Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 ASI kynnir hugmyndir sínar fyrir ríkisstjórn /Uþýóusamband íslands lagði fram á fundi með ríkisstjórninni í gær lista yfir þau atriði sem það telur brýnt að taka upp í tengslum viði gerð kjarasamninga. Plestöll þessara atriða snerta þær aðgerðir sem framkvæmdar hafa veríð af ríkisstjórninni að undanfömu. Ekki vrr búist við formlegum svörum frá ríkisstjórainni strax en ljóst að þau atriði sem ASÍ vill taka upp munu hafa talsverð útgjöld í for með sér fyrir ríkissjóð. Hér á eftir fer minnisblað Alþýðusambandsins frá þess- um fundi með athugasemdum við hvera lið listans. og jwí reyndi vart á þak í því kerfi. Meðal þess sem fram kemur í þessu minnisblaði eru kröfur um að fallið verði frá ýmsum aðgerðum á sviði heil- brigðismála, skattamála og trygginga- máJa: ASÍ leggur áherslu á eftirfarandi atriði í viðræðum við stjómvöld: Heilbrigðisþjónusta og tryggingar 1. Lyfjakostnaöur a) Sett verði þak á lyfjaútgjöld 12.000 kr. á einstakling og fyrir bömin sameig- inlega yfir árið og 20.000 á fjölskyldu. b) Endurskoðuð verði ákvæði um það hverjir fái lyfjakort. Alhugasemdir: Spamaðaráform stjóm- valda á fjárlögum 1992 em um 400 milljónir vegna þessa liðar. Þar sem ekkert þak er í lyfjagreiðslunum skv. reglunum í dag, kemur hann hart nið- ur, sérstaklega á bamafólki. Þótt því hafi verið haldið fram að þeir sem eru haldn- ir alvarlegum langtímasjúkdómum eigi kost á lyfjakortum er framkvæmdin oft önnur. Það virðist tilviljanakennt hverj- ir fá lyfjakort og hveijir ekki. 2. Greiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu. a) Frítt verði fyrir böm. b) 20.000 hámarksgreiðsla verði fyrir fjölskyldu. Aíhugasemdir: Spamaðaráform stjóm- valda á Qárlögum 1992 em 590 milljón- ir skv. fréttatilkynningu sem send var frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu í tengslum við útgáfú reglugerðar um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Þessi aukna gjaldtaka kemur einkum niður á bama- fólki. Þótt þaki hafi verið breytt frá fyrra kerfi, þannig að böm í sömu fjölskyldu séu talin einn einstaklingur, þá er á það að líta að áður var heimsókn til heimil- islæknis og á heilsugæslustöð gjaldffí 3. Niðurskurður á sjúkrahúsum. Setja verður skorður við fjöldaupp- sögnum sem leiða eiga til endurskipu- lagningar, þannig að aldrei verði sagt upp öðmm en þeim sem eiga að láta af störfum. Athugasemdir: Vistgjöld sjúkrastofn- ana lækka skv. fjárlagafrumvarpi um 830 milljónir. Að auki á 5% flatur niður- skurður að gefa 850 milljónir. Samtals er hér gert ráð fyrir spamaði upp á 1700 milljónir. Samdráttur í umsvifum sjúkrahúsa kemur einkum fram í fækk- un ófaglærðs starfsfólks, sem er félags- menn ASÍ. Sú aðferð sem farin er, að segja öllu starfsfólki upp störfum og endurráða síðan einhvem hluta hóps- ins, er ámælisverð. Þannig er fólk þar með svipt lögmætum uppsagnarfresti. 4. Tannlækniskostnaður a) Þátttaka foreldra í kostnaði vegna barna verði 5% í stað 15%. b) 5% tannlæknakostnaðar alls al- mennings verði endurgreiddur af rík- inu. Athugasemdir: Breytingar á þátttöku almennings í tannlæknakostnaði eiga að skila ríkissjóði 280 milljónum f ár. ASÍ telur að fara verði varlega í allar álögur á bamafólk, en bendir jafnframt á að með því að endurgreiða einhvem hluta af almennum tannlæknakostnaði megi ná fram spamaði vegna aukinna skatttekna ríkissjóðs. 5. Hjálpartæki Hætt verði við öll áform um aukna þátttöku sjúklinga í kostnaði við hjálp- artæki. Athugasemdir: Skv. fjárlögum var ráð- gert að spara á þessum lið 95 milljónir. Koma verður í veg fyrir að þeir sem sjúkir em og fatlaðir séu skattlagðir sér- staklega. 6. Tekjutenging grunnlífeyris elli- og örorku a) Grunnh'feyrir verði ekki tekjutengd- ur. b) Ráðist verði í heildarendurskðun á kerfi almannatrygginga og lífeyrissjóða. Athugasemdir: Aform um spamað skv. þessum lið em 260 milljónir brúttó, en af þeim hefði ríkissjóður skatttekjur, þannig að nettó spamaður er áætlaður 170 milljónir. ASÍ er mótfallið öllum skerðingum á gmnnlífeyri fólks. Enn er ítrekuð krafan um heildarendurskoðun almannatrygginga og lífeyrissjóða, enda þörfin óljós. 7. Fæðingaroríof Hvaða breytingar em fyrirhugaðar? Athugasemdir: Fyrir tveimur ámm var samið fmmvarp um fæðingarorlof sem fól í sér ýmsar lagfæringar á núverandi kerfi. Fmmvarpið var þó aldrei lagt fram á Alþingi og óljóst hvaða áform em uppi af hálfu stjómvalda til lagfær- inga á kerfinu eins og það er í dag. Rétt- ur fólks til fæðingarorlofs er mjög mis- jafn í dag, mikill munur á rétti opin- berra starfsmanna og fólks á almenn- um vinnumarkaði, munur á rétti karla sem giftir em konum í starfi hjá hinu opinbera og annarra karla, munur á rétti bankamanna og annarra og svo mætti áfram telja. 8. Atvinnuleysisbætur f fjárlögum er ekki gert ráð lyrir auk- inni Ijárþörf sjóðsins vegna aukins at- vinnuleysis á þessu ári. Miðað við 2% atvinnuleysi á árinu vantar 150 millj- ónir í sjóðinn. Em áform uppi um breytta aðild að Atvinnuleysistrygg- ingasjóði? Athugasemdir: Allt bendir til að at- vinnuleysi verði enn meira en 2% á ár- inu í heild og því Ijóst að mun meiri fjármuni þurfi til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs en að ofan greinir. Heyrst hefur að til standi að breyta aðild að At- vinnuleysistryggingasjóði, en aðilar vinnumarkaðarins haifa ekki fengið að fylgjast með endurskoðun laganna. Ef til stendur að veita fleiri aðilum rétt til atvinnuleysisbóta frá því sem nú er, vantar þá enn frekari Ijármuni til sjóðs- ins. 9. Ferðakostnaður sjúklinga Bæta verður framkvæmd á greiðslu ferðakostnaðar sjúklinga af lands- byggðinni. Athugasemdir: Sú túlkun sem við er höfð á ferðakostnaði sjúklinga utan af Iandi virðist þröng og tilviljanakennt hverjir fá greiðslu og hverjir ekki. Með aukinni áherslu á þjónustu sjúkrahús- anna á höfuðborgarsvæðinu verður að gæta þess að landsmenn sitji við sama borð við að sækja sér þá þjónustu. Skattar 1. Persónuafsláttur Persónuafsláttur verði framreiknaður miðað við verðlagsþróun á sl. ári. Athugasemdir: Sú ákvörðun að halda persónuafslætti um sl. áramót þrátt fyrir verðlagsþróun síðasta árs skilar ríkissjóði á þessu ám 1200 milljónum króna. Hér er beitt skattahækkunum með lævísum hætti. Minnt er á að í al- þingiskosningum sl. vor lýstu allir stjómmálaflokkar yfir andstöðu við skattahækkanir og vildu flestir hækka persónuafslátt vemlega frá því sem var. 2. Bamabætur a) Tekjutenging bamabóta verði af- numin. í stað hennar komi hátekju- skattur og skattur á fjármagnstekjur. (Sjómenn hafa fyrirvara á hátekju- skatti.) b) Ef ekki verður orðið við þessu, þá verði bamabætur tekjutengdar, en ekki aðeins sett í þær þrep. Bent er á að ná má sama árangri með því að hefja skerðingu bamabóta við töluvert hærri tekjumörk og láta bætumar fjara alveg út. Athugasemdir: Samkvæmt fjárlögum skilar tekjutenging bamabóta ríkis- sjóði 500 milljónum. ASÍ telur fráleitt að skattleggja bamafólk sérstaklega eins og hér var gert, en gefast upp við skattlagningu hátekjufólks. Ein og breytingin á bamabótunum er útfærð vom bætur skertar hjá fólki sem rétt náði meðaltekjum. Annað 1. Ríkisábyrgð á laun Tryggja verður ríkisábyrgð á launum og lífeyrissjóðsgjöldum við gjaldþrot. Athugasemdir: Með afnámi núgildandi laga sparar ríkið 350 milljónir. ASÍ set- ur sig ekki upp á móti einhvers konar gjaldtöku á atvinnurekendur til að standa straum af kostnaði við launa- greiðslur við gjaldþrot, en krafa er gerð til þess að ríkissjóður ábyrgist fólki greiðslamar. Ennfremur fellst ASÍ ekki á að ábyrgð ríkisins á lífeyrissjóðsið- gjöld verði afnumin. Lífeyrissjóðsið- gjöld, sem fyrirtækin hafa dregið af starfsmönnum og ekki skilað lífeyris- sjóðunum, em ekkert annað en sá hluti launa sem standa á straum af kostnaði fólks á elliámm. Með því að taka iífeyr- issjóðsgjöldin úr ríkisábyrgðinni er verið að ógna lífeyrisréttindum fólks- ins. 2. Skólagjöld Taka þarf sérstakt tillit til fólks utan af landi vegna mikiis kostnaðar við skóla- göngu í Reykjavík, svo og sjúklinga, ör- yrkja og lágtekjufólks. Athugasemdir: Skólagjöld í háskólum landsins em áætluð um 100 milljónir. Þessi kostnaður lendir sérstaídega harkalega á þeim sem lakar em settir, svo sem fólki utan af landi, sjúklingum, öryrkjum og lágtekjufólki. 3. Dómsmálagjöld Fmmvarp um opinbera réttaraðstoð sem lagt var fram á síðasta þingi verði að lögum. Athugasemdir: Hækkun á ýmsum dómsmálagjöldum, s.s. vegna þinglýs- inga, veðbókarvottorða, ökuskírteina, vegabréfa, ýmissa leyfisgjalda, skipa- skoðunargjalds, ýmissa dómsmála- gjalda og sektargreiðslna gefa ríkissjóði f viðbótartekjur 1992 samtals 404 millj- ónir skv. áætlun þar um. Vegna þessa verður enn erfiðara en nú er fyrir lág- Iaunafólk að fylgja eftir rétti sínum fyr- ir dómstólum þessa lands. Því er þess krafist að opinberri réttaraðstoð verði komið á fót. 4. Húsnæðismál Gert verði samkomulag um 5 ára áætl- un um uppbyggingu félagslega kerfis- ins. Athugasemdir: Félagslega húsnæðis- kerfinu er ætlað að mæta þörfum lág- launafólks. Áætlun um markvissa upp- byggingu til lengri tíma er mikilvæg svo hægt sé að ná árangri. Sérfræðinganefnd Evrópuráðsíns segír að íslensk löggjöf brjótl í bága vlð féiags* málasáttmála ráðsins. Björn Bjarnason, formaður íslandsdeildar Evrópuráðsins: Stefna aö auknu frelsi í stéttar- félagsmálum Björn Bjamason, formaður ís- landsdeildar Evrópuráðsins, segir að brýnt sé að pólftísk afstaða verði teldn um framtíðarstefnu í stéttarfélagsmálum á íslandi, en fram hefur komið hjá sérfraeð- inganefnd Evrópuráðsins að ís- lensk löggjöf brjóti í bága við fé- lagsmálasáttmála Evrópuráðsins. Björa sagði í skýrslu Islandsdeil- ar ráðsins, sem hann flutti á Al- þingi á fimmtudag, að að sínu viti eigi sú stefna að miða að því að auka frelsið hér á landi í samræmi við það sem almennt er viður- kennt hæfiiegt hjá aðildamkjum Evrópuráðsins. „Skylduaðfld að stéttarfélögum samrýmist greini- lega eldd mati sérfræðinganefnd- arinnar og hklega verður þess ekk) lengi að bíða að fyrír liggi niðurstaöa mannréttindanefndar- htnar um hvort gildi laganna um leigublfrelðar verði sannreynt fyr- ir mannréttindadómstólnum á grundvelii 11. greinar mannrétt- indasáttmálans um félagafrelsi,“ sagði Björn Bjarnason, alþingis- maður og fulltrúi í íslandsdeUd Evrópuráðsins, í skýrslu sinni. Sérfræðinganefnd Evrópuráðs- íns starfar á grundvelii sáttmálans og fær hún skýrslur á tveggja ára fresti um stöðu mála í aðildarríkj- unum og sér Gylfl Kristinsson, deildarstjóri í félagsmáiaráðu- neytinu, um þær skýrslugerðir. Gylfi er fulltrúi íslands í embætt- ismannanefnd sem starfar á veg- um ráðherranefndar Evrópuráðs- ins Sérfræðínganefndín gerir at- hugasemdir um að Island full- nægi ekki kröfum 5. greinar fé- lagsmálasáttmáia Evrópuráðsins, þar sem mælt er fyrir um frelsi verkafólks og vinnuveitenda tii að stofna stéttarfélög og tU að ganga í þau. Þar er ennfremur mælt fyr- ir um skuidbindingar samnings- aðila um að sjá til þess að landslög skerði ekki þetta frelsi. í því sam- bandi bendir nefndin á að ákvæði 1. greinar laga um atvinnutrygg- ingarsjóð og lög nr 77 frá árinu 1989 um leigubifreiðar, þar sem bílstjórar eru skyldaðir til aö vera í stéttarfélagi, brjóti í bága við 5. greinina. Þessu hefur fulltrúi ís- Íands mótmælt við sérfræðinga- nefndina, en verði niöurstaðan sú að íslensk löggjöf bijóti í bága við félagsmálasáttmálann verður óskað eftir því við íslensk sijóra- völd að þau endurskoði hana. -PS Þingmenn stjórnarandstöðunnar leggja fram þingsályktunartillögu: Brýtur EES gegn stjórnskipuninni? Þingmenn úr stjórnarandstöðunni hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að sett verði á fót nefnd sex sérfróðra manna sem athugi hvort aðild íslands að evrópska efna- hagssvæðinu, í því formi sem fyrir liggur í samningsdrögum nú eða síð- ar, brjóti með einhverjum hætti gegn íslenskri stjórnskipun eða hvort gera þurfi breytingu á stjórn- arskrá íslands. Gert er ráð fyrir að nefndina skipi tveir menn frá Dóm- arafélagi ísiands, lagadeild Háskól- ans og Lögmannafélagi íslands. Flutningsmenn að tillögunni eru Hjörleifur Guttormsson, Steingrím- ur Hermannsson, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Ólafur Ragnar Gríms- son. Tillagan gerir ráð fyrir að nefndin skili áfangaáliti 15. maí í vor og end- anlegum niðurstöðum 1. júlí 1992. í greinargerð með frumvarpinu er vitnað til álits íslenskra lögfræðinga sem hafa sett fram efasemdir um aö EES-samningurinn stæðist íslenska stjórnskipun og jafnvel að hann kall- aði á breytingar á stjórnarskránni. Minnt er á að sömu efasemdir hafa komið fram í öðrum EFTA-ríkjum m.a. í Sviss og Noregi. -EÓ Óhapp eins hreyfils flugvélar á Reykjavíkurflugvelli: Fauk út í snjóskaf I Eins hreyfils flugvél fauk út af flug- braut á Reykjavíkurflugvelli um há- degisbil í gær. Þrír menn voru í vél- inni og sakaöi engan. Óhappið varð með þeim hætti að vélin var á leið vestur flugbrautina sem liggur að Suðurgötu og var í þann veginn að snúa við í flugtak þegar snörp vind- hviða henti henni út í snjóruðninga við brautina. Skemmdir urðu ein- hverjar á hjólabúnaði og öðrum vængnum. -PS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.