjóð sveitarfélaga. Halldór Asgrímsson sagði að þetta myndi leiða til þess að stjórnarand- staðan krefðist upplýsinga í umræð- um á Alþingi um þau atriði, sem ekki hefðu fengið fullnægjandi um- flöllun í nefndum. Halldór sagði óhjákvæmilegt að umræður í þing- sal lengdust vegna þessa. Halldór sagðist hafa hug á að flytja breyting- artillögur við sum tekjuöflunar- frumvörp stjómarinnar, og hann þyrfti tíma og sérfræðiaðstoð til að semja þær. Jón Kristjánsson sagði þessi vinnu- brögð stjórnarliða ekki til fyrir- myndar. Jón sagðist einu sinni hafa staðið að því í tíð fyrri ríkisstjórnar að „rífa mál úr nefnd“ án þess að þá- verandi stjómarandstaða væri sátt við það. Það mál hefði þó verið í nefnd í tvo mánuði og fengið ítar- lega umfjöllun. Jón sagði að þetta hefði orðið til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu rætt mál- ið í tvo daga og einn þingmaður hefði flutt átta tíma ræðu. í dag er fyrirhugað að þriðja um- ræða um fjárlagafrumvarpið fari fram. Óvfst er hvort umræðan fer fram, vegna þess að mörgum málum í sambandi við frumvarpið er ólokið. Fjárhags- og viðskiptanefnd átti t.d. eftir að fjalla um tekjuhlið frum- varpsins, en það verður nefndin að gera, lögum samkvæmt, áður en málið er tekið til þriðju umræðu. Viðræður um sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala halda áfram: Landakotslæknar skipta um skoðun Nefnd, sem fjallaði um sameiningu Borgarspftala og Landakotsspítala, skilaði áliti á dögunum. í umneð- unni að undanfömu hefur komið fram, að læknar og starfsfólk á Landakotsspftala, auk systranna sem stofnuðu spítalann, væru á móti sameiningunni. Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Landakotsspítala, segir í samtali við Tímann að hún hafi ekki fengið upplýsingar frá heilbrigðis- ráðuneytinu. „En það, sem ég hef heyrt, er að það eigi að skoða málin eitthvað áfram,“ segir Rakel. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir í samtali við Tímann að Iæknar á Landakots- spítala, sem voru á móti sameiningu, hafi breytt afstöðu sinni. „Við blasti að styrkja starfsemi Borgarspítalans þannig að dýrari starfsemin verði þar, og láta þá Landakotsspítala sitja eftir. Það má segja að skipting fjár- veitingarinnar sé í þeim anda. Lækn- amir á Landakotsspítala vilja eðli- lega frekar vera með heldur en að verða skildir eftir úti í kuldanum," segir Þorkell. Þorkell segir að gangur málsins hafi verið sá að þessi nefnd var sett á laggimar. Það eru stjómir spítal- anna sem útnefna menn í nefndina. „Þessir nefndarmenn frá Landakots- spítala virðast ekki hafa notið trún- aðar meirihluta þeirra starfsmanna, sem hafa tjáð sig um málið. Nunn- umar tóku í rauninni undir sjónar- mið starísmanna. Ég skil afstöðu nunnanna þannig að þær fari nú fyrst og fremst eftir því sem meiri- hluti starfsmannanna vill, beri hag þeirra fyrir brjósti," segir Þorkell. Þorkeíl tekur fram að ráðherra hafi neyðst til að leggja til að fjárveiting- unni yrði skipt á milli spítalanna, þegar í ljós kom að menn vildu ekki fallast á hugmyndina um samrun- ann núna um áramótin, þó ekki væri nema formlega séð. Það er ekki hægt að skilja eftir eyðu í fjárlagafrum- varpinu. „Ráðherra gerði tillögu um fjárveitingu spítalanna á þriðjudag- inn og í kjölfar þess lýstu Iæknamir yfir að þeir væm reiðubúnir til frek- ari viðræðna um aukna samvinnu og hagræðingu, með stofnun nýs sjúkrahúss í huga,“ segir Þorkell. Aðspurður segir Þorkell að hann líti svo á að læknamir vilji einhvers kon- ar nýja viðræðunefnd. En ráðuneytið ákveður ekki hvaða fólk Landakots- spítali sendir til þeirra viðræðna, þannig að það er spítalans að kljást við það. „Eftir að breytt afstaða lækn- anna kom í ljós var á síðustu stundu ákveðið að skipta ekki fjárveiting- unni alfarið, heldur að skilja eftir tæplega 200 milljón króna lið í sam- eiginlegt framkvæmdafé. Það er þá hægt að ráðstafa þeirri fjárhæð, þeg- ar og ef viðræðumar skila einhveij- um árangri. Við emm að reyna að halda einhverjum leiðum opnum ennþá,“ segir Þorkell. Þorkell segir aðspurður að ráðu- neytið og forsvarsmenn St. Jósefs- spítalans í Hafnarfirði hafi mæst á miðri leið. Samkvæmt tillögu ráð- herra fær spítalinn í Hafnarfirði helminginn af þeirri fjárhæð sem átti að skera niður. „Forsvarsmenn St Jósefsspítalans í Hafnarfirði und- irrituðu samkomulag við ráðherr- ann á þriðjudaginn, um að standa að hagræðingaraðgerðum innan þess spítala í anda samdráttar í fjárveit- ingum. Þeir vom þegar búnir að gera tillögur um þó nokkum sparn- að og ætla einfaldlega að halda því starfi áfram," segir Þorkell. -js Ríó vill ekki gull Hljómplatan „Landið fýkur burt“, með Ríó, hefur nú selst í um það bil 14.000 eintökum. Platan er gefin út af Landgræðslunni, sem einnig hlýtur allan ágóða af sölu plötunnar. Lionshreyfingin á íslandi ber hitann og þungann af dreifingu, en platan er einnig til sölu í flest- um hljómplötuverslunum lands- ins. Með réttu ættu félagarnir í Ríó að vera búnir að fá afhentar gull- og platínuplötur fyrir sinn þátt í þessu átaki. Þeir hafa hins vegar látið þau boð út ganga, að slíkt sé dýrt spaug og þeir vilji ekki að lagt verði í þann kostnað. GS. Þessi mynd náöist af Bryan Adams á blaðamannafundi í gær áður en einn af undirsátum rokkgoðs- ins bannaði frekari myndatökur. Ugglaust vildi hann með þeirri aðgerð koma í veg fýrir að rokkara- ímynd tónjöfursins yrði fýrir hnjaski. Timamynd: Ami Bjama Bryan Adams er leiður yfir því að hafa þurft að aflýsa tónleikum sínum: „Hef aldrei aflýst áöur“ Bryan Adams, tónlistarmaður frá Kanada, boðaði í gær til blaðamanna- fundar vegna rafmagnsbilunarinnar, er olli því að aflýsa þurfii tónleikum hans í Laugardalshöll á jmðjudags- kvöld. Aðspurður um það, hveiju hann kenndi um bilunina, kvaðst Ad- ams telja að rafmagnskerfi hússins hefði brugðist Hann sagði tækja- búnað þann, sem hann hafi yfir að ráða, aldrei hafa látið á sér standa. Einnig sagði Adams að umrætt þriðjudagskvöld hafi hann í fyrsta skipti þurft að aflýsa tónleikum á ferli stnum. Til þess að koma til móts við von- svikna gesti þriðjudagskvöldsins var ákveðið að þeir miðar myndu gilda á tónleika Adams, er fóru fram í gær, ásamt þeim miðum er upphaflega áttu að gilda á þá. Því var búist við mun fleira fólki en lög segja til um að sé heimilt að hafa í Laugardalshöll. Því hefur þeim, sem ekki komust að, verið lofað endurgreiðslu. Einn af talsmönnum Adams kvaðst þó í gær vera vongóður um að fleiri fengju að koma á tónleikana en lög gera ráð fyr- ir. „Undantekningar frá ámóta lögum eru leyfðar í flestum öðrum löndum," sagði hann. Rafmagnsbilunin kom upp um fjög- urleytið á þriðjudag. Var reynt að komast yfir bilunina árangurslaust til kl. rúmlega 22:00. Tónleikamir áttu að standa í tvo tíma og átti að vera lokið kl. 23:00. Adams sagðist hafa verið ákveðinn í því að spila dagskrá sína til enda, ef raftnagnið hefði kom- ist í lag, jafnvel þótt hann hefði þurft að fara fram yfir tímann. Hann sagði það ekki hafa komið til greina að spila með óraftengduni hljóðfærum. „Það hefði einungis valdið áheyrendum vonbrigðum," sagði Adams. Adams kvaðst í gær hafa verið reiðubúinn til þess að bæta fyrir aflýstu tónleikana með öðrum tónleikum. Kom þá til greina að halda tvenna tónleika í gær eða tónleika í kvöld. í það var hins vegar ekki ráðist. Tónleikamir í gær voru þeir síðustu á ferð Adams um Evrópu. Aðspurður um hvort hinir aflýstu tónleikar hefðu ekki gefið honum kærkomna hvfld sagði Adams: „Ég kom ekki til íslands til þess að liggja inni á hótel- herbergi." GS. Nýverið fékk Egiil Olafsson gullplötu, þegar fýrsta sólóplata hans, „Tifa Tifa“, hafði selst í yfir 3000 eintökum. Það var Halldór Bach- mann, markaðsstjórí Skífunnar hf., sem afhenti Agli verðlaunin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.