Tíminn - 19.12.1991, Síða 7

Tíminn - 19.12.1991, Síða 7
Fimmtudagur 19. desember 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Magnús Finnbogason, Lágafelli: Fyrir svo sem 5 eða 10 árum hefði fáa órað fyrir því að hið mikla miðstjómarveldi, sem Ráðstjóraarríkin voru búin að byggja upp með áratuga samþjöppun valda, hryndi einn góðan veðurdag eins og spilaborg sem blásið er á. Þetta er þó engu að síður staðreynd sem öllum er ljós, þó enginn viti eða renni í grun hvaða afleiðing- ar það hefur fyrir heimsbyggðina þegar þetta mikla miðstjóraar- veldi fer að leysast upp í frumeindjr. Tekst að forða því að bræð- ur berjist og nágrannar berist á banaspjótum? Vonandi, en ekki lofa átökin í Júgóslavfu góðu um framhaldið, svo mikið er víst Þetta eru þó ekki nein ný sann- indi. Mannkynssagan úir og grúir af sambærilegum sögum, sögum um stórveldi sem rísa og hníga. Það eina, sem mér virðist frá- brugðið, er að tíminn frá upphafi til endaloka er styttri en ég þekki dæmi um annars staðar frá, sem er þó bein afleiðing bættrar tækni í samgöngum og fréttaflutningi. í ljósi þessa finnst mér alveg furðu- legt að þeir menn, sem mest fagna hruni þessa mikla miðstjómarrisa og kenna sig við einstaklings- hyggju og frelsi, skuli leggja nótt við dag í uppbyggingu nýs mið- stjómarveldis við hlið hins hmnda. Þar á ég við EES-svæðið svonefnda og Efnahagsbandalagið, sem augljóslega er fyrirheitna landið í þessari leikfléttu, þó áróð- urstækni samtímans telji líklegra til árangurs að taka þetta í tveim skrefum. Enn er í fullu gildi gamla mál- tækið sem segir að réttir þú skratt- anum litla puttann, hættir hann ekki fyrr en hann nær allri hend- inni. Þannig sýnist mér allt stefna í þessari EES-umræðu. Utanríkisráðherra fór um landið eins og stormsveipur og lýsti þess- um samningsdrögum eins og fagnaðarerindinu, en gætir þess jafnframt að enginn fái þessi drög í hendur. Þeim er haldið sem leynd- ar- og trúnaðarskjölum innan ráðuneytisins; þó er fjöldi fólks bú- inn að sitja mánuðum saman við að þýða þau á íslensku. Að sjálfsögðu er það verk unnið á kostnað samfélagsins. Því fyndist mér eðlilegt og sjálfsagt að þessi drög væm gerð aðgengileg þeim sem þess óska, og ef af heilindum væri unnið myndi það eyða óvissu og draga úr tortryggni. Upplýsingar síðustu daga stað- festa þann gmn okkar andstæð- inga þessa samnings að ekki sé allt eins gott og sagt hefur verið. Þegar utanríkisráðherra verður uppvís að grófum missögnum, ef ekki fölsunum eins og þeim að í fisk- veiðiheimildum innan landhelgi breytist langhalinn í karfa og allar líkur benda til að niðurfelling tolla á síldarflök sé einnig í uppnámi. Mikið hefur verið gert úr ávinn- ingi okkar af niðurfellingu tolla á fiskafurðum, þó flest bendi til þess að þessir hagsmunir séu óvemleg- ir, og eftir standi að niðurgreiðslur EB til fiskvinnslu sinna heima- landa verði óbreyttar og geri þar með alla sókn okkar inn á þessa markaði með fullunnar vömr dauðadæmdar fyrirfram. Við bíð- um bara eftir að heyra hvað næst kemur. Mér sýnist öll þessi máls- meðferð benda til þess að við séum að láta allt fyrir ekkert, akkúrat öf- ugt við það sem Jón Baldvin hefur haldið fram. Enda minnist ég ekki að hafa heyrt eða séð jafn ábyrgð- arlaust og ótrúverðugt glamur eins og talsmenn þessa samnings hafa haldið á lofti. Það var mikil barátta að losna við útlendinga úr fiskveiðilandhelg- inni á sínum tíma, og síðan það tókst að nafninu til, höfum við háð harða vamarbaráttu fyrir því að út- lendingar komi ekki bakdyrameg- in inn í landhelgina með eignar- haldi í sjávarútvegi. Þetta hefur ekki tekist, þó reynt hafi verið að sporna við þessu. Hvernig halda menn þá að hægt sé að halda útlendingum frá eign- arhaldi fslenskra auðlinda, hverju nafrii sem þær nefnast, þegar búið er að opna hlutabréfamarkað, jafn- framt því að gangast undir að ekki megi mismuna mönnum innan EES-svæðisins í sambandi við flutning á fjármagni og vinnu? Þeir ráðamenn, sem halda því fram að þetta sé hægt, hljóta að tala gegn betri vitund. En sem betur fer eru óheilindin alltaf að koma í ljós og enn er hægt að stöðva samninginn. Illa þekki ég íslenska þjóðarsál, ef hún fer nú ekki að rísa upp til varnar, nú þeg- ar EB-veldið er farið að sýna tenn- umar og hóta afarkostum, fái það ekki ýtmstu kröfum sínum fúll- nægt. Nú fer fjarri því að ég vilji að ís- land einangri sig frá öðrum þjóð- um. Við emm þannig í sveit sett á jarðkúlunni að vera sem næst miðdepill milli þeirra fjármála- stórvelda, sem hæst ber í heimin- um í dag, það er að segja Banda- ríkjanna, Efriahagsbandalagsins og Japans. Við þurfum ekki lengi að horfa á hnattlíkanið til að sann- færast um þessa staðreynd. Þessi staða gefur mikla mögu- leika, sérstaklega með tilliti til þess að vömflug er alltaf að aukast Okkar aðalútflutningur byggist á sjávarfangi, sem verður verðmæt- ara og eftirsóttara með hverju ár- inu sem líður, vegna þess að fiski- mið heimsins em víða að þverra eða þorrin sökum ofveiði og mengunar. Við erum líka með strjálbýlt og tiltölulega hreint land, sem gefur mikla möguleika sem þegar er farið að nýta, m.a. með ferskvatnsútflutningi. Landbúnaðarvörur okkar hafa mikla möguleika sem hollustufæði á sama gmndvelli. Þá gefur sú mikla orka, sem fólgin er í vatns- afli, heitu og köldu, nánast enda- lausa möguleika, ef við nýtum þetta til uppbyggingar þess at- vinnulífs sem fyrir er í Iandinu og byggir á gögnum þess og gæðum. Ef við leggjum áherslu á að lifa í sátt við umhverfi okkar til lands og sjávar við uppbyggingu nýrra at- vinnutækifæra, þurfum við engu að kvíða í framtíðinni. Mín niður- staða er sú að við höfum enga ástæðu til að gefast upp og fela okkar forræði framandi þjóðum með því valdaafsali sem í EES- samningsdrögunum felast. Enda í ljós komið að lögfræðinga greinir á um hvort hægt sé að semja án breytinga á stjórnarskrá. Því er það ófrávíkjanleg krafa að þessir samn- ingar verði bomir undir þjóðarat- kvæði áður en þeir verða endan- lega frágengnir. BÓKMENNTIR Þeir lifðu í þúsund ár Stefán Jasonarson: Alltaf glaðbeltt- ur. Endurminnlngar Stefáns I Vorsa- bæ. Páll Lýðsson fylgir úr hlaði. Bókaútgáfan Örn og Orlygur 1991. Þeir lifðu í þúsund ár og sumir þeirra lifa enn, þar á meðal höf- undur þessarar bókar. Höfundur getur þess að Sigurður Greips- son, skólastjóri í Haukadal, sagði eitt sinn á góðra vina fundi: „Stefán minn, við og jafnaldrar okkar höfum lifað í meira en þúsund ár.“ Þetta má vissulega til sanns vegar færa. Þjóðhættir og atvinnuhættir héldust lítt breyttir í þúsund ár og tungan sömuleiðis, þótt framburður hafi tekið einhverjum smábreyting- um. Stórbreytingar hefjast í þessu samfélagi á 19. öld og þær hafa haldið áfram. Aukinn sjáv- arafli, aukin ræktun og meiri úr- vinnsla afurðanna hefur aukist. Vitaskuld var þetta samstíga miklum breytingum annars staðar í Evrópu, en þar hófust þessar breytingar fyrr. Borgara- stétt myndast ekki hér á landi fyrr en á 20. öld, að neinu ráði. Hér var bændasamfélag og fiski- manna, en fiskveiðar voru lengst af hliðargrein, rekin af bændum eða húskörlum þeirra. Iðnaður var hér mikill, heimilisiðnaður, unnið úr ullinni; járnsmíði og byggingar voru hliðargreinar við landbúnað, en íslenskir kaup- menn fundust hvergi fyrr en fer að líða á 19. öld, að nokkru ráði, og skrifara- og þjónustustéttir í nútíma merkingu voru engar. Hlutur opinbera geirans var harla lítill. Aukin fjármagnsmyndun veldur breytingu á lífsháttum og auk- inni fjölbreytni í atvinnuháttum. Oft hefur þessi saga verið sögð, en þeim fer nú fækkandi sem reyndu þúsund ára líf þessarar þjóðar. Og það sérstæða er, að það eru einmitt menn meðal þeirra sem hafa haldið uppi þessu sem nefnt er íslensk menning, sem er íslensk arfleifð, tunga og bókmenntir. Þetta eru menntuðustu einstak- lingar þjóðarinnar, ásamt þeim sem hafa mótast af anda þessara manna. En meðal þeirra eru sannmenntuðustu íslendingarn- ir. Þetta sannast með þeim ritum sem koma út t.d. á núverandi bókavertíð, Þórður Tómasson með útgáfu sína á æviminning- um Eyjólfs á Hvoli, Guðmundur Friðfinnsson og Stefán í Vorsa- bæ. Þeim er málið eðlislægt og eru lausir við fáfengilega tilburði í stfl. Þótt þeir fjalli oft um svip- uð efni, þá er stíll hvers og eins fullkomlega persónulegur; hér eru engar sjálfsununarkenndar frásagnir um sjálfan sig. Höfundur Iýsir uppvexti sínum, störfum og þjóðháttum; hann lýsir umferðafólki og minnis- verðum ferðalögum á æskuár- um. Af þessum frásögnum má marka, að enn lifði fólk öðrum þræði því forna þúsund ára lífi, þótt höfundur væri fæddur árið 1914. Minningar hans eru því einkum frá 3ja áratug aldarinnar í fyrstu köflunum. Flóaáveitan „var talin mesta áveitumannvirki norðan Alpa- fjalla“. Fréttir af áveitunni bár- ust víða, þar á meðal í páfagarð og segir höfundur skemmtilega sögu í því sambandi. Það er ein- mitt einkenni frásagnar Stefáns að hann kemur oft á óvart með smásögum og sérstæðum við- brögðum við atburðum. Og áfram er haldið. Útvarpið heyrist í fyrsta sinn, skólaganga höfundar á Laugarvatni, Hauka- dalsskóli og svo hefst síðari heimsstyrjöldin. Höfundur vinn- ur á Selfossi og í Keflavík og loks heldur hann ásamt konu sinni Guðfinnu Guðmundsdóttur nið- ur að Vorsabæ 30. maí 1943 og þar með hefst búskaparsagan, fé- lagsmálasagan og almenn af- skipti höfundar af búnaðarmál- um og pólitík. Síðari hluti bókarinnar er öðr- um þræði saga landbúnaðar á Suðurlandsundirlendinu og íþrótta- og ungmennafélags- hreyfinga. Þar eru samankomnar heimildir um félagsmálasögu Suðurlands og í bókinni úir og grúir af samtíðarmönnum höf- undar, ungum sem öldnum. Per- sónulýsingarnar eru margar hnyttnar og hann þarf ekki mörg orð til þess að draga upp eftir- minnilegar mannamyndir. Höf- undur var blaðamaður um tíma og fréttaritari útvarps og sjón- varps. Stefán gekk til liðs við Fram- sóknarflokkinn, en sá flokkur taldi sig einhverskonar arftaka ungmennafélagshreyfingar alda- Stefán Jasonarson. mótanna, og með skrifum Jónas- ar frá Hriflu jókst fylgi hans í sveitum landsins. Alþýðuskól- arnir voru mótaðir m.a. af Jónasi og þeim mönnum sem sáu í hill- ingum gróandi þjóðlíf blómgast um hinar dreifðu byggðir. Og landbúnaðurinn blómstraði á Suðurlandsundirlendinu, sam- vinnufélög bænda mótuðu versl- unarmátann. í bókarlok skrifar Stefán: „Við hjónin höfum notið frístunda okkar við tilbreytni og æðaslátt árstíðanna, vetur, sumar, vor og haust... Þeir sem bíða eftir klukkunni ... missa víst oft af starfsgleðinni." Og starfsgleðin hefur verið Stefáns alla tíð, sam- kvæmt sögu hans, og hann hefur notið þess að lifa. Á efri árum tók skógræktin hug hans, sem sjá má á skógræktarsvæðum Vorsa- bæjar. Og hann getur nú, ásamt eiginkonu sinni, unað ellinni eftir þúsund ára lífs- og reynslu- feril, sáttur við guð og menn. Siglaugur Brynleifsson LESENPUR SKRIFA Hvaö meinar Ingibjörg Sólrún? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í útvarpinu á sunnudaginn að ef hún ætti um tvennt að velja, að ganga í Evrópska efnahagssvæðið eða Evrópubandalagið, kysi hún heldur Evrópubandalagið. Þetta er óheppilegur málflutning- ur hjá Kvennalistakonu, því að þama er gefið undir fótinn með það að íslendingar eigi bara val um tvennt, EES og EB. Það nær engri átt að segja þetta, því að þriðji möguleikinn er til, að ísland stæði utan við öll svona bandalög; það er hægt að gera við þau viðskipta- samninga, eins og alltaf hefur verið gert. Mér líkaði vel það sem Stein- grímur Hermannsson sagði í sjón- varpinu, að nú ættum við að hætta við EES-samningana og gera við- skiptasamning við Evrópubanda- lagið. Em kvennalistakonur að skipta um skoðun í afstöðu til EB? Eða hvað meinar Ingibjörg Sólrún? H.M. kvennalistakjósandi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.